Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 30
30 MESSUR
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
AKUREYRARKIRKJA | Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 11. Yngri barnakór
Akureyrarkirkju syngur. Þórhildur Eva
Helgadóttir leikur á víólu og Guðmund-
ur og Hákon Geir á gítar. Umsjón sr.
Svavar Alfreð, Sonja og Sigrún Magna.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur og
organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskól-
inn er á sama tíma í safnaðarheim-
ilinu í umsjá Andreu Önnu Arnarsdótt-
ur og Thelmu Rósar Arnarsdóttur.
ÁSKIRKJA | Friðar- og íhugunarguð-
sþjónusta kl. 13. Barnastarf á sama
tíma. Jóhanna María Eyjólfsdóttir
djákni annast samverustund sunnu-
dagaskólans. Sr. Sigurður Jónsson og
Bjartur Logi Guðnason organisti leiða
guðsþjónustuna. Hressing í Ási á eftir.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl.
17. Sönghópur undir stjórn Davíðs
Sigurgeirssonar leiðir sönginn og sr.
Kjartan Jónsson annast prestsþjón-
ustuna. Fermingarbörn og aðstand-
endur þeirra eru boðin sérstaklega
velkomin. Boðið verður upp á altaris-
sakramentið í messunni.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk,
Pétur og Þórarinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son þjónar. Kór kirkjunnar syngur, org-
anisti er Örn Magnússon. Alþjóðlegi
söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæ-
mundsdóttir þjóna, organisti er Örn
Magnússon.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Kata, Eva og Jónas Þórir þjóna.
Það verður biblíusaga, myndband,
söngur og gleði.
Guðsþjónusta kl. 13. Séra Eva Björk
Valdimarsdóttir þjónar ásamt messu-
þjónum, Jónasi Þóri organista og
Kammerkór Bústaðakirkju. Beðið fyrir
friði í heiminum og sérstaklega fyrir
ástandinu í Úkraínu og fólki á flótta.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Sunna Dóra Möller. Söng-
vinir leiða söng. Veitingar í safnaðar-
sal að messu lokinni.
Hjallakirkja kl. 17. Prestur er Bolli Pét-
ur Bollason. Tónlist: Matthías V. Bald-
ursson ásamt Gospelkór Vox Gospel.
DÓMKIRKJAN | Samstöðumessa
með Úkraníu kl. 11. Formaður félags
Úkraínumanna á Íslandi, Lyubomyra
Petruk, ávarpar kirkjugesti. Forseti Ís-
lands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur
ávarp, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar.
Erla Rut Káradóttir leikur á orgelið.
Dómkórinn. Í messunni verður flutt
úkraínsk tónlist en sálmur 52 og
bænasvarið kyrie.
Kórinn flytur úkraínska þjóðlagið
Hljóðnar nú haustblær í útsetningu
Magnúsar Ragnarssonar; ljóðið eftir
Sigríði I Þorgeirsdóttur og úkraínski
þjóðsöngurinn. Messukaffi.
FELLA- og Hólakirkja | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar
Gunnarsson þjónar og predikar. Kór
kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild-
ar Valgarðsdóttur. Meðhjálpari er
Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir
stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu-
messa kl. 14. Barnakórinn við Tjörn-
ina syngur undir stjórn Álfheiðar Björg-
vinsdóttur. Hljómsveitin Mantra
ásamt sönghópnum við Tjörnina leiða
sönginn undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar, organista. Fermingarung-
menni sjá um ritningalestur. Barn
verður borið til skírnar. Sr. Hjörtur
Magni og dr. Sigurvin Lárus leiða
stundina. Fjölskyldur fermingarbarna
hvattar til að mæta.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir
þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir
söng. Organisti er Árni Heiðar Karls-
son. Sunnudagaskóli er á sama tíma
á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa
Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólm-
fríður Frostadóttir. Undirleikari er Stef-
án Birkisson. Selmessa er í Kirkjusel-
inu í Spöng kl. 13.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Beðið fyrir friði í heiminum og
sérstaklega fyrir ástandinu í Úkraínu
og fólki á flótta. Kór Grensáskirkju
syngur undir stjórn Ástu Haraldsdótt-
ur, kantors. Hugrún Eva Haraldsdóttir
úr Suzukitónlistarskólanum í Reykja-
vík spilar á víólu. Sr. Þorvaldur Víð-
isson þjónar fyrir altari ásamt messu-
þjónum.
Hádegisbæn og kyrrðarstund á þriðju-
dögum kl. 12, núvitundarstund á
fimmtudögum kl. 18.15, einnig í
streymi.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.
11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson
sem þjónar og prédikar fyrir altari. Org-
anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guð-
ríðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn í
Safnarheimilinu. Pétur Ragnildarson
og Ásta Guðmundsdóttir. Kirkjuvörður
er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi og
djús í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Sighvatur Karls-
son þjónar. Guðmundur Sigurðsson
organisti og félagar úr Barbörukórnum
syngja. Altarisganga. Sunnudagaskóli
á sama tíma. hafnarfjardarkirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Annar sunnudagur í
föstu. Prestur er Sigurður Árni Þórð-
arson. Messuþjónar aðstoða. Vox
feminae syngur undir stjórn Hrafnhild-
ar Árnadóttur Hafstað. Organisti er
Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón
barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir
og Sólveig Franklínsdóttir. Málþing kl.
12.30. Passíusálmar til útflutnings.
Málþing um nýju þýðingu Graciu Grin-
dal.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkomur á sunnudögum. Almenn
samkoma kl. 11. Samkoma fyrir
enskumælandi (English speaking ser-
vice) kl. 14. Samkoma fyrir spænsku-
mælandi (reunión en español) kl. 16
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð, fyrirbænum
og barnastarfi kl. 13. Björn Inge, ung-
lingaleiðtogi Fíladelfíu, prédikar. Kaffi
eftir samverustundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskydu-
messa kl. 11. Séra Fritz Már þjónar
ásamt sunnudagaskólaleiðtogum.
Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða
söng.
KIRKJUSELIÐ í Spöng | Sunnudag-
inn 13. mars verður selmessa kl. 13.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar.
Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er
Árni Heiðar Karlsson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhannes-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Fé-
lagar úr kór Kópavogskirkju syngja
undir stjórn Lenku Mátéová, kantors
kirkjunnar. Sunnudagaskólinn á sama
tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Kyrrðar og íhugunarstund með tónlist
og bænum í kirkjunni á miðvikudögum
kl. 17.30.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta
verður í suðurálmu Hallgrímskirkju
klukkan 20, gengið inn að aftan. Séra
Úrsúla Árnadóttir prédikar, Aðalheiður
Þorsteinsdóttir leikur undir sálmasöng
og Anna Sigríður Helgadóttir syngur
einsöng. Á eftir verður messukaffi.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli 13. mars kl. 11 í
Langholtskirkju. Aldís Rut Gísladóttir
prestur leiðir stundina, Futuri kórinn
syngur undir stjórn Dagnýjar Arnalds
og organisti er Magnús Ragnarsson.
Sara Gríms tekur vel á móti börnunum
í sunnudagaskólann og boðið verður
upp á léttan hádegisverð að lokinni
messu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Elísabet Þórðardóttir organisti og
Söngfjelagið annast tónlistarflutning
ásamt Guðfinni Vilhelm Karlssyni pí-
anóleikara. Sr. Jón Ragnarsson þjónar
fyrir altari og prédikar. Sunnudaga-
skóli í safnaðarheimilinu á meðan.
Kaffi og samvera á eftir. Fimmtudagur
17. mars. Opið hús í Áskirkju kl. 12.
Helgistund, málsverður og samvera.
Helgistund í Hásalnum, Hátúni 10, kl.
4. Sr. Jón Ragnarsson leiðir stundina.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prédikun dagsins flytur Bryndís
Böðvarsdóttir guðfræðingur. Kirkjukór
Lágafellssóknar syngur undir stjórn
Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr.
Arndís Linn þjónar fyrir altari. Sunnu-
dagskóli kl. 13 og verður þema dags-
ins litir og föndur. Það eru Bryndís
Böðvardóttir og Þórður Sigurðarsson
sem taka á móti börnunum.
Mosfellskirkja í Grímnesi | Föstu-
messa miðvikudagskvöld 16. mars kl.
20. Fjallað um trúarbaráttuna og
passíusálma sr. Hallgríms. Sr. Krist-
ján Björnsson og sr. Bolli Pétur Bolla-
son.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upp-
haf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða
safnaðarsöng. Organisti er Lára Bryn-
dís Eggertsdóttir. Prestur er Skúli S.
Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og
gaman í sunnudagskólanum. Umsjón
Ari Agnarsson og Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir. Kex og kaffi á Torginu
eftir guðsþjónustu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Galdra-
messa verður 13. mars kl. 14. Pétur
þjónar fyrir altari. Kristján stýrir kórn-
um og Bragi Árnason einsöngvari
töfrar fram Bitlalög af plötunni Magical
Mystery Tour. Pétur sýnir töfrabrögð, 5
og 6 ára börn fá afhentar bækur. Eftir
messuna verður veglegt kaffihlaðborð
til styrktar Bjargarsjóði, 2000 kr. fyrir
fullorðna og 1000 kr. fyrir börn.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og
Helgi verður við flygilinn. Guðsþjón-
usta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borg-
þórsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti: Tómas Guðni
Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Ástandið í
Úkraínu. Sveinn Rúnar Sigurðsson,
læknir og lagahöfundur, talar.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Kaffitveitingar í safnaðarheimilinu eft-
ir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Föstu-
messa sunnudag 13. mars kl. 11.
Áhersla á passíusálma Hallgríms og
trúarbaráttuna, hið innra stríð. Karla-
kór í heimsókn. Organisti er Jón
Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson,
vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir
altari.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli
í Urriðaholti kl. 10 og í safnaðarheim-
ilinu kl. 11. Tónlistarguðsþjónusta í Ví-
dalínskirkju kl. 11. Sr. Matthildur
Bjarnadóttir þjónar í sinni fyrstu guðs-
þjónustu í kirkjunni. Kór Vídalínskirkju
flytur tónlist undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar. Umfjöllunarefni stund-
arinnar verður ljósið, bæði í tali og tón-
um og þá verður sérstaklega beðið fyr-
ir úkraínsku þjóðinni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjuferð frímúr-
ara. Friðgeir Magni Baldursson prédik-
ar. Bjarni Atlason og Benedikt Sigurðs-
son syngja við undirleik Sveins Arnars
Sæmundssonar organista og sr. Bragi
J. Ingibergsson þjónar fyrir altari með
aðstoð Hamarsbræðra.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Egilsstaðakirkja.
✝
Jón Trausti
Markússon var
fæddur 21. apríl
1942 á Hafrafelli í
Reykhólasveit. Hann
lést á heimili ástvina
í Reykjavík 24. febr-
úar 2022. Foreldrar
hans voru Markús G.
Guðmundsson, f. 5.
október 1915 að Á á
Skarðsströnd í Döl-
um, d. 22. nóvember
1999, og Bjarnveig Þorgerður
Sveinsdóttir, f. 30. maí 1907, d. 17.
febrúar 1993.
Jón giftist Guðrúnu Konný
Pálmadóttur 21. október 1972 og
var hún seinni kona hans. Hún er
fædd 3. október 1947 í Stykk-
ishólmi. Foreldrar hennar voru
Rannveig M. Jónsdóttir, f. 9. nóv-
ember 1923 í Vatnsholti í Stað-
arsveit, d. 20. janúar 2017, og
fyrri maður hennar Pálmi Sveins-
son, f. 24. október 1921 í Bolung-
arvík, d. 16 nóvember 1987.
Jón Trausti byggði hús yfir fjöl-
skyldu sína við Lækjarhvamm 9 í
Búðardal 1971 sem síðan varð
heimili þeirra hjóna alla tíð. Þau
eignuðust þrjár dætur. 1) Rann-
mars 2019. Hann bjó í Perú með
Evelyn eiginkonu sinni og tveim-
ur börnum. Uppkomin eldri dóttir
hans býr í Danmörku. Jón og
Konný eiga alls tuttugu og tvö
barnabörn og sex barna-
barnabörn.
Yngri bróðir Jóns er Viðar
Auðunn, f. 7. mars 1945, kona
hans er Hrefna Magnúsdóttir. Þau
eru búsett í Sandgerði og eiga
fjögur uppkomin börn.
Barnaskólanám stundaði Jón í
Reykhólaskóla, síðar nam hann
við Unglingaskólann á Reykhól-
um. Hann lærði rafvirkjun í Iðn-
skólanum í Reykjavík og hjá Ein-
ari Stefánssyni rafvirkjameistara
í Búðardal.
Síðasta hluta iðnskólanámsins
lauk hann á Patreksfirði 1972, tók
sveinspróf í júní sama ár og hlaut
meistararéttindi 1976. Hann vann
hjá Einari meistara sínum í rúm
23 ár eða frá árinu 1962 til 1985
en þá hóf hann störf hjá Rarik í
Búðardal og starfaði þar til sjö-
tugs eða í 27 ár.
Jón Trausti greindist með
krabbamein í ársbyrjun 2021.
Þrátt fyrir lyfja- og geislameðferð
og síðan skurðaðgerð á síðasta ári
tók meinið sig upp aftur. 10. febr-
úar sl. kom í ljós að sjúkdómurinn
reyndist ólæknanlegur.
Bálför hans hefur farið fram en
sérstök kveðjuathöfn verður hald-
in í félagsheimilinu Dalabúð í dag,
12. mars 2022, klukkan 14.
veig Margrét, f. 27
mars 1972, á Pat-
reksfirði, búsett í
Danmörku með eig-
inmanni sínum
Danna Hansen. Þar
búa einnig tvö upp-
komin börn hennar.
2) Hrönn, f. 20. jan-
úar 1981, á Akra-
nesi, hún á þrjú börn
og býr með þeim í
Noregi ásamt sam-
býlismanni sínum, Jan Egil Forn-
es. 3) Kolbrún, f. 2. júlí 1986, á
Akranesi. Hún er búsett í Grinda-
vík með tveimur börnum sínum.
Fósturdóttir Jóns Trausta sem
hann ól upp sem sína eigin er
Linda Björk Sæmundsdóttir, f. 23.
janúar 1967, á Akranesi. Hún býr í
Noregi og á fjóra uppkomna syni
sem allir búa á Íslandi.
Jón átti tvo syni frá fyrra
hjónabandi. 1) Gísli Hraunfjörð, f.
22. júlí 1963 í Reykjavík. Hann býr
í Færeyjum með sambýliskonu
konu sinni, Ann Dam Árnastein
og fimm börnum þeirra en þrjú
eldri uppkomin börn Gísla búa öll
á Íslandi. 2) Trausti Hraunfjörð, f.
20. mars 1966 í Reykjavík, d. 26.
Elsku pabbi minn.
Ég er enn þá að meðtaka það að
þú sért ekki hérna með okkur, alla-
vega ekki í því formi sem við erum
vön. En ég finn sterkt fyrir návist
þinni á annars konar hátt. Mér
finnst þú vera meðal okkar, með
þitt jafnaðargeð, þolinmæði og
kærleik.
Það leit út fyrir að þú ættir
kannski einhverja mánuði eftir.
Aldrei datt mér í hug að það yrðu
bara 15 dagar. Ég hefði svo inni-
lega viljað fá meiri tíma, en er líka
svo óendanlega þakklát fyrir þann
tíma sem gafst. Þakklát fyrir
stundirnar okkar saman í gegnum
tíðina, þakklát fyrir allt sem þú
kenndir mér, þakklát fyrir að
Markús og Bergrún fengu að kynn-
ast afa sínum, einstökum manni
með hjarta úr gulli.
Allt lék í stóru, hlýju höndunum
þínum, hvort sem það voru risavax-
in verk með þungum verkfærum,
eða agnarsmá með nál og tvinna.
Allt nema kannski píanóið, við hlóg-
um oft af því hvað það lét illa að
stjórn, hvernig tónarnir í höfðinu
skiluðu sér illa út í fingurna.
Það er svo ótal margs að minn-
ast, en nú er eins og þeir tónar skili
sér ekki út í mína fingur, svo ég
geymi þær gersemar áfram í hjart-
anu. Þín er sárt saknað, elsku pabbi
minn. Takk fyrir allt.
„Hversu heppinn er ég að eiga einhvern
sem er svo erfitt að kveðja.“ – Bang-
símon.
Kolbrún Jónsdóttir.
Elsku pabbi minn.
Það kemur víst aldrei að því að
maður finni sig fullmettan af hlátri,
samtölum og ást. Það er aldrei
nægur tími, sama hve vel er
skammtað. Þessi kveðjustund kem-
ur allt, allt of snemma, en núna var
tíminn okkar saman bara búinn.
Héðan af verður okkur að nægja
að heyra hláturinn þinn í minning-
unni, að finna sögurnar þínar innra
með okkur sjálfum og nema elsku
þína í vindinum, í sólinni, í tónlist
meistara, í jólaljósum, í ilmi bóka, í
pappírsmiðum og rauðum ópal.
Skáldið mikla sagði: „Þegar þú lítur
í augun á þeim sem þú elskar þá
skilurðu að enginn dauði er til.“
Þessi orð hugga mig í dag eins og
höndin, sem þú lagðir á höfuðið
mitt einn síðustu daganna okkar
saman.
Ég er þér svo dæmalaust þakk-
lát og þeim heimi sem leyfði mér að
eiga þig að föður. Þú ert fyrirmynd
þolinmæði, æðruleysis, hjálpsemi,
gæsku, frásagnargleði og bjartsýni.
Það er ómetanlegur verkfærakassi.
Þú hélst um hendur mér þegar
ég var hrædd, veik, þreytt eða ráð-
villt. Ég sat á háhesti og skoðaði
heiminn. Faðmur þinn var kjölfest-
an mín, traustar hendur þínar
vermdu mig. Þú veittir mér frelsi,
leyfðir mér að fara. Þó var faðm-
urinn opinn þegar ég þurfti hug-
hreystingu og styrk.
Ég mun ætíð leita í hann, þó
hann sé núna hugmynd ein.
Hrönn Jónsdóttir.
Elsku mágur og vinur. Eftir
stutta en harða baráttu við illvígan
og óvæginn sjúkdóm máttir þú láta
undan þann 24. febrúar sl. Eftir
stóra aðgerð og meðferð á árinu
sem leið gekk allt vel og þú náðir
skjótum bata enda líkamlega og
andlega ótrúlega sterkur. Þann 6.
febrúar sl. komuð þið hjónin til okk-
ar í Árskóga frá Búðardal og þá var
ljóst í hvað stefndi. Enginn vissi þá
hve fáir þínir hinstu dagar yrðu. Sú
barátta einkenndist af hógværð og
æðruleysi sem voru raunar meðal
þinna góðu lyndiseinkunna alla tíð.
„Það er ekki búið fyrr en það er bú-
ið“ sagðir þú bara og sast með nál
og tvinna og gerðir við buxurnar
þínar.
Vinátta okkar stóð í 50 ár eða allt
frá frá því að þú og systir mín hófuð
búskap að Lækjarhvammi 9 í Búð-
ardal. Þú varst auðvitað þekktur
rafvirkjameistari sem alkunna er
en þar fyrir utan varstu jafnvígur á
tré og járn. Alls þessa nutum við
hjónin ríkulega alla tíð sem og íbú-
ar Reykhóla og nágrennis, Dala-
sýslu allrar og raunar víðar. Sagt er
að varla finnist það heimili á þessu
svæði öllu sem ekki naut á einhvern
hátt greiðvikni þinnar og fag-
mennsku.
Við hjónin þökkum þér innilega
fyrir langa og gefandi samfylgd.
Fjölskyldunni allri vottum við okk-
ar dýpstu samúð. Við dáumst að
samheldni ykkar, æðruleysi og
styrk. Guð blessi ykkur öll.
Þorvaldur Pálmason.
Það var fastur passi hjá pabba
og Huldu að renna úr Hafnarfirð-
inum í Búðardal á hverju sumri og
ekki bara til að koma við heldur
setjast upp í nokkra daga. Það var
ekki bara elskuleg, vel gefin og
skemmtileg bróðurdóttir pabba
sem þau sóttu í. Það var kannski
enn frekar maðurinn hennar, Jón
Trausti, sem pabbi sótti í fé-
lagsskap við. Ævinlega hlýr og létt-
ur í lund og alltaf til í að taka skák.
Ekki bara eina eða tvær, heldur
hundrað skáka einvígi ef svo bar
undir.
Jón Trausti var mikill náttúru-
unnandi, frá Hafrafelli í Reykhóla-
sveit, einu alfallegasta berjalandi
sem ég hef kynnst. Það er ekkert
eins dásamlegt og að sitja þar hátt
uppi í aðalbláberjabrekku, í algerri
stillu í ljósaskiptunum og heyra
ekkert nema grátinn í himbriman-
um á Berufirði.
Eftir að pabbi var orðinn einn
fékk ég að fylgja honum í Búðardal.
En það var löngu fyrr sem ég sett-
ist upp hjá Jóni og Guðrúnu Konný,
frænku minni og nöfnu.
Það var þegar ég var að því kom-
inn að ljúka námi í Árósum og tók
að mér afleysingu á heilsugæsl-
unni. Mér tókst að koma því þannig
fyrir að ég fékk að vera í fæði og
húsnæði hjá frænku og þá fylgdi
Nonni með í kaupunum.
Manni leiddist ekki eitt augna-
blik í þeim félagsskap. Jón var mik-
ill bókamaður og feiknarlega vel
lesinn. Hann var áhugasamur um
pólitík og Vilmundur Gylfa var
hans maður, meðan hans naut við
og lengur. Ég ætla að sleppa bíl-
unum, það er kafli út af fyrir sig.
En ég verð að fá að segja eina
sögu af Jóni Trausta sem er mér
svo dýrmæt minning. Hann var
einu sinni sem oftar að vísa mér á
berjamó í Dalasýslu. Að þessu sinni
lá leiðin fram í Haukadal og fór
hann með mig alveg inn í botn þar
sem foss fellur nálægt gamalli rétt.
Framan við hana liggur flöt sem af-
markast af kvíslum Haukadalsár.
Ég hef víða farið í berjamó, en þeg-
ar ég kom að réttarflötinni hafði ég
aldrei séð aðra eins sprettu af
krækiberjum. Þau spruttu svo þétt
að ég sá ekki betur en þau væru
ferköntuð til að komast betur fyrir
hvert hjá öðru. Þannig opnaði Jón
fyrir mér leyndardóm í náttúrunni,
nánast eins og dulræna reynslu.
Eitt framhaldið á þessari sögu er
þegar Guðfinnur sonur minn var
með mér í Borgarfirði og við á leið í
berjamó sem oftar. Hann vildi fara í
Haukadal, en það var dembandi
rigning svo langt sem augað eygði,
mér sýndist kannski skárra í Borg-
arfjarðardölum og stakk upp á
Húsafelli. Nei, Haukadalur skyldi
það vera. Við ókum frá Heyholti í
dembandi rigningu, fórum Bröttu-
brekku og ekkert sást nema rign-
ing í Dölunum. En um það leyti sem
við nálguðumst brúna yfir Hauka-
dalsá sá í birtublett fremst í daln-
um. Þegar nær dró kom í ljós að
réttarflötin var eini þurri bletturinn
á svæðinu þennan daginn. Jón
Trausti var með okkur í anda.
Ég þakka mínum kæra berjavini
samfylgdina og gleðistundir í berja-
mó, við skákborð og spjall. Fjöl-
skyldu hans votta ég innilega sam-
úð.
Minning Jóns Trausta lifir.
Sveinn Rúnar Hauksson.
Jón Trausti
Markússon