Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 31

Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 ✝ Reynir Guð- mundsson fæddist á Horna- firði þann 13. júlí 1951. Hann lést á Skjólgarði Horna- firði þann 1. mars 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorgrímsson, f. 21. september 1917, d. 27. maí 2002, og Jó- hanna Lúvísa Þorsteinsdóttir, f. 13. janúar 1920, d. 17. maí 2010. Reynir var yngstur í sínum systkinahópi en systkini hans eru: Óskar Unnsteinn, f. 17. febrúar 1944, Erlingur Kristinn, f. 4. október 1946, Þorgrímur, f. 10. febrúar 1948, og Sædís, f. 24. febrúar 1950. Úr fyrra hjónabandi eignaðist Reynir 1) Ívar Smára, f. 14. Stefáns er Reynir Leó. Börn Sigríðar eru 1) Elsa Lára Arnardóttir, f. 30. desem- ber 1975. Maki hennar er Rúnar Geir Þorsteinsson. Börn þeirra eru Þorsteinn Atli og Þórdís Eva. 2) Sigrún Ólöf Björgvins- dóttir, f. 28. febrúar 1980. Maki hennar er Jóhann Hilmar Har- aldsson. Börn þeirra eru Nína Dögg, Petra Rós, Hilmar Óli, Emilía Ósk og Guðbjörg Lilja. 3) Helga Jóna Björgvinsdóttir, f. 14. september 1981. Unnusti hennar er Sigurður Þór Run- ólfsson. Börn þeirra eru Sigríð- ur Elín, Íris Björg og Jón Þór. Reynir og Sigríður eiga átján barnabörn og eitt langafa- og langömmubarn. Reynir var sjómaður og starf- aði síðan í netagerð Skinney Þinganes. Hann vann allan sinn starfsaldur hjá sjávarútvegsfyr- irtækjum á Hornafirði. Útför Reynis fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 12. mars 2022, kl. 11. Athöfninni verður streymt frá hafnarkirkja.is. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat mars 1974. Maki hans er Anna Björg Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Áróra Dröfn, Selma Ýr og Krist- ján Reynir. 2) Jó- hönnu Lúvísu, f. 7. ágúst 1978. Börn hennar eru María Mist, Katrín Þóra, Markús Thor og Valdís Lilja. Eftirlifandi eiginkona Reynis er Sigríður Lárusdóttir, f. 4. febrúar 1960. Þau giftu sig í Akraneskirkju 9. september 2000. Foreldrar hennar eru Elsa Sigurðardóttir, f. 21. janúar 1940, og Stefán Lárus Pálsson, f. 20. maí 1940. Barn Reynis og Sigríðar er 1) Stefán Lárus, f.26. febrúar 1992. Sambýliskona hans er Auður Gísladóttir. Barn Ástin mín hvað get ég sagt, að missa þig frá mér er erfiðara en orð fá lýst. Við höfum verið saman í nær 35 yndisleg ár, við vorum eitt. Við vorum svo stolt af ríki- dæminu okkar, öllum börnunum okkar, barnabörnum og barna- barnabarninu. Fjölskyldan okkar er stór og samheldin og þú elsk- aðir okkur öll. Það að fá að njóta ástar þinnar öll þessi ár yljar mér nú. Þú varst svo ástfanginn af konunni þinni og sýndir mér það oft á dag. Við vor- um svo góð saman, elskuðum að vera með stórfjölskyldunni, ferðast og vera ein saman. Hvað get ég sagt, hvað get ég gert, þetta er svo erfitt. Við héldum eft- ir öll þessi veikindi sem þú hafðir barist við að núna væri komið að okkur að njóta, alltaf héldum við að við gætum saman sigrast á þessu, læknarnir gáfu okkur alltaf von. Þú fórst að vinna í febrúar og varst svo glaður að geta haldið áfram, en þá kom enn eitt áfallið, þrekið var svo lítið að þú varðst að játa þig sigraðan í bili. Ástin mín, ég sakna þín svo mikið, þú varst það besta sem ég átti. Margar góðar minningar þjóta um huga minn, elsku fallegi maðurinn minn, og þær er gott að eiga. Þú kallaðir á mig í síðasta sinn horfðir á mig, greipst í höndina mína og kvaddir mig með þessum orðum: ástin mín, ástin mín, ástin mín. Þessi orð lýsa hug þínum til mín og mínum til þín. Takk fyrir að vera til fyrir mig og börnin okkar. Elsku Reynir minn, ég mun alltaf elska þig fallegi, dásamlegi maðurinn minn. Þín að eilífu Sigga Lár. Sigríður. Elsku pabbi, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn, það er eitthvað svo óraunverulegt, ég hélt ég hefði nægan tíma. Því miður var staðan þannig að við þekktum hvort annað ekki náið, þú vissir t.d. ekki að ég væri með aulahúmorinn þinn eða hversu sárt mér fyndist að samband okk- ar væri svona stirt. Mér finnst ég aldrei hafa fengið tækifæri til að kynnast þér almennilega enda voru samverustundirnar ekki nógu margar. En þegar ég hugsa til baka þá man ég þegar ég var lítil og kom austur til þín. Þú leyfðir mér að koma í vinnuna með þér, þú leyfðir mér líka að leika með allt playmoið hans Ívars út um alla stofu. Á kvöldin, þegar ég var að fara að sofa, þá hélstu á mér á hvolfi inn í rúm og kysstir mig góða nótt. Þegar þú komst svo í bæinn þá fórum við stundum í Staldrið og fengum okkur rækjusamloku og appelsín. Elsku pabbi, það er svo sárt að kveðja þig og fá ekki tækifæri til þess að kynnast þér betur en minningin um góðan mann lifir að eilífu. Hvíldu í friði elski pabbi minn, ég elska þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín dóttir, Jóhanna Lúvísa og barnabörn. Þegar kemur að kveðjustund er margs að minnast, oft standa uppúr smáu atriðin í daglega líf- inu sem voru svo sjálfsögð í okkar huga. Öll símtölin þegar við feðg- ar hringdumst á, bara til að taka stöðuna hvor á öðrum og fá frétt- ir, það verður mikið tóm þegar pabbi hringir ekki og verður held- ur ekkert „best að heyra aðeins í kallinum“. Skrítnu pabbabrandar- arnir sem ekki var hægt annað en að hlæja að gleymast seint en þeir virðast ganga í erfðir svo þeim verður haldið á lofti. Fíllinn sem þú valdir handa nafna þínum þegar hann fæddist var heldur betur vel valinn, 12 ár- um síðar er hann enn bestur og mun alltaf minna okkur á þig. Uppúr standa dásamlegar minningar úr hversdagsleikanum, frá stórhátíðum og ferðum innan- lands og erlendis. Við þökkum fyrir að hafa getað haldið upp á 70 árin með þér síðastliðið sumar en þá hvarflaði ekki að okkur að af- mælin yrðu ekki fleiri. Takk fyrir allt elsku pabbi, þú varst kletturinn minn á mínum uppvaxtarárum. Þinn Ívar Smári og fjölskylda. Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn, allar góðu stundirnar okkar saman. Betri pabba gæti ég ekki óskað mér að hafa átt. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég mun sakna þess að geta ekki fengið mér mjólk og kex með þér á kvöldin eins og við gerðum svo oft alveg síðan ég man fyrst eftir mér. Ástin sem þú gafst okkur, ég hef aldrei séð neinn mann elska konu eins og þú elskaðir mömmu, þið voruð svo heppin með hvort annað. Minn- ingar um þig eru mér svo dýr- mætar, ég sakna þín svo mikið. Reynir Leó afastrákurinn þinn var svo heppinn að fá að kynnast þér, þið voruð alltaf svo glaðir saman, hann á eftir að sakna afa Reynis síns mikið. Takk fyrir ferðalagið elsku besti, ég mun aldrei gleyma þér, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Elska þig til tunglsins og til baka. Þinn sonur Stefán Lárus. Elsku fóstri, afi og tengda- pabbi, Reynir Guðmundsson. Það er önnur tilvera og sár að hafa þig ekki til staðar frá degi til dags. Við söknum þín óskaplega en það er engu líkara en við búumst við þér í pítsu á Heiðarbrautina, næsta föstudag, líkt og hefð hafði skapast fyrir síðustu misseri eða ár. Þú hefur hins vegar kvatt hót- el jörð og þitt samferðafólk eftir stutt veikindi. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að og hafa notið manngæsku þinnar, ástar og umhyggju. Þú verður alltaf í hjarta okkar, minningum og hugsunum elsku Reynir. Þegar þú og Sigga fóruð að fella saman hugi og byrja sambúð, tókst þú á móti þremur ungum stúlkum á aldrinum sex til tólf ára. Segja má að Ívar einkasonurinn á þessum tíma sem bjó með þér hafi fengið fangið fullt af þremur systrum. Sjálfsagt hefur það reynst ærið verkefni fyrir fjórtán ára Ívar á þeim tíma. Frá þessum dögum og til þíns síðasta dags reyndist þú happafengur og algjör klettur fyr- ir systurnar Sigrúnu, Jónu og Elsu en líka ástina þína, líkt og þú ætíð kallaðir Siggu. Allir heyrðu, sáu og skynjuðu að samband þitt og Siggu var umvafið ást, um- hyggju og virðingu. Okkur þykir vænt um að börnin okkar tali um að amma og afi hafi verið svo ást- fangin. Þetta fræ, þessi minning á eftir að lifa með þeim alla ævi og gefa þeim gott fordæmi í þeirra nálgun á rómantíkina. Það er margt sem börnin okkar hafa nefnt með brosi og hlýju á milli táranna síðustu daga. Við ætlum að nefna nokkrar setningar sem þau hafa látið falla. Alltaf þegar afi var spurður, hvað er í matinn sagði hann „burtflogin hænsn og teiknaðar kartöflur“ svo hló hann og við með. Alltaf þegar matar- tíminn var búinn heima hjá afa og ömmu fór afi út í frystinn í bíl- skúrnum og náði í íspinna fyrir okkur. Afi gerði besta rabarbar- agraut í heimi. Þegar við vorum eitthvað óþæg sagði afi „á ég að hrista úr þér óþekktina?“ og grín- aðist í leiðinni. Þegar við vorum mikið í símanum eða spjaldtölv- unni sagði afi „vissirðu að síma- lausi dagurinn er á morgun?“ Afi að lakka á mér neglurnar. Afi að reyna að fá Mola til að setjast. Afi að segja fimmaurabrandara. Elsku Reynir, börnin okkar hefðu ekki getað hugsað sér betri afa. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri fóstra líkt og við systur kölluðum þig og betri tengda- pabba er vart hægt að hugsa sér. Við gætum haldið áfram að tala um svo margar góðar minningar. Ferðalögin sem við fórum í sam- an, ferðin til Manchester, sum- arbústaðaferðirnar, útilegurnar og Jöklabræðraferðirnar. Svo bara allar hversdagslegu stund- irnar heima á Höfn. Takk fyrir samfylgdina, takk fyrir allar minningarnar. Við munum alltaf elska þig og megi Fjörðurinn og algóði guð vefja þig sínum örm- um. Þú mikla fyrirmynd, elsku Reynir okkar. Takk fyrir allt og allt. Ástarkveðjur, fjölskyldan þín á Heiðarbrautinni, Sigrún Ólöf, Jóhann Hilmar, Nína Dögg, Petra Rós, Hilmar Óli, Emilía Ósk og Guðbjörg Lilja. Elsku besti Reynir pabbi. Það er óraunverulegt að sitja hér og skrifa til þín minningar- grein. Við fjölskyldan áttum eftir að búa til svo margar minningar saman og stund sem þessi langt frá því að vera tímabær. En elsku besti Reyni minn. Ég er svo þakklát að hafa fengið að eiga þig sem pabba og ég held ég hafi aldrei þakkað þér nógu vel fyrir hversu vel þú tókst á móti okkur systrum þegar þú og mamma urðuð par. Frá fyrstu stundu áttum við stóran sess í hjarta þínu og þú í okkar. Ég veit það hafa örugglega verið viðbrigði að fá allt í einu þrjár stelpuskottur inn í líf sitt. Það er nefnilega ekki hægt að segja að það hafi alltaf verið logn- molla í kringum okkur systurnar en þú virtist hafa endalausa þol- inmæði, ást og umhyggju til að gefa okkur. Fyrir það verð ég allt- af þakklát. Mig langar að þakka þér fyrir góðu uppvaxtarárin mín í Óláta- garði. Takk fyrir allar góðu minn- ingar sem ylja svo sannarlega. Ein þannig er minning af okkur vera að dansa á ættarmóti og þá kom einhver til okkar og sagði „það er mikill svipur með ykkur feðginunum“. Við þökkuðum bara fyrir og brostum hvort til annars. Vorum ekkert að leiðrétta og segja að ég væri uppeldisdóttir þín. Held við höfum bæði bara verið stolt af því að heyra þetta þó við vissum að það væri líklega lítill sem enginn svipur með okkur. Mér þykir líka óskaplega vænt um allar „ræs“ minningarnar þó mér hafi líklega ekki þótt jafn vænt um þær þegar ég var vakin þannig upp á morgnana. Mér þyk- ir vænt um bíltúrana okkar saman á bláa pikkanum þegar þú skutl- aðir mér í Heppuskóla, vænt um samverustundirnar þegar þú kenndir mér á bíl og svona get ég lengi haldið áfram. En elsku Reynir, við áttum samt eftir að gera svo margt sam- an. Við fjölskyldan ætluðum okk- ur í ferðalag með haustinu. Við Rúnar og þú og mamma áttum eftir að fagna svo mörgum sam- eiginlegum brúðkaupsafmælis- dögum. En okkur Rúnari þykir mjög vænt um að þið hafið átt daginn okkar með okkur. Þú áttir eftir að fá að sjá svo margt eins og t.d. að vera við út- skrift Þórdísar Evu í vor, fagna mörgum Liverpool-sigrum með Rúnari og Þorsteini og þú áttir eftir að fá að fylgjast með litlu dásamlegu langafastelpunni þinni Aríel Freyju. Elsku Reynir. Það er tómlegt hér án þín og stórt skarð hefur myndast í fjölskylduhópinn þinn úr Ólátagarði. En við munum passa vel upp á mömmu og styðja hvert annað á þessum tímum sem fram undan eru. En mundu elsku Reynir minn að við elskum þig alltaf. Alla leið til tunglsins og stjarnanna, langt út í geim og alla leið aftur heim. Með þökk fyrir allt. Þín, Elsa Lára og fjölskyldan þín úr Eikarskógum 4. Reynir Guðmundsson - Fleiri minningargreinar um Reyni Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR EBENEZERSSON, Skúlagötu 40a, lést fimmtudaginn 24. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fór fram í kyrrþey 4. mars frá Háteigskirkju að ósk hins látna. Ebenezer Þ. Ásgeirsson Hinrik Ásgeirsson Nataly Sæunn Valencia Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir Michael Brookman og barnabörn Okkar elskulegi BIRGIR ÞÓR ARNARSON, Skúlagötu 11, Borgarnesi, lést föstudaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. mars klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Birgisdóttir Sigríður Svavarsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍSABET SIGMUNDSDÓTTIR frá Melum í Trékyllisvík, lést laugardaginn 5. mars á Hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 18. mars klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Grundar fyrir góða umönnun. Sigrún Jóhannsdóttir Jörundur Matthíasson Dyljá Sól, Daníel Sveinn og Dagur Smári Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GÍSLI HALLDÓRSSON klæðskeri frá Hafnarfirði, lést 2. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðsungið verður frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, mánudaginn 14. mars klukkan 11, útförinni verður streymt á filadelfia.is/live. Þökkum starfsfólki á Hrafnistu Ölduhrauni fyrir frábæra umönnun. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Samúel Gíslason Ragna Rut Magnúsdóttir Aron Gísli Samúelsson Mikael Andri Samúelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.