Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Hinrik Norðfjörð Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta ✝ María Friðriks- dóttir (Dúlla), útgerðarkona og húsmóðir, fæddist á Skálum á Langanesi 1. mars 1943. Hún lést á heimili sínu 18. febrúar 2022. Foreldrar Maríu voru Friðrik Jó- hannsson, f. 1. febr- úar 1917, d. 17. febr- úar 1948, og Jóhanna Soffía Hansen, f. 26. maí 1921, d. 5. apríl 1992, öll frá Skál- um. Stjúpfaðir hennar og seinni maður Jóhönnu var Lúðvík Jó- hannsson, f. 23. nóvember 1913, d. 13. október 1979. Systkini Maríu voru Jóhann Friðjón Friðriksson, f. 29. sept- ember 1939, d. 3. apríl 2021, Sam- úel Maríus Friðriksson, f. 25. júní 1941, d. 4. september 1995, Ásdís Hansen Lúðvíksdóttir, f. 15. októ- ber 1944, d. 11. júní 2019. María giftist Bergvin Oddssyni, f. 22. apríl 1943, d. 22. september mannaeyjum. Hún kynntist eig- inmanni sínum, Bergvin Oddssyni frá Neskaupstað, árið 1962. María lauk námi frá Húsmæðraskól- anum á Laugalandi árið 1962. María og Bergvin giftu sig þann 21. nóvember 1964. Það sama ár fluttu þau til Eyja og bjuggu þar allan sinn búskap. Meðan börn þeirra hjóna voru lítil var María mikið heimavinnandi, auk þess sem hún vann hin ýmsu störf í fiskvinnslu. Árið 1974 stofnuðu Bergvin og María ásamt öðrum útgerðarfyr- irtæki sem rak Glófaxa VE 300. Á árunum 1986 til 2017 ráku þau hjón fyrirtækið ásamt börnum. María tók fullan þátt í útgerðinni og sá m.a. um bókhald ásamt því að fella net og skera af þeim. María var mikill stuðnings- maður ÍBV íþróttafélags og fylgd- ist einnig alla tíð náið með þeim íþróttum sem börn hennar og barnabörn stunduðu. María var félagi í Sinawik- klúbbnum í Eyjum, Norðlendinga- félaginu, auk þess að starfa náið með Félagi eldri borgara, þ.m.t. að syngja með kór félagsins sjálfri sér og öðrum til ánægju. Útför Maríu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 12. mars 2022, klukkan 14. 2018. Börn þeirra eru 1) Lúðvík, f. 29. apríl 1964, kvæntur Þóru Gunnarsdóttur, f. 16. mars 1965. Börn þeirra eru Jó- hanna Lea, f. 10. des- ember 2002, og Bjarni Þór, f. 27. júlí 2004. 2) Magnea, f. 9. maí 1965, gift Þor- varði Æ. Hjálm- arssyni, f. 9. október 1962. Börn Magneu af fyrra hjóna- bandi eru Tómas Ingi, f. 22.12. 1995, og María, f. 22.12. 1995. Dóttir Maríu og Valgeirs Þórs er Magnea Björg, f. 30. september 2021. 3) Haraldur, f. 21. ágúst 1972, í sambúð með Sigurlínu Guðjónsdóttur, f. 23. mars 1976. Synir Haraldar frá fyrra hjóna- bandi eru Bergvin, f. 24. október 1994, Baldur, f. 17. janúar 1999, og Birkir, f. 20. október 2004. María, eða Dúlla eins og hún var jafnan kölluð, var útgerð- arkona og húsmóðir í Vest- Ég sá eina Dúllu í Eyjum hún eldar og saumar svo vel Ef Beddi er á sjónum með peyjum þá heimilið prýðir hún vel Ég veit að hún ólst upp á Skálum en dreif sig eins fljótt og hún gat Þá kynntist hún fljótlega Bedda og til Eyja hún með honum sat Þessi Dúlla er alltaf svo fín þessi Dúlla er alltaf svo fín Á Illugagötu þú finnur kannski Dúllu og Bedda með vín. Þetta brot úr lagi sem samið var um þig fyrir 150 ára afmæli þitt og pabba hljómar í huganum þegar ég er að reyna að setja nið- ur einhverjar línur um þig elsku mamma. Elsku mamma mín, það verður tómlegt núna þegar þið bæði eruð farin í sumarlandið. Það er víst alveg á hreinu að ég vann í foreldralottóinu, og erfitt að hugsa til þín án þess að hug- urinn leiti líka til pabba. Þið vor- uð svo skemmtileg hjón með sterkar skoðanir og hreinskilin að það var alltaf á hreinu hvar maður hafði ykkur. Sú hugsun að geta hvorki hitt þig né kíkt í kaffi er erfið og nánast óbærileg. Þið pabbi voruð ólík að mörgu leyti en samt var fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti hjá ykkur. Stolt varst þú af barnabörnunum þínum sjö og svo varstu ekki síður montin þegar langömmuprinsessan kom í heiminn síðasta haust. Mamma fylgdist náið með þeim íþróttum sem börn hennar og barnabörn stunduðu og hin seinni ár fór hún að hafa áhuga á íþróttum og eins og hjá pabba voru ÍBV og Tottenham hennar lið. Þar sem ekki voru margir sem héldu með Tottenham bætti hún þeim í aðdáendahópinn sem ekki höfðu þegar skoðanir á lið- um enska boltans og hringdi svo í viðkomandi til þess að tilkynna þeim nýjustu úrslitin hvort sem þau voru góð eða ekki. Mamma lauk námi frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi árið 1962 og kynntist pabba það ár. Heimili þeirra bar alltaf vott um myndarskap hennar, og bæði eldamennska og hannyrðir léku í höndunum á henni. Öll áttum við peysur og föt sem hún hafði gert og var eftir því tekið hversu vel þetta var gert. Ef eitthvað var rifið eða þurfti að gera við gat maður alltaf leitað til hennar og hún reddaði málunum. Þótt þú hafir fæðst og alist upp á Skálum þá voru Eyjarnar þitt heimili. Illugagatan var sá staður sem þú vildir eyða þínum tíma á og tilhugsunin um að fara eitthvað annað var ekki til um- ræðu hjá þér þó að heilsan hafi ekki verið upp á sitt besta svona undir það síðasta. En eftir að pabbi dó og þitt síðasta áfall þar sem þú þurftir að ganga með göngugrind varst þú ekki sátt. Samviskusamlega mættir þú í sjúkraþjálfun til Ella þrisvar í viku til þess að gera þitt besta með von um að ná því að geta gengið aftur og jafnvel keyra bíl. Ég veit að þessi draumur þinn rættist ekki en þú gerðir þó þitt til þess að svo yrði. Þessar stundir í þjálfuninni voru þér líka mikilvægar vegna þess að þar hittirðu fullt af fólki og gast spjallað um það sem þér lá á hjarta hverju sinni. Minningin um þig mun lifa með okkur um ókomin ár. Þín dóttir, Magnea. Þá skar hún af netum og bakaði brauð og bjargaði öllu sem að þurfti að laga. Þetta brot úr textanum sem Snorri Jónsson samdi um mömmu í tilefni stórafmælis þeirra hjóna eru mér ofarlega í huga þessa dagana þegar mað- ur er að hugsa til baka og reyna að skrifa einhver fátækleg orð um magnaða konu. Það var nefnilega þannig á Illugagötunni að mamma gekk í öll verk sem þurfti að gera þar sem pabbi var mikið á sjó. Hún var skipstjórinn þar og gerði það mjög vel. Það var mikið áfall þegar símtalið kom um morguninn þann 18. febrúar og mér var til- kynnt að þú hafir orðið bráð- kvödd að heimili þínu þá um morguninn og ég var rétt kom- inn til Reykjavíkur. Ég hafði talað við þig í síma kvöldið áður og ekkert sem benti til þess að þetta væri í vændum. En ég veit að þú hefðir ekki getað skrifað betra handrit sjálf, því á Illugagötunni hafðir þú alltaf búið og þar vildir þú vera og gast ekki hugsað þér að fara eitthvað annað. En maður getur yljað sér við góðar minningar um einstaka móður og einstakan karakter. Hún var ekkert að fara í kring- um hlutina heldur sagði þá beint og oftast lá henni heldur hátt rómur þannig að mun fleiri heyrðu en stóð til. Heiðarleiki skipti Dúllu miklu máli þegar kom að því að meta fólk. Mamma var einstaklega traust. Hún var alltaf akkeri heimilisins. Það kom í hennar hlut að ala okkur systkinin upp og fara með okkur í gegnum grunnskólann þar sem pabbi var lítið sem ekkert heima. Hún sá nánast ein um heimilið þar til við gátum farið að leggja henni eitthvert lið. Mamma var í rauninni kletturinn á heim- ilinu. Hún var mjög mikil saumakona og saumaði hún öll föt á okkur krakkana lengi vel, einnig var hún mjög góður kokkur. Mamma hét María en var alltaf kölluð Dúlla og fékk mað- ur oft þessa spurningu ,„hvað heitir hún mamma þín eigin- lega?“. En nafnið Dúlla fékk hún strax við fæðingu, en vegna þess að hún var ekki skírð fyrr en hún var fimm ára gömul þá þótti það ekki við hæfi að segja frá nafni hennar fyrr en við skírnina sjálfa og var hún því kölluð Dúlla alla sína ævi. Mamma hafði aldrei mikinn áhuga á íþróttum, þó hún hafi kannski aðeins fylgst með börnum og barnabörnum í gegnum tíðina í þeim íþróttum sem þau stunduðu. En tók upp á því á efri árum að fylgjast með íþróttum í sjónvarpinu, einkum fótbolta, og var dyggur stuðningsmaður ÍBV sem þau hjónin voru mjög dugleg að styrkja í gegnum tíðina. En um 75 ára aldurinn fór hún að fylgjast mjög mikið með ensku deildinni og þar var hennar lið Tottenham Hotspur og hrindi hún eftir hvern leik hjá þeim til að segja hvernig þeir hefðu staðið sig. Söknuðurinn er mikill en ljúfar minningar um einstaka konu munu lifa að eilífu. Farðu í friði elsku mamma mín. Þinn sonur Haraldur Bergvinsson (Halli). María Friðriksdóttir - Fleiri minningargreinar um Maríu Friðriksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.