Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 33

Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 ✝ Þórunn Sigríð- ur Oddsteins- dóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1938. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 28. febrúar 2022. For- eldrar hennar voru Oddsteinn Árnason frá Pétursey í Mýr- dal, f. 4. janúar 1895, d. 25. október 1947, og Gunnheiður Guðjóns- dóttir frá Hlíð í Skaftártungu, f. 31. mars 1907, d. 17. nóvember 1984. Systkini hennar eru Valur Guðjón Oddsteinsson bóndi í Út- hlíð í Skaftártungu, f. 23. ágúst 1941, og Árni Oddsteinsson bif- reiðasmiður Vík í Mýrdal, f. 27. Viðar Loga. Anna Sigrún Ás- mundsdóttir, f. 14. maí 1978. Maki hennar er Ingvar Sigurður Alfreðsson, saman eiga þau þrjú börn, Viktor Örn, Ásmund Steinar og Þórunni Örnu. Guð- jón Eiður Ásmundsson, f. 17. júlí 1980. Maki hans er Sigríður Tryggvadóttir, saman eiga þau tvö börn, Darra Stein og Aðal- björgu Heiði. Þórunn nam við farskólann í Hlíð í Skaftártungu. Stundaði nám við hússtjórnarskólann á Laugarvatni 1958-1959. Lauk kennaraprófi frá gamla Kenn- araskólanum 1971. Þórunn kenndi við Alþýðu- skólann á Eiðum 1971-1973, Héraðsskólann að Skógum 1973-1984, Barnaskólann að Skógum 1973-1977, Grunnskól- ann á Eiðum 1984-2005 þegar hún lauk störfum. Útför Þórunnar Sigríðar verður gerð frá Grafarkirkju í Skaftártungu í dag, 12. mars 2022, klukkan 14. febrúar 1946. Eftirlifandi mað- ur Þórunnar Sig- ríðar er Ásmundur Þórhallsson húsa- smiður frá Orms- stöðum í Eiða- þinghá, f. 28.september 1935. Börn þeirra eru Oddsteinn Gunnar Ásmundsson, f. 26. apríl 1975. Maki hans er Berglind Gunnarsdóttir saman eiga þau þrjú börn, Gunnar Tjörva, Þórönnu Stef- aníu og Freyju Gunnheiði. Þór- hallur Rúnar Ásmundsson, f. 23. janúar 1977. Maki hans er Lilja Sigurðardóttir, saman eiga þau þrjú börn, Hörpu Sif, Trausta og Elsku besta mamman mín, nú er komið að þessu. Eitthvað sem ég hef óttast síðan ég var krakki. Alltaf hrædd um að þú myndir deyja frá mér því hvað átti ég að gera ef þú værir ekki. Það var bara eitthvað sem gengi ekki upp. Til allrar hamingju fékk ég að hafa þig þetta lengi en engu að síður er söknuðurinn og sorgin mikil. Það er svo furðulegt að geta ekki hringt í þig og spjallað um daginn og veginn, spurt þig ráða um eitthvað sem ég þyrfti ráða með og oftar en ekki fundum við saman niðurstöðu. Gott að spjalla við þig um krakkana og oftar en ekki kom frá þér að ég mætti nú ekki vera of hörð við þau eða að jagast of mikið í þeim. Það var eitthvað sem þú varst alveg laus við og hafðir einstaklega gott lag á þessum barnabörnum þínum. Þú skildir svo vel ef þeim leið illa og viðurkenndir þeirra vanlíðan og eins tókstu sýnilega þátt í þeirra gleði. Þetta gerði það að verkum að þeim fannst, eins og mér, svo gott að spjalla við þig um allt og ekkert. Þó svo að þú værir orðin svolítið gömul kella þá fannst þér þú vera miklu yngri, sagðir stundum að við systkinin héldum þér ungri. Enda varstu líka alltaf svo ung í anda. Svo var dugnaður þinn magn- aður og ósérhlífnin. Aldrei kvartaðirðu (sem þú hefðir sann- arlega mátt gera). Ég man eftir því að þegar þú fórst einu sinni til að láta mynda á þér hrygginn sennilega fyrir 15 árum. Þá sagði læknirinn við þig að þetta væri nú ónýtt bak. Þá sagðirðu við mig að þér hefði nú bara þótt betra að vita þetta ekki, þú værir engu bættari með að vita af þessu ónýta baki. En þessi dugnaður og ósér- hlífni er sennilega partur af því að þegar þú ert einungis níu ára missir þú pabba þinn og eftir er- uð þið amma og bræður þínir og leggist á eitt að halda búskapn- um í Úthlíð áfram. Ég veit að afi og amma taka vel á móti þér. Þolinmæði þrautir vinnur allar, já það var líka eitt af þínum ein- kennum, man eftir að góða kona frænda míns sagði við mig um þig „að hún hefði varla kynnst þolin- móðari manneskju“. Það held ég bara að sé svolítið sannleikskorn í því. Það var afskaplega lítið að að- finnslum í okkar uppvexti að þinni hálfu. En einu man ég þó eftir þegar ég var að hræra út sósu í potti og ég auðvitað hrærði bara kröftuglega í báðar áttir. Það fannst þér alveg ómögulegt. Það átti alltaf að hræra í sömu átt því annars gæti sósan orðið seig. Mér fannst þetta alveg furðuleg að- finnsla, gæti þetta virkilega skipt máli? En ætli ég haldi mig ekki bara við báðar áttir og brosi til þín. Elsku mamma mín við hin reynum að hafa þig að leiðarljósi. Kyss og knús, stelpan þín, Anna Sigrún. Nú fylgjum við henni dásam- legu og hjartahlýju Þórunni, tengdamóður minni og vinkonu, síðasta spölinn. Það var mín lífsins lukka að kynnast syni hennar og með honum fylgdi þessi líka frá- bæra fjölskylda sem ég er svo þakklát fyrir að vera partur af. Hún Þórunn var hjartahlý, góð og þolinmóð kona og veit ég til þess að hún hafi hjálpað ansi mörgum í gegnum tíðina og tekið bæði full- orðna og börn, sem þurftu smá að- stoð í lífinu, inn á heimilið sitt að Ormsstöðum. Börnin mín eru ein- staklega heppin og njóta góðs af því að hafa átt Þórunni fyrir ömmu, hún var svo lagin og natin við þau og mun hún ætíð eiga stór- an stað í hjarta þeirra. Hún Þórunn vissi vel að hlut- irnir fara nú ekki alltaf eins og þeir eru planaðir og átti ég (plan- arinn) það til að brosa yfir „sjáum nú til“ og „vonandi“ svörunum hennar. Svo gerðist það eitt sinn að við fjölskyldan vorum að fljúga austur rétt fyrir áramót, til að dvelja þar hjá Þórunni og Ás- mundi sem bjuggu þá enn á Orms- stöðum. Ég tala við Þórunni dag- inn fyrir flug og kveð hana með orðunum „sjáumst á morgun“ og tengdamóðir mín svarar „já von- andi gerum við það“ og ég gat ekki annað en hlegið þar sem allt var klappað og klárt, allt komið ofan í töskur og flugmiðarnir klárir. Viti menn, daginn eftir snjóaði svo mikið í Reykjavík að fluginu var seinkað um sólarhring. Já, hún Þórunn vissi að hlutirnir fara ekki alltaf eftir áætlun og það höfum við svo sannarlega upplifað síð- ustu tvo mánuði frá því hún veikist skyndilega, þessi hrausta kona, en við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að hitta hana og kveðja þessa síðustu daga. Elsku Þórunn mín, við erum svo rík að hafa átt þig að og við munum sakna þín sárt, en við eig- um svo margar minningar í bank- anum til að ylja okkur við og nú óskum við þér góðrar ferðar í þetta loka ferðalag. Sigríður Tryggvadóttir. Elsku hjartans tengdamamma mín er farin til guðs, eins og hún sagði sjálf og eins sorglegt og það er að þessarar ljúfu og yndislegu sálar njóti ekki lengur við og að þessi yfirþyrmandi sorg yfir öllum þeim stundum sem við munum ekki eiga með henni hangi yfir, að þá er hjartað einhvern vegin fullt af þakklæti, yfir þeim tíma sem við áttum saman, yfir því að hafa kynnst og fengið að njóta hennar nærveru og ekki síst þess að börn- in mín hafi átt hana að sem ömmu. Þakklát fyrir að hafa allt frá okkar fyrstu kynnum upplifað mikla virðingu og skilning í okkar samskiptum og ég vona svo sann- anlega að ég hafi sýnt henni þá virðingu sem hún átti skilið og sem ég upplifði að fólkið hennar sýndi henni. Þakklát fyrir að hafa aldrei heyrt skammir og þótt setningin „andskotans vitleysa er þetta“ heyrðist nokkuð oft að þá fylgdi henni iðulega hlátur og þessi dásamlega léttleiki sem einkenndi oft hennar fas. Þakklát fyrir að hún gaf iðulega barnabörnunum sínum þessa dýr- mætu gjöf sem tími og samvera er, sat með þeim á gólfinu og sýndi þeim gömlu leikföngin sín og sagði þeim sögur frá því hún var barn. Þakklát fyrir að hún sýndi mér að heiðarleiki og berskjöldun á til- finningum getur veitt mér og öðr- um öryggi. Þakklát fyrir að hafa komið á þetta yndislega sveitaheimili þar sem ég hitti hana fyrst, þar sem alltaf var nægur matur sama hversu margir mættu. Þessi hlýja og umhyggja gagnvart hverjum gesti eru góðar minningar að eiga. Og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að gera mitt allra besta til þess að halda minningu hennar á lofti með því að segja börnunum okkar sögurnar hennar og sýna þeim sömu virðingu og hlýju og hún sýndi mér og þeim. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir Berglind. Elsku kæra frænka. Kveðju- stund er komin, fyrr en við áætl- uðum. Við dveljumst um stund í söknuði og trega en þegar tilfinn- ingarnar róast og myndin af þér skýrist í huga og fyrir augum, þá stendur upp úr hversu margt er að þakka. Takk fyrir alla umönnunina í gegnum tíðina. Takk fyrir móttök- urnar á Skógum og seinna á Ormsstöðum. Takk fyrir allan þann tíma sem þú komst og dvald- ir í Skaftártungunni og leist eftir okkur systkinunum, alveg með sama hætti og þínum eigin börn- um. Það voru ávallt ævintýratímar þegar þið Ásmundur og börnin komuð í Tunguna. Takk fyrir að vera vinkona mömmu okkar og kærleiksrík systir pabba. Takk fyrir að vera alltaf óhagganlega hlý og góðlát, sama hvað á gekk. Takk fyrir að hugsa ekki bara um fólkið þitt í samtímanum heldur líka fyrir að halda á lofti minningu þeirra sem eru farnir. Takk fyrir að taka að þér gamla húsið í Hlíð og síðan fyrir að leyfa Trausta Fannari og Gunni Ingu að taka þátt í því með þér að halda við hús- inu og minningunum sem því tengjast. Því verkefni halda þau nú áfram, þótt þín þátttaka verði með öðrum hætti á næstunni. Það eru margir atburðir að rifja upp, mörg dæmin sem hægt væri að segja frá. Þórunn Oddsteins- dóttir var markverð og einstök kona. Í kringum hana var stilla, ánægja og nægjusemi sem hafði áhrif á alla sem voru henni nálæg- ir. Það er okkar persónulega gæfa að hafa fengið að umgangast Þór- unni og Ásmund og börnin þeirra mikið, að hafa átt þau öll að bestu vinum alla tíð. Af samvistum við Þórunni lærðist manni ósjálfrátt hvernig á að koma fram við aðra, hvernig á að virða aðra, hvernig á að þakka fyrir hið góða og taka hinu af æðruleysi. Þórunn virti alla jafns og tróð engum hlutum upp á aðra. Hún kenndi öðrum með því að vera hún sjálf. Minn- ingin um Þórunni gefur okkur sem eftir erum gleði og hlýju eins og hún gerði sjálf öllum stundum. Elsku Ásmundur. Við vottum þér og þínum okkar dýpstu sam- úð. Það var gæfa fjölskyldunnar okkar (stórfjölskyldunnar) að eiga og fá að njóta Þórunnar. Kveðja frá krökkunum í Úthlíð; Herdís Erna, Trausti Fannar, Elín Heiða, Oddný Steina og Sigurður Árni. Það var mikill heiður að fá að kynnast Þórunni, mömmu tengda- sonar okkar, tengdamömmu dótt- ur okkar, og ekki síst ömmu barnabarnanna okkar sem fannst fátt skemmtilegra en fara austur á hérað til ömmu og afa og frænd- systkinanna þar. Það mátti bók- staflega allt í sveitinni og var ým- islegt brallað, hvað er heilbrigðara fyrir börn en að fá að njóta og upp- lifa á eigin forsendum! Eftir að Þórunn og Ásmundur fluttu i Kópavog urðu samveru- stundir fleiri. Þórunn var skemmtileg, hæv- ersk, æðrulaus og mikil fjöl- skyldukona sem naut þess að hafa fólkið sitt hjá sér og er það þyngra en tárum taki að hún hafi þurft að vera einangruð frá sínum síðustu vikurnar vegna heimsfaraldurs. Hún talaði við fólkið sitt i síma og tókst á við veikindi sín af sömu hæversku og annað. Við Tryggvi og börn minnumst Þórunnar með kærleik og þakk- læti og vottum eiginmanni, börn- um og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Aðalbjörg Þorvarðardóttir. Þórunn Sigríður Oddsteinsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDSTEINN RUNÓLFUR KRISTJÁNSSON, Hvammi í Skaftártungu, lést sunnudaginn 6. mars á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. Útför hans fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 19. mars klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Klausturhóla njóta þess. Athöfninni verður útvarpað í bíla við kirkjuna og upptaka verður á facebooksíðu Kirkjubæjarklaustursprestakalls. Gunnar Kristján Oddsteins. Sigurbjörg Kristín Óskarsd. Inga Björt H. Oddsteinsdóttir Brandur Jón H. Guðjónsson Kristbjörg Elín Oddsteinsd. Tryggvi Agnarsson Páll Símon Oddsteinsson Jónína Jóhannesdóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR veðurfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 5. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. mars klukkan 10. Við þökkum starfsfólki Grundar fyrir hlýhug og góða umönnun. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á söfnunarsjóð Rauða krossins vegna mannúðarstarfs í Úkraínu, 0342-26-12, kt. 530269-2649. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Sigfús Bjarnason Maria Nikka Kolbeinn Bjarnason Guðrún Óskarsdóttir Jóhann Bjarni Kolbeinsson Hanna Bára Sigfúsdóttir Nikka Karl Emil Sigfússon Nikka Arvid Bjarne Sigfússon Nikka Sólrún Kolbeinsdóttir Sölvi Kolbeinsson Sigrid Anna Sigfúsdóttir Nikka og barnabarnabörn Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis í Kjartansgötu 5, Borgarnesi, lést í Brákarhlíð mánudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 15. mars klukkan 14. Alúðarþakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir góða umönnun og ljúft viðmót. Athöfninni verður streymt á kvikborg.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Brákarhlíðar, https://brakarhlid.is/minningarsjodur/. Konráð Andrésson Birna G. Konráðsdóttir Brynjar H. Sæmundsson Ingibjörg A. Konráðsdóttir Gunnar Á. Gunnarsson Konráð Konráðsson Arna Einarsdóttir Jóhanna M. Konráðsdóttir Guðjón H. Egilsson Andrés Kr. Konráðsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, THEODÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skaftafelli, lést á Landspítala síðastliðinn föstudag. Gísli Ragnarsson Kolbrún Karlsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Nökkvi Bragason Sveinn Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir hlýhug, samúð og fallegar kveðjur vegna andláts ástkærs föður okkar, afa og langafa, ÁMUNDA GUNNARS ÓLAFSSONAR flugstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar og HERU fyrir faglega og kærleiksríka umönnun. Ólöf Ragna Ámundadóttir Laufey Þóra Ámundadóttir Þorkell Andrésson Sigrún Ámundadóttir Guðni Ingólfsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir, systir og amma, MAGNÚSÍNA ELLEN SIGURÐARDÓTTIR, Neðra-Ási 3, Skagafirði, áður til heimilis í Lyngholti 5, Keflavík, lést á LSH, deild 11EG, miðvikudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. mars klukkan 13. Hjartans þakkir til starfsfólks deildar 11EG á LSH fyrir hlýja og kærleiksríka umönnun. Ólafur Eggertsson Emilía Magnúsdóttir Örvar Ólafsson Sigrún Munda Magnúsdóttir Logi Birgisson Ingimundur Arnar Ólafsson Selma Jóhannesdóttir systkini, barnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.