Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 34

Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 34
✝ Hulda Axels- dóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð þann 14. október 1928. Hún lést á HSN Sauð- árkróki þann 21. febrúar 2022. Foreldrar henn- ar voru Guðmunda Karen Guðjóns- dóttir, f. 5.1. 1901, d. 23.10. 1995, og Axel Sæmann Sigurbjörnsson, f. 14.8. 1895, d. 20.6. 1959. Systkini Huldu í aldursröð: Vilborg, f. 6.10. 1930, d. 29.3. 2015. Valdimar, f. 10.4. 1932. Guðbjörn, f. 12.2. 1934, d. 14.6. 2018. Jórunn, f. 14.4. 1936, d. 21.6. 2005. Gissur Sæmann, f. 28.7. 1938, d. 16.1. 2016. Óskar Gunnar, f. 23.12. 1941. Grétar Steingrímur, f. 2.12. 1943, d. 15.9. 1991. Hulda giftist 15.11. 1949, Steindóri Kristjáni Sigurjóns- syni, f. 11.6. 1923, d. 4.11. 2003. Börn Steindórs og Huldu eru Margrét Helga, f. 12.11. 1950, Axel, f. 7.11. 1953, Karen Hulda, f. 18.10. 1967. 1) Margrét Helga, m Guð- mundur Lárusson f. 20.6. 1950. Synir þeirra: 1) Lárus, k. Guð- rún Rut Sigmarsdóttir. Þeirra börn: Elías Óttar, Júlía Karen Þór. 2) Íris María, m. Halldór Þórir, dóttir Írisar er Diljá Ís- fold Sigurpálsdóttir og sonur Halldórs Þóris er Halldór Berg Halldórsson. 3) Aníta Rós. Hulda var elst átta systkina sem ólust upp á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hún fór snemma að vinna, meðal annars til sjós með föður sínum. Tólf ára fór hún ein með báti til Siglufjarðar að passa börn og var þar nokkur sumur auk vetursetu. Einnig vann hún á hótelinu á Hjalteyri. Á saumastofu á Akureyri 18 ára gömul, kynntist hún tveim- ur stúlkum úr Lýtings- staðahreppi, sem höfðu milli- göngu um vistarráðningu á Nautabúi þar sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum og hófu þau búskap á Nautabúi laust eftir 1950 með foreldrum Steindórs, en tóku við búskapn- um um 1970. Hulda tók við veð- urathugunum 1974 af tengda- föður sínum og sinnti þeim yfir 30 ár. Hún fór í Húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1948-49 en bjó annars á Nautabúi allt þar til hún flutti á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 2019. Jarðsungið verður frá Mæli- fellskirkju í dag, 12. mars 2022, klukkan 14. Að ósk hinnar látnu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat og Gyða Dögg. 2) Steindór, k. Ólöf Ósk Magnúsdóttir. Þeirra börn: Mar- grét Helga, m. Ari Jóhannsson, þeirra sonur Annþór Óli, Guðmunda Bríet, Kári Þór og Magn- ús Ögri. 3) Óttar Sigurjón, d. 2.11. 1996. 4) Vignir Andri, k. Kristrún Ósk Karlsdóttir. Þeirra börn Óttar Flóki og Regína, dóttir Kristrúnar er Ísabella Friðriks- dóttir, m. Hilmir Örn Eiríksson, þeirra dóttir Hulda Kóbra. 2) Axel, k. Elín Jóhanna Ósk- arsdóttur, f. 17.11. 1953. Þeirra börn: 1) Hulda, m. 1) Atli Þor- geirsson þeirra sonur er Breki, m. 2) Albert Þorbergsson, þeirra sonur er Kári. Börn Al- berts eru Sunneva Líf og Þor- geir Atli. 2) Daníel Pétur, k. Angeline Rondonuwu, þau skildu. 3) Steinunn Ósk, m. Ju- vicsa Vela. 4) Grétar Örn, k. 1) Anna Karen Skúladóttur, k. 2) Lindsey Hunter Axelsson. 3) Karen, m. Eyjólfur Þór Þórarinsson, f. 17.4. 1960. Börn Eyjólfs: 1) Andrés Þórarinn, k. Jóhanna Ingvarsdóttir, þeirra börn eru Alísa Rún, Lovísa, Elí- as Dagur, d. 6.4. 2011, og Andri Elsku mamma mín. Það eru trúlega ekki margar mæðgur sem hafa eytt jafn miklum tíma saman og við, bæði í leik og starfi. Við höfðum það kerfi í æsku minni þegar ég gekk í myrkrinu niður á vegamótin á Nautabúi í veginn fyrir skólabílinn að þá hafði ég með mér vasaljós og blikkaði því þegar ég var komin niður á vegamótin og þú blikkaðir útiljósinu á móti. Vasaljósið var svo geymt í póstkassanum þar til ég kom heim úr skólanum. Við unnum alltaf vel saman, hvort sem það var í fjósverkum, bakstri, veðurathugunum eða heyskap, þá var eins og það þyrfti aldrei mörg orð okkar á milli, það gekk allt smurt. Berjaferðirnar okkar voru óteljandi og við höfð- um báðar jafn gaman af því að tína ber. Ein þeirra er sérstak- lega minnisstæð þegar við létum Eyjólf keyra okkur lengst upp í Nautabúsland af því að við vorum báðar með hækjur, ég brotin og í gifsi og þú með hækju út af slit- gigtinni. Við komumst líka í svip- aðan ham þegar við tókum upp kartöflur og pabbi og Eyjólfur höfðu ekki roð við okkur. Uppskerugræðgin, maður minn. Það er ein sterk minning um heyskap í beitinesinu þar sem við tvær múguðum á Deutz og Nalla og pabbi batt í smábagga á Case með New Holland-bindivélinni. Þetta var skemmtilegt tún að heyja, það gekk allt vel og veðrið var svo gott og við svo glöð í bragði að veifa hvert öðru mjög virðulega í hvert skipti þegar við mættumst. Við áttum mjög góðan tíma saman þegar við Eyjólfur fluttum í Nautabú og þú bjóst á neðri hæðinni. Það voru ófáir morgn- arnir um helgar sem við fundum kaffiilm leggja upp til okkar og við runnum á lyktina og fengum gott spjall í leiðinni. Eftir að þú fluttir á dvalar- heimilið á Sauðárkróki í mars 2019 komstu samt í þónokkur skipti í helgarheimsóknir og varst hjá okkur jólin 2019 en svo kom Covid og þá breyttist allt. Fyrstu jólin á minni ævi í 53 ár sem við vorum ekki saman voru jólin 2020 þegar það var bannað, jólin 2021 treystir þú þér ekki til að koma. Þú komst þó í helgarheimsókn sumarið 2021 og við borðuðum saman á neðri hæðinni, börn, tengdabörn og Steinunn Ósk son- ardóttir þín. Það var ómetanleg samvera fyrir okkur öll. Þrátt fyrir háan aldur þinn þá fannst mér andlát þitt ótímabært, þú áttir svo mikið eftir og varst svo hress í anda „en eitt sinn verða allir menn að deyja“ og þú varst sátt og vildir bara að þér liði vel. Það verður eitthvað skrýtið að geta ekki hringt í þig eða litið við hjá þér og hlegið yfir eins og einum fimmaur eins og okkur var svo tamt. Eins og við sögðum svo oft: „Lítið er ungs manns gaman“. Vertu sæl mamma mín og hafðu hjartans þökk fyrir allar okkar stundir saman. Þín dóttir Karen. Í dag kveð ég ástkæra tengda- móður mína hinstu kveðju. Fyrir 52 árum kom ég fyrst að Nauta- búi til að heimsækja kærustuna, Margréti Helgu. Það var vel tekið á móti mér af verðandi tengdafor- eldrum, Steindór hafði sig meira í frammi, spurði um ætterni og fór jafnvel með vísur, Hulda hlédræg- ari, fámálli, en ég sá fljótt að þar fór einstaklega hlý og góð kona. Framan af voru heimsóknir ekki tíðar, bæði á Nautabúi og Stekkum var stundaður kúabú- skapur sem gaf ekki tækifæri á helgarfríum, hvað þá löngum sumarfríum. Þó var reynt að fara norður einu sinni á sumri og synir okkar dvöldu hjá afa og ömmu nokkrar vikur árlega. Það voru helst skírnir og fermingar barna- barnanna sem fengu þau til að leggja í ferðalag suður á land, annars undu þau sér langbest heima á Nautabúi. Þau hjón bjuggu ekki stóru búi en einstaklega snyrtilegu og vel reknu, allir hlutir á sínum stað og vel passað upp á að ekkert færi til spillis. Þau stóðu bæði að bú- rekstrinum en á heimilinu var Hulda sá aðilinn sem sá um næstum alla hluti. Það var gest- kvæmt á Nautabúi alla tíð og þau hjón vinmörg, margir ættingja Huldu bjuggu fyrir sunnan og alltaf var pláss fyrir alla, þótt húsnæði þeirra væri ekki stórt. Vissulega var húsið stórt, en í því bjuggu jafnframt foreldrar Stein- dórs og því þrjár kynslóðir, nokk- uð sem flest nútímafólk fer á mis við í dag. Þegar aldurinn færðist yfir hættu þau að mestu búskap og héldu sig nær alfarið á heima- slóðum. Þau höfðu hvort annað, það færði þeim gleði og ham- ingju. En þegar Steindór dó breyttist allt, nú var Hulda ein í þessu stóra húsi, það átti ekki við hana. Fljótlega fluttu Karen dótt- ir hennar og Eyjólfur tengdason- ur að Nautabúi. Hulda lét inn- rétta litla en snotra íbúð í húsinu, þar bjó hún í einstaklega fallegu og einlægu sambandi við þau. Hún fór að taka þátt í félagsstarfi aldraðra, tvisvar í viku fór hún á Sauðárkrók, þar eignaðist hún fjölda vina. Þá komu í ljós list- rænir hæfileikar hennar, hún málaði m.a. fjölda gripa og nú eiga allir afkomendur hennar listilega gerða hluti sem um ókomna tíð munu minna á hana. Fyrir 15 árum hófum við byggingu á bústað í landi Nauta- bús, þá urðu samskiptin enn nán- ari, margar ferðir norður, oftast með ótal vini sem tóku þátt í byggingunni, alltaf var kaffi og með því í boði Huldu. Og þegar byggingu var lokið urðu heim- sóknir okkar enn fleiri, afkom- endur okkar sóttu í að fara í heimsókn til ömmu, taka í spil eða bara spjalla. Eftir heimsókn sagði Óttar Flóki kotroskinn: „Við amma spiluðum ólsen ólsen og ég vann hana átta sinnum!“ Ég held að hún hafi aðeins sett til hliðar ýtrustu spilareglur, en hvað gerði hún ekki fyrir sitt fólk. En allt hefur sinn tíma. Þegar Hulda fann líkamlega þrekið minnka sótti hún sjálf um dvöl á deild eldri borgara á Sauðár- króki, þar dvaldi hún í góðu yf- irlæti allt til æviloka. Mikið væri nú heimurinn betri ef sem flestir hefðu tileinkað sér lífsskoðanir Huldu Axelsdóttur; að lifa í sátt við allt og alla, gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín en ekki til annarra. Guðmundur Lárusson. Tímamót verða með ýmsum hætti og upplifun ólík frá æsku til fullorðinsára. Nú er komið að tímamótum sem marka lok langrar samfylgd- ar og vinskapar sem tókst milli húsmóður á Nautabúi á Neðri- byggð í Skagafirði og hálfstálp- aðs unglings sunnan úr Keflavík, sem upp úr miðri síðustu öld baðst vistar á bænum sem sum- arliðléttingur. Húsmóðirin á Nautabúi fóstr- aði unglinginn af alúð sem eigið barn, með leiðsögn og hvatningu sem varð til endurtekinna sum- ardvala, fyrst sem matvinnungs og síðar kaupamanns allt til 16 ára aldurs. Árin þaðan í frá liðu með góðum samskiptum bréfleið- is með helstu fréttum frá Skaga- firði og Suðurnesjum. Vinnumað- urinn bjó að góðu nesti frá æskusumrunum í hjarta Skaga- fjarðar og hélt góðu sambandi við heimilisfólkið á Nautabúi þó leið- ir skildu tímabundið og annir fylgdu stofnun fjölskyldu og námi. Sumarið 1993 höguðu örlögin því svo, að ég unglingurinn að sunnan, átti leið um Skagafjörð, uppkominn maður, fráskilinn með börn mín á ferðalagi og kom við hjá Huldu og Steindóri á Nautabúi. Þar endurnýjuðust kynni mín af heimasætunni Kar- en Huldu Steindórsdóttur á öðr- um grunni en verið hafði og markaði tímamót. Kærleikur tókst með okkur Karen, sem styrkti þá örlagaþræði sem spunnir voru á unglingsárunum Hulda Axelsdóttir 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” VIÐ ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarfirði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA VIGDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, lést þriðjudaginn 8. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 16. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Sigurjón R. Markússon Hanna Guðrún Sigurjónsd. Sigurður Bogason Markús Sigurjónsson Hafdís Huld Þórólfsdóttir Andrea Sigurjónsdóttir Manuel Aronsson Gunnlaugur Þór Sigurjóns. Anna Marín Kristjánsdóttir og barnabörn Okkar ástkæri PÁLL ÖRVAR GARÐARSSON lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 21. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Guðfinna Kaldalóns Pálsd. Inge Henriksen Helgi Hrafn Pálsson Anna Margrét Jóhannsdóttir Einar Örn Jóhannsson Jórunn Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS INGVARSSON, Heinabergi 13, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum mánudaginn 7. mars. Útför hans fer fram frá Þorlákskirkju þriðjudaginn 15. mars klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á körfuknattleiksdeild Þórs frá Þorlákshöfn, kt. 680312-0950, reikn. 0152-15-200073. Hafdís Þóra Ragnarsdóttir Ragnar Eðvarðsson Fjóla Traustadóttir Ingvar Júlíusson Aiste Juliusone Anna Júlíusdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓHANN MAGNÚSSON, Lundi 56, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Valgerður Andrésdóttir Helga Kristín Jóhannsdóttir Harpa Hrund Jóhannsdóttir Rodolfo Sepúlveda Jón Atli Jóhannsson Ása Unnur Bergmann Arna María Sepúlveda Ófeigur Kári Jónsson Ónefndur Jónsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS HELGA HELGADÓTTIR, Hlíðarhúsum 7, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 14. mars klukkan 15. Sigurður Helgi Gunnarsson Hermóður Gestsson Anna María Gerhardt Henný Bára Gestsdóttir Harpa Hrönn Gestsdóttir Runólfur Hjalti Eggertsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku frændi okkar, JÓHANNES HELGASON, hagleiksmaður og bóndi, Brenniborg, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki sunnudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 19. mars klukkan 14. María Bergþórsdóttir Helgi Bergþórsson Kristín Bergþórsdóttir Ingibjörg Halldóra Bergþórsdóttir Guðmundur Örvar Bergþórsson Rúnar Þór Bergþórsson Haukur Þór Adólfsson Guðrún Ingibjörg Adólfsdóttir Helga Adólfsdóttir Sigurlaug Anna Adólfsdóttir og fjölskyldur okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.