Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 35
og treysti þá góðu vináttu sem haldist hafði gegn um árin við hjónin Huldu og Steindór á Nautabúi. Fljótlega flutti ég á ný heim í Skagafjörð og má segja að frá því hafi verið nánast daglegt sam- band við tengdaforeldra mína; og staða mín sem liðléttings við bú- störf hafi eflst, allt þar til Steini féll frá í nóvember 2003. Þá urðu tímamót sem styrktu enn betur vináttu okkar Huldu og fjölgaði samverustundum við þessa grandvöru og glaðlyndu stúlku, þegar við Karen fluttum fram á Nautabú og Hulda varð góður nágranni á neðri hæð íbúð- arhússins. Börn mín og barna- börn nutu sömu alúðar Huldu, sem gerði ekki mun á þeim og öðrum ömmu- og langömmubörn- um sínum. Áhugasöm var Hulda ávallt um viðfangsefni mín í leik og starfi og umgekkst vini mína sem sína eig- in. Meðan heilsan dugði voru verkefnin ærin sem við gátum létt undir hvort með öðru, Hulda ávallt til í það sem hendur dugðu til og tel ég vandfundinn betri og reyndari verkstjóra við bústörf, hvort heldur var vegna umhirðu fatnaðar, leiðsögn við mataröflun, verklags við heyvinnu, skepnu- hald, vangaveltur um veðurhorfur eða bollaleggingar vegna bilana í tækjum, stórum sem smáum. Þegar kjarkur og þrek dvínaði, sótti Hulda um að komast að hjá Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki og dvaldi þar tæplega þrjú ár við góða heilsu. Á þeim tíma varð góð vinátta með Huldu og þeim sem þar búa. Sterk vináttu- bönd mynduðust með Huldu og Svanhildi Guðjónsdóttur, líkast sem þær væru góðar systur og veit ég að missir Svanhildar og annarra dvalar- og starfsmanna er mikill. Heilshugar óska ég að margir eigi því láni að fagna að eiga svo náin og kær samskipti við tengdamóður sem ég hef notið. Ég kveð af hjartans söknuði Huldu Axelsdóttur, kæran vin minn, fóstru og tengdamóður, með þakklæti fyrir alúð í öllum okkar samskiptum. Eyjólfur Þór Þórarinsson. Það var engu líkara en að tím- inn liði hægar á Nautabúi, þó að þar hafi verið nóg að gera allan daginn. Þar þótti ömmu svo gott að vera að hún sá sig aldrei til- neydda til að vera að þvælast neitt annað, eins og hún sjálf hefði orðað það. Því var alltaf gott að koma í kyrrðina í Skagafirð- inum vitandi að þar var allt á sín- um stað – kökurnar í búrinu, kaffið á könnunni, góðgæti klárt fyrir börnin og spilin tilbúin. Allir fórum við bræðurnir í sveit á Nautabú sem krakkar og þótti sumum það ef til vill und- arlegt, þar sem við gætum varla lært mikið þar verandi sjálfir ald- ir upp í sveit. Við lærðum jú á talsvert eldri traktora en við átt- um að venjast, hvernig skyldi gá til veðurs og sitthvað um kart- öfluræktun. En dýrmætast var tvímælalaust að kynnast ömmu, hennar sögu, venjum og skop- skyni. Dugnaður hennar og jafn- aðargeð var óviðjafnanlegt og alltaf fann hún tíma til að segja gamansögur, spila við okkur og deila með okkur visku sinni. Amma var veðurathugunar- kona í yfir 40 ár og þegar við bræðurnir vorum litlir þá sendi amma veðurskeytin í gegnum sveitasímann og hljómaði þá númer veðurathugunarstöðvar- innar 040555 hátt og skýrt vænt- anlega um alla sveit. Þegar Veð- urstofan nútímavæddist og fór fram á að skeytin yrðu send með tölvu þá héldu margir að amma yrði í vandræðum með það, en hún hafði aldrei notað tölvu á þeim tímapunkti. Hún var mjög fljót að tileinka sér þá nýju tækni og aðrar nýjungar, t.d. þegar Fa- cebook kom fram á sjónarsviðið þá var amma Hulda fljót að skrá sig inn þar, þá komin á níræð- isaldur. Ekki vafðist það heldur fyrir henni að læra á nýja bílinn sem hún fékk sér komin yfir átt- rætt, hún fletti því bara upp í handbókinni þó að hún væri nú ekki á íslensku. Svona var amma ávallt já- kvæð fyrir öllu, þannig gat hún svo auðveldlega aðlagað sig breytingum, en það eina sem breyttist aldrei var hversu gaman var að heimsækja hana. Langömmubörnin voru jafn spennt að hitta hana, bæði til að spila og svo þurfti líka að mæla hvort að þau væru ekki orðin stærri en amma. Það var hefð sem amma viðhafði þegar við bræður komum í heimsókn og enginn var orðinn stór nema hafa náð ömmu Huldu í hæð. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt hana í allan þennan tíma en nú er komið að því að hún hitti aftur afa Steindór sem bíður hennar. Lárus, Steindór og Vignir. Það er ekki auðvelt að minn- ast frænku og fósturmóður í ör- fáum orðum, hennar líf er efni í stóra bók. Samt sem áður lang- ar mig til að setja nokkur orð á blað og þakka fyrir mig, þakka allan þann kærleika og uppeldi sem hún veitti mér. Ég var í sveit hjá þeim Huldu og Steina mörg sumur frá því að ég var sex ára til 14 ára. Á hverju vori gat ég ekki beðið eftir skólalok- um, þá dreif ég mig norður með rútunni þar sem Steini frændi beið eftir mér í Varmahlíð á Willys-jeppanum. Hulda var elsta systir pabba og á milli allra systkinanna ríkti mikill kærleikur, kærleikur sem við systkinabörnin fengum að njóta. Í verki sagði Hulda við systkini sín: „Þitt barn er mitt barn“. Hún var mikill náttúru- unnandi, kunni skil á plöntum og blómum og það var skrautgarð- ur á Nautabúi. Hulda var ekki kona sem flíkaði skoðunum eða tilfinningum. En þegar hún gerði það tók maður mjög vel eftir. Nærvera hennar var ynd- isleg, góð og hlý, ég man vel eft- ir og hún minntist þess oft þeg- ar ég sagði við hana (ég meinti það, var kannski sex eða átta ára) að ég myndi vilja eyða æv- inni á elliheimili með henni. Ég reiknaði það út að það væri al- veg möguleiki miðað við aldur okkar. Ég sem barn gat ekki hugsað mér neitt betra en að vera nálægt henni. Þegar ég hugsa til Huldu þá er hlátur- mildi fyrsta orðið sem kemur í hugann. Ekkert var skemmti- legra en þegar Hulda hló, þá hitnaði í húsinu. Enda alltaf hlýtt á Nautabúi. Hún hafði gaman að því hve ég var matsár, þegar hún var að leggja mat á borðið fyrir gesti nefndi ég að það væri kannski óþarfi að setja svo mikinn mat á borðið. Ég vildi ekki eyða þessu í gesti. Þá tísti í Huldu. Minningarnar eru svo margar, þvottadagarnir þar sem vinnan var gerð að skemmtilegu leikriti, við Magga frænka dubbaðar upp með skuplur og svuntu að hengja upp þvottinn, sækja kýrnar á fitj- ar þar sem krían var æst og reyndi að hrekja okkur í burtu og Axel frændi kenndi mér trixið að fela mig undir bumbunni á kún- um á meðan mesti æsingurinn var. Svo þegar heyjað var og bólstrar settir upp og ferjaðir heim í hlöðu á gemsanum, eins og pallbíllinn var kallaður. Töðu- gjöldin að slætti loknum með maltbruggi Huldu sem var ein- staklega ljúffengt. Réttir að hausti þar sem ég, lítil stúlka, sofnaði í ullarbing á meðan fólkið mitt kláraði verkin en ég var allt- af, fannst mér, þátttakandi. Svo mörg skemmtileg sumur þar sem í minningunni var lífið leikur að stráum. Áhyggjuleysi æskunnar á ég þessu fólki, salti jarðar, að þakka. Takk frænka mín. Elísabet Guðbjörnsdóttir. Þá er hún elsku Hulda, systir, mágkona og frænka farin yfir í sumarlandið. Margar góðar minningar streyma fram hjá okkur fjöl- skyldunni, þegar við hugsum til Huldu á Nautabúi. Hulda var elst átta systkina og var hún ekki gömul þegar hún fór að hugsa um systkini sín af mikilli ábyrgð á meðan foreldar þeirra stund- uðu sjóinn. Hún var einstaklega hlý og góð manneskja og hélt hún uppteknum hætti alla tíð, gagnvart systkinum sínum og öðrum ættingjum. Enda var hún ávallt í miklu uppáhaldi. Hulda var oftar en ekki fastur punktur í tilverunni, þegar við fjölskyldan ókum um Norður- landið og ósjaldan var kíkt við á Nautabúi á leið okkar til Hjal- teyrar, þar sem Hulda ólst upp. Þessi lágvaxna, fallega kona með stóra hjartað tók ávallt á móti okkur eins og höfðingjar væru á ferð. Þau hjónin, Hulda og Stein- dór, voru bæði einstaklega gest- risin og höfðu alltaf frá svo mörgu að segja. Það var stutt í gleði og hlátur í eldhúsinu, þegar Hulda bar fram kræsingarnar og Steindór sagði sögurnar. Frá Nautabúi fór maður alltaf vel nærður á sál og líkama. Þau voru ófá systkinabörnin sem fengu að koma í sveitina til Huldu frænku. Minningar skjótast nú upp í kollinn, um ferðir okkar með traktornum, þar sem allur skar- inn sat aftur í kerrunni og Axel frændi keyrði keikur með okkur í sveitabúðina Varmalæk. Þá er nú eftirminnilegt tímabilið á Nauta- búi, þegar folaldið missti mömmu sínu og Hulda gekk því í móð- urstað. Á því tímabili var alltaf marengsterta í boði hjá Huldu frænku, folaldið vildi bara rauð- una úr egginu og eitthvað þurfti nú að gera hvítuna. Þá var sko veisla, eins og reyndar alltaf á Nautabúi. Hulda gekk í öll verk á sínu sveitaheimili og var hún mik- ill kvenskörungur. Eitt af því sem okkur systrum fannst svo skemmtilegt og svolítið lýsandi fyrir karaker hennar frænku okk- ar var þegar hún kom yfir á Hjalteyri á pallbílnum sem hún var nýlega búin að festa kaup á, komin á níræðisaldur. Henni fannst hún svo örugg á bílnum enda sá hún vel út um gluggana, þó það sæist lítið í hana sjálfa inni í bílnum. Enda komst hún á Sæludaga í sveitinni yfir til Hjalt- eyrar og verður það okkur ávallt minnisstætt. Síðustu árin dvaldi Hulda á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Bústörfin voru frá og þá tók handverkið við. Það lék allt í höndunum á Huldu frænku og alltaf hafði hún eitthvað nýtt til að sýna okkur. Síðasta skiptið sem við kíktum við hjá henni sl. haust smyglaði hún handmáluðu postulíni til okkar fjölskyldunnar í Covid-banninu og náðum við að kveðja hana, sum okkar augliti til auglitis og önnur í gegnum glerið, eins og tíðkast hefur sl. tvö ár. Hulda frænka er nú komin yfir í sumarlandið og þar nýtur hún örugglega lífsins, æðrulaus og hógvær en jafnframt ákveðin og lífsglöð. Hún var okkur mikils virði. Hún var alla tíð í uppáhaldi fyrir það að vera hin einstaklega góða og hjartahlýja, systir, mág- kona og frænka. Farðu í friði elsku Hulda og takk fyrir allar dýrmætu stund- irnar í gegnum árin. Valdimar, Alda og dætur. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNBJÖRN GUNNARSSON, Ásabraut 14, Grindavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 14. mars klukkan 14. Sigrún Sigurgeirsdóttir Sara Arnbjörnsdóttir Gunnar S. Arnbjörnsson Hrafnhildur Guðjónsdóttir Aldís G. Rosenlund Rickard Rosenlund barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, ÓSKAR GÚSTAF INGJALDUR ÓLAFSSON, Háeyrarvöllum 18, Eyrarbakka, lést föstudaginn 4. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju mánudaginn 14. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning eftirlifandi eiginkonu og sonar; 0325-26-203, kt. 1906882089. Athöfninni verður streymt hér: https://promynd.is/oskargustaf Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Ágústa Sverrisdóttir Gísli Þór Óskarsson Birna G. Þorleifsdóttir Ólafur Jón Gústafsson Jóhanna Ólafsdóttir Ólöf Birna Jensen Kristbjörg Árný Jensen Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINDÓR HERMANNSSON Frá Myrkárdal, Engimýri 5, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir til starfsfólks heimahlynningar sjúkrahúss Akureyrar fyrir hlýja og góða umönnun. Magnús Páll Steindórsson Busabong Nachai Þuríður Steindórsdóttir Tobias Sigurðsson Sólrún Drífa Steindórsdóttir Jón Sverrir Friðriksson og barnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI SIGURÐSSON vélfræðingur, Smárarima 102, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 16. mars klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt á www.streyma.is. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Anna Dýrfjörð M. Stella Skúladóttir Þorgeir Pétursson Skúli Skúlason Kristín Björnsdóttir Signý S. Skúladóttir Ómar Þorsteinsson Guðmundur K. Thoroddsen Halldóra Elíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR, Túngötu 3, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum Vestmannaeyjum miðvikudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 26. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbavörn Vestmannaeyja, 0582-26-2000, kt. 651090-2029. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Sigurður Kristinn Ragnars. Margrét Elín Ragnheiðardóttir Daði Garðarsson Magnea Ósk Magnúsdóttir Ásbjörn Garðarsson Gylfi Garðarsson Sigmar Garðarsson Ragna Garðarsdóttir Lilja Garðarsdóttir Gísli Magnússon Gerður Garðarsdóttir Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést 5. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 15. mars klukkan 13. Gunnar Þór Hólmsteinsson Jón Sigurðsson Lilja G. Gunnarsdóttir Hilmar H. Eiríksson Alexandra Guðrún Jónsd. Gunnar Örn Jónsson Guðrún Lilja Hilmarsdóttir Gunnar Þór Hilmarsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, VÉSTEINN GUNNAR MAGNÚSSON frá Langabotni í Geirþjófsfirði, lést á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi mánudaginn 21. febrúar og verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 14. mars klukkan 14. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Hildur Kristín Vésteinsdóttir Kristján Viktor Auðunsson Auður Ingibjörg Vésteinsd. Egill Valberg Benediktsson Magnús Valdimar Vésteins. Berglind Eva Ólafsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.