Morgunblaðið - 12.03.2022, Qupperneq 36
✝
Ragnar Hjalta-
son fæddist 28.
mars 1939 á Brú-
arlandi í Skagafirði.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Fjallabyggðar
1. mars 2022. For-
eldrar hans voru
Hjalti Pálsson, Brú-
arlandi í Skagafirði,
og Klara Konráðs-
dóttir, frá Bæ á
Höfðaströnd.
Ragnar kvæntist tvisvar. Fyrri
kona hans var Hulda Elví og
eignuðust þau þrjú börn: Ástu
Björk, Helga og
Víði Þór, en Víðir
lést ungur. Þau hjón
skildu eftir 10 ára
sambúð. Seinni
kona Ragnars var
Rósa Halldórs-
dóttir, f. 13. ágúst
1940, d. 17. ágúst
2021.
Þau giftust í maí
1984 en voru barn-
laus.
Útför Ragnars fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 12.
mars 2022, klukkan 13.
Þegar við minnumst Ragnars
vinar okkar koma upp í huga marg-
ar gamlar minningar frá uppvaxt-
arárum okkar í Ólafsfirði og skóla-
árum á Varmalandi. Ragnar var
fluttur til Ólafsfjarðar aðeins
tveggja daga gamall til ömmu sinn-
ar Guðfinnu Ástu, þar sem hann
ólst upp við mikla fátækt í litlu húsi
sem stóð við Kirkjuveg, en er löngu
horfið. Þetta hús nefndist Leyni-
ngur og var Ragnar af heimamönn-
um ávallt kenndur við það nafn.
Á uppvaxtarárum Ragnars vakti
hann athygli okkar strákanna og
annarra hve fjölhæfur hann var í
öllum leikjum og íþróttum þeirra
tíma. Hann er orðinn sextán ára
þegar hann missir ömmu sína, þá
eftirminnilegu konu. Þá ræður
hann sig sem háseta á Norðlend-
ing, fyrsta togara sem gerður var
út frá Ólafsfirði. Þá hefst sjó-
mannsferill hans. Hann starfaði
sem sjómaður mestan hluta ævinn-
ar sem háseti og stýrði á fjölda báta
og togara. Síðar gerðist hann út-
gerðarmaður og skipstjóri á eigin
bátum. Um tíma átti hann og rak
sendibílastöð í Hafnarfirði. Auk
þess kom hann að ýmsum öðrum
rekstri. Velgengni og farsæld
Ragnars á löngum starfsferli var að
þakka dugnaðinum, útsjónarsem-
inni og ábyrgðinni fyrir þeim verk-
efnum sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Fyrir nokkrum árum ákváðu
þau hjón að flytja til Ólafsfjarðar og
njóta þar ævikvöldsins, en þá voru
þau varla búin að koma sér fyrir
þegar Ragnar fékk heilablóðfall, og
eftir það mátti hann lifa við mikla
fötlun.
Börnum hans sendum við sam-
úðarkveðjur okkar.
Jón Þorvaldsson,
Sigrún Jónsdóttir.
Ragnar Hjaltason
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
✝
Ólafur Bald-
vinsson útgerð-
armaður og lista-
maður fæddist 17.
október 1926 í
Bræðratungu á
Kljáströnd í Grýtu-
bakkahreppi. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grenilundi á Greni-
vík 7. febrúar 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurlaug Rósa Guð-
mundsdóttir, f. 19. september
1886, d. 28. janúar 1980, og
Baldvin Kristinn Ólafsson, f. 14.
september 1891, d.
10. maí 1958. Ólaf-
ur var einkabarn
foreldra sinna.
Hann var ókvæntur
og barnlaus.
Árið 1955 fluttist
fjölskyldan í Háa-
gerði á Grenivík og
bjó Ólafur þar alla
sína tíð þar til hann
flutti á hjúkr-
unarheimilið Gre-
nilund á Grenivík.
Útför Ólafs fer fram frá
Grenivíkurkirkju í dag, 12. mars
2022, klukkan 14.
Vinur okkar Ólafur Baldvinsson
er allur. Hann var um margt
áhugaverður maður með mikla
hæfileika, útgerðarmaður, sjálf-
menntaður rafvirki og listamaður
eins og snemma kom í ljós því ekki
var hægt að finna pappírsmiða á
æskuheimilinu á Kljáströnd sem
Óli var ekki búinn að teikna á. Það
var hátíð í bæ ef barst böggull inn á
heimilið því þá gat Óli fengið að
teikna á umbúðirnar. Hann fékk
jafnvel pappír nágrannans líka sem
þótti mikið til um hæfileka Óla á
þessu sviði. Þrátt fyrir að fá aldrei
leiðsögn náði Óli undraverðum ár-
angri og eftir hann liggja nú mál-
verk út um allt land. Þegar Óli var
unglingur bjó hann til útvarp sem
virkaði og virkjaði einnig bæjar-
lækinn svo eitthvað sé nefnt. Óli
var einnig stórbrotinn persónuleiki,
umdeildur en mjög vinsæll meðal
vina sinna því hann kom til dyranna
eins og hann var klæddur. Það
gerði hann líka áhugaverðan. Um
árabil var hann á síldarplönum,
lengst af á Siglufirði en einnig á
Raufarhöfn og Seyðisfirði. Þar var
hann í félagsskap með síldarspekú-
löntum og skipstjórum og þurfti
stundum að gera sér glaðan dag
með þeim þegar mesta álagið var á
planinu. Það var honum þó vel fyr-
irgefið, hann var þar í hópi stór-
menna. Þegar síldin hvarf gerðist
Óli útgerðarmaður, keypti sér trillu
og byrjaði að gera út á grásleppu.
Það stóð þó ekki lengi því í fyrstu
brælu þegar netin fylltust af þara
og skít sá Óli að þetta væri ekkert
fyrir hann, seldi netin í sjónum og
sagðist aldrei koma nærri þessum
veiðarfærum meir. Óli stundaði eft-
ir það færaveiðar frá Grenivík og
einnig var hann með nælonlínu á
Gljánni í mörg ár. Árið 1982 keypti
Óli sér plastbát eða skel sem átti
eftir að standsetja. Skelina fór
hann með inn á trésmíðaverkstæð-
ið Stuðlaberg þar sem vinir hans,
Jón og Danni byggðu yfir bátinn en
Óli sá sjálfur um að setja í hann raf-
magnið og fleiri báta eftir það. Það
var venjan um árabil að fara á sjáv-
arútvegssýningar og einnig voru
farnar ófáar óvissuferðir hérna um
norðausturlandið. Þetta voru litrík-
ar og eftirminnilegar ferðir og Óli
alltaf miðpunkturinn. Það má einn-
ig segja að Óli hafi verið á undan
sinni samtíð að því leyti að hann
þráði ekkert heitara en að eignast
rafmagnsbíl eftir að þeir fóru að
ryðja sér til rúms. Honum varð svo
að ósk sinni og var hann fyrstur
manna í sveitarfélaginu til að fjár-
festa í slíku fyrirbæri. Þegar árin
færðust yfir seldi Óli bátinn sinn,
Sindra og settist í helgan stein. Í
seinni tíð áttu vinir Óla ófáar gæða-
stundir með honum á heimili hans,
Háagerði á Grenivík, ýmist í morg-
unkaffi eða seinna kaffi þar sem oft
var glatt á hjalla. Árið 2017 varð Óli
okkar fyrir því óláni að detta og
lærbrotna heima hjá sér. Eftir
skamma sjúkrahúslegu á Akureyri
flutti hann á hjúkrunarheimilið
Grenilund á Grenivík og bjó þar við
gott atlæti.
Far þú í friði vinur okkar kær,
þú gerðir lífið svo miklu litríkara.
Fyrir hönd vinahópsins,
Kristjana Björg Hall-
grímsdóttir.
Ólafur Baldvinsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför
GUNNLAUGS MAGNÚSSONAR,
Brekkugötu 56, Þingeyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Kristín Kristjánsdóttir
Þórhallur Gunnlaugsson Izabela Lecka
Þorgerður Gunnlaugsdóttir Höskuldur Brynjar Gunnarss.
Bergþór Gunnlaugsson Alda Agnes Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar elskulega
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
HARALDAR SVEINSSONAR,
Hrafnkelsstöðum I,
Hrunamannahreppi.
Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Ingólfur Haraldsson Rutt Brattaberg Jacobsen
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Sólheimum 25,
lést á Landspítalanum 7. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 16. mars klukkan 15.
Kristín Petersen Renato Gruenenfelder
barnabörn og langömmubörn
Við sendum hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför föður,
tengdaföður, afa og langafa,
STEINÞÓRS INGVARSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Hlíðarbæ og á Droplaugarstöðum fyrir
framúrskarandi umönnun í erfiðum veikindum.
Sigurður I. Steinþórsson
Gunnar Steinþórsson Ágústa Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS AÐALSTEINS GÍSLASONAR,
Ásbúð 74, Garðabæ.
Gíslína Henný Einarsdóttir
Jónína Helga Ólafsdóttir Guðbjörn Gylfason
Sigurborg Anna Ólafsdóttir Andri Þór Gestsson
Sædís Ólafsdóttir Gunnar Örn Svavarsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hlíðargötu 18, Neskaupstað,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn
9. mars. Minningarathöfn fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 18. mars klukkan 15.
Útför verður frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 24. mars
klukkan 14. Hjartans þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir hlýja og
góða umönnun.
Gígja Sólveig Guðjónsdóttir
Guðný Steinunn Guðjónsd. Einar Bridde
María Guðjónsdóttir Karl Jóhann Birgisson
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir Jón Ásgeir Tryggvason
Guðjón Dagbjörn, Guðrún Júlía, Guðrún Dagmar,
Guðríður Elísa, Sigurlaug María, Guðrún Sigríður,
Guðjón Birgir, Guðrún Stella og fjölskyldur
Hjartans þakkir fyrir hlýhug, samúð og
fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BERTHU MARÍU GRÍMSDÓTTUR
WAAGFJÖRÐ,
Ísafold,
Strikinu 3, Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Ísafoldar fyrir
einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Halldór Waagfjörð Birna Ben
Kristinn Waagfjörð Hjördís Sigmundsdóttir
Grímur Rúnar Waagfjörð Helga Gunnarsdóttir
Þorsteinn Waagfjörð Sigrún Snædal Logadóttir
Rósa María Waagfjörð Einar Ingason
Már Viktor Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, dóttir, unnusta og
systir,
AGNES ÞÓRA KRISTÞÓRSDÓTTIR
frá Moldhaugum,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
sunnudaginn 6. mars.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 25. mars
klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Elmar Blær Kjartansson
Alexander Týr Andrason
Ása Björk Þorsteinsdóttir
Freyr Helgason
Sigríður Kristín Kristþórsd. Gunnar Reynisson
Elmar Freyr Kristþórsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ANNA LÍSA WÍUM,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. mars.
Útför fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
18. mars klukkan 13.
Sigursteinn Þór Einarsson Erla Lind Þórisdóttir
Svava Hrund Einarsdóttir Gústaf Guðbrandsson
Stefán Helgi Einarsson Elín Hrund Guðnadóttir
Ómar H. Wíum Eyrún Eðvalds
Jóhann Viðar Hjaltason Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JÖRGENSDÓTTIR,
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 24. mars klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk Hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýhug og góða umönnun.
Jón Ágúst Einisson Aud Rensmoen
Sigurbjörg Einisdóttir
Ingibjörg Sigrún Einisdóttir Gylfi Ólafsson
María Einisdóttir Tyrfingur Tyrfingsson
Ásta Einisdóttir Mogens Hove Pedersen
ömmubörnin og langömmubörnin