Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 43

Morgunblaðið - 12.03.2022, Page 43
Í kvöld verður spurt að leikslokum í Söngvakeppninni. Förum aðeins yfir stöðuna af því tilefni, endurmetum lögin og spáum aðeins í spilin. heillaði mig. En hvorugt hlaut náð. Það eru auðvitað til ótal dæmi um að sérkennileg lög fái brautargengi en vindarnir blésu ekki með Hönnu í þetta sinnið. Lagið of gott fyrir keppnina, segi og skrifa það. En, Reykjavíkurdætur, mínar konur, flugu áfram og það glæsi- lega. Frábærlega útsett sviðsatriði og bara stuð og kraftur sem heill- aði. Mér fannst Katla vera vafamál, Við syngjum að leikslokum... Morgunblaðið/Eggert Kraftur „Glysbundið sviðsatriði“ en „ögrandi pólitíkin ekki langt undan,“ segir Arnar Eggert um framlag Reykjavíkurdætra, „Tökum af stað“. var ekki viss hvort ég væri að fíla það eða ekki, en þetta rökkur- drama sem hún býður upp á náði að fanga Mörlandann en eins og vitað er fáum við aldrei nóg af bik- svartri epík hér á norðurhjara. En hugsum aðeins saman hérna. Hver vinnur svo? Hvaða at- riði fer til Tórínó? Í mínum huga er þetta spurning um tvennt. Annað- hvort vinna Reykjavíkurdætur eða þá systurnar. En ég treysti mér ekki til að skera úr um hvort það verður, því að ég sé fram á hníf- jafna baráttu. Mér finnst bæði framlög frábær, þó með ólíkum hætti sé. Ég var að spjalla við koll- ega og hann sagði að þetta yrði barátta á milli bolanna og hipster- anna og það er að vissu – ef ekki öllu – leyti rétt. Aldrei myndi ég setja lagasmíðar hinnar hæfi- leikaríku Lovísu Elísabetu Sigrún- ardóttur í flokk með auðmeltanlegu færibandapoppi en lagið – og flytj- endur – búa hins vegar yfir sjarma sem fer yfir mörk og mæri margra þjóðfélagshópa. Dúddi Liverpool og amma þín eru sátt en tónsmíðin sjálf og ára systkinanna dregur enn frekar að þegar maður hugsar um það. Reykjavíkurdætur eru aftur á móti spútnikatriði ársins. Kröftugt, storkandi og hressilegt. Með glys- bundið sviðsatriði sem passar vel í hið ýkta form Söngvakeppninnar en um leið er ögrandi pólitíkin ekki langt undan, veri það kynjapólítik eða annað. Þessi atriði munu berast á sönglegum banaspjótum, sanniði til. Að öðrum kosti snæði ég hatt minn með glöðu geði. Góða skemmtun í kvöld kæru landsmenn. Munið eftir skrúfunum, engiferöl- inu og múnderingunni... » Þessi atriði munu berast á sönglegum banaspjótum, sanniði til. Að öðrum kosti snæði ég hatt minn með glöðu geði. Morgunblaðið/Eggert Sjarmi Systurinar Sigga, Beta og Elín gerðu lukku með lag eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur eða Lay Low. Gagnrýnandi spáir því velgengni. Systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg mynda tvíeykið Amarosis. Ljósið Stefán Óli, lag „með hæfileg- um skammti af Evróvisjóndúllum“. Katla Við fáum „aldrei nóg af bik- svartri epík hér á norðurhjara“. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hef hlaupið sigurhring með reffilegum brag og teygað bikar niðurlæging- arinnar í botn og það með tilþrifum í spádómum mínum um gengi ein- stakra laga í Söngvakeppninni. Eins og gengur. Sumt hefur mér þótt blasa við – og það gengið eftir, en svo hafa lög farið áfram og skil- ið mig eftir í forundran. Mér fannst fyrra undanúrslita- kvöldið auðvelt. Þau lög sem áttu skilið að komast áfram gerðu það svo sannarlega. „Ljósið“ er hefð- bundið popplag með hæfilegum skammti af Evróvisjóndúllum og Stefán Óli flutti af eftirtektarverðu öryggi. Birgir Steinn Stefánsson og hans fólk er á kjörlendum þegar kemur að svona vinnu og ég hef ekkert nema gott um þetta mál að segja. Sigga, Beta og Elín fóru líka örugglega áfram og ekki að undra. Sviðsatriðið flott, þrjár systur í for- grunni – og litli bróðir á trommum! Foreldrahjartað tók kipp. Þá var „Eitt lag enn“ trompinu beitt á þetta kvöld og við munum sjá Amarosis keppa í kvöld. Ég var ekki nema í meðallagi hrifinn verð ég að segja en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að tvær vikur eru ekki langur tími í Söngvakeppninni, allt getur breyst. Síðara kvöldið var erfiðara fyr- ir þennan popppenna. Ég var hrif- inn af einfaldleikanum og ægifeg- urðinni hjá Markétu og skrítipopp Hönnu Míu og geimferðalanganna MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ HERCULE POIROT ER MÆTTUR Í SÖGU AGATHA CHRISTIE Í LEIKSTJÓRN KENNETH BRANAGH SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 86% EMPIRE TOTAL F ILM VARIET Y “ONE OF THE BEST SUPERHERO MOVIES EVER MADE” “A masterpiece.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.