Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 44

Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 44
Áhugasamar Magnea og Þórunn Marínósdætur og Ólöf Valsdóttir. »Viðamikil nokkurra daga hátíð helguð gjörningum stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur undir yfirskrift- inni Gjörningaþoka. Hinn gamalgróni Gjörningaklúbbur, sem skipaður er Eirúnu Sig- urðardóttur og Jóní Jóns- dóttur, setti ásamt hópi aðstoð- arfólks á fimmtudag upp verkið Vitni í porti Hafnarhúss og fjölmenntu áhorfendur. Gjörningaklúbburinn reið á vaðið í Gjörningaþoku Listasafns Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listakonurnar Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir framkvæma gjörninginn á sviði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tónlistarfólk Una Sveinbjörnsdóttir og Ólafur Björn Ólafsson tóku þátt í framkvæmdinni. Í gjörningaveislu Bjarni Gautason og Þorbjörg Ásgeirsdóttir. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Gestur í Palazzo Reale-safninu í Mílanó notar tækifær- ið og virðir fyrir sér listaverkin Vængjaður Kúpíd frá 1795 eftir myndhöggvarann fræga frá Feneyjum, Ant- onio Canova, og Portrett af af Nikolai Yusupv prinsi með hund, frá 1780, eftir málarann Giovanni Battista Lampi. Þetta eru tvo af fjölmörgum listaverkum í eigu Hermitage-safnsins í Pétursborg sem eru í láni á sýn- ingum í Palazzo Reale og Gallerie d’Italia í Mílanó. Vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana sem vesturlönd, og þar á meðal Ítalir hafa sett á Rússa hafa stjórnendur Hermitage-safnsins nú farið fram á það að lánstími verkanna verði styttur og þeim skilað til Rúss- lands áður en marsmánuði lýkur. Verk frá rússneskum söfnum eru að láni víðar á sýningum í Evrópu. AFP/Miguel Medina Rússar vilja listaverkin heim Skugga-efni er heiti sýningar sem myndlistar- maðurinn Unnar Örn opnar í Y gallerýi í Hamra- borginni í Kópa- vogi í dag, laugardag, klukkan 15. „Verk Unnars á sýningunni verða til við kortlagn- ingu á borgarlandinu – frásögn sem gefur mynd af staðháttum og ósýni- legum kostum þeirra. Verkin á sýn- ingunni hverfast um samfélagslegt minni; hvernig minningar borgara eru flokkaðar, vistaðar og yfir- heyrðar. Á tímum þar sem ólík öfl skapa og nýta myndefni og minjar, verður þetta alltumlykjandi borgarland hugmyndafræðilegur staður þar sem líf íbúanna fram- kallast. Svið þar sem saga og sjálfs- mynd okkar er ákvörðuð og endur- sköpuð,“ segir í tilkynningu frá Y gallerýi. Unnar Örn hefur sýnt og sett upp sýningar í söfnum og sýningar- sölum víða. Verk hans eru iðulega byggð á ýmis konar skjala- og gagnasöfnum. Í tilkynningunni seg- ir líka um þessa nýju sýningu hans: „Manneskjan hefur lengi notast við kerfi sem skilgreinir umhverfi sitt út frá gæðum lands. Undir þá sundurgreiningu falla bæði hlunn- indi og auðlindir sem og samgöngu- mannvirki, innviðir og opin svæði. Horfa má á borgina sem manngert landslag þar sem samkennd og geðshræring – minningar, reynsla, hughrif og skynjun – eiga sér sitt staðbundna svæði.“ Skugga-efni Unnars Arnar í Y gallerýi Unnar Örn Tónleikar með efnisskrá sem spannar tónlist frá barokki til Bítlanna fara fram í Hömrum í Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 16. „Málmblásaradeild Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands ásamt slag- verksleikara flytja metnaðarfulla efnisskrá sem Vilhjálmur Sigurðarson trompetleikari hefur valið saman. Verkin eru afar fjölbreytt, allt frá hátíðlegum lúðragjöllum, björtum og hressandi barokk-verkum yfir í dægurlög Bítlanna,“ segir í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar. Þar kemur fram að meðal þeirra verka sem flutt verða séu sálmurinn Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Ungverskur mars eftir Hector Ber- lioz, Dans Anítu eftir E. Grieg og Fascinating Rythm eftir George Gershwin. Miðar fást í miðasölu Hofs og á mak.is. Frá barokki til Bítlanna í Hofi Hljómsveitin Sigur Rós er komin á kreik og mun senn halda upp í viða- mikla heimsreisu, þá fyrstu í nær fimm ár. Fyrst verður leikið í Mexíkó og svo Kanada og Bandaríkjunum, áður en haldið verður til Evrópu. Ferðinni lýkur með tónleikum í Laugardalshöllinni föstudaginn 25. nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá hljómsveitinni er Sigur Rós nú að semja nýja tónlist og hljóðrita sína fyrstu hljóðversplötu síðan Kveikur kom út árið 2013. Nýju lögin verða flutt á tónleikunum á ferðalaginu, auk margra eldri frá 25 ára ferli. At- hygli vekur að Kjartan Sveinsson, tónskáld og hljómborðsleikari, er aftur genginn til liðs við stofnfélaga sína, Jónsa og Georg Hólm. Kjartan aftur í Sigur Rós sem fer á flakk Tónaflóð Sigur Rós á sviði í Hörpu fyrir fimm árum. Kjartan Sveinsson er aftur genginn í sveitina sem er í hljóðveri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðarverk er heiti sýningar tvíeykis- ins sem kallar sig Krot & Krass og verður opnuð í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötu í dag, laugardag, klukkan 16. Krot & Krass eru þau Björn Loki (f. 1991) og Elsa Jónsdóttir (f. 1990) og hafa þau starfað saman í um ára- tug. Þau hafa til að mynda staðið að uppsetningu veggverka og að tón- listar- og listahátíðum. Á sýningunni verða ný skúlptúr- verk úr rekavið og steypu. Samhliða verkunum hefur Krot & Krass unnið rannsóknarskýrslu sem gefin er út sem sérstakt bókverk. Í tilkynningu segir að höfðaletur hafi verið helsta hugðarefni Krots & Krass undan- farin misseri en letrið kom fyrst fram í íslenskum útskurði á 16. öld. Letrið getur verið torlæsilegt og hefur verið sveipað dulúð. Í vinnustofunni Verk sem eru á sýn- ingu Krot & Krass eru hér í vinnslu. Krot & Krass í Hverfisgalleríi - Viðarverk á sýningu tvíeykisins Björns Loka og Elsu Jónsdóttur Trompet- leikari Vilhjálmur Sigurðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.