Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í gær- kvöldi, tvær ferðir, en skipið hefur lítið getað notað höfnina frá því upp úr áramótum vegna sands í innsiglingunni og slæms veðurs. Byrj- að verður að dýpka í dag og er vonast til að hægt verði að nota höfnina meira á næstunni. Óvenjuerfitt hefur verið fyrir Herjólf að sigla til Landeyjahafnar það sem af er ári. Það er ekki aðeins að sandur í höfninni hafi gert höfnina illfæra heldur hafa stöðugar brælur gert ástandið verra. Þá fáu daga sem veður hefur verið stillt og öldur ekki of mikl- ar hefur verið hægt að sigla inn í höfnina á flóði. Síðast tókst að fara eina ferð 5. mars og þar áður nokkrar ferðir um miðjan febrúar. Annars hefur verið siglt til Þorlákshafnar. Sá möguleiki hefur þó ekki alltaf verið í boði því þurft hefur að fella niður 24 ferðir til Þorlákshafnar vegna veðurs. Oft gefur þó á skipið eins og sést á myndinni þar sem siglt var af stað frá Þorlákshöfn í leiðindaveðri. Lóðsinn í Vestmannaeyjum mældi dýpið í innsiglingunni til Landeyjahafnar í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar þarf að dæla burtu um 12 þúsund rúmmetrum af efni úr hafnarmynninu til þess að Herjólfur geti siglt án nokkurra takmark- ana vegna dýpis. Dýpkunarskipið Dísa hélt á staðinn í gær og hefur dælingu um leið og að- stæður leyfa, væntanlega árdegis í dag. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, veitti þær upplýsingar í gær að 2,2 metra ölduhæð væri í Landeyja- höfn og ekki hægt að byrja að dýpka í hafn- armynninu. Góður framkvæmdagluggi væri fram undan og vilji til að nýta hann til að klára dæmið. Búist er við að það taki skipið um fjóra daga að ljúka dýpkun í hafnarmynn- inu. Hörður Orri Grettisson, framkvæmda- stjóri Herjólfs, segir að siglt verði eftir sjáv- arföllum um fjórar ferðir á dag þessa vikuna, þangað til búið verði að koma höfninni í lag, en eftir það sjö ferðir á dag, samkvæmt áætl- un. Ljósmynd/Heimir Hoffritz Herjólfur aftur byrjaður að sigla í Landeyjahöfn Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, stóðu fyrir ljóðadagskrá í Ráð- húsi Reykjavíkur til stuðnings Úkraínu í gær á alþjóða- degi ljóðsins. Fimmtán skáld fluttu ljóð eftir úkraínsk skáld, íslensk og af öðru þjóðerni. Þá voru einnig sýndar ljósmyndir eftir úkraínska ljósmyndarann Yevgeny Dyer, sem býr í Reykjavík. Alexandra Briem, forseti borgar- stjórnar, og Anna Liebel, sem er úkraínsk en er búsett í Reykjavík, fluttu ávörp. Skáldin sem komu fram voru Anton Helgi Jónsson, Brynja Hjálmsdóttir, Natasha Stolyarova, Hallgrímur Helgason, Mazen Maarouf, Angela Rawlings, Haukur Ingvarsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Þórarinn Eld- járn, Fransesca Cricelli, Þórdís Helgadóttir, Jakub Stachowiak, Eydís Blöndal, Brynjólfur Þorsteinsson og Emil Hjörvar Petersen. Skáldin gáfu öll vinnu sína en Bókmenntaborgin studdi í staðinn hjálparstarf í Úkraínu. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ljóðaflutningur Dagskráin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur til stuðnings Úkraínu á alþjóðadegi ljóðsins. Sýndu Úkraínu stuðning á alþjóðadegi ljóðsins Tjáningarfrelsi Rithöfundurinn Sjón er formaður PEN á Íslandi og var hann kynnir á viðburðinum. - Fimmtán skáld fluttu ljóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði það hafa verið mistök hjá sér og sinni hreyfingu að fella tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Þetta kom fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar- innar, á Alþingi í gær. „Þá var það lykilatriði, í þáverandi stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Samfylkingar, að þessi umsókn yrði lögð fram og að ekki yrði ráðist í þjóð- aratkvæðagreiðslu áður og við stóð- um við það,“ sagði hún. Katrín sagði að sér þætti mikilvægt að leitað yrði leiðsagnar þjóðarinnar í slíkum stórum málum og það hefði betur verið gert árið 2009. „En ég vil líka segja að mér finnst mikilvægt að hér á Alþingi liggi fyrir hver afstaða meirihluta þingmanna er gagnvart því að fara í slíka vegferð, að sækja um aðild að Evrópusamband- inu,“ bætti Katrín við. Tilefni fyrir- spurnarinnar var þingsályktunar- tillaga þingflokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata um þjóðar- atkvæðagreiðslu um viðræður um að- ild Íslands að ESB. Sagði umsóknina árið 2009 mistök - Hefði átt að bera hana undir þjóðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.