Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2021 GMC Denali 2500
Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nappa leather).
Æðislegur fjölskyldubíll hlaðinn búnaði. 7 manna bíll.
Hybrid Bensín. Sjálfskiptur. 360 myndavélar.
Collision alert system.
Harman/Kardon hljómkerfi.
Tölvuskjáir í aftursæti.
VERÐ
10.390.000
2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited
Gullfallegur bíll í ábyrgð!
Ekinn 30.000 km. 10 gíra skipting. Auto track millikassi.
Multipro opnun á afturhlera. 35” dekk. Samlitaðir brettakantar.
Sóllúga. Rúllulok á palli. Led bar.
Tveir dekkjagangar á felgum
(sumar- og vetardekk).
VERÐ
13.990.000
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Stærsta ástæðan er einfaldlega van-
þekking á því hvernig kerfið er á Ís-
landi og við viljum breyta því,“ segir
Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, for-
maður Tann-
læknafélags Ís-
lands.
Í umsögn
Tannlækna-
félagsins til vel-
ferðarnefndar Al-
þingis um
þingsályktunar-
tillögu nokkurra
þingmanna Sam-
fylkingarinnar
um gjaldfrjálsar
tannréttingar fyrir börn kemur fram
að góð reynsla sé komin á samninga
um gjaldfrjálsar tannlækningar hér
á landi, sem urðu að fullu gjaldfrjáls-
ar árið 2018. Samningarnir hafi jafn-
að aðgang að tannlæknaþjónustu og
tannheilsa barna hafi batnað mikið.
Félagið vekur þó athygli á því að ár-
lega séu um 5.000 börn sem ekki nýti
sér þennan rétt sinn. „Ýmsar ástæð-
ur geta verið fyrir slíku en eitt er víst
að stjórnvöldum ásamt tannlæknum
ber að reyna að ná til þessara barna.
Um er að ræða skýlausan rétt barns
til heilbrigðisþjónustu sem tann-
lækningar eru og sá réttur er í raun
ekki virtur,“ segir í umsögn félags-
ins.
Jóhanna segir í samtali við Morg-
unblaðið að Tannlæknafélagið hafi
fylgst með þessari þróun í samvinnu
við Embætti landlæknis og Sjúkra-
tryggingar Íslands. Mikil vinna hafi
verið lögð í að reyna að greina ástæð-
ur þessa og huga að leiðum til úrbóta.
„Það eru kannski ýmsar ástæður
fyrir því að svo mörg börn nýta sér
ekki rétt sinn til gjaldfrjálsra tann-
lækninga. Við teljum að sum þessara
barna séu af erlendu bergi brotin og
forráðamenn þeirra viti sumir hrein-
lega ekki að þessi þjónusta standi til
boða. Einnig býr einhver hluti barna
við erfiðar félagslegar aðstæður þar
sem tannheilsu þeirra er ekki sinnt
frekar en mörgu öðru. Svo eru ein-
hverjir sem veigra sér við að koma af
ótta við að stofna til skulda. Margir
virðast standa í þeirri trú að þetta feli
í sér kostnað. Það var til dæmis farið
með rangt mál í grein á vefmiðli á
dögunum þar sem því var haldið
fram að skoðunin væri ókeypis en svo
þyrfti fólk að borga fyrir tannvið-
gerðirnar. Staðreyndin er sú að það
er alveg sama hvað þarf að gera, eini
kostnaðurinn sem fólk þarf að bera
er 2.500 krónur árgjald sem er greitt
á 12 mánaða fresti,“ segir Jóhanna.
Hún segir mikilvægt að ná til
þessa hóps, kynna þjónustuna betur
og eins að tryggja að því sé fylgt eftir
að þjónustan sé nýtt. Tannlækna-
félagið hafi fundað með heilbrigðis-
ráðuneytinu, Embætti landlæknis og
Sjúkratryggingum um það hvaða
leiðir séu færar. „Við þurfum að
koma þessum upplýsingum á fram-
færi. Þær þurfa til dæmis einnig að
vera til taks á pólsku og ensku. Svo
er verið að skoða það að fólk fái
áminningar í gegnum Heilsuveru
þegar tími er kominn á að fara til
tannlæknis. Heilsuvera hefur sannað
gildi sitt á þessum Covid-tímum og
gæti nýst vel við þetta,“ segir Jó-
hanna.
„Það er náttúrlega ákveðið form af
vanrækslu þegar því er ekki sinnt að
fara með börn til tannlæknis og börn
eru hlunnfarin um þann rétt sem þau
eiga á þessari heilbrigðisþjónustu.
Því er mikilvægt að kerfin vinni sam-
an, þ.e. tannlæknar, heilsugæslan og
félagsþjónustan. Þannig náum við
betur að grípa þau börn sem eru í
mestum vanda og koma þeim til
hjálpar.“
Fimm þúsund börn láta ekki sjá sig
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tannlækningar Stór hópur barna nýtir sér ekki rétt á ókeypis þjónustu.
- Átak þarf til að ná til stórs hóps og kynna betur að tannlækningar barna eru gjaldfrjálsar - Margir
óttast að þeir kunni að stofna til skulda - Áminningar frá tannlæknum komi í gegnum Heilsuveru
Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir
Tannlæknafélagið styður ein-
dregið þingsályktunartillögu
um gjaldfrjálsar tannréttingar
barna. Tillagan felur í sér að
heilbrigðisráðherra verði falið
að leggja fram frumvarp þess
efnis ekki síðar en í maí á
þessu ári.
„Það eru margir krakkar og
fólk sem veit að það hefur
ekki efni á tannréttingum. Það
hvarflar ekki einu sinni að
þeim að fá mat á því sem þarf
að gera. Þetta er mikil mis-
munun og ótrúlega sorglegt,“
segir Jóhanna Bryndís. Hún
segir að styrkur vegna tann-
réttinga hafi ekki verið hækk-
aður í tvo áratugi og tími sé
kominn á breytingar. „Endur-
greiðsla ætti að fara eftir erf-
iðleikastigi, hún ætti að vera
hærri í stærri og erfiðari til-
fellum en minni í auðveldari
tilvikum.“
Sorgleg
mismunun
DÝRAR TANNRÉTTINGAR
Framleiðsla á tómötum jókst held-
ur á síðasta ári en minnkaði ekki
eins og ráða mátti af upplýsingum
sem fram komu í frétt hér í blaðinu
sl. laugardag. Kemur þetta fram í
leiðréttum tölum frá Hagstofu Ís-
lands. Framleidd voru 1.234 tonn af
tómötum á síðasta ári, 71 tonni
meira en á árinu 2020, enda bættust
við ný gróðurhús þar sem tómatar
eru framleiddir. Upplýsingar Hag-
stofunnar um papriku voru einnig
rangar. Framleidd voru 184 tonn
sem svarar til 11% af markaðnum.
Leiðréttar upplýsingar koma fram
á meðfylgjandi korti sem vegna
mistaka birtist ekki að fullu í
blaðinu sl. laugardag.
Uppskera og afurðir grænmetis og korns
Kínakál Blómkál Rauðkál Paprika Hvítkál Spergilkál Salat Rófur Sveppir Gulrætur Tómatar Gúrkur Kartöflur Korn*
Heimild: Hagstofa Íslands
*Þreskt korn,
miðað við 14%
rakainnihald
54 105 184172 207 299
538 559 581
754
2.067
6.355
1.234
7.488
Innlend framleiðsla 2018 til 2021 (tonn) og hlutfall innflutnings árið 2021 (%)
120
95
70
45
20
'18 '19 '20 '21
1.000
825
650
475
300
'18 '19 '20 '21
2.500
2.125
1.750
1.375
1.000
'18 '19 '20 '21
300
250
200
150
100
'18 '19 '20 '21
9.000
7.125
5.250
3.375
1.500
'18 '19 '20 '21
10.000
8.500
7.000
5.500
4.000
'18 '19 '20 '21
1.500
1.175
850
525
200
'18 '19 '20 '21
400
300
200
100
0
'18 '19 '20 '21
1.500
1.350
1.200
1.050
900
'18 '19 '20 '21
Innlend framleiðsla 2021 (tonn)
Blómkál
Innflutningur:
85%
Kartöflur
Innflutningur:
25%
Gulrætur
Innflutningur:
47%
Rófur
Innflutningur:
0%
Gúrkur
Innflutningur:
2%
Spergilkál
Innflutningur:
60%
Hvítkál
Innflutningur:
77%
Tómatar
Innflutningur:
51%
Korn*
Meira framleitt af tómötum
„Við erum að
skoða þetta með
lögmönnum og
fara yfir forsend-
urnar. Við höfum
tvær vikur til að
ákveða hvort
þessu verður
áfrýjað og mun-
um meta stöðuna
í þessari viku,“
segir Sigrún Ósk
Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri
ÁTVR.
Tveimur málum ÁTVR, gegn
Bjórlandi annars vegar og Sante-
wines hins vegar, var vísað frá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á föstudag.
ÁTVR hafði höfðað einkamál gegn
Bjórlandi og Santewines þar sem
stofnunin taldi félögin hafa valdið
stofnuninni tjóni með sölu félag-
anna á áfengi í gegnum netsölur
sínar. Fór ÁTVR meðal annars
fram á að viðurkennd yrði bóta-
skylda vegna meints tjóns sem
ÁTVR hefði orðið fyrir af sölu
áfengis sem ekki var selt á grund-
velli einkaleyfis ÁTVR til smásölu
áfengis hér á landi.
Tekur dómurinn meðal annars
fram að annmarkar á málatilbúnaði
ÁTVR séu slíkir að þeir leiði til frá-
vísunar málanna í heild, fremur en
að á þá reyni við efnisúrlausn máls-
ins.
ÁTVR íhugar að áfrýja úrskurði héraðsdóms um mál netverslana
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir