Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það er rólegt yfir Hofsósi í hádeginu í
miðri viku. Ferðamannastraumurinn
er ekki mikill í fyrri hluta marsmán-
aðar. Blaðamaður þræðir sig niður í
Kvosina þar sem Vesturfarasafnið er
starfrækt. En að þessu sinni er það
ekki safnið, sem stofnað var árið 1996
og notið hefur mikilla vinsælda meðal
Íslendinga og gesta okkar sem landið
sækja heim, sem dregur mig norður
að þessu sinni. Það er vegna annarrar
stofnunar sem rekin er í sömu húsum
sem lítill krókur er lagður á leið aust-
ur á land. Það er Íslenska fánasauma-
stofan en þar ræður Guðrún Þor-
valdsdóttir ríkjum.
Gulur og blár
Hún tekur glaðlega á móti mér í
bæjardyrum og við vindum okkur
beint í að greiða úr aðalástæðu heim-
sóknarinnar. Hún dregur úr pússi
sínu fána, gulan og bláan að lit. Það er
fáni Úkraínu sem ég hafði pantað hjá
henni þremur dögum fyrr og reynst
létt verk fyrir Saumastofuna að hrista
fram úr erminni. „Hann kemur mjög
vel út. Við notumst við sama bláa lit-
inn og í sænska fánanum og það er
eins nærri því og við komumst réttum
lit,“ segir Guðrún og blaðamaður get-
ur staðfest að það þyrfti meira en
haukfrán augu til að greina annað en
að litasamsetningin sé fullkomin.
Með í kaupunum fylgir svo einnig
fáni Þýskalands, en af öðrum ástæð-
um en þeim sem sá úkraínski er nú
saumaður. Hann var ekki efst á óska-
listanum fyrr en Rússar réðust inn í
Úkraínu 24. febrúar. Það var mikil-
vægt að draga hann að húni sem yf-
irlýsingu um samstöðu og samhyggð
með fólki sem sætir nú ófyrirgefan-
legri meðferð.
„Þú ert sá fyrsti sem pantar úkra-
ínska fánann hjá okkur. Sennilega eru
fleiri að panta prentaða fána en við er-
um eina saumastofan hér á landi sem
vinnur fánana með þeim hætti sem
hefðin segir til um,“ útskýrir Guðrún.
„Við saumum hinn eina sanna ís-
lenska fána,“ bætir hún við og þarf
ekki að sannfæra viðstadda.
Handverksmeistarinn að baki fán-
unum er Inga Dögg Jónsdóttir. Hún
hefur yfir að ráða nokkrum sauma-
vélum, sem hver og ein hefur sitt skil-
greinda hlutverk í framleiðslunni og
þær mega hafa sig allar við að hlýða
skipunum hennar. Hún saumar
hvorki meira né minna en 600 til 700
fána á ári hverju — í öllum stærðum
og gerðum.
„Þetta er mjög skemmtilegt en ég
var ekki mikil fánakona þegar ég
byrjaði að vinna hérna,“ útskýrir
Inga Dögg. Hún trúir mér (og nú les-
endum) fyrir því að hún hefur örsjald-
an flaggað en hún kann það þó senni-
lega betur en flestir aðrir.
„Það þarf að snúa fánanum rétt.
Saumarnir verða að liggja niður því
annars safnast vatn í sauminn og
skemmir fánann.“
Þegar ég sæki þær stöllur heim sit-
ur Inga Dögg við innstu saumavélina
á stofunni og er þar að festa hvítu,
þykku röndina við fánann, þá sem
liggur næst stönginni þegar flaggað
er.
Hausasaumurinn mikilvægur
„Ég er að hausa þennan,“ segir hún
og þar með hefur nýtt orð bæst í orða-
forða blaðamanns. Hausinn á fánan-
um er þessi hvíta brydding sem held-
ur einnig þétt um bandið sem tengir
fánann við stagið á stönginni.
Íslenska fánasaumastofan var
stofnuð árið 1972 á Hofsósi og hefur
verið starfrækt þar allar götur síðan.
Var framleiðslan í fyrstu að mestu
bundin við íslenska fánann, enda
þjóðhátíðarárið 1974 þá skammt und-
an.
Síðan þá hefur fyrirtækið tekið að
sér margs konar verkefni.
„Stærsti fáninn var 70 fermetrar
minnir mig. Hann var saumaður fyrir
Ólympíuleika fyrir löngu síðan. Hann
var stærri en gólfflötur fyrirtækisins
á þeim tíma,“ útskýrir Guðrún.
Þegar við röltum svo niður í her-
bergið þar sem efnið í fánana, sem er
breskt að uppruna, blasir við flókinn
útreikningur á tússtöflu. Þar hefur
Inga Dögg verið að reikna út hlut-
föllin í fána Grænlendinga.
„Hann er flókinn,“ segir Inga Dögg
en er hvergi bangin. Hún hefur gert
þá nokkra í gegnum tíðina.
Allt að sjö hundruð fánar
Morgunblaðið/Stefán Einar
Saumaskapur Inga Dögg saumar 600-700 fána á ári hverju. Þarna er hún að „hausa“ íslenskan fána.
- Fánasaumastofan á Hofsósi heldur í góðar hefðir - Íslenski fáninn í öndvegi
- Sauma marga þjóðfána eftir sérpöntun - Flókið að sauma þann grænlenska
Fáninn Inga Dögg og Guðrún munda úkraínska fánann. Tveimur dögum síðar
var hann fyrst dreginn að hún í stuðningi við íbúa hins stríðshrjáða ríkis.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
stjórnarformaður og nú þingmaður Vinstri grænna, vék
úr stjórn ásamt þeim Eiríki Hauki Haukssyni, Jónínu
Björk Óskarsdóttur og Guðmundi Axel Hansen. Auður
Björg Guðmundsdóttir situr áfram í stjórn en nýir
stjórnarmenn eru Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Gísli
Sigurjón Brynjólfsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og
Baldvin Örn Ólason.
Íslandspóstur mun ekki gefa upp sundurliðun starfs-
þátta félagsins, þ.e. afkomu af póstþjónustu innan al-
þjónustu annars vegar og samkeppnisrekstri hins vegar.
Í ársreikningum ríkisfyrirtækisins hafa þessir liðir fram
til þessa verið aðgreindir, en í ársreikningi fyrir síðasta
ár er aðeins að finna heildarafkomu fyrirtækisins. Eins
og Morgunblaðið hefur áður greint frá nemur tap af al-
þjónustu sl. áratug um 6,6 milljörðum kr.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, seg-
ir í svari til Morgunblaðsins að eftir að einkaréttur bréfa
hafi fallið niður sé ekki krafa um að birta bókhaldslegan
aðskilnað í ársreikningum.
Íslandspóstur hagnaðist um 256 milljónir króna á síð-
asta ári. Fyrirtækið fékk í fyrra 563 milljóna króna
framlag frá Byggðastofnun fyrir rekstur á alþjónustu,
þannig að að frádregnu því framlagi er afkoman nei-
kvæð um rúmar 300 milljónir króna.
Nánast allri stjórn Íslandspósts var skipt út á aðal-
fundi félagsins fyrir helgi. Bjarni Jónsson, fráfarandi
Óvíst um afkomu alþjónustu
- Takmarkaðar upplýs-
ingar veittar um afkomu
Uppgjör Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts.
« Framvirkir samningar með hveiti
hafa hækkað mikið í verði eftir innrás
Rússa í Úkraínu. Það hefur samkvæmt
frétt Reuters orðið til þess að banda-
rískir bændur vilja ólmir selja hveiti.
Verð hveitis hækkaði um 30% upp í
12 dali á skeppu, sem er hæsta verð
sem Vance Ehmke, bandarískur bóndi,
sem Reuters ræðir við, hefur séð í þau
45 ár sem hann hefur stundað búskap.
En í stað þess að selja með miklum
gróða komst Ehmke að því að markaðir
voru í miklu uppnámi. Hann og eigin-
kona hans Louise sögðu Reuters að þau
hefðu ekki getað selt neitt af uppskeru
næsta sumars fyrir fram. Framvirkir
samningar hafi þotið svo mikið upp í
verði að margir í flókinni aðfangakeðju
kornvara hafa hætt að kaupa af ótta við
að geta ekki selt aftur með hagnaði.
Stríð hækkar verð en
bændur geta ekki selt
22. mars 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.81
Sterlingspund 170.27
Kanadadalur 102.72
Dönsk króna 19.201
Norsk króna 14.741
Sænsk króna 13.7
Svissn. franki 138.55
Japanskt jen 1.0875
SDR 179.22
Evra 142.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.4912
« Ríkisrekni olíu-
risinn Saudi
Aramco í Sádi-
Arabíu hyggst auka
til muna fjárfest-
ingu í orkufram-
leiðslu í kjölfar
þess að fyrirtækið
tilkynnti tvöföldun
hagnaðar á síðasta
ári.
Í frétt BBC kem-
ur fram að fyrirtækið ætli að auka fram-
leiðslu sína umtalsvert á næstu fimm
árum.
Orkuverð hefur hækkað mikið á síð-
ustu mánuðum þar sem eftirspurn eftir
olíu og gasi hefur verið umfram fram-
boð.
Stríðið í Úkraínu og tregða ríkja við
að reiða sig á orku frá Rússlandi vegna
þess hefur aukið á mikilvægi þess að
finna orku úr öðrum áttum.
Ákvörðun Saudi Aramco er sam-
kvæmt BBC líkleg til að verða vel tekið
hjá ráðamönnum víða um heim sem
áhyggjur hafa af áhrifum hærra orku-
verðs á lífskjör, þó svo að fjárfesting
Saudi Aramco miði að því að auka
framleiðslu á næstu fimm til átta árum.
Saudi Aramco fjárfestir
í aukinni framleiðslu
Olía Orkuverð hef-
ur farið hækkandi.
STUTT