Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fyrsta ljóðabók Hrafnhildar Haga- lín Guðmundsdóttur varð til þegar hún tók sér nokkurra mánaða frí frá störfum sínum sem listrænn ráðu- nautur í Borgarleikhúsinu. „Ég var búin að vera að vinna mikið og ósk- aði eftir leyfi til þess að pústa og ein- beita mér að einhverju öðru. Þegar ég tók við starfi listræns ráðunautar í Borgarleikhúsinu þá skildi ég mikið eftir sem ég hafði verið að vinna að. Ég hafði starfað sjálfstætt sem leik- skáld og þýðandi árum saman þann- ig það var eitt og annað sem mig langaði til að koma aftur að. Ég hafði lengi látið mig dreyma um það.“ Hún dvaldi í Frakklandi og á Spáni í þrjá-fjóra mánuði. „Ég fór af stað og ekki með neitt sérstakt plan, var bara ákveðin í að lesa allt sem mig hafði dreymt um að lesa lengi en ekki haft tíma sökum stöðugs leikritalesturs undangeng- inna ára. Ég tók með mér eina litla tösku og tölvu og fullt af bókum og þetta varð svona hálfgerð pílagríms- ferð, ég kom við í tveimur klaustrum á leiðinni, dvaldi meðal annars í munkaklaustri á Norður-Spáni sem var nokkuð sérstök reynsla og þaðan fór ég til borgar á Spáni þar sem ég hafði stundað nám á árum áður.“ Kunnuglegt en þó allt breytt Í ljóðabókinni er að finna eftir- tektarverðar myndir af borgarlands- lagi, hverfi sem hefur breyst mikið, hrunið og risið á ný. „Borgin er uppi í fjöllunum á Spáni, ekki langt frá Alicante. Þetta er falleg borg og hrikaleg; skorin sundur af miklum giljum, hún er kölluð borg brúnna. Ég var þar í tvo mánuði og þá fóru þessi ljóð að gera vart við sig. Á þessum langa tíma sem var liðinn var mjög margt breytt í borginni. Meðal annars hafði stór hluti miðborgarinnar hrunið. Eins og flestir vita þá eru hús ekkert mjög vel byggð á Spáni þannig að miðborgin, elsti hluti borgarinnar, hafði einhvern veginn sokkið og var byggður að hluta til upp að nýju. Þannig að þetta var svolítið eins og að ganga um í völundarhúsi, á mjög kunnuglegum stað en samt var ein- hvern veginn allt undarlega breytt, ég var villt en samt ekki, húsið sem ég hafði búið í hafði hrunið og annað komið í staðinn, það var eins en samt ekki alveg, mér fannst eins og ég væri gangandi um í bíómynd byggðri lauslega á eigin fortíð.“ Hrafnhildur bjó í borginni fyrir um 25 árum og lagði þá stund á klassískt gítarnám. „Ég ætlaði að verða tónlistarmaður, útskrifaðist úr klassísku gítarnámi árið eftir stúd- entspróf og fór eftir það til einka- kennara á Spáni í einn vetur. Það var skemmtilegt ár en ýmsar aðrar minningar blönduðust saman við sem bjó til mikinn og sterkan og lit- ríkan kokteil,“ segir hún. Við þessar lýsingar á borginni blandast þannig ýmsar myndir, það er ýmislegt „kraumandi undir niðri“ eins og segir í kynningu Forlagsins á bókinni. Ákveðið endurmat á skepnum Titillinn Skepna í eigin skinni seg- ir Hrafnhildur að vísi í eitt ljóð bók- arinnar. „En titillinn tengist kannski líka ákveðnu endurmati á skepnum almennt sem hefur átt sér stað hjá mér á undanförnum árum, m.a. eftir að ég eignaðist hund og reyndar fleiri skepnur nú í seinni tíð. Dýr hafa eitt og annað fram yfir okkur og klárlega það að þau eru alltaf í sínu eigin skinni og það er bara ansi eftirsóknarverður eiginleiki finnst mér eftir því sem árin líða. Titillinn er svo reyndar vísun í ákveðna skepnu sem kemur fyrir í fyrsta hluta bókarinnar. Ég var lengi að komast niður á titil og var lengi með annan titil í huga en var aldrei alveg sátt við hann. Stundum koma titlar á verkum til manns strax en á öðrum stundum þarf maður að leita mikið. Ég hafði svolítið fyrir þessum en finnst hann kjarna bókina vel.“ Skepna í eigin skinni er sem áður sagði fyrsta ljóðabók Hrafnhildar en hún hefur hingað til helst verið þekkt fyrir leikrit sín. Hún sló í gegn með sínu fyrsta leikverki, Ég er meistarinn (1990), bæði hér heima og erlendis. Hún segist alltaf haft gaman af ljóðum og, eins og svo margir, skrif- að ljóð á unglingsárunum. „Ég lærði ljóð utan að þegar ég var krakki og fór með þau hér og þar um bæinn. Ég kunni meðal annars prólógusinn af Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson sem er mikill bálk- ur og var sett upp á stól í ein- hverjum safnaðarheimilum og látin fara með þetta. Ég hafði líka gaman af að læra ljóð utanbókar í skólanum og hef alltaf haft mikinn áhuga á og tilfinningu fyrir hrynjandi tungu- málsins. Kannski sést það á leikrit- unum mínum. Það spurði mig ein- hvern tímann myndlistarmaður að því hvernig ég sæi texta, hvort ég sæi hann fyrir mér sem myndir eða tónlist og ég svaraði þá án þess að hugsa mig um: „Tónlist“. En auðvit- að er þetta alltaf hvort tveggja. Ljóð eru bæði myndir og tónlist.“ Á þetta líka við um leikritin? „Hrynjandi málsins sem er, fyrir mér, svo sterkur partur af ljóðagerð og á sama hátt eru leikrit flutt af leikurum og hrynjandi málsins áber- andi þar. Upphaflega voru leikrit í ljóðum, í bragarhætti eins og ljóð, þannig þetta er á einhvern hátt mjög skylt. Og svo eru þetta knöpp form bæði tvö.“ Að finna hvert hjarta slá Eru ljóðin ef til vill persónulegri? „Ljóð eru oft persónuleg og leikrit eru það kannski að mörgu leyti líka. Það var þekkt leikskáld sem sagðist skrifa leikrit af því það væri hámark sjálfsupphafningarinnar, hann gæti sagt ,,ég“ í hverri setningu og verið allar persónurnar. Leikskáld þurfa að setja sig í spor hverrar persónu og finna hjarta hennar slá. En allur skáldskapur er auðvitað að ein- hverju leyti persónulegur en svo er spurningin hvort tekst að færa hann í almennt samhengi þannig að hann nái flugi og höfði til lesenda og áhorfenda. Það er glíman.“ Hrafnhildur segist vera með ýmis plön varðandi frekari skriftir. „Það var gaman að gefa út bók aftur, sum leikritanna minna voru gefin út á bók en það er á einhvern hátt aðeins öðruvísi, leikrit er auð- vitað skrifað fyrir svið en það var önnur upplifun á ganga frá texta sem ætlaður er einvörðungu til að vera gefinn út.“ Og um það hvort við megum búast við nýjum leikritum frá henni segir hún: „Já, sannarlega, um leið og ég fæ rými og tíma til þess að sinna þessu meira.“ Morgunblaðið/Eggert Skáldið „Mér fannst eins og ég væri gangandi um í bíómynd byggðri lauslega á eigin fortíð,“ segir Hrafnhildur. Ljóð eru bæði myndir og tónlist - Fyrsta ljóðabók Hrafnhildar Hagalín, Skepna í eigin skinni, er komin út - Ljóðin urðu til á göngu um „borg brúnna“ á Spáni - Skáldið segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á hrynjandi málsins Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum, Producers Guild, veittu árleg kvikmyndaverðlaun sín um helgina og völdu CODA bestu kvikmynd ársins en hún er fram- leidd af Apple TV + film. CODA er tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta mynd ársins og hlaut tvær aðrar tilnefningar til Óskarsverðlauna. Kvikmyndafræð- ingar vestanhafs telja að verðlaun framleiðendanna sýni að hún sé með í baráttunni um þau verðlaun og komi til með að keppa við The Power of the Dog, kvikmynd sem var til- nefnd til 12 Óskarsverðlauna. Frá 2009 hefur það aðeins gerst þrisvar sinnum að myndin sem framleið- endur velji besta hreppi ekki Ósk- arinn. CODA fjallar um börn heyrnar- lausra foreldra og hefur Troy Kots- ur, sem leikur föðurinn, þegar hreppt nokkur verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Framleiðendurnir völdu Summer of Soul bestu heimildarkvikmynd- ina, Encanto bestu teiknimyndina, Succession bestu dramatísku þætt- ina, Ted Lasso bestu gaman- þáttaröðina og Mare of Easttown bestu stuttu sjónvarpsþáttaröðina. AFP/Kevin Winter Lukkuleg Þrír leikaranna í CODA, Daniel Durant, Troy Kotsur og Marlee Matlin, við komuna á verðlaunahátíð kvikmyndaframleiðendanna. Framleiðendur völdu CODA bestu mynd SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 4. apríl Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 8. apríl Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætumréttumásamtpáskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögumogfleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.