Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur
Aðalfundur NLFR verður haldinn þriðjudaginn
29. mars 2022 kl. 17:00 í sal Ástjarnarkirkju,
Kirkjutorgi 221 Hafnarfirði
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Stjórn NLFR
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa, nóg pláss kl.9:00-12:30 - Boccia
kl.10:00 - Bíó kl.10:00, Sigla himinfley 1.þáttur - Postulínsmálun
kl.12:30 -Tálgað í tré kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari
upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir.
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi m. Milan kl. 10.00.
Leshringur kl. 11.15 Handavinna kl. 12-16. Karlakórsæfing kl. 12:45.
Bridge kl.12:30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Innipútt kl. 14. Heitt á
könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Ganga/stafganga kl. 10:00. Bridge og Kanasta kl. 13:00. Sund-
laugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Fella og Hólakirkja Félagsstarf eldri borgara og kyrrðarstund kl. 12.
Umsjá Kristín Kristjánsdóttir djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organ-
isti. Kyrrlát stund með tónlist, hugvekju og fyrirbæn. Eftir stundina er
boðið upp á súpu og brauð. Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Gestur
okkar Svanlaug Jóhannsdóttir,kemur og segir okkur allt um heil-
sufræðina á bak við Osteostrong. Verið hjartanlega velkomin.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl.
9:45-10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlistarhópurinn Kríur kl.
12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10. Byrjendanámskeið á
Apple spjaldtölvu kl. 13:00-16:00. Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi
kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45.
Garðabær 9.00 pool-hópur í Jónshúsi. 9.00 trésmíði í Smiðjunni.
9.00 Qi-Gong í Sjálandi. 10.00 gönguhópur frá Jónshúsi. 11.00 stóla-
jóga danssal Sjálandssk. 11.00 tölvuaðstoð í Jónshúsi. 12.15 leikfimi í
Ásgarði 13.00 Njálulestur
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8:30, heitt á könnunni, spjall
og blaðalestur. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Núvitund
kl. 11-11:30. Myndlist/listaspírur kl. 13-16:00. Öll velkomin.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 opin handavinnustofa og verkstæði, kl. 9 til
10.15 heilsu Qigong, kl. 14 til 16 pílukast, kl. 14 til 15 annan hvern
þriðjudag skapandi skrif.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri boragara í Grafarvogskirkju.
Opna húsið er kl. 13:00-15:00. Margt er sér til gamans gert s.s. spilað,
spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er boðið upp á kaffi og
meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund er kl.
12:00. Að henni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu
gjaldi. Verið öll hjartanlega velkomin!
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 23. mars
kl. 12:00 Helgistund, fyrirbænir og söngur. Stóla-jóga og hugleiðsla .
Matur í safnaðarheimilinu kr. 1000.- kaffisopi og spjall. Hlökkum til að
sjá ykkur.
Gullsmári 13 Myndlist kl.09:00.Tréútskurður kl.13:00. Canasta
kl.13:00 allir velkomnir (byrjendur sem lengra komnir).
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Handavinna með leiðbeinanda kl 9:00-12:00. Sögustund
kl. 12:10-13:30. Félagsvist kl 13:00 þátttökugjald er 200kr, léttar veit-
ingar seldar í hléi.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Dansleikfimi kl. 9. Qi Gong kl. 10.00.
Bridge kl. 13.00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Hjúkrunar-
fræðingur frá Heilsugæslunni Efstaleiti svarar spurningum og býður
uppá blóðþrýstingsmælingu frá kl. 10:00-11:00. Bridge kl. 13:00.
Bingó kl. 13:15. Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi
deginum áður.
Korpúlfar Borgum Listmálun kl.9:00. Boccia kl.10:00. Helgistund í
Borgum kl.10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 11:00. Spjallhópur í lista-
smiðju í Borgum kl.13:00. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl.14:00.
Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Bútasaumshópur í
handverksstofu kl. 09:00-12:00. Hópþjálfun í setustofu kl. 10:30-11:00.
Bókband í smiðju kl.13:00-16:30. Qi Gong með Veroniku í handverks-
stofu kl. 13:30-14:30. Gleðismiðjan mætir svo til okkar kl. 15:00 og
skemmtir okkur með söng og leikjum. Síðdegiskaffi kl.14.30-15.30.
Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir
til okkar.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur kl.
9-11.30. Pútt á Austurströnd 5, kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu
kl. 14. Örnámskeið/roð og leður á neðri hæð félagsheimilisins kl.
15.30. MUNIÐ FÉLAGSVIST LIONS Í KVÖLD Í SALNUM Á SKÓLA-
BRAUT KL. 19.00. Allir velkomnir. Skráningarblöð liggja frammi
vegna bæjarferðar 5. apríl á Hótel Holt. Leiðsögn og kaffi.
Rað- og smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Sandblástursfilmur
Skírteini
VinnustaðaskírteiniJóhanna Jóhannsdóttir
RITARI
Kt. 051277-5929
Veitingastaðurinn Inn ehf.
Kt. 670709-5017
Bílar
Hyundai I40 10/2012
ekinn aðeins 122 þús. km.
Mjög heill rúmgóður station bíll.
Álfelgur. LED ljós. Ofl.
Þessi lítur út fyrir að kosta meira
en aðeins 1.290.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf
allstaðar
mbl.is
✝
Eyrún Sigríður
Kristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
25. október 1943.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 26. febrúar
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Einþórsdóttir hús-
móðir og Kristján
Einarsson raf-
virkjameistari.
Systkini hennar eru Anna
Björk, f. 1946, búsett í Svíþjóð,
maki Tor Orstadius, dætur
þeirra eru Elin og Kristina; Ein-
ar Birgir, f. 1948, maki Guðrún
Guðmundsdóttir, börn þeirra
eru Karólína og Kristján Freyr;
Edda Hrönn, f. 1950, börn henn-
ar og Hrafns Gunn-
laugssonar eru
Kristján Þórður,
Tinna, Sól og Örk.
Eyrún var ógift
og barnlaus.
Eyrún lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1964 og
kandídatsprófi í
viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands
1969. Hún starfaði um tíma hjá
Hagstofu Íslands og fyrirtækj-
um í Reykjavík. Vegna heilsu-
brests varð hún snemma óvinnu-
fær, en starfaði um tíma sem
sjálfboðaliði hjá samtökunum
Geðhjálp.
Útför Eyrúnar fór fram í
kyrrþey 9. mars 2022.
E-bekkurinn okkar varð til
haustið 1961. Eftir fyrsta árið
okkar í MR varð mikil uppstokk-
un: Stelpubekkur/strákabekkur,
máladeild/stærðfræðideild. Við
þessar tilfæringar varð E-bekk-
urinn til. Rúmlega tuttugu ólíkar
stelpur úr ýmsum áttum. Fljót-
lega tókst með okkur einlæg og
góð vinátta sem varir enn þann
dag í dag eftir rúmlega hálfa öld.
Við deildum sameiginlegum gild-
um, til dæmis mottóinu allar fyrir
eina og ein fyrir allar – engar klík-
ur hér.
Eyrún sem nú hefur kvatt var
ein af þessum E-bekkjarstúlkum.
Það bar ekki mikið á Eyrúnu, hún
var hæglát og fremur hlédræg.
En hún hafði sínar skoðanir og lét
þær í ljós ef henni þótti ástæða til.
Eyrún var gædd góðum námsgáf-
um, var bæði samviskusöm, ná-
kvæm og einkar töluglögg. Það
þurfti því ekki að koma á óvart
hún valdi viðskiptafræði eftir
stúdentspróf en það var ekki svo
algengt meðal stúlkna á þeim ár-
um. Að loknu námi starfaði hún
stuttan tíma í banka en þá var far-
ið að bera á þeim sjúkdómi sem
átti eftir að marka allt hennar líf.
Má segja að hún hafi ekki gegnt
föstu starfi upp frá því. Hún nýtti
þekkingu sína í þágu Geðhjálpar
þar sem hún sinnti bókhaldi þeg-
ar heilsan leyfði. Eyrún var barn-
góð og varð tíðrætt um systkina-
börn sín. Hún var líka mikill
kattavinur og átti oft ketti sem
hún sinnti af mikilli natni. Aðdá-
unarvert var hvernig Eyrún tók
örlögum sínum og sýndi ótrúlegt
æðruleysi. Aldrei heyrðist hún
kvarta yfir hlutskipti sínu og
reyndi að taka þátt í uppátækjum
bekkjarsystra sinna eftir bestu
getu. Okkur er minnisstætt þegar
hún hikaði ekki við að geysast um
á fjórhjóli sem bekkjarsystir okk-
ar bauð upp á í ferð um hálendi Ís-
lands, ein af dásemdarferðum
okkar. Eyrún var líka með okkur í
ferð sem við höfum nefnt „þriggja
landa sýn“ (Luxemburg, Frakk-
land, Þýskaland) og er öllum
ógleymanleg. Hún reyndi að
mæta sem oftast á 16. júní hátíð-
ina (hátíðargönguna) og á árshá-
tíðina okkar, líka þegar líkamlegri
heilsu hennar var verulega farið
að hraka. Síðast var hún með okk-
ur sumarið 2019. Að hafa Eyrúnu
í hópnum gaf okkur bekkjasystr-
um margt. Við trúum að sam-
skiptin við hana hafi gert okkur
umburðarlyndari og víðsýnni. Að
leiðarlokum þökkum við Eyrúnu
samfylgdina. Blessuð sé minning
hennar.
Fyrir hönd E-bekkjarins MR
’64 (Rósusystra),
Gunnella Kaaber,
Hafdís Ingvarsdóttir,
Kristín Waage.
Eyrún S.
Kristjánsdóttir
✝
Sveinn Matt-
híasson fæddist
í Reykjavík 23. októ-
ber 1936. Hann lést
á Hrafnistu Laug-
arási 1. mars 2022.
Foreldrar hans
voru Matthías Sig-
fússon listmálari, f.
2.5. 1904, d. 2.8.
1984, og Sigurborg
Sveinsdóttir hús-
móðir, f. 26.11. 1912,
d. 26.4. 1986. Bróðir hans var
Rúnar, f. 2.8. 1939, d. 25.2. 2020.
Eiginkona
Sveins var Marín
Guðveigsdóttir, f.
24.9. 1940. Börn
Sveins og Marínar
eru: 1) Birkir, f.
9.10. 1959. 2) Matt-
hías, f. 29.5. 1966.
3) Þórhallur, f. 8.4.
1970. 4) Sigurborg,
f. 6.5. 1980.
Útförin fer fram
frá Laugarnes-
kirkju í dag, 22. mars 2022,
klukkan 15.
Minn besti vinur og eiginmaður
er horfinn. Við áttum saman gott
líf með börnum okkar. Við kynnt-
umst ung og áttum góða tíma
saman. Við ferðuðumst mikið um
landið og erlendis. Þinn uppá-
haldsstaður var Gilsbakki á Hvít-
ársíðu. Þar varst þú á sumrin frá
sex ára aldri til tvítugs. Þangað
fórum við á hverju sumri til að
heilsa upp á Sigurð og Önnu. Það
var alltaf tekið vel á móti okkur.
Þegar við byrjuðum að búa bjugg-
um við á Seltjarnarnesi með elsta
drengnum okkar Birki ásamt Jóni
Heiðari. Það var mikil sorg þegar
við misstum Jón Heiðar. Hann
var á fyrsta ári. Seinna fluttum
við í Garðabæinn og eignuðumst
þriðja barnið, soninn Matthías, og
fjórum árum seinna kom Þórhall-
ur (Dalli) í heiminn. Árið 1980
fæddist svo dóttirin Sigurborg.
Þú áttir góða foreldra, Matt-
hías Sigfússon listmálara og Sig-
urborgu Sveinsdóttur frá Borgar-
firði eystra. Við áttum góðar
stundir með þeim.
Þú áttir einn bróður, Rúnar,
sem er látinn. Þú áttir marga
góða vini og varst þeim trúr.
Við sjáumst bráðum elsku vin-
ur.
Þín eiginkona
Marín (Maja).
Þitt eðli var af ætt hins bjarta,
þú áttir stóra drauma í sál
og í þínu hreina hjarta
hvorki fundust svik né tál.
Elsku pabbi, það er erfitt að
skrifa síðustu orðin til þín og til-
hugsunin að þú sért farin er erfið.
Þú kenndir mér margt og gerðir
mikið fyrir mig, fyrir það verð ég
alltaf þakklát. Ég man þegar ég
var lítil hvað þið mamma voruð
dugleg að ferðast með mig til
Spánar og víðar, þið voruð með
æði fyrir því og naut ég góðs af og
á margar góðar minningar frá
þeim ferðum. Pabbi var svo vel
lesinn og stóð sig alltaf svo vel í
skóla. Ég man á minni skóla-
göngu, þá gat pabbi alltaf hjálpað
mér við nánast hvað sem var og ef
ég átti erfitt með að þýða einhver
orð yfir á íslensku var pabbi alltaf
með svarið. Ótrúlega gott minni
sem pabbi var með, enda mikill
tungumálamaður.
Pabbi var alltaf til staðar þegar
þörf var á og var hann kletturinn í
fjölskyldunni og hægt var að
treysta honum fyrir hverju sem
var. Við pabbi náðum yfirleitt allt-
af vel saman og vorum við góðir
félagar og gátum talað um allt
milli himins og jarðar og gaman
var að því. Þar sem pabbi var svo
vel lesinn og vissi svo margt að ef
ég kom með einhverja spurningu,
þá kom pabbi alltaf með svarið.
Takk fyrir allt elsku pabbi minn.
Ég mun sakna þín mikið og geri
nú þegar. Elska þig og mun alltaf
gera. Hvíldu í friði.
Kær kveðja,
Sigurborg (Bogga)
dóttir þín.
Sveinn
Matthíasson
Amma mín Lóa
kom ávallt með
sumarið þegar mað-
ur hitti hana eins og
fuglinn sem ber
sama nafn. Hún var
ástríðufull, skemmtileg og indæl
kona sem hafði dálæti á því að
vera í kringum fólk. Sem barni
Júlíana Aradóttir
✝
Júlíana Ara-
dóttir fæddist
24. júní 1932. Hún
lést 1. mars 2022.
Útförin fór fram 9.
mars 2022.
fannst mér ávallt
gaman að fara í pöss-
un til ömmu Lóu og
afa Gísla í Grafar-
vogi. Ég man sér-
staklega eftir sögun-
um sem amma Lóa
sagði mér fyrir hátt-
inn, hvort sem þær
voru um Kötlugos
eða aðstæður Íslend-
inga í nýlendutíð.
Mögulega hefur þetta
verið aðferð til þess að svæfa mig
en mér fannst alltaf mjög gaman
að hlusta á sögurnar hennar.
Sumarið 2020 fór ég á Patreks-
fjörð, sem mér fannst mjög sér-
stakt þar sem hún talaði ávallt
fallega um Patró eins og hún kall-
aði hann og var henni ávallt í
hjarta þrátt fyrir að hafa flutt
þaðan sem ung kona.
Þau afi voru dugleg í golfinu og
fannst mér gaman að fara með
þeim, þó aðallega til þess að fá að
keyra golfbílinn sem þau fóru
alltaf á út á Korpúlfsstaðagolf-
völl.
Þótt þú sért farin þá munu all-
ar þessar góðu minningar lifa
áfram. Ég þakka þér fyrir þær og
hafðu það gott með afa Gísla.
Þinn
Björn Ásgeir
Guðmundsson.