Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 ✝ Sigrún Eyjólfs- dóttir fæddist 9. júlí 1941 í Reykjavík. Hún lést á Landakotsspítala 22. febrúar 2022. Foreldrar Sig- rúnar voru hjónin Eyjólfur Símon- arson járnsmiður, f. 7. desember 1915, d. 7. janúar 1979, og Vilhelmína Sig- urjónsdóttir húsmóðir, f. 11. apríl 1920, d. 11. október 2007. Sigrún var elst af fjórum systrum. Systur hennar eru: Þóranna Róshildur, f. 21. maí 1943; Bjargey, f. 30. júní 1947, og Halldóra, f. 2. júní 1958. Sigrún giftist Andrési Krist- inssyni verslunarmanni. Voru þau gift í 25 ár. Börn Sigrúnar og Andrésar eru: 1) Birgir, f. 23. apríl 1959, d. 13. desember 2008. Börn hans eru Matthildur Dröfn og Eyjólfur Einar. 2) Kristín, f. 6. des- ember 1960. Sonur hennar er Andrés Magnús Vilhjálms- son. 3) Elín, f. 13. ágúst 1966, gift Pétri Jónssyni Dam, f. 4. september 1963. Börn þeirra eru Aðalheiður Sigrún, Lena Björk og Pétur Andri. Sigrún lauk gagnfræðaprófi frá Laugarnesskóla. Hún starf- aði í blómaverslunum alla sína starfsævi. Útför hennar fór fram 7. mars 2022 frá Grafarvogs- kirkju. Elsku fallega amma mín. Klárasta kona sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Það er svo óraunverulegt og erfitt að vera að kveðja þig, svo skyndilega. En eins og allt sem þú lofaðir og stóðst alltaf við, þá lofaðir þú okkur að aðstoða okkur í gegnum það verkefni að venjast lífinu án þín og það ertu að gera. Ég finn það. Ég á þér svo margt að þakka elsku amma. Þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér einstaka jákvæðni, æðruleysi og þakklæti til lífsins. Þú varst svo fordómalaus og tókst öllum nákvæmlega eins og þeir voru. Sem lítilli stelpu þótti mér ekk- ert skemmtilegra en að fá að fylgja þér í vinnu, fara með ömmu að vinna í blómunum hjá Blóma- verkstæði Binna. Það dugði mér að sitja og horfa á þig, enda svo mikil listakona að allt sem þú gerðir var fallegt. Þú hafðir svo mikla þolinmæði fyrir mér og þér þótti allt sem ég gerði frábært. Það varst þú í gegn. Það voru mikil forréttindi að alast upp með þig í næsta húsi. Það var svo auðvelt að hjóla yfir til ömmu þar sem þú tókst alltaf vel á móti mér og varst alltaf með skemmtileg verkefni handa mér. Ég mátti æfa mig á saumavélinni þinni. Mála listaverk með fínustu málningunni þinni og dúllast með snyrtidótið þitt. Okkur þótti svo gaman að gera okkur fínar sam- an. Þú kenndir mér að gera fal- legar krullur í hárið, að hugsa fal- lega um neglurnar og hugsa fallega um sig. Enda fagurkeri út í gegn. Alltaf með lakkaðar negl- ur og tilhöfð. Fataskápurinn þinn eins og ævintýri. Það var sannur heiður fyrir stolta dótturdóttur að fylgja þér síðasta spölinn í dragt sem þú hafðir nýverið keypt þér. Ég mun klæðast henni oft og hugsa til þín. Ég veit ekki alveg hvernig ég fer að í komandi verkefnum lífs- ins, án þín. Þú hjálpaðir mér með allt. Saumaðir öskudagsbún- ingana, fermingarkjólinn minn, sérsaumaðir fyrir skírn fyrsta langömmubarns þíns fallegasta skírnarkjól sem nokkurt barn hefur klæðst. Allar fallegu peys- urnar og allt prjónið. Allur und- irbúningurinn fyrir brúðkaupið mitt, þú sagðir bara „já Heiða mín, ekkert mál“ þegar ég bað þig að sérsauma kjóla á stelpurn- ar og hvað ég bað þig ekki um. Brúðarvöndurinn minn, sá allra fallegasti sem ég hef séð. Allt gerðir þú fyrir þitt fólk og kunnir allt. Skarðið fyrir okkur er ansi stórt. Með þakklæti í hjarta skoða ég myndir af öllum ævintýrunum okkar saman og les bréfin sem við skiptumst á þegar ég var barn. Ég sé að ég hef viljað gleðja þig eins mikið og þú gladdir mig alltaf, meðal annars með að tína risastóran lúpínuvönd handa þér. Þú varst ekki heima þegar ég kom óvænt við, svo ég tróð blóm- unum inn um bréfalúguna þína. Skrautleg heimkoma það fyrir þig elsku amma, en ég er nokkuð viss um að þú hafir bara hlegið. Eins og við gerðum best saman. Ég mun passa mömmu eins og ég lofaði þér. Ég mun minnast þín alla daga. Takk fyrir allt og allt elsku amma. Skærasta stjarnan mín. Ég elska þig. Þín Aðalheiður Sigrún. Elsku Rúna amma mín. Ég trúi ekki að ég sé að skrifa minningargrein um þig en þú verður alltaf hjá okkur í hjarta okkar og huga. Elsku besta mín, við höfum alltaf átt svo sérstakt samband. Það sem stendur upp úr er tím- inn sem ég bjó hjá þér, flutti inn til þín með kött og þú, sem varst ekkert fyrir ketti lengur, gast ekki sagt nei við Lenuna þína sem þú gerðir allt fyrir. Þetta var mér svo dýrmætur tími, við spjölluðum saman öll kvöld, elduðum alls konar mat saman, skildum miða eftir hvor fyrir aðra sem stóð á hvað við værum þakklátar hvor fyrir aðra og létum vita ef það væri eitt- hvert gúmmelaði inni í ísskáp sem væri sniðugt til að taka með í nesti í vinnuna. Ég hef alltaf fengið fötin þín lánuð og þegar vinkonur mínar dáðust að því sem ég var í sagði ég alltaf með stolti að amma mín ætti sko þessi föt, enda mesta skvísan. Ég ætla að halda áfram að ganga í fínu fötunum þínum og reyna að vera jafn dugleg og þú að gera mig fína, elsku amma mín. Alltaf með naglalakk og nýbúin að setja í þig rúllur. Allir sem þekktu þig tala um hversu glæsileg og góð kona þú varst, ég er svo stolt af að vera barnabarn- ið þitt. Ég er þakklát fyrir sterka sambandið okkar og hvað stelp- urnar mínar Erika Lea og Embla Lillý voru mikið hjá langömmu sinni. Þegar Erika mín fæddist var auðvitað fyrsta heimsóknin hennar til þín. Ég er líka svo innilega þakklát fyrir allt sem þú hefur prjónað og saumað fyrir okkur og börnin. Allar blómaskreytingarnar og blómakransana sem þú töfraðir fram. Prjónasnillingurinn minn og blómaskreytir með meiru. Alla tíð hef ég litið upp til þín og það sem ég ætla að tileinka mér núna enn meira er hvað þú tókst öllu með jafnaðargeði, ró og æðruleysi. Þangað til næst! Þín Lena. Elsku Rúna langamma mín. Ég elskaði þig og mun alltaf elska þig, besta vinkona mín. Þú varst einstök fegurðar- drottning að utan sem innan, með fallega fatastílinn þinn upp á tíu komma fimm. Þú varst alltaf að prjóna svo flottar peysur og eyrnabönd á okkur barnabörnin svo að ég vildi að ég hefði getað gefið þér fallega bleika trefilinn sem ég var byrjuð að prjóna handa þér, en í staðinn mun ég gefa þér hann í kirkju- garðinum besta amma mín. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú kenndir mér. Ég man enn þá eftir hverju einasta kaffiboði þar sem við komum öll til þín og þú varst allt- af tilbúin með köku og bakkelsi á borðinu. Ég elska þig endalaust og ég vildi svo mikið að ég hefði getað sagt þér það miklu oftar. Ég er svo stolt af því að vera þitt fyrsta langömmubarn og ég veit að þú varst svo stolt alltaf af mér og okkur öllum. Þín Hekla Dam. Eftir að nær sjö áratugir eru liðnir síðan við áttum samleið í I. og II.B gagnfræðadeildar Laug- arnesskóla finnum við ennþá til samstöðu og hittumst yfirleitt haust og vor til að gleðja okkur við góðar minningar. Fyrir dyr- um stendur að hittast eftir nokkra daga en núna verður Sig- rún Eyjólfs ekki með okkur nema kannski í andanum og verður sárt saknað. Hlýja hennar, brosmildi og ljúfmennska brá birtu á öll okkar mót eins og samvera henn- ar með okkur í bekknum fyrrum daga, sem er eins og hafi verið í löngu horfnum heimi en er samt svo undarlega nálægt. Við stöndum í þeirri meiningu að Laugarnesskólinn hafi skarað fram úr öðrum skólum borgar- innar á þessum tíma. Þar var mikill metnaður, þar var góður agi. Þar var margt gert sem ekki hefur verið betur gert síðan með afburðarfólki innan um gott fólk. Í því umhverfi þróuðust þessi sterku vinabönd sem vonandi vara að eilífu. Þó að hópurinn þynnist smám saman munu minningar okkar vara áfram og gleðin yfir vinátt- unni, sem við áttum. Við minn- umst Sigrúnar og þeirra félaga okkar, sem eru horfnir á braut af vinsemd, virðingu, hlýju og þakk- læti. Guðmundur skólaskáld orðar tregann svo fallega: Hérna lágu léttu sporin, Löngu horfin sama veg: Sumarblíðu sólskins-vorin Saman gengu þeir og ég, Vinir mínir – allir, allir Eins og skuggar liðu þeir Inn í rökkur-hljóðar hallir, Hallir dauðans einn og tveir, Einn – og – tveir. Arthur Farestveit, Björn Halldórsson, Bryndís Óskarsdóttir, Guðmundur Hervinsson, Haukur Björns- son, Inga Björk Sveinsdóttir, Sigrún Gróa Jónsdóttir, Valdimar Jóhannesson. Sigrún Eyjólfsdóttir Lagður er til hinstu hvílu einn af þeim ágætu mönn- um sem ég hef átt gæfu til að kynnast á lífsleiðinni. Jónas Þórðarson var eiginmaður Guð- borgar (Boggu), móðursystur minn, og faðir minna kæru frændsystkina; Sigþrúðar (Dúu), Einars, Rannveigar og Ingigerð- ar (Ingu). Þær systur, Bogga og móðir mín, hafa ætíð verið nánar, og var mikill samgangur á milli heimila okkar. Ég var tíður gest- ur á heimili þeirra í Drápuhlíð- inni því frændsystkini mín voru nær mér í aldri en mín eigin Jónas Þórðarson ✝ Jónas Þórð- arson fæddist 22. janúar 1934. Hann lést 21. febr- úar 2022. Útför Jónasar fór fram 7. mars 2022. systkini. Við krakk- arnir brölluðum margt saman eins og krakka er venja. Það var nánast sama hvaða vitleysu við krakkarnir tók- um upp á að gera – Jónas tók öllu með sinni stóísku ró. Þegar við vorum ungir krakkar þá reykti Jónas sígar- ettur. Við frænd- systkinin, þá flest okkar vel inn- an við fermingu, komumst á snoðir um að þetta væri hinn mesti óþverri og stórhættulegt heilsunni. Við tókum okkur þá til einhvern sunnudaginn, útbjugg- um kröfuspjöld með tókbaksv- arnarorðum og marseruðum með þau inn í stofu þar sem Jónas sat reykjandi. Við báðum hann að hætta þessum reykingum – við vildum ekki missa hann. Án þess að hugsa sig um, slökkti Jónas í sígarettunni og snerti þær aldrei framar. Jónas elskaði börnin sín og bar virðingu fyrir óskum þeirra. Jónas hafði áhuga á útivist, gekk alla tíð mikið, og ljós- myndavélin var aldrei langt und- an. Hann sat oft í hægindastólum sínum við horngluggann í stof- unni og skoðaði af miklu áhuga bækur um ljósmyndun og Nat- ional Geographic tímaritin. Jón- as var ötull áhugaljósmyndari og þegar hann opnaði skenkinn í stofunni, þar sem hann geymdi ljósmyndavélar sínar, linsur og kassa af slides-myndum, var eins og gullkista tækifæra opnaðist. Jónas átti m.a. forláta Hassel- bladt-ljósmyndavél og maður fylltist lotningu af að fá að berja hana augum. Hann smitaði okk- ur krakkana af einlægum áhuga sínum á ljósmyndalistinni og keypti ég mína fyrstu ljósmynda- vél af Jónasi, Olympus SLR-vél, þegar ég var 12 ára. Þessi áhugi vatt síðan upp á sig. Ekki leið á löngu þar til Jón- as treysti okkur krökkunum, þá á aldrinum 8-12 ára, fyrir 8 mm filmuvél og hún var óspart notuð við kvikmyndun ýmiss konar meistaraverka um helgar. Við krakkarnir stofnuðum kvik- myndafélagið okkar, Nýfilm, og var lagt á ráðin um leiðina frá Drápuhlíð til Hollywood. Biðin var oft löng og spennan magn- aðist þegar 8 mm filman kom loksins úr framköllun frá Þýska- landi. Þá var poppað í Drápuhlíð- inni og bökuð súkkulaðikaka. Sýningarvélinni var stillt upp í rúmgóða gangi íbúðarinnar, ljós- in slökkt og við krakkarnir sáum árangur erfiðisins. Ég á Jónasi og frændsystkinum mínum mikið að þakka, því að án þessara prakkarastrika hefði ég líklega aldrei gert það að mínu ævistarfi að verða kvikmyndagerðarkona. Jónas var einstaklega góður maður, heilsteyptur og hógvær eiginmaður Boggu, fjölskyldu- faðir og afi sem verður sárt sakn- að. Ég minnist Jónasar með miklum hlýhug og virðingu. Ég votta elsku Boggu, frændsystk- inum mínum og fjölskyldunni allri mína hlýjustu samúð. Anna Dís Ólafsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA GUÐRÚN GEIRMUNDSDÓTTIR, Víðigrund 2, Sauðárkróki, áður til heimilis á Kárastíg 9, Hofsósi, lést á dvalarheimilinu á Sauðárkróki mánudaginn 14. mars. Útför fer fram í Hofsóskirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 14. Sveinn Einarsson Jóhanna Ingimarsdóttir Hólmgeir Einarsson Þórleif Friðriksdóttir Einar Örn Einarsson Sigríður Stefánsdóttir Sigurlaug Einarsdóttir Oddur Gunnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn MAGNÚS INGI GUNNLAUGSSON, Suðurgötu 22, Reykjanesbæ, lést 8. mars. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 31. mars klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvi Þór Sigríðarson Ástkær systir okkar, KAREN EVA VESTFJÖRÐ, lést sunnudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 13. Systkini og fjölskyldur Okkar ástkæra CHARLOTTA VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR lést á dvalarheimilinu Ási fimmtudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 24. mars klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Baldursdóttir HILDIGUNNUR HJÁLMARSDÓTTIR er látin Uggi Agnarsson Margrét Guðnadóttir Úlfur Agnarsson Ásta Gunnlaug Briem Sveinn Agnarsson Gunnhildur Björnsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eignmanns, föður, tengdaföður, bróður og afa, ÞÓRARINS BALDURSSONAR læknis. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum samstarfsfólki hans á HSA fyrir samstarfið, vinskapinn og umhyggjuna. Guðbjört Einarsdóttir Davíð Leifsson Lanny Leifsson Sigrún Þórarinsdóttir Ingólfur Finnbogason Loftur Þórarinsson Sueko Kuwai Einar Sævarsson Ólöf Viktorsdóttir Oddný Sævarsdóttir Sigursteinn Stefánsson Sævar Atli Sævarsson Unnur Eðvaldsdóttir Gunnar Baldursson Guðrún Reynisdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.