Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 11

Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Sveitarfélagið Skagafjörður varð til árið 1998 með sameiningu Sauðárkrókskaup staðar og tíu hreppa. Nýlega bættist Akrahreppur við og stækkaði sveitarfélagið mikið. Þéttbýliskjarnar eru fjórir, en Sauðárkrókur langstærstur. Landbúnaður, sjávarútvegur og matvælaframleiðsla eru helstu atvinnugreinar auk þjónustu. Sauðárkrókur● ✝ Hólar ● Varmahlíð ● HofsósSkaga- fjörður Tröllaskagi Skagi Drangey Málmey Skagafjörður Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum Kosið var 26. maí 2018 ■ D Sjálfstæðisflokkur ■ B Framsóknarflokkur ■ L Byggðalistinn ■ L Vinstri græn & óháð 21,0% 34,0% 20,6% 24,4% 2 3 2 2 Kjörskrá: Atkvæði: Kjörsókn: 2.929 2.310 78,9% L ÍBÚAR 4.084 AFGANGUR* -43 m.kr. HEILDARSKULDIR* 6.067 m.kr. SKULDAHLUTFALL** 2021: 103,1% 2025: 119,9% KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI 3.174 FLATARMÁL 5.543 km² 51% Karlar Konur 49% Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta. Forseti sveitarstjórnar: Stefán VagnStefánsson (B) Bæjarstjóri: Sigfús Ingi Sigfússon *Áætlanir um A-hluta 2021 **Áætlanir um A- og B hluta. 0 200 400 600 800 1000 1200 > 7051-7031-5018-30< 18 - DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Atvinnustig í Skagafirði er með besta móti að sögn forystufólks á vettvangi sveitarstjórnar og frekar að skorti að finna vinnufúsar hend- ur í stór verkefni sem ráðast þarf í. Verkefnastaða stórra verktaka á svæðinu er svo góð að sögn Gísla Sigurðssonar, sem verið hefur odd- viti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, að í síðustu tveimur útboðum sem sveitarfélagið réðst í bárust engin tilboð í verkin. Þrátt fyrir það eru mörg tæki- færi ónýtt í Skagafirði, ekki síst þegar kemur að ferðaþjónustu og bent hefur verið á að ekkert hótel í Skagafirði geti tekið á móti stórum hópum ferðamanna. Jóhanna Ey Harðardóttir situr í sveitarstjórn fyrir Byggðalistann. Hún segir að þótt ekki sé neitt stórt hótel á svæðinu þá sé þróunin sú að ferða- menn vilji í auknum mæli komast nær heimafólki og því muni sú gisti- aðstaða sem byggð hafi verið upp í héraðinu á síðustu árum nýtast vel þegar ferðaþjónustan kemst á snún- ing á ný. Álfhildur Leifsdóttir er í forystu fyrir VG og óháða í kjölfar þess að Bjarni Jónsson settist á þing fyrir VG í kjölfar síðustu alþingiskosn- inga. Hún segir mikilvægt í núver- andi ástandi að hlúa að innviðum á svæðinu, ekki síst þeim sem tengist skólamálum. Hún þekkir vel til þeirra mála í sínu starfi en hún er kennari. Vill hún leggja aukna áherslu á að draga úr álögum á for- eldra leikskóla- og skólabarna. Nefna frambjóðendurnir allir uppbyggingu skólamannvirkja, ekki aðeins á Sauðárkróki heldur einnig í Varmahlíð og á Hofsósi. Telur Jóhanna að standa þurfi enn betur að þeim málum og að hraða þurfi uppbyggingu. Hún legg- ur sjálf stund á iðnnám, stefnir á að ljúka námi í húsgagnasmíði. Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er rekin öflug verknámsbraut en að sögn Jóhönnu er yfirfullt í verk- námsgreinunum. Þar sé bæði rekið kvöld- og helgarnám til hliðar við hinn hefðbundna dagskóla. Gísli segir að ríkisvaldið vinni nú að því að byggja við verknámshús skólans og þá eigi að vera hægt að efla námið og fjölga iðnaðarmönnum. Sveitarfélagið hefur unnið að nýju skipulagi sem einkennt hefur vinnu sveitarstjórnar á yfirstand- andi kjörtímabili að sögn Gísla. Álf- hildur tekur undir þetta og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin í þá veru að opna á frekari uppbyggingu sem þó hafi verið töluverð síðustu ár. Þegar talið berst að ágreiningi milli flokkanna grípur Gísli orðið og segir að heilt yfir sé mikill sam- hljómur milli fólks um það sem leggja þurfi áherslu á. Álfhildur grípur þó boltann á lofti, enda í minnihluta, og segir að áherslumun megi þó augljóslega finna. VG sé t.d. alfarið á móti því að sveitarfé- lagið komi að uppbyggingu og stuðningi við einkafyrirtæki í ferða- þjónustu. Innt eftir því hvað hún eigi við með því nefnir hún stuðning sveitarstjórnar við sýndarveru- leikasýningu sem sett var upp á Sauðárkróki af einkafyrirtæki. Þar hafi sveitarfélagið hins vegar lagt til húsnæði og ráðist í endurbætur á því svo að hentað gæti undir starf- semina. Þegar talið berst að orkumálum eru fulltrúar VG að sögn Álfhildar á því að virkjanakostir innarlega í Skagafirði eigi að haldast óhreyfðir og að tillögur vinnuhóps á vettvangi rammaáætlunar, sem lögð hefur verið fyrir þingið, eigi þar að hafa síðasta orðið. Gísli og Jóhanna leggja hins vegar áherslu á að bíða endanlegrar niðurstöðu við ramma- áætlun og vill Gísli raunar meina að heppilegt gæti talist að halda virkj- ununum í biðflokki í stað þess að útiloka virkjanakosti. Álfhildur bendir á að skoðaðir hafi verið kost- ir við virkjun vindorku í Skagafirði og að komið hafi í ljós að þar séu raunhæfir möguleikar á borðum, hið sama eigi við um aukna mögu- leika þegar kemur að virkjun sjáv- arfallanna. Þegar hún er spurð út í hvort til greina komi að VG myndi styðja slíka uppbyggingu er hún þó varfærin í svörum og segir mik- ilvægara að nýta betur þá innviði til orkuframleiðslu sem nú þegar eru til staðar í landinu. Byggja þarf íbúðarhús- næði og efla verknám - Flokkar og framboð enn að stilla upp listum í Skagafirði Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Dagmál Sveitarstjórnarmenn í Skagafirði ræða við blaðamenn Morgunblaðsins í hlaðvarpi á Sauðárkróki. Grettir Reykir Feykir 24+ Feykir Vesturós SKAGFIRSKIR GÆÐAOSTAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.