Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 32
Njótið gistingar á 5* hóteli í fallegri náttúru, snæðið góðan mat, hittið skemmtilegt fólk og dansið fram eftir kvöldi. Mikil stemning meðal eldri borgara þar sem maður er manns gaman. Ferða- kynning, ávarp, söngur, dans og gleði á björtu vorkvöldi. Þeir sem skrá sig í netklúbbinn fá 3.000 kr. afslátt af miðaverði. Skráning fer fram á heimasíðu okkar. Innifalið í verði: Skemmtun, matur, gisting og morgunverður. Veislustjóri: Gísli Jafetsson. Eldri borgarar Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is eða í símum 783-9300/01 Allar nánari upplýsingar á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is VORFAGNAÐUR Ferðaskrifstofu eldri borgara Hótel Grímsborgum 15. maí Verð 29.900 á mann í tvíbýli* *aukagjald fyrir einbýli kr. 11.000 Ekki missa af þessu einstaka tækifæri, síðast var uppselt. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ákveðið að í ljósi stríðsátakanna í Úkraínu verði tónleikar hljómsveit- arinnar næstkomandi fimmtudagskvöld sérstakir sam- stöðutónleikar með úkraínsku þjóðinni. Á tónleikunum hljóma kunn verk eftir Mozart, Beethoven og Bach ásamt verki eftir úkraínska tónskáldið Valentin Silvest- rov. Hljómsveitarstjóri er Kornilios Michailidis og ein- leikari er Simos Papanas, einn þekktasti fiðluleikari Grikklands. Einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir og kynnir Halla Oddný Magnúsdóttir. Ágóði af miðasölu tónleikanna rennur óskiptur til hjálparstarfs í Úkraínu. Sinfónían leikur á samstöðutón- leikum með úkraínsku þjóðinni ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Þjálfarar og leikmenn íslenska karlalandsliðsins í hand- knattleik ættu að þekkja ágætlega til mótherja sinna í umspilinu um sæti á HM 2023, Austurríkismanna. Fjórir af leikmönnum austurríska liðsins eins og það er skipað þessa dagana leika undir stjórn íslenskra þjálfara og þrír eru samherjar íslenskra landsliðsmanna. »26 Þekkja vel til andstæðinganna ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslensk-breska sviðsverkið The Hid- den People eða Huldufólkið verður sýnt í Llanelli í Wales á morgun, en það var frumsýnt í Worthing á Suð- ur-Englandi fyrir rúmri viku og þar voru tvær sýningar. „Sýningarnar gengu mjög vel og við fengum skemmtileg skilaboð frá áhorf- endum,“ segir Nanna Gunnars, sem fer með stórt hlutverk og er auk þess meðframleiðandi. „Við erum spennt fyrir framhaldinu og vonandi náum við að sýna verkið á Íslandi og víðar um heiminn.“ Sýningin fjallar um tengingu við náttúruna, byggingu nýrrar virkj- unar á hálendi Íslands og samband tveggja systra, sem hafa ólíkar skoð- anir á framkvæmdinni. „Yngri syst- irin sér um framkvæmdina, hún verður fyrir auknu áreiti og fer að skynja eitthvað í kringum sig, er dregin yfir í hulduheim og við reyn- um að sýna hann,“ segir Nanna. Samspil ólíkra listforma Verkið er samstarfsverkefni lista- og viðburðafyrirtækisins Huldu- fugls, sem Nanna og Owen Hindley, unnusti hennar, stofnuðu þegar þau fluttu frá Englandi til Íslands 2016, og breska fjölleikahópsins Hikapee, sem varð einnig til hjá pari. Um 25 manns koma að sýningunni og þar af eru átta á sviði. Nanna kynntist stofnendum Hika- pee í leiklistarskóla á Englandi og hugmynd verksins kom upp á ferða- lagi þeirra á Íslandi fyrir nokkrum árum. „Við vorum í Kerlingarfjöllum og á vegi okkar varð skilti þar sem fram kom að huldufólk hefði búið á svæðinu,“ segir Nanna. Í kjölfarið hafi hún sagt breska parinu upp og ofan sögur af íslensku huldufólki og jafnframt að listafyrirtæki þeirra Owens væri skírskotun í orðið huldufólk. „Owen stakk upp á nafn- inu og ætlaði að segja „Huldufólk“ en sagði óvart „Huldufugl“ og mér fannst það skemmtilegt nafn!“ Breska parið hafi strax talið að þetta gæti verið spennandi efni á sviði, að sýna eitthvað sem væri falið, færi huldu höfði. „Ég var ekki mjög spennt fyrir þessu til að byrja með, því huldufólk hefur alltaf verið gam- aldags fyrir mér, en við færðum það í nútímahorf með loftfimleikum, skjávörpun, lýsingu og skugga.“ Úr hafi orðið samspil ólíkra list- forma við tónlist eftir Írisi Thorarins en án tals. Nanna segir það hafa ver- ið ákveðið til þess að sýningin næði til allra málhópa hvar sem er í heim- inum. „Það eina sem er sagt er á ís- lensku eru nöfn persóna og orð eins og já og nei. Með þessu móti náum við til allra hópa án þess að tungu- mál hafi truflandi áhrif.“ Til stendur að búa til myndbands- efni úr sýningunni og senda á leik- hús, einkum í Bretlandi og á Norð- urlöndunum til að byrja með, með von um að samningar takist um sýn- ingar á næsta leikári. „Sýningin er af þeirri stærðargráðu að forráðamenn leikhúsa eru frekar tregir til að bóka hana nema hafa séð hana. Við erum í viðræðum við nokkur leikhús en ekkert hefur verið staðfest enn.“ Næsta verkefni Huldufugls verð- ur í Þjóðleikhúsinu. Þar verður leik- verkið Hliðstætt fólk frumsýnt 7. apríl næstkomandi. Sýningin verður í sýndarveruleika fyrir fimm áhorf- endur í einu. „Við förum úr 500 áhorfendum í Bretlandi niður í fimm á Íslandi, úr huldufólkinu í hliðstæða fólkið,“ segir Nanna. Heimur huldufólksins - Íslensk-breskt sviðsverk frumsýnt í Bretlandi Ljósmyndir/Robin Boot Photography Úr sýningunni Nanna Gunnars á gólfinu og Sophie Northmore í hlutverki verkfræðingsins sem stýrir byggingu virkjunarinnar. Huldufólkið Sophie á flugi og leikhópurinn tilbúinn að grípa hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.