Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. M A R S 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 68. tölublað . 110. árgangur .
URÐU TIL Á
GÖNGU UM BORG
BRÚNNA
SÉRSAUMA
ÞJÓÐFÁNA
EFTIR PÖNTUN
LEIKUR EKKI MEIRA
ÚT TÍMABILIÐ
HJÁ MIDTJYLLAND
FÁNASAUMASTOFAN 12 ELÍAS RAFN ÓLAFSSON 27HRAFNHILDUR HAGALÍN 28
Í éljagangi sem gekk yfir borgina í gærmorgun
var Hvalur 9 tekinn upp í dráttarbraut Stál-
smiðjunnar við Reykjavíkurhöfn og verður þar
næstu vikurnar. Á þeim tíma verður bátnum
gert til góða á marga lund; málaður, gert við
botnloka, tanka og fleira slíkt sem fylgir. Verk-
efnið í gær hófst annars á því að vinna upp
gamla málningu neðan sjólínu á bátnum, en slíkt
er gert með öflugri háþrýstidælu. Með þessu
geta þeir sem leið eiga um Mýrargötu og Ægis-
garð vel fylgst með enda er Slippurinn bók-
staflega í hjarta bæjarins. Í útgerð og sjófærir
eru Hvalur 8 og 9 – báðir svipsterkir bátar og
fallegir – og verða til taks þegar og ef að hval-
veiðum kemur.
Morgunblaðið/Eggert
Hval 9 verður gert til góða í slippnum
Íslenska tollgæslan greindi ekki
merkjanlega aukningu á innflutningi
falsaðs varnings til Íslands í kórónu-
veirufaraldrinum. Sérstaklega var
fylgst með því hvort reynt væri að
senda hingað fölsuð lyf eða varnar- og
hlífðarbúnað eins og andlitsgrímur og
aðrar líkamshlífar. Slíkt fannst ekki í
neinum mæli, samkvæmt upplýsing-
um frá tollinum. Í einhverjum tilvik-
um fannst það sem kalla mátti „vafa-
saman“ búnað, en hann var ekki
ætlaður til magnsölu.
Evrópulögreglan Europol greindi
frá því fyrr í mánuðinum að í faraldr-
inum hefði orðið vart aukningar á
fölsuðum vörum og sjóræningjavör-
um, það er vörum sem framleiddar
eru án tilskilins leyfis rétthafa.
Glæpasamtök voru fljót að bregðast
við skorti á ýmsum vöruflokkum sem
faraldurinn olli.
Í fréttatilkynningu Europol kom
fram að falsaðar vörur eins og snyrti-
vörur, ýmis matvara, lyf, skordýra-
eitur og leikföng gætu ógnað heilsu
manna. Einnig sagði þar að vörufals-
arar hefðu nýtt sér stafrænar leiðir til
að auglýsa framleiðslu sína og koma
henni til neytenda, t.d. í gegnum sam-
félagsmiðla og netsölu. Megnið af
fölsuðum vörum sem dreift er innan
ESB er framleitt utan sambandsins.
Samkvæmt upplýsingum frá ís-
lenska tollinum rákust tollverðir á
varning sem talinn var falsaður, en
hann var ekki ætlaður til almennrar
markaðssetningar heldur fluttur inn
til eigin nota. Einstaklingar hafa
ákveðið svigrúm, samkvæmt tollalög-
um, til að flytja inn falsaðan varning.
Tollgæslan hefur ekki séð ástæðu til
að refsa einstaklingum fyrir að hafa
látið glepjast af innistæðulitlum gylli-
boðum. Hins vegar er gripið inn í ef
slíkur varningur er ætlaður til mark-
aðssetningar.
Eins er fylgst náið með öryggi
varnings sem getur varðað líf eða
heilsu notenda, eins og t.d. varahlut-
um í bifreiðar, lyfjum eða matvöru.
Sé rafbúnaður, eins og t.d. farsím-
ar, CE-merktur þá hefur honum ver-
ið hleypt í gegnum tollafgreiðslu. Í
flestum tilvikum hefur merkti varn-
ingurinn staðist öryggiskröfur.
gudni@mbl.is
Ekki merkjanleg aukn-
ing í falsvarningi hér
- Europol greindi aukinn innflutning falsaðs varnings til ESB
Um fimm þúsund börn nýta sér ekki
rétt sinn til gjaldfrjálsrar tann-
læknaþjónustu á hverju ári. Unnið er
að því að reyna að ná til þessara
barna. „Það eru kannski ýmsar
ástæður fyrir því að svo mörg börn
nýta sér ekki rétt sinn til gjaldfrjálsra
tannlækninga. Við teljum að sum
þessara barna séu af erlendu bergi
brotin og forráðamenn þeirra viti
sumir hreinlega ekki að þessi þjón-
usta standi til boða. Síðan býr einhver
hluti barna við erfiðar félagslegar að-
stæður þar sem tannheilsu þeirra er
ekki sinnt frekar en mörgu öðru. Svo
eru einhverjir sem veigra sér við að
koma af ótta við að stofna til skulda,“
segir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir,
formaður Tannlæknafélags Íslands.
„Það er náttúrlega ákveðið form af
vanrækslu þegar því er ekki sinnt að
fara með börn til tannlæknis og börn
eru hlunnfarin um þann rétt sem þau
eiga á þessari heilbrigðisþjónustu,“
segir Jóhanna Bryndís. »6
„Ákveðið form
af vanrækslu“
- 5.000 börn koma ekki til tannlæknis
Morgunblaðið/Eggert
Í stólnum Þúsundir barna mæta
ekki til tannlæknis ár hvert.
_ Stjórnmálaflokkar og framboð í
sveitarfélaginu Skagafirði eru enn
að raða á lista, enda stutt síðan
Akrahreppur sameinaðist sveitar-
félaginu og staðan því breytt.
Gert er ráð fyrir nokkrum breyt-
ingum hjá Byggðalista, Sjálfstæðis-
flokki og Vinstri grænum og óháð-
um, en útlit er fyrir gerbreytingu á
lista Framsóknarflokksins, þar sem
oddvitinn er kominn á þing, annar
bæjarfulltrúi fluttur burt og sá
þriðji hyggst ekki taka sæti.
Nýr listi Framsóknar verður
kynntur á næstu dögum, en ástand-
ið er svo viðkvæmt að enginn fram-
sóknarmaður fannst til þess að taka
þátt í hlaðvarpi Dagmála, sem tekið
var upp á Sauðárkróki í gær og birt
er í Dagmálum í dag. »10-11
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Kosningar Upptaka kosningahlaðvarps
Dagmála Morgunblaðsins á Sauðárkróki.
Enginn framsóknar-
maður fannst
í öllum Skagafirði
_ Úkraínsk yfirvöld hafa hafnað
kröfum Rússa um að skipa herliði
sínu í hafnarborginni Maríupol að
leggja niður vopn, yfirgefa borgina
og eftirláta Rússum hana.
Rússnesk yfirvöld höfðu gefið
Úkraínumönnum úrslitakost fram
að dögun í gær og yrði úkraínskum
hermönnum þá leyft að yfirgefa
borgina óvopnaðir. Borgin er enn án
rafmagns og rennandi vatns. »13
Neita að gefast upp
og yfirgefa Maríupol