Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 4

Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 4
Einn valkosturinn er 1,5 kílómetra steyptur stokkur en annar 2,5 kílómetra jarðgöng. 727 með tengsl við Úkra- ínu hafa sótt um vernd. Nú er verið að rann- saka þetta betur til að sjá hvort breytingarnar gangi til baka. Stefán Yngvason, framkvæmda- stjóri lækninga á Reykjalundi bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi útboðs á frum- drögum Miklubrautar í stokk og er undirbúningur á lokastigi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að við undirbúning útfærsl- unnar hafi vaknað áhugi fyrir að skoða jarðgöng til samanburðar sem gætu þegar upp er staðið verið góður kostur, ekki síst vegna áhrifa á aðliggjandi byggð og samgöngur á framkvæmdatíma og kostnað við veitukerfi. Frumdrögin myndu ná til beggja kosta og til samanburðar á þeim. Stokkurinn næði frá Kringlusvæð- inu að svæði Landspítala við Hring- braut. Jarðgöngin yrðu lengri, eða allt að Grensásvegi og með rampa upp á Miklubraut bæði austan og vestan Kringlumýrarbrautar. Stokkurinn yrði aðeins með rampa upp vestan Kringlumýrar- brautar enda endar stokkurinn milli Kringlumýrarbrautar og Háa- leitisbrautar. Nánar tiltekið er um að ræða hönnun á tveimur valkostum, annars vegar um 1,5 kílómetra steyptum stokki samkvæmt gildandi aðalskipulagi og hins vegar 2,5 kíló- metra jarðgöngum frá Snorrabraut og austur fyrir gatnamót Miklu- brautar og Grensásvegar. Báðir valkostir fela í sér tilfærslu fjögurra akreina bílaumferðar á Miklubraut þannig að þær verði undir yfirborði og undir núverandi gatnamótum. Á yfirborði yrði Borg- arlína, göngu- og hjólastígar og gata til að þjóna nærlægum hverfum en ekki gegnumstreymisumferð. Greina verður milli valkostanna með tilliti til byggingarkostnaðar, byggingarhæfis, umferðarrýmdar og þjóðhagfræðilegrar greiningar, að sögn borgarstjóra. ■ Borgarstjóri telur jarðgöng geta verið góðan kost benediktboas@frettabladid.is ÚTLENDINGAMÁL Aldrei hafa f leiri sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en nú. Árið 2016 var heildarfjöldi umsókna 1.132 en í gær var heildar- fjöldi umsókna kominn í 1.135. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 727 einstaklingar með tengsl við Úkra- ínu sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í 16. stöðu- skýrslu landamærasviðs Ríkis- lögreglustjóra vegna stríðsátaka í Úkraínu. Þar segir að fjölmennasta þjóð- ernið sem sótti um vernd hafi verið einstaklingar með tengsl við Úkraínu, 728, en þar á eftir 240 ein- staklingar með tengsl við Venesú- ela en umsækjendur um alþjóðlega vernd frá áramótum skiptust á alls 33 ríkisföng. ■ Aldrei fleiri sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi Um fjórar og hálf milljón ein- staklinga hefur flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Enn koma inn ein til tvær beiðnir í viku um innlagnir sjúklinga í endurhæfingu vegna langvinnra áhrifa Covid-19 á Reykjalund. Þá leita margir á heilsugæslu vegna eftirkasta sjúkdómsins. Enn standa yfir rannsóknir á því hvers vegna eftirköstin geta verið langvinn og hvað sé til ráða. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Þrátt fyrir að Covid-19 smitum í samfélaginu fari ört fækk- andi berast í hverri viku ein til tvær beiðnir um innlögn í endurhæfingu vegna sjúkdómsins á Reykjalund. Stefán Yngvason, framkvæmda- stjóri lækninga á Reykjalundi, segir erfitt að segja til um hversu algeng langvinn eftirköst Covid-19 séu en að þau geti valdið fólki miklum óþægindum. „Það hefur kannski enginn rann- sakað það sérstaklega hér hversu útbreitt þetta er,“ segir Stefán. „Það er algengt að fólk sé lengi að jafna sig eftir veirusýkingar en þarna eru einkenni sem eru langvinnari og fjölbreyttari en vanalega,“ bætir hann við. „Það sem fólki finnst alvarlegast og veldur hvað mestum óþægindum er orkuleysið sem við höfum heyrt um og það sem kallað er heilaþoka. Það er þegar hugsunin verður hæg- ari og óskýrari og minnið er ekki eins og það var,“ segir Stefán. Þá segir hann þau sem upplifa langvinn einkenni Covid einnig þjást af mikilli andlegri og líkam- legri þreytu. „Orkan bara dugir ekki í vinnudaginn,“ segir Stefán. Spurður hvers vegna einkenni geti verið svo langvinn og hvort til sé einhver lausn segir Stefán ekki komin svör við öllum spurningum þar sem kórónaveiran sé enn ný af nálinni, þó séu ýmsar kenningar á lofti. „Við fórum í að gera rannsókn hér á Reykjalundi á hluta af þessum hópi. Lögðum fyrir spurningalista, líkamleg próf og mælingar við inn- lögn og svo aftur við útskrift eftir sex vikna meðferð. Núna erum við að klára þriðju mælinguna, sex mánuðum eftir útskrift, og erum spennt að sjá niðurstöðuna og hvort þarna séu einhverjar vís- bendingar um það hvað hjálpar,“ segir Stefán. Í byrjun mars voru birtar niður- stöður stórrar breskrar rannsóknar og sýndu þær rýrnun á heila ein- staklinga sem fengið höfðu Covid í samanburði við einstaklinga sem ekki höfðu fengið sjúkdóminn. „Rýrnunin var upp á 0,2 til 2 prósent, minnir mig, og menn sáu breytingar á svæðum lyktarskyns og svæðum sem hafa með minni að gera. Nú er verið að rannsaka þetta betur til að sjá hvort breytingarnar gangi til baka,“ segir Stefán. Hann segir vel hafa gengið á Reykjalundi í faraldrinum þrátt fyrir að biðlistar hafi lengst. Sjúkra- húsið hafi verið vel mannað og vel hafi gengið að sinna einstaklingum með langvinn Covid-einkenni. Enn berist beiðnir um innlagnir en þær séu ekki f leiri en hægt sé að sinna. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, segir stóran hóp fólks leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra einkenna Covid. „Það er töluvert mikið um að fólk komi til okkar vegna heilaþoku og orkuleysis. Við athugum þá með rannsóknum hvort það sé eitthvað alvarlegt, sendum fólk til dæmis í myndatöku,“ segir Óskar. Þá segir hann algengt að fólk sé hrætt um að einkenni verði enn þrálátari en að ýmsar leiðir séu til að hjálpa fólki að líða betur. „Ef fólk er með astmaeinkenni notum við til dæmis púst og svo er þetta alltaf spurning um það hvenær fólk ætti að fara aftur af stað, reyna á sig og svona,“ segir Óskar. ■ Enn berast Reykjalundi beiðnir um endurhæfingu sjúklinga eftir Covid Á Reykjalundi í Mosfellsbæ fara fram rannsóknir á langvinnum einkennum Covid-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 4 Fréttir 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.