Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 8

Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 8
Dvorníkov tók þátt í Tsjetsjeníustríðinu árin 2000 til 2003 sem skildi höfuðborgina Grosní eftir í rústum vegna loftárása. Smart modular á Íslandi Klettatröð 2 | 235 Reykjanesbær | S. 7839211 | info@icesmartmodular.net Þessa dagana erum við að vinna að því að flytja húsin okkar frá verksmiðju ytra til Íslands. Eftir er eitt hús, 72 fm. sem er eins og er óselt. Eins og markaðurinn er nú þá fara verð á vörum úr timbri hækkandi. Þess vegna verða svona tækifæri ekki í boði, á næstunni að minnsta kosti, enda hefur hingað til stór hluti timburs komið frá Rússlandi í hús sem framleidd eru í Austur-Evrópu. • Gólfhiti og hægt að tengja við hitaveitu • Allar lagnir eru til staðar • Allar raflagnir eru til staðar • Vatnsgólfhiti er í öllum rýmum • Öll ljós tenglar og rofar eru til staðar • Allir gluggar hurðir og innihurðir eru til staðar • Eldhús afhendist fullbúið með vandaðri innréttingu með eyju • Einangruð gólf eru í húsunum og engin þörf á að steypa botnplötu • Húsin eru einangruð með steinull 150mm í útveggjum - 200mm í loftum og gólfum Smart modular á Íslandi kynnir: Einstakt tækifæri! 72 m2 lykilklárt hús - heilsárshús - samsett úr tveim einingum. Vandað tilbúið hús sem er híft á undirstöður, tengt og er svo klárt til notkunar, í flestum tilfellum samdægurs. UPPSETNING INNIFALIN Í VERÐI kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Rússneska sjónvarpskon- an Marína Ovsíjanníkova sem ögr- aði Vladímír Pútín og valdhöfum í Kreml í beinni útsendingu hefur verið ráðin til þýska dagblaðsins Die Welt. Blaðið tilkynnti þetta í gær. Hin 44 ára gamla Ovsíjanníkova gekk inn í miðjan fréttaupplestur á stöðinni Channel One þann 14. mars síðastliðinn með spjald sem á stóð: „Stöðvið stríðið. Ekki trúa áróðrinum. Hérna er logið að þér.“ Fékk hún heimsathygli fyrir hug- rekki sitt en var handtekin og sekt- uð um því sem samsvarar tæplega 35 þúsund krónum. Ovsíjanníkova gæti þó enn átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi fyrir að brjóta ný lög um „dreifingu falskra upplýsinga“. Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð henni hæli en hún hafnaði boðinu og vildi ekki yfirgefa Rússland. Í yfirlýsingu Die Welt kemur fram að Ovsíjanníkova muni skrifa frá bæði Rússlandi og Úkraínu og einnig koma fram á sjónvarps- stöðinni sem blaðið rekur. Hún sagði upp hjá Channel One þremur dögum eftir útsendinguna frægu. „Die Welt stendur fyrir það sem Úkraínumenn eru að berjast svo hetjulega fyrir núna, frelsið. Ég lít á það sem hlutverk mitt sem blaða- manns að verja þetta frelsi,“ sagði Ovsíjanníkova í tilkynningunni. ■ Ovsíjanníkova ráðin til þýsks dagblaðs kristinnhaukur@frettabladid.is FRAKKLAND Valérie Pécresse, for- setaframbjóðandi Repúblikana, hins hefðbundna stórflokks á hægri vængnum í Frakklandi, hefur hafið söfnun fyrir kosningaútgjöldum sínum. Þar sem hún náði ekki 5 pró- sentum hlýtur hún ekki ríkisstyrk upp á nærri helming kostnaðarins. „Ég biðla til allra þeirra sem kusu mig og einnig til allra Frakka sem er annt um valkosti í stjórnmálum og tjáningarfrelsið,“ sagði Pécresse í yfirlýsingu. „Fjárhagsleg staða fram- boðsins er alvarleg.“ Persónulegar skuldir frambjóð- andans eru 5 milljónir evra, eða rúmlega 700 milljónir króna, eftir hið misheppnaða framboð. Heildar- skuldir framboðsins og f lokksins eru 8,5 milljónir evra. Repúblikanar, f lokkur Jacques Chirac og Nicholas Sarkozy, hafa aldrei fengið aðra eins útreið í for- setakosningum. Fjórir frambjóð- endur náðu 5 prósenta markinu. Emmanuel Macron og Marine Le Pen fara í aðra umferð 24. apríl. Einnig Jean-Luc Mélenchon og Éric Zemmour. ■ Í skuldafeni eftir afhroð í kosningum Mótmælin vöktu heimsathygli. MYND/SKJÁSKOT Pécresse náði ekki þröskuldinum fyrir fullum ríkisstyrk. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Alexander Dvorníkov mun hafa yfirumsjón með stríðs- rekstri Rússa í Úkraínu en hann á langan feril að baki. jonthor@frettabladid.is RÚSSLAND Síðustu daga hafa stærstu miðlarnir vestanhafs greint frá skipun Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta á nýjum hershöfðingja sem hefur umsjón með stríðinu í Úkra- ínu. Þessi nýi hershöfðingi er hinn sextugi Alexander Dvorníkov en hann hefur áður séð um stór verkefni á vegum rússneska hersins. Bandaríska fréttastofan CNN lýsir Dvorníkov sem „herforingja með afrekaskrá hlaðna miskunnarleysi“. Þegar Rússar veittu Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, ríkisstjórn hans og bandamönnum þeirra stuðning í Sýrlandsstríðinu var Dvorníkov yfirherforingi. Dvorníkov var í Sýrlandi frá sept- ember 2015 til júní 2016. Pútín taldi Rússa og sýrlenska stjórnarherinn vera að missa stjórn á ástandinu og var Dvorníkov sendur til að sporna við þeirri þróun. Á meðan hann var við stjórn- völinn hjálpaði hann sýrlenskum stjórnvöldum að ná aftur yfirráðum í borginni Aleppo, en austurhluti hennar var á valdi stjórnarand- stæðinga. Til að ná markmiðinu var notast við lofthernað og stórskota- vopnum og sprengjum beitt sem bitnaði meðal annars á fjölmennum hverfum, en mannfall óbreyttra borgara var mikið í árásunum, sem voru fyrst og fremst á vegum Rússa. Dvorníkov á sér langa sögu með rússneska hernum, sem má rekja til þess þegar hann var flokksstjóri lítillar herdeildar árið 1982. Á árunum 2000 til 2003 tók Dvorníkov þátt í bardögum rúss- neska hersins í Kákasus, meðal ann- ars í síðara Tsjetsjeníustríðinu, sem skildi höfuðborgina Grosní eftir í rústum vegna mikilla loftárása Rússa. Í umfjöllun BBC um Dvorníkov eru aðferðir rússneska hersins í Maríupol bornar saman við þær í Sýrlandi og Tsjetsjeníu, en þær eru sagðar svipaðar og lýst sem harka- legum. Árið 2016 hlaut Alexander Dvorní- kov titilinn Hetja Rússneska sam- bandsríkisins frá stjórnvöldum í Kreml, en það var fyrir vinnubrögð hans í Sýrlandi enda taldi Pútín árangur Rússa í stríðinu góðan. CNN segir að ráðning hans sem hershöfðingja virðist vera til að tækla vandamál innan rússneska hersins, sem sé skipulagsleysi. ■ Hinn nýi hershöfðingi Rússa með afrekaskrá hlaðna miskunnarleysi Dvorníkov (til vinstri) hefur áður séð um stór verkefni á vegum rúss- neska hersins. MYND/SKJÁSKOT jonthor@frettabladid.is BRETLAND Í gær var maður sak- felldur fyrir að myrða breska þing- manninn Sir David Amess, með því að stinga hann meira en tuttugu sinnum í október í fyrra. Maðurinn var jafnframt sakfelldur fyrir að skipuleggja hryðjuverk en hann mun hljóta dóm á morgun, mið- vikudag. Maðurinn sem um ræðir er hinn 26 ára gamli Ali Harbi Ali, en honum er lýst sem íslömskum ofstækis- manni. Hann sagði gjörðir sínar vera hefnd fyrir stuðning Amess við loftárásir í Sýrlandi. Morðið átti sér stað á kjósenda- fundi í kirkju, líkt og tíðkast í Bret- landi, þar sem þingmenn ræða við kjósendur sína undir fjögur augu. Eftir morðið mun Ali hafa vonast til að lögregla mætti á svæðið og skyti hann til bana, en úr því varð ekki. Að lokum gaf hann sig fram eftir að systir hans grátbað hann um það. Ali Harbi Ali hafði áætlað árásir á fleiri þingmenn. ■ Sakfelldur fyrir að myrða þingmann Amess var myrtur í október í fyrra. 8 Fréttir 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.