Fréttablaðið - 12.04.2022, Síða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er
varla hægt
að segja
„verið vel-
komin“
á tákn-
rænni hátt
en þessar
pólsku
mæður
gerðu.
Eftir vinda-
saman
vetur er
plast og
rusl úti
um allt í
kringum
þéttbýli.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Á meðan rússneskir hermenn hafa
afhjúpað hina verstu birtingar-
mynd mannlegrar grimmdar með
stríðsglæpum sem hægt og bítandi
eru afhjúpaðir á sviðnum slóðum
þeirra í Úkraínu, hafa nágrannar þeirra í Pól-
landi sýnt hvernig landamæri og tungumál
aðskilur ekki fólk sem um sárt á að binda.
Hryllilegar frásagnir af hatursfullum fram-
gangi Rússa eru þess eðlis að erfitt er fyrir
almenning í friðsælu landi að meðtaka. Aftökur
almennra borgara og jafnvel barna, vanvirðing,
eyðilegging eigna og það sem ómögulegt er að
skilja, nauðganir, jafnvel á stúlkum á barnsaldri.
Það tekur á að heyra slíkar fréttir og munu
Rússar vonandi þurfa að svara til saka, en málið
er til rannsóknar hjá Alþjóðasakamáladóm-
stólnum í Haag og nýtur fordæmalausrar sam-
stöðu aðildarríkja dómstólsins.
En í þeirri holskeflu illsku sem á úkraínsku
þjóðinni dynur tekst nágrönnum hennar í Pól-
landi að endurvekja trúna á mannkynið með
viðbrögðum sínum við flóttamannastraumn-
um sem flæðir nú yfir landamæri þeirra.
Frá upphafi stríðsins í febrúarlok hafa Pól-
verjar tekið á móti um tveimur og hálfri milljón
úkraínskra flóttamanna. Engin önnur þjóð
hefur tekið á móti viðlíka fjölda en fyrir voru
þar um ein milljón Úkraínumanna sem flúið
hafði eftir yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014.
Blaðamenn Fréttablaðsins dvöldu á dögun-
um í landamæraþorpinu Medyka í suðaustur-
hluta Póllands og fundu skýrt og greinilega
samtakamátt þjóðarinnar í móttöku nágranna
sinna. Pólskar fjölskyldur hafa opnað heimili
sín fyrir ókunnugum og tekið að sér margvísleg
sjálfboðastörf. Samkenndin sem þjóðin í heild
hefur sýnt hefur snert við heimsbyggðinni og
sem dæmi varð ljósmynd af tómum barna-
vögnum sem pólskar mæður höfðu skilið eftir
við landamærin, fyrir allslausar úkraínskar
mæður með börn sín, dreift víða um veraldar-
vefinn. Það er varla hægt að segja „verið vel-
komin“ á táknrænni hátt en þessar pólsku
mæður gerðu. Blaðamenn Fréttablaðsins sögðu
sjálfsprottna aðstoð pólsku þjóðarinnar hafa
verið mun meira áberandi en starfsemi skipu-
lagðra alþjóðlegra hjálparsamtaka.
Það er einmitt með þeirri staðreynd sem
löskuð trúin á mannkynið verður endurreist.
Þegar um eitt hundrað flóttamenn voru í
skyndi fluttir frá Ásbrú á Hótel Sögu stóð ekki
á viðbrögðum nágranna þeirra í Vesturbænum
sem skiptu með sér verkum til að létta fólkinu
lífið á meðan á dvöl þeirra stendur.
Í þessum ljótleika öllum er nefnilega, sem
betur fer, töluvert um falda fegurð. ■
Hin falda fegurð
Rúmlega sjö þúsund og fjögur hundruð manns
tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á Facebook
og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu
umhverfi. Eftir vindasaman vetur er plast og rusl
úti um allt í kringum þéttbýli. Áríðandi er að það
komist úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út
eða grefst í náttúruna.
Flestir sem tilheyra Plokk-síðunni plokka nánast
allt árið um kring en Plokk á Íslandi skipuleggur
Stóra plokkdaginn einu sinni á ári. Hann er hugs-
aður sem upphaf plokk-tímabilsins, vitundarvakn-
ing og hvatning. Tímasetningin hentar vel því þá
er vorið komið, snjór horfinn úr byggð og plast og
pappírsrusl bíður eftir því að verða bjargað og sent á
viðeigandi stofnun.
Langflest sveitarfélög landsins taka þátt og Plokk
á Íslandi er með sjálfboðaliða um allt land sem eftir
fremsta megni stýra og styðja þá sem vilja taka þátt
en fegurðin í plokkinu felst einna helst í því hversu
einfalt og sjálfbært það er í raun og veru að taka
þátt. Því fylgir góð og heilbrigð hreyfing, útivera og
félagsskapur.
Plokk á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félaga-
samtök og einstaklinga til að láta plokkið sig varða,
taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.
Allir mega stofna viðburði á Stóra plokkdaginn
á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi,
fá merkingar frá Plokk á Íslandi. Hægt er að nálgast
merki plokkdagsins á plokk.is og er öllum heimilt
að nota það sér að kostnaðarlausu. Sveitarfélög
landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er
að bera sig að með frágang, flokkun eða urðun á
hverjum stað fyrir sig.
Á Facebook-svæðinu Plokk á Íslandi má gjarnan
deila sigrum okkar á ruslinu með jákvæðum
fréttum af árangri baráttunnar allt árið um kring.
Vertu með á Stóra plokkdeginum 24. apríl næst-
komandi. ■
Stóri plokkdagurinn,
vertu með
Einar Bárðarson
sjálf boðaliði hjá
Plokk á Íslandi
80’s
í
fókus
benedikt@frettabladid.is
Hvað hefur breyst
Davíð Scheving Thorsteinsson
andaðist á föstudaginn og lands-
menn minnast hans með hlýju.
Davíð varð heimsþekktur á einni
nóttu hér á landi þegar hann kom
heim árið 1980 og vogaði sér að
fara inn í landið með bjórkippu
sem þá var stranglega bannað
enda var Íslendingum ekki
treystandi til að fara með slíkan
drykk. Síðan eru liðin fjölmörg ár
en drykkurinn forboðni er enn
á milli tannanna á fólki og varla
enn leyft að koma inn í landið
með drykkinn góða. Allavega
ekki þær tegundir sem Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins selur ekki.
Karpað um áfengi
Áfengi og eldri kynslóðir Íslend-
inga eru ekki hamingjusamt par.
Eldri Íslendingar kunnu ekki að
fara með áfengi og drukku sig
reglulega dauðadrukkna þegar
f logið var með Arnarflugi eða rík-
isf lugfélaginu. Nú í dag er staðan
önnur og ungt fólk vill bara Joe
& The Juice eða hollan morgun-
mat fyrir f lug. Sumir jafnvel geta
fengið sér einn bjór og hætt, ólíkt
fyrri kynslóðum sem ultu inn í
vélarnar. Krafan er að geta fengið
sér bjór hvar og hvenær sem er án
afskipta ríkisins. Það er karpað
um áfengi í sölum Alþingis en
ungt fólk spyr sig: Hefur eitthvað
breyst síðan Davíð Scheving gekk
inn í landið með bjórkippu fyrir
fjörutíu og tveimur árum? ■
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR