Fréttablaðið - 12.04.2022, Side 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Jeppabreytingarnar eru sérstaða
Arctic Trucks og býður fyrirtækið
upp á allsherjar þjónustu fyrir
jeppann eða jepplinginn, viðhald
og viðgerðir, jeppabreytingar,
smurþjónustu, dekkjaþjónustu
og gríðarlegt úrval dekkja. „Eins
erum við með ferðaþjónustu með
breyttum bílum,“ segir Stefán Þór
Jónsson, verslunarstjóri Arctic
Trucks.
Ekki bara breytingar
„Með stærri dekkjum og ein-
földum upphækkunum má stór-
bæta aksturseiginleika og drifgetu
flestra bíla. Mikill vöxtur er í ein-
földum og hagkvæmum breyting-
um á jeppum og jepplingum sem
gera þá enn skemmtilegri og meira
gefandi,“ segir Stefán.
Þjónusta Arctic Trucks nær ekki
bara yfir breytta jeppa. „Við erum
líka með þjónustu og lausnir í
vörum sem henta öllum jeppa-
eigendum. Einnig erum við með
Yamaha-umboðið og seljum og
þjónustum allar gerðir tækja fyrir
vinnu og sport á landi, sjó og snjó.
Að auki erum við umboðsaðili
Pistenbully-snjótroðara auk fjölda
vörumerkja sem tengjast ferða-
lögum. Við erum viðurkenndur
þjónustuaðili Toyota, en þjónust-
um þrátt fyrir það allar stærðir og
gerðir bíla á þjónustu- og dekkja-
verkstæðum okkar,“ segir Stefán.
Allt fyrir ferðalanginn
„Dekkjatörnin er að detta í gang.
Fólk er farið að huga að sumrinu og
sala og þjónusta á öllum sumar-
tækjum frá Yamaha er byrjuð.
Eins nota margir tækifærið núna
til að láta breyta bílnum fyrir
ferðalög utan alfaraleiða í sumar,“
segir Stefán. „Við finnum vel fyrir
auknum áhuga fólks á útivistar- og
lífsstílsferðamennsku innanlands
í kjölfar faraldursins. Fólk heldur
inn á hálendið í gönguferðir, hjóla-
ferðir, veiði og fleira og vill hærri
bíl og búnað eins og toppgrind
til að flytja farangur. Menn vilja
snorkel (hærra loftinntak til að
auka öryggi í ám), hlífðarplötur til
að verja undirvagn, grófari dekk og
fleira sem gagnast á hálendinu.
Úrvalið í versluninni eykst sífellt
og núna eigum við von á geysi-
lega vandaðri línu frá ARB sem er
ástralskt 4x4 aukahlutamerki. Þar
er mikið úrval af útivistarbúnaði
sem er sérstaklega hannaður
fyrir ferðalög í óbyggðum. Þar má
finna vörur eins og topptjöld og
toppgrindur, kælibox, töskur, eld-
stæði, tjaldstóla og fleira sniðugt í
ferðalagið. Vörurnar eru byrjaðar
að koma svo það er um að gera að
renna við og skoða. Eins eigum
við úrval af álboxum og fleira sem
gott er að hafa í bíl á ferðalagi eins
og húdd og gluggahlífar á flestar
gerðir jeppa og jepplinga, palllok,
pallhús og aðrar palllausnir og
margt fleira.
Önnur nýjung hjá okkur eru
lausnir fyrir rafhjólaeigendur
landsins. Hingað til hefur verið
vandi að finna nægilega traustar
og veglegar festingar fyrir raf-
hjólin. Þetta eru bæði þung og dýr
tæki sem venjulegar reiðhjóla-
grindur valda fæstar. Skiljanlega
vill fólk ekki setja hjólin sín í
tvísýnu aftan á bílinn og „vona
það besta“. Á næstu dögum eigum
við von á einstaklega sterkum og
veglegum hjólafestingum sem fara
í prófílbeisli og halda rafjólunum
því föstum tökum þegar þú hoss-
ast um á hálendinu,“ segir Stefán.
Hann segir einnig kærkomna
nýjung í sérpöntunarþjónustu á
aukahlutum í bandaríska bíla, sem
er nú í boði hjá Arctic Trucks frá
fyrirtæki sem sérhæfir sig í auka-
hlutum á jeppa og pick-up bíla.
„Þar er úrvalið nánast endalaust.“
Að ýmsu skal huga
Stefán segir að huga þurfi að
mörgu áður en haldið er í ferðalög
um landið:
Látið skoða olíu á drifum. Oft er
komið vatn í olíuna og þá minnka
smureiginleikar og drif og legur
slitna hraðar.
Fyrir þá sem draga aftanívagna
er nauðsynlegt að fylgjast vel með
olíu á sjálfskiptingu. Það er mjög
dýrt ef hún klikkar og ekki síst ef
það gerist úti á landi eða langt frá
þjónustu. Arctic Trucks er með
sérstaka græju til að endurnýja
sjálfskiptiolíuna á bílum.
Bremsur er mikilvægt að skoða,
sérstaklega hjá þeim sem eru með
aftanívagna og að sjálfsögðu þurfa
dekkjamálin að vera í lagi.
Annars er alltaf gott að láta fag-
menn kíkja á bílana áður en lagt
er í langt frí eða ferðalag. Bíllinn
getur auðveldlega klúðrað fríinu ef
hann klikkar á miðri leið.
Stefán segist sjálfur vera mikill
jeppakall og hefur verið alla sína
tíð. „Ég hef alltaf haft gaman af því
að smíða og breyta mínum bílum
sjálfur eða með góðra vina aðstoð.
Núna er ég á fullbúnum 44 tommu
breyttum bíl. Jeppasportið hefur
verið mitt aðalsport í gegnum
tíðina og erum við fjölskyldan
miklir flakkarar og höfum mjög
gaman af að ferðast um landið.“
Arctic Trucks vinnur mjög
náið með björgunarsveitum
landsins við að hanna og smíða
öflug björgunartæki fyrir allra
erfiðustu aðstæður hér á landi.
„Að auki höfum við tekist á við
allra erfiðustu aðstæður sem hægt
er að takast á við í heiminum.
Ég hef farið mjög víða á jeppum
í gegnum tíðina, meðal annars
nokkrar ferðir fyrir Arctic Trucks
á Suðurskautið til að leysa þar
mjög krefjandi verkefni inni á
miðju skauti og alltaf á jeppum frá
okkur. Eins ferðast ég mikið á eigin
vegum og með ferðamönnum um
hálendið.“
Dekkin skipta máli
„Það er mikilvægt að velja dekk og
felgur með rétta eiginleika út frá
þörfum hvers og eins. Dekk geta
ráðið miklu um aksturseiginleika
og getu hvers ökutækis.
Viðskiptavinir Arctic Trucks
njóta reynslu okkar og þekkingar
og fá bestu mögulegu ráðlegg-
ingar við val á dekkjum, felgum
og öðrum búnaði fyrir hverjar
aðstæður. Við eigum allt frá þægi-
legum fínmunstruðum dekkjum
upp í mjög gróf MT-dekk. Einnig
eigum við milligrófleika sem eru
okkar vinsælustu dekk og henta
fyrir allar árstíðir. Okkar merki eru
Pro Comp og Dick Cepek og eigum
við þau til í f lestum stærðum frá 31
tommu og upp í 40 tommur. Einnig
erum við með sérframleidd dekk í
38 tommum og 44 tommum. Bæði
merkin eru bandarísk og með mik-
inn fókus á ameríska pallbíla sem
og alla jeppaflóruna og því erum
við mjög sterkir á þeim velli. Til
stendur að auka mikið breiddina í
úrvali og stærðum næsta haust og
þá komum við líka inn með bæði
fólksbíla- og jepplingadekk.
Ef hálendið eða aðrar torfærur
eru áfangastaðir þá er loftdæla og
tappasett til að gera við sprungið
dekk alger nauðsyn. Annars
vonum við bara að fólk ferðist af
skynsemi og öryggi innanlands í
sumar og láti ekkert stoppa sig við
að komast á staði sem það hefur
dreymt um að fara á eða bara séð
á myndum. Gleðilegt sumar,“ segir
Stefán að lokum. ■
Verslun Arctic Trucks og fullkomið
hjólbarðaverkstæði eru staðsett
að Kletthálsi 3 í Reykjavík.
Arctic Trucks er viðurkenndur þjónustuaðili Toyota, en þjónustar þrátt fyrir það allar stærðir og gerðir bíla á þjón-
ustu- og dekkjaverkstæðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Á næstu dögum
eigum við von á
einstaklega sterkum og
veglegum hjólafesting-
um sem fara í prófíl-
beisli.
Stefán Þór Jónsson
SÉRÞEKKING Á
JEPPADEKKJUM
Hjá Arctic Trucks getur þú valið úr sérvöldum hágæða amerískum
jeppadekkjum, dekkjum sem eru sérstaklega framleidd fyrir Arctic Trucks
og vönduðum felgum með aðstoð sérfræðinga.
Njóttu aðstoðar reyndra sérfræðinga
við val á réttum dekkjum og felgum
fyrir þinn bíl.
Kletthálsi 3 – 110 Reykjavík | www.arctictrucks.is | info@arctictrucks.is | Sími 540-4900
2 kynningarblað 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK