Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 30

Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 30
Sigurður Oddur Sigurðsson | Löggiltur fasteignasali Ágústa Guðrún Ásbjörnsdóttir | Sölustjóri fasteigna á Spáni Þú finnur draumaeignina á Costa Blanca á Sumareignir.is Sumareignir - Nýtt tilboð! Glæsilegar íbúðir u Flottur sundlaugagarður u Úti og innisundlaug u Líkamsrækt. Raðhús, parhús og einbýli við strönd eða golfvelli. 616 8880 Allir sem kaupa nýja íbúð hjá okkur í apríl fá 52 fría golfhringi á þremur af bestu golfvöllunum á Costa Blanca svæðinu. Villamartin Golf, Las Ramblas og La Finca. Þeir sem ekki eru í golfi fá húsgagnapakka fyrir sömu upphæð. Tvær síður og 1.200 fasteignir til sölu á www.Sumareignir.is og www.Spainhomes.net Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2022 að auglýsa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið hófst sumarið 2020 og er markmið þess að marka heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu og þróun Hrafnagils- hverfis til lengri tíma litið. Í aðalskipulagstillögunni felst að í landi Grísarár eru skilgreind ný íbúðarsvæði meðfram Eyjafjarðarbraut og í brekkunni ofan núverandi byggðar auk þess sem athafnasvæði er skilgreint á lóð Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar á Grísará. Auk þess er skilgreint íbúðarsvæði á óbyggðu svæði milli Laugarborgar og Reykár. Í deiliskipulagstillögunni eru skilgreindar íbúðarlóðir fyrir 88 til 93 nýjar íbúðir sem skiptast í 41 einbýlishús, 27 til 32 íbúðir í raðhúsum og 20 íbúðir í fjölbýlishúsum, þar af 12 íbúðir fyrir aldraða í viðbyggingu við fyrrum heimavist Hrafnagilsskóla. Í deiliskipulagstillögunni er einnig mörkuð stefna um yfirbragð byggðar, stíga- og götukerfi og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir nýrri íbúðargötu sunnan Skólatraðar auk þess sem ráðgert er að breyting verði á tengingu Ártraðar, Bakkatraðar og Meltraðar við götukerfi hverfisins. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyja- fjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 12. apríl og 23. maí 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til mánudagsins 23. maí 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrif- stofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tekur skipulagstillagan til sex nýrra íbúðarlóða auk þess sem fyrri áfangar íbúðarbyggðar í Kotru eru felldir undir hið nýja skipulag. Skipulagstillagan mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðar- sveitar milli 12. apríl og 23. maí 2022 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hags- muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 23. maí 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðar- sveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi Lausar stöður grunnskólakennara í Stóru-Vogaskóla Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár 2022-2023: • Textíl • Smíði • Myndmennt • Heimilisfræði Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf til kennslu, skal fylgja umsókn • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður • Færni í samvinnu og teymisvinnu • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum • Ábyrgð og stundvísi • Áhugi á að starfa með börnum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennara- sambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 26. apríl og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250. 08/04/2021 JPEG merki | Vogar https://www.vogar.is/is/stjornsysla/vogar/honnunarstadall-voga/merki-sveitarfelagsins-voga/jpeg-merki 1/2 Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.