Fréttablaðið - 12.04.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 12.04.2022, Síða 34
Klettur rekur fjögur hjól- barðaverkstæði; í Kletta- görðum, Hátúni, Lynghálsi og Suðurhrauni þar sem fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar geta fengið góða og persónulega þjónustu. Boðið er upp á úrval af endingargóðum dekkjum frá fjölbreyttum framleið- endum á breiðu verðbili. Klettur býður upp á alhliða hjól- barðaþjónustu og hjólbarðasölu á verkstæðum sínum, hvort sem það er í Klettagörðum 8-10, Hátúni 2a, Lynghálsi eða Suðurhrauni 2b í Garðabæ. Lynghálsinn er nýjasta verkstæðið en það stærsta er í Klettagörðum þar sem hægt er að fá dekk undir fólksbíl og upp í stærstu vörubíla og tæki. Að auki er boðið upp á dekkjahótel sem er frábær þjónusta fyrir viðskiptavini. Hvað dekkin varðar segir Þórður Þrastarson, þjónustufulltrúi í Hátúni, að aðalmerkið sé Goodyear en félagið hefur verið með umboð fyrir það merki frá árinu 1952. Að auki fást dekk frá öðrum gæða- framleiðanda eins og Hankook. „Svo erum við með undirmerki frá Goodyear eins og Sava sem er mjög vinsælt hjá okkur. Einnig erum við með ódýrari tegundir eins og Nexen og Zeta sem hafa komið vel út. Við reynum að stýra kúnnum okkar frekar í gæðadekkin þar sem ódýrari dekk endast skemur. Ef fólk vill spara peninginn ætti að kaupa betri dekk. Þau eru vandaðri og betra að keyra á þeim auk þess sem það er minna veghljóð og betra við- nám,“ segir hann. „Gæðadekkjum fylgir einnig eldsneytissparnaður og svo er gripið númer eitt, tvö og þrjú en það er töluvert meira í gæðadekkjum. Oft þegar fólk velur ódýrari dekk er það að búa sér til aðeins meiri vandræði sem tengist þá minna gripi, meiri hávaða og leiðindum.“ Þórður segir að gott sé að fylgjast með gömlum dekkjum. „Það er aldursstimpill á dekkjum; framleiðsluár. Líftími dekkja er miðaður við um sex ár en eftir það byrjar gúmmíið að harðna, gæðin verða lakari og grip fer að minnka. Þetta er þó ekki algilt en ástand dekkja fer líka eftir því hvernig þau eru geymd.“ Klettur er með dekkjahótel og geta öll verkstæðin tekið við dekkj- um og komið á hótelið. „Þegar pantaður er tími í gegnum bókun- arkerfið okkar á heimasíðunni er tekið fram í bókuninni bílnúmer og eða hótelnúmer og hóteldekkin verða til staðar á því verkstæði sem bókað er þegar viðkomandi mætir í tímann. Dekkjahótelið er frábær leið fyrir viðskiptavini til að losna við að burðast með dekkin niður í geymslu eða þurfa að finna stað til að geyma þau.“ Þegar kemur að akstri er öryggi efst í huga hjá Kletti. „Með því að vera á réttum dekkjum fyrir hvern árstíma – góðum, öruggum vetrar- dekkjum á veturna og góðum sumardekkjum á sumrin, fæst betri ending á dekkjum og bíllinn eyðir minna, þegar upp er staðið er það umhverfisvænni lífsstíll.“ n Eldsneyti sparast á gæðadekkjum Þórður Þrastar- son, þjónustu- fullrúi hjá Kletti í Hátúni, segir að fólk geti sparað pening með því að kaupa betri dekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Við reynum að stýra kúnnum okkar frekar í gæða- dekkin þar sem ódýrari dekk endast skemur. Ef fólk vill spara peninginn ætti að kaupa betri dekk. Eitt helsta öryggisatriði hverrar bílferðar, fyrir utan bílbeltin, eru dekk í lagi. Til þess að fullvissa sig um að þau séu það er nauðsynlegt að fara yfir nokkur atriði, sérstaklega áður en lagt er af stað í lengri ferðalög. jme@frettabladid.is Líkt og sumardekk henta ekki á veturna þá henta vetrardekk heldur ekki á sumrin. „Það má svo segja að heilsársdekk fari milliveg milli mesta öryggis sem sumardekkin veita á sumrin og vetrardekkin veita á veturna,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu. „Efnasam- setning vetrar- og sumarhjólbarða er gjörólík. Sumarhjólbarðar eru stífari við lágt hitastig og mátu- lega mjúkir við hærra hitastig. Þeir geta því verið of stífir og hættulegir að vetri til. Mynstrinu er ætlað að veita best viðnám þegar vatn er á vegi við sumarhita og hemlunarvegalengd þeirra getur verið langtum lengri við vetraraðstæður. Gúmmí í vetrarhjólbörðum er mýkra en í sumardekkjum við lægra hitastig og hentar því að vetri. Mynstrið er grófara og dýpra og hannað til að veita viðnám í snjó, hálku og krapa. Því mýkra sem efni dekkjanna er við kaldar vetraraðstæður, því líklegra er að þau veiti það viðnám sem þarf. Þrátt fyrir mýkt henta vetrar- dekk ekki á sumrin. Öll dekk hitna við akstur og í hlýju verða vetrar- dekk viðkvæmari og hætta eykst á skemmdum eða að þau springi. Þau slitna hraðar á sumrin og end- ast skemur. Næsta vetur þegar þarf á þeim að halda hefur dýrmætt mynstur þeirra eyðst upp. Þau munu því ekki leiða snjó, krapa eða vatn eins og þeim er ætlað. Samanborið við sumardekk veita vetrarhjólbarðar ekki jafngott viðnám við hemlun í beygjum að sumri til í samanburði við sumar- hjólbarða og grípa ekki eins vel við blautar aðstæður í hlýju veðri.“ Mynstur og dýpt Um mynsturdýpt sumar- og vetrardekkja gilda reglur. „Á sumrin má mynsturdýpt ekki fara undir 1,6 mm og á vetrum ekki vera undir 3 mm (1. nóvember til 14. apríl). Þetta er þó algert lág- mark og best er að mynsturdýpt fari ekki niður að þessu. Ný dekk eru að meðaltali með 8 til 9 mm dýpt,“ segir Magnús og bætir við: „Því minni sem mynsturdýptin er, því meir dregur úr viðnámi og virkni hjólbarðanna í beygjum, bleytu, snjó, krapa eða hálku. Mynsturdýpt hjólbarða má mæla með sérstökum dekkjadýptarmæli eða öðrum mælibúnaði heima eða á hjólbarðaverkstæði. Aldurinn skiptir máli Hjólbarðar í reglulegri notkun slitna vanalega áður en þeir sýna merki um öldrun. Hins vegar geta hjólbarðar sem eru ekki í notkun, brotnað niður vegna útfjólu- blárra geisla, raka, geymslu og óæskilegs hitastigs sem getur haft áhrif á endingu og gæði hjól- barðanna. Sérstaklega skal hugað að varadekkjum í þessu samhengi. Öldrunarskemmdir eru sömuleiðis algengari á hjólbörðum eftirvagna sem eru sjaldan notaðir. Sumir framleiðendur mæla með því að skipt sé um hjólbarða eftir sex ár, óháð slitlagi, aðrir tala um tíu ár. Það borgar sig þó að skoða og meta eftir fimm ár. Aldur hjólbarða má sjá á hliðum þeirra. Leitaðu að bókstöfunum DOT og tölukóða. Framleiðslukóðinn segir til um aldur hjólbarðans. Fyrra númeraparið er framleiðsluvikan og hitt er árið. Dæmi: 2314 = 23. vika 2014. Athugaðu á hliðarveggjum hjólbarðans hvort sjá megi fínar eða djúpar sprungur, sérstaklega ef hjólbarðarnir eru 4 til 5 ára. Sé slitlagið aflagað getur það bent til öldrunar. Ef mynstur hjólbarðans eyðist ekki jafnt og er meira á brúnum hjólbarðans eða í stökum blettum með minni mynsturdýpt, getur það bent til vanstillingar á hjólabúnaði, stýrisendum og öðru sem ber að laga á verkstæði. Skoð- aðu hjólbarðana þína sjónrænt einu sinni í mánuði. Ekki spara öryggið Það er mikill misskilningur að við kaup á ódýrustu hjólbörðunum sparist peningur. Yfirleitt endast þeir styttra en dýrari og vandaðri hjólbarðar og veita minna öryggi. Það þarf því að kaupa nýja „ódýra” hjólbarða oftar en dýrari og endingarbetri hjólbarða. Góðar upplýsingar eru til um prófanir og umsagnir um hjólbarða.“ Passaðu þrýstinginn, maður Á flestum fólksbílum er mælt með að loftþrýstingur sé 32 psi til 35 psi í dekkjunum þegar þau eru köld. „Stundum er mælt með mismiklum þrýstingi í fram- og afturdekkjum. Í f lestum bílum sést ráðlagður þrýstingur á miða inni í hurðarfalsi ökumanns- hurðar. Nákvæmari mæling fæst ef hjólbarðinn er kaldur. Einnig er mælt með að nota áreiðanlegan dekkjaþrýstingsmæli heima eða á bensínstöð.“ Líftími hjólbarða minnkar ef ökumaður stundar aflmikla hemlun og mikla hröðun frá kyrr- stöðu. „Það borgar sig að hafa gott bil á milli bíla og draga þannig úr þörfinni á stíga í sífellu á hemlana. Einnig dregur það úr slysahættu. Það að hægja á sér í kröppum beygjum dregur einnig úr álagi og sliti á hjólbörðum. Forðast skal akstur ofan í holur og ójöfnur. Tékklisti fyrir ferðalagið Verið á sumardekkjum á sumrin og vetrardekkjum á veturna. Verið viss um að mynsturdýpt sé nægjanleg. Gætið þess að loft- þrýstingur sé réttur og nægjan- legur. Athugið að varadekk sé í lagi og búnaður til að skipta um það. Ef bíllinn er ekki útbúinn vara- dekki verið þá viss um að í honum sé búnaður til að gera tímabundið við hjólbarðann svo hægt sé að aka bílnum á verkstæði. Ef skipta þarf um dekk við akbraut skal reyna að leggja bílnum þannig að annarri umferð stafi ekki hætt af og setja skal upp viðvörunarþríhyrning aftan við bílinn. Ágætt viðmið er að ef leyfður hámarkshraði er til dæmis 90 km/klst. skal hann hafður í 90 metra fjarlægð og í 50 metra fjarlægð sé leyfður hámarks- hraði 50 km/klst.“ n Á vefnum samgongustofa.is má lesa ítarlegri upplýsingar um hjólbarða, viðhald og öryggi í um- ferðinni. Á öruggum hjólbörðum í allt sumar Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngu- stofu. Að hans sögn eru dekkin öryggisatriði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 10 kynningarblað 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.