Fréttablaðið - 12.04.2022, Qupperneq 44
Scheffler hefur tekið
þátt í sex golfmótum
síðustu tvo mánuði og
unnið fjögur þeirra.
Íslenska liðið náði snemma að brjóta ísinn í 4-0 sigri á Tékkum í haust, sem gerði útslagið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hvert stig skiptir máli
Jafntefli færi langt með að
tryggja íslenska liðinu að
minnsta kosti annað sæti
riðilsins og um leið þátttöku-
rétt í umspilinu en hvert stig
gæti skipt sköpum í þeim
málum.
Liðin níu sem lenda í öðru
sæti í sínum riðlum fara
áfram í umspil þar sem þrjú
stigahæstu liðin í undan-
keppninni komast beint
áfram á annað stig um-
spilsins.
Hérna fara hlutirnir að
flækjast. Stigafjöldi liða úr
riðlinum og úrslit í umspilinu
sameinast eftir umspil og fara
tvö stigahæstu liðin áfram en
stigalægsta liðið fer í alþjóð-
legt umspil á næsta ári.
20 Íþróttir 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR
EXTRA
ÓDÝR PÁSKAEGG
Barónsstígur • Reykjanesbær • Akureyri
*Sýna þarf kvittun samdægurs.
Gildir aðeins fyrir páskaegg frá Nóa, Freyju og Góu.
Gildir ekki um páskegg nr. 1.
Þú færð ódýrara páskegg
hjá okkur, annars endur-
greiðum við mismuninn*
Gildir til 18.apríl.
Kvennalandsliðið mætir
Tékklandi í mikilvægum leik
í undankeppni HM 2023 ytra
í dag. Íslenskur sigur fer langt
með að tryggja Íslandi sæti í
seinni hluta umspilsins hið
minnsta og um leið úrslitaleik
gegn Hollandi í haust upp á
sæti á HM. Tékkneskur sigur
kæmi Íslandi í vandræði.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI „Við vitum það allar
hversu mikilvægur þessi leikur er og
við erum tilbúnar til þess að leggja
allt í sölurnar í dag,“ segir Gunn-
hildur Yrsa Jónsdóttir, sem hefur
borið fyrirliðabandið til þessa í
undankeppninni, aðspurð hvernig
leikmannahópurinn nálgist leikinn
í dag. Íslenska kvennalandsliðið
hefur verið áður í þessum sporum
fyrir leik gegn Tékklandi sem fór
úrskeiðis en Stelpurnar okkar virð-
ast einbeittar og tilbúnar í slaginn.
„Þær eru með gott lið, þéttar til
baka en við þurfum að einbeita
okkur að okkar leik því við ætlum
okkur að taka stigin þrjú,“ segir
Gunnhildur enn fremur.
Íslenska kvennalandsliðið mætir
því tékkneska í Teplice í dag þar
sem sigur fer langt með að tryggja
Íslandi að minnsta kosti umspils-
sæti í undankeppni HM 2023 sem
fer fram í Ástralíu og á Nýja-Sjá-
landi á næsta ári. Íslenska kvenna-
landsliðið hefur aldrei komist í
lokakeppni HM en er með örlögin í
eigin höndum þegar liðið á þrjá leiki
eftir í undankeppninni.
Að sama skapi eru Tékkar að berj-
ast fyrir lífi sínu í undankeppninni
og á Þorsteinn Halldórsson, þjálfari
liðsins, von á því að Tékkarnir reyni
að byrja af krafti sem íslenska liðið
þurfi að standast.
„Við gerum okkur grein fyrir því
að Tékkarnir þurfa að vinna þenn-
an leik og eigum von á því að þær
reyni að pressa á okkur og reyna að
knýja fram mistök af okkar hálfu.
Við þurfum að vera viðbúin öllu
sem hægt er að undirbúa og vera
tilbúin að bregðast við því hvað
Tékkarnir gera. Þessi leikur mun
krefjast mikillar þolinmæði af
okkar hálfu.“
Tékkneska liðið er erfitt heim að
sækja og var nálægt því að vinna
Evrópumeistara Hollands undir
lok síðasta árs. Tékkar komust
tvisvar yfir í leiknum en Hollend-
ingar björguðu stigi á lokamínútu
leiksins.
Þá áttu Stelpurnar okkar í meiri
vandræðum með tékkneska liðið
ytra en hér heima í síðustu undan-
keppni, þó að leikirnir hafi báðir
endað með jafntefli.
„Tékkar eru eru sterkar varnar-
lega. Spila yfirleitt mjög þéttan og
skipulagðan varnarleik, notast við
lágpressu í varnarleik sínum. Þegar
þær eru með boltann halda þær
honum vel, þolinmóðar og með
sterka leikmenn fram á við sem
eru að spila í háum gæðaf lokki.
Heilt yfir er þetta f lott fótboltalið,
góðar í sínum styrkleikum og hafa
verið að sýna það undanfarið með
góðum úrslitum,“ segir Þorsteinn,
aðspurður við hverju megi búast af
tékkneska liðinu í dag. ■
Sigur í dag yrði gulls ígildi á
vegferð liðsins til Eyjaálfu
kristinnpall@frettabladid.is
GOLF Í f jórða sinn á innan við
tveimur mánuðum var það Scottie
Scheffler sem stóð uppi sem sigur-
vegari á PGA-mótaröðinni um
helgina. Kylfingurinn sem var ekki
búinn að vinna mót í fyrstu sjötíu
tilraununum á sterkustu mótaröð
heims er kominn í efsta sæti heims-
listans og virðist ekkert geta stöðv-
að skilvirkan leik hins 25 ára gamla
Schefflers. Sjálfur virðist hann að
einhverju leyti hissa á velgengninni
og viðurkenndi eftir mót að hafa
brotnað niður og grátið á sunnu-
dagsmorguninn vegna tilfinning-
anna sem fylgdu vissunni um að
risamótstitill væri innan seilingar.
Scheffler gerði í raun aðeins ein
mistök allt mótið og það á síðustu
flötinni þar sem hann fjórpúttaði af
stuttu færi. Það kom ekki að sök þar
sem óaðfinnanleg spilamennska
Scheff lers fram að því þýddi að
hann var með sex högga forskot á
næsta kylfing. Um leið varð Scheff-
ler níundi yngsti kylfingurinn í sög-
unni til að vinna Masters-mótið og
fékk að launum 2,6 milljónir dala.
Það fullkomnaði ótrúlegar átta
vikur þar sem Scottie hefur skotist
upp á stjörnuhimininn með því að
vinna fjögur mót af þeim sex sem
hann tók þátt í eftir að hafa beðið í
þrjú ár eftir fyrsta sigrinum. ■
Skotist hratt upp á stjörnuhimininn
Scheffler vann risamót í fyrstu til-
raun sem efsti maður heimslistans í
golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY