Fréttablaðið - 12.04.2022, Page 50
Ég var dálítið sérstakt
barn, mikið heima að
hlusta á klassík, mest
barokk.Páskatónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands
fara fram í Hofi á skírdag,
fimmtudaginn 14. apríl. Þar
verður flutt Gloria eftir Ant-
onio Vivaldi og barokkverk
eftir Vivaldi, Antoni Lotti og
Guiseppe Torelli. Einsöngv-
arar eru Hildigunnur Einars-
dóttir og Helena Guðlaug
Bjarnadóttir.
Hildigunnur verður, ásamt Helenu,
einsöngvari í kórverkinu Gloria
eftir Vivaldi. „Við Helena syngjum
dúett og svo syng ég tvær dásam-
legar aríur. Þetta er yndislegt verk
sem ég kynntist mjög snemma á
tónlistarævinni. Ég var í barnakór
hjá Margréti Pálmadóttur og hún
lét okkur, pínulitlar dömur, syngja
þetta. Verkið er í miklu uppáhaldi
hjá mér enda tónlistin glæsileg,“
segir Hildigunnur. „Mamma mín,
Jóhanna V. Þórhallsdóttir, hefur
líka sungið í þessu verki og til er
upptaka með henni sem ég hlust-
aði oft á þegar ég var lítil. Þannig
að það er óskaplega gaman að fá að
syngja í verkinu.“
Hildigunnur hefur lifað og hrærst
Trú í gegnum
tónlist
Hildigunn-
ur syngur á
páskatónleikum
Sinfóníuhljóm-
sveitar Norður-
lands.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
kolbrunb@frettabladid.is
Rut Rebekka heldur sýningu í sýn-
ingarsal félagsins Íslensk Grafík
í Hafnarhúsinu. Málverkin eru olía
á striga, máluð 2019 til 2022 og graf-
íkin er olíusáldþrykk.
Þetta er 24. einkasýning Rutar
Rebekku Sigurjónsdóttur, en hún
er fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur
stundað myndlist í 48 ár og haldið
og tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum hérlendis og erlendis.
Sýningin er opin klukkan 14 til 17,
fimmtudaga til sunnudaga, og henni
lýkur sunnudaginn 17. apríl. ■
Málverk og grafík
Rutar Rebekku
Rut Rebekka sýnir málverk og grafík.
MYND/AÐSEND
TÓNLIST
Álfheiður Erla
Guðmundsdóttir
sópran
Verk eftir Crumb, Sibelius og
Muhly
Útsetningar: Viktor Orri Árnason
Píanóleikur: Kunal Lahiry
Strengjakvartett: Viktor Orri
Árnasoni, Pétur Björnsson,
Guðbjartur Hákonarson
og Hrafnhildur Marta
Guðmundsdóttir
Dansari: Marta Hlín
Þorsteinsdóttir
Leikstjórn: Andrea Tortosa
Baquero
Eldborg í Hörpu
miðvikudaginn 6. apríl
Jónas Sen
Að ganga inn í Eldborgina í Hörpu
á miðvikudagskvöldið var eins og
að koma inn í draugahús. Þéttir
reykjarbólstrar sköpuðu annarlega
stemningu. Uppsetningin var
öðruvísi en maður á að venjast.
Í stað þess að taka sér sæti á
áheyrendabekk var manni gert
að setjast á aftari hluta sviðsins
og horfa út í sal. Öllu hafði verið
snúið við; fremri hluti sviðsins og
áheyrendabekkirnir á neðstu hæð
voru vettvangur tónlistarfólksins,
risastór geimur; allur salurinn var
sviðið. Gegnsæ tjöld héngu niður
úr loftinu í miðjum salnum. Það
var rökkur; þetta var vægast sagt
dularfullt.
Andrúmsloft hins yfirskilvitlega
Tónlist er list og tjáning hins ósýni-
lega. Á tónleikunum sem hér um
ræðir var það með eindæmum
áþreifanlegt. Álfheiður Erla Guð-
mundsdóttir sópran var í aðal-
hlutverki og flutti aðallega lög eftir
Jean Sibelius og George Crumb. Sá
síðarnefndi lést fyrir um tveimur
mánuðum og var einn merkasti
tónsmiður samtímans. Tónlist hans
einkenndist af trúarlegum og goð-
sagnalegum tilvísunum og stefjum;
enginn, að Skrjabín undanskildum,
náði að fanga andrúmsloft hins yfir-
skilvitlega eins vel í verkum sínum.
Meginuppistaða efnisskrárinnar
var lagaflokkurinn Apparition eftir
Crumb, en inni á milli voru lög eftir
Sibelius frá mismunandi tímabilum,
auk þess sem nokkur íslensk þjóðlög
skutu upp kollinum.
Kom út úr myrkrinu
Þetta voru þó ekki bara tónleikar,
heldur sviðsverk. Pallur, eða göngu-
braut öllu heldur, hafði verið reist
sem lá frá sviðinu og yfir áheyrenda-
bekkina. Við upphaf sýningarinnar
gekk söngkonan eftir brautinni til
áheyrenda, út úr myrkrinu. Yfir
pallinum héngu tjöldin sem fyrr
var minnst á, og á þau var varpað
alls konar hreyfimyndum, eftir því
um hvað verið var að syngja. Inn í
tónlistina fléttaðist svo dans Mörtu
Hlínar Þorsteinsdóttur, sem var for-
kunnarfagur.
Tónlistin eftir Sibelius og Crumb
blandaðist ágætlega saman. Ljóð-
rænan í þeim fyrrnefnda var yndis-
lega vel útfærð af Álfheiði, sem söng
af mýkt, innileika og heilindum.
Röddin var fullkomin, í senn tær,
breið og hljómmikil. Túlkunin var
full af tilfinningum, skreytt lit-
ríkum blæbrigðum.
Glæddur viðeigandi dulúð
Crumb var gæddur viðeigandi
dulúð, bæði í söngnum en ekki
síður í rödd píanósins, sem Kunal
Lahiry lék á af óviðjafnanlegri fag-
mennsku. Leikur hans var fágaður
og markviss, tónarnir svo merking-
arþrungnir og annarsheimslegir að
dásamlegt var.
Eitt lag eftir Nico Muhly var
frumf lutt á tónleikunum, Sá ég
svani. Laglínan þar var sérstak-
lega fögur, frjálsleg og innblásin,
umvafin margvíslegum, fínlegum
litbrigðum.
Hrífandi og full af stemningu
Nokkrar útsetningar eftir Viktor
Orra Árnason á íslenskum þjóð-
lögum voru líka frumfluttar. Þar var
undirleikurinn í höndum strengja-
kvartetts sem samanstóð af Pétri
Björnssyni, Guðbjarti Hákonar-
syni og Hrafnhildi Mörtu Guð-
mundsdóttur, auk Viktors. Leikur
kvartettsins var lágstemmdur en
nákvæmur og útsetningarnar voru
hrífandi og stemningsríkar.
Andrea Tortosa Baquero leik-
stýrði sýningunni og gerði það sér-
lega vel. Flæðið í henni var sannfær-
andi, hún var heildstæð og grípandi.
Lokaatriðið, þegar Álfheiður gekk út
í myrkrið aftur um leið og hún söng
The Night in Silence Under Many a
Star eftir Crumb, var ólýsanlegt. Það
var eins og að sameinast nóttinni og
stjörnunum, hverfa inn í kosmosið
og myrkrið. Þetta var magnaður
tónaseiður og sjónarspil; einstakur,
ógleymanlegur listviðburður.■
NIÐURSTAÐA: Stórfengleg
sýning, ótrúleg tónlist.
List og tjáning hins ósýnilega
Álfheiður Erla
Guðmunds-
dóttir og Kunal
Lahiry.
MYND/AÐSEND
í tónlist frá unga aldri. „Ég var dálít-
ið sérstakt barn, mikið heima að
hlusta á klassík, mest barokk.“
Sorg í kirkju
Hún segir sérstaka tilfinningu fylgja
því að syngja á hátíðisdögum eins
og um páska. „Ég get ekki sagt að
ég sé mjög trúuð en ég verð trúuð
í gegnum tónlist. Ég hef sungið í
stórum passíum eftir Bach og finn
fyrir áþreifanlegri sorg í kirkjunni
þegar sungið er um Krist á kross-
inum. Það er mjög áhrifamikið og
þá kemur sterk trúartilfinning yfir
mann.“
Hún söng síðast í Hofi árið 2018
í Matteusarpassíu Bachs og Hörður
Áskelsson var þá stjórnandi. „Ég
hlakka til að koma til Akureyrar.
Pabbi, Einar Kristján Einarsson
gítarleikari, ólst upp og hóf tónlist-
arferil sinn á Akureyri, þannig að að
koma þangað verður dálítið eins og
að koma heim. Ég dvaldi þar mörg
sumur hjá afa mínum og ömmu
og mér þykir einstaklega vænt um
bæinn.“
Ekki innhverf íhugun
Tónleikarnir í Hofi eru ekki þeir
einu sem Hildigunnur er þátt-
takandi í. Hún söng í Requiem
eftir Verdi með Söngsveitinni Fíl-
harmóníu um síðustu helgi í Lang-
holtskirkju undir stjórn Magnúsar
Ragnarssonar. Einsöngvarar ásamt
henni voru Hallveig Rúnarsdóttir,
Gissur Páll Gissurarson og Kristinn
Sigmundsson.
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég
söng í því verki. Verkið er ekki inn-
hverf íhugun eins og ég upplifi oft í
Bach heldur minnir mest á óperu-
tónlist. Það átti að flytja verkið árið
2020 en það frestaðist vegna Covid.
Ég fékk auka tvö ár til að þjálfa rödd-
ina og segi nánast: Guði sé lof, því
þetta er stórt og mikið verk.“ ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
ÁRSFUNDUR
LISTAHÁSKÓLANS
2022
LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS BOÐAR
TIL ÁRSFUNDAR MIÐVIKUDAGINN
27. APRÍL KL. 16:00
Fundurinn verður haldinn í Dynjanda,
sal tónlistardeildar í Skipholti 31.
Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi
hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórn Listaháskóla Íslands
26 Menning 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 12. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR