Ægir - 2021, Qupperneq 28
28
„Mjög stór hluti af aflanum sem við
vinnum fer í lýsi og mjöl, sérstaklega
ef það er loðnuvertíð. Ég reikna með
að við verðum með 50-60.000 tonn af
afurðum á næsta ári. Þar er mjöl og
lýsi fyrirferðarmest og svo síldar-,
makríl- og loðnuafurðir, auk bolfiskaf-
urða. Ef við náum loðnukvótanum á
næsta ári geri ég ráð fyrir að loðnan
skili yfir 30.000 tonnum af afurðum,“
segir Stefán Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna-
eyja. Félagið fagnaði 120 ára afmæli á
fullveldisdaginn fyrsta desember síð-
astliðinn. Það á sér því langa og
merka sögu en í þessu viðtali höldum
við okkur aðallega í nútímanum og
reynum að skyggnast inn í nánustu
framtíð. Við byrjum á komandi vetr-
arvertíð á loðnu. Þeirri stærstu í tvo
áratugi.
Loðnuvertíðin mikil innspýting
„Þegar allt er í gangi á svona stórri ver-
tíð erum við að framleiða jafnvel 400
tonn af mjöli og 200 tonn af lýsi og gæt-
um að auki verið að frysta 600 tonn af
afurðum á sólarhring. Sem er ansi mikið.
Þó að þetta séu kannski ekki margir
dagar, sem svona gengur, er þetta tals-
vert álag, sem þarf að standast. Menn
þurfa að ráða við toppana. Við höfum
ekki teljandi áhyggjur af því að við get-
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísféalgs Vestmanneyja. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson
Tæknin og
vísindin lykillinn
að framtíðinni
rætt við Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja,
í tilefni af nýafstöðnu 120 ára afmæli félagsins