Ægir - 2021, Síða 38
38
„Það er orðið ansi langt síðan ég hef
veitt loðnu í desember. Það er svo
langt síðan að ég man það ekki einu
sinni. Vertíðina 2002 fiskuðum við
hátt í 30.000 á gamla Bjarna og þá tók
ég allt eftir áramót, þó skipið bæri
ekki nema 1.200 til 1.300 tonn. Það
voru því nokkrar ferðir. Núna er svo
sem ekki komin góð mynd á útlitið en
loðna virðist vera alveg frá Kolbeins-
ey og austur af Langanesi. Hún virð-
ist vera mjög víða en mjög dreifð.“
Þetta sagði Þorkell Pétursson, skip-
stjóri á uppsjávarskipinu Bjarna Ólafs-
syni AK 70, þegar slegið var á þráðinn til
hans úti á loðnumiðunum útaf Langa-
nesi nú í desember.
Mikil traffík
„Það voru 17 bátar hérna í gær og mikil
traffík. Allir að berjast um lítinn blett.
Það er mjög þröngt á þessu og endaði á
því að einn missti pokann í sjóinn. Menn
draga sig saman á morgnana ef eitthvað
er sjá og reyna að skipuleggja sig en það
gengur ekki alltaf vel. Ef þú ert ekki á
réttum stað að morgni þá getur þú
hreinlega misst veiðina þann daginn.
Eins og staðan er í dag er ég nyrstur og
það eru bátar á eftir í röð sem nær yfir
30 mílur. Stýrimennirnir leita að
loðnunni á nóttunni og staðsetja sig að
morgni þar sem veiðivon er. Finna eitt-
hvað sem getur þétt sig um morguninn,
þegar loðnan gengur niður. Þegar fer að
skyggja þá hættir loðnan að ganga inn í
belginn. Það kemur bara ekkert þó lóðið
sé ágætt. Þetta er mjög sérstakt. Stærsta
holið hjá okkur á þessu skipi er 400 tonn
en annars allt niður í 100 tonnin. Það er
líka mikil áta hérna sem við getum líka
lent í. Það er enginn aukafiskur í þessu
nema átan,“ segir Þorkell.
Stór og falleg loðna
Bjarni Ólafsson AK kom með fyrsta
loðnufarminn að landi á vertíðinni og
var skipið búið að landa þrisvar þegar
rætt var við Þorkel. Lest skipsins er
1.967 rúmmetrar og segir Þorkell að mið-
að við það geti skipið tekið 1.850-1.900
tonn.
„Við kælum hráefnið með vatni en
ekki sjó til að minnka seltuna í aflanum.
Hann fer allur í bræðslu núna enda eng-
in hrogn komin í loðnuna. En þetta er
stór og falleg loðna, allt niður í 36 stykki
í kílói,“ segir Þorkell sem er bjartsýnn á
að ná kvótanum á vertíðinni.
„Einhvers staðar hljóta þessi tonn að
vera sem búið er að mæla og ég vona að
allt gangi upp. Það verður nóg að gera á
næstunni, það er alveg ljóst.“
„Langt síðan ég hef veitt
loðnu í desember“
segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni
Þorkell Pétursson skipstjóri er bjartsýnn á að loðnukvótinn náist.
Myndir: Þorgeir Baldursson
Bjarni Ólafsson kom með fyrstu loðnuna til Neskaupstaðar í upphafi vertíðar.
Loðnuveiðar