Fréttablaðið - 27.05.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 27.05.2022, Síða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hlutverk Viðreisnar í íslenskum stjórnmál- um er hins vegar orðið óljóst. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Eðlilegt er að litlir stjórnmálaflokkar reyni að skapa sér sérstöðu þannig að kjósendur taki ekki upp á því að villast á þeim og öðrum flokkum. Einn af litlu f lokkunum er Viðreisn, sem í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum rétt slapp inn í borgarstjórn, en meirihlutinn féll þó. Fyrstu viðbrögð forystu Viðreisnar við úrslitunum voru í ætt við ákafan aðskilnaðar- kvíða og hún tilkynnti að f lokkurinn væri í staðföstu bandalagi með öðrum flokkum í hinum fallna meirihluta. Síðan var eins og forystan áttaði sig á því að kannski gæti f lokkurinn átt tilverurétt í borginni án Dags B. Eggertssonar og þá var sagt að þetta banda- lag ætti að vara í einhverja daga en þá yrði hugsanlega farið að horfa í aðrar áttir. Þau orð voru fljótlega tekin aftur. Svo virtist Viðreisn skyndilega fá þá hugdettu að f lokkurinn hefði unnið kosningasigur og þá var talað eins og það væri hlutverk Viðreisnar að bjóða Fram- sóknarflokknum til viðræðna um meiri- hlutasamstarf. Skiljanlega klóruðu ýmsir sér í kollinum yfir þeirri kokhraustu hugmynd. Nú er Viðreisn föst þar sem hún kann best við sig – í námunda við Samfylkinguna. Það er ekki skrýtið því enginn sérstakur munur er á þessum flokkum. Hollusta Viðreisnar í garð Dags B. Eggertssonar minnir meira að segja á aðdáun Samfylkingarfólks á borgar- stjóranum. Dagur hefur vissulega margt sér til ágætis. Hann var farsæll borgarstjóri og verður vonandi í allra nánustu framtíð for- maður Samfylkingarinnar. Enginn yrði betri í því hlutverki. Ætli Samfylkingin sér stóra hluti í framtíðinni þarf hún mann eins og Dag til forystu. Sjálfskipaðar vonarstjörnur innan þingflokks Samfylkingar verða að kyngja þeirri staðreynd. Samfylkingin gæti átt bjarta tíma fram undan haldi hún rétt á spilunum. Hlutverk Viðreisnar í íslenskum stjórnmálum er hins vegar orðið óljóst. Helstu stefnumál þessa litla f lokks eru stefnumál Samfylkingarinnar, samanber Evrópumál og sjávarútvegsmál. Það er því ekki skrýtið að Viðreisn skuli nú leita í faðm Samfylkingarinnar. Kannski ætti Viðreisn að sýna djörfung og dug, ganga hug- hraust alla leið og sameinast Samfylkingunni. Viðreisn kæmi inn í Samfylkinguna með nokkurn veginn sömu áherslur og þar eru fyrir, en viðbótin væri vottur af nettri og ljúfri hægristefnu, sem þarf líka að finnast í stórum jafnaðarmannaflokki. Verri sameiningar en þessi hafa vissulega átt sér stað í íslenskum stjórnmálum. n Í sama flokki Steinhella 17a / 221 Hafnarfjörður / s. 577 5050 / www.gluggasmidjan.is gæða veka PLaSTgLuggar • Útlit eins og timburgluggar • Henta mjög vel í gluggaskipti! • Þarf ekki að skrapa og mála eins og timburglugga! Gott verð og stuttur afhendingartími! Það er löngu tímabært að löggjafinn tryggi fjöl- skyldum leyfi frá störfum og svigrúm til úrvinnslu á sorg sinni í kjölfar barnsmissis. Í apríl mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi um sorgarleyfi foreldra sem missa barn. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnu- markaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Einnig er gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgar- leyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Sorgarleyfi nær einnig til andvana fæðinga eftir 22. viku meðgöngu og er þá þrír mánuðir og til fósturláts eftir 18. viku og er þá tveir mánuðir. Í frumvarpinu er hugtakið foreldri skilgreint rýmra en í gildandi löggjöf hér á landi og geta því f leiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og um er að ræða sjálfstæðan rétt hvers foreldris. Mikilvægi þess að huga vel að stuðningi við börn og barnafjölskyldur í kjölfar andláts barns verður seint ofmetið, en hér er líka um mikið framfara- skref á vinnumarkaði að ræða. Mestu máli skiptir auðvitað að foreldrar fái svigrúm til að vinna úr sorg sinni og styðja við eftirlifandi systkini, en með sorgarleyfi og greiðslum því tengdum má auka líkur á að viðkomandi eigi farsæla endurkomu á vinnu- markað og taki virkari þátt í samfélaginu að nýju eftir barnsmissi. Sorgarleyfi þekkjast ekki víða, en þó til dæmis í Danmörku og Bretlandi. Verði frumvarpið sam- þykkt mun Ísland skipa sér fremst á meðal jafningja hvað varðar réttindi tengd sorgarleyfi, en foreldra- hugtakið er víðtækara og sveigjanleiki til atvinnu- þátttöku samhliða leyfi rýmri en annars staðar þar sem sorgarleyfi eru í löggjöf. Ég vona svo sannarlega að við alþingismenn gerum frumvarpið að lögum fyrir sumarið. n Sorgarleyfi vegna barnsmissis Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnu- markaðsráðherra arnartomas@frettabladid.is Bless, bless Það var tregablandin stemning á Facebook-síðu Eyþórs Arnalds í vikunni þar sem hann kvaddi borgarstjórn Reykjavíkur með örljóði. Þar hafði fyrrverandi rokkstirnið og oddvitinn orð á því að sum væru södd og sum hungruð en að borgin væri fögur og nóttin ung. Ljóðstúfur- inn um misrétti heimsins var svo myndskreyttur af Eyþóri og fyrrum starfsbróður hans í Samfylkingunni á trúnó í ein- hverju kokteilboði. Þótt færslan hafi verið með eindæmum furðuleg var hún merkilega mennsk, sem er eitthvað sem var sárlega ábótavant í nýyfir- staðinni kosningabaráttu Sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Rífast bæði og djamma Blásið var til þingveislu fyrir ráðherra og alþingismenn í vikunni, þeirrar fyrstu síðan heimsfaraldurinn skall á. Dæmi eru um að slíkar veislur hafi endað með ósköpum. Áður fyrr hefur kynferðisleg áreitni grasserað og kjörnir fulltrúar sagt af sér í kjölfarið en nú skyggði ekkert á gleðina. Þá skiptir engu þótt menn hafi rifist opinberlega svo gott sem sama dag og veislan fór fram. Stéttin er ólík öðrum að því leyti að hún getur hæglega rifist á daginn og djammað saman á kvöldin. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 27. maí 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.