Fréttablaðið - 27.05.2022, Side 26
Taylor Mac er magnaður listamaður.
elin@frettabladid.is
Listahátíð í Reykjavík verður
haldin dagana 1. - 19. júní en þar
munu jafnt innlendir sem erlendir
listamenn koma fram. Listahátíðin
hefur verið leiðandi afl í menn-
ingarlífi þjóðarinnar frá árinu
1970. Venjulega er mikil listræn
fjölbreytni á Listahátíð og flutt
hafa verið verk eftir mikinn fjölda
listamanna í gegnum árin. Á því
verður engin undantekning nú.
Meðal þeirra sem koma fram er
Taylor Mac sem nýtir drag, tónlist
og húmor til að halda uppi kraft-
mikilli samfélagslegri gagnrýni.
Taylor Mac kemur fram á stóra
sviði Þjóðleikhússins með magn-
aði hljómsveit, en auk þess koma
fram óvæntir gestir úr íslensku
menningarlífi. Taylor Mac sló ræki-
lega í gegn fyrir fáeinum árum, en
hann hefur sýnt listgjörninga víða
um heim og hlotið mikið lof fyrir.
Taylor Mac kemur fram 1. og 2.
júní í Þjóðleikhúsinu. Hægt er að
kynna sér alla þá frábæru lista-
menn sem koma fram á hátíðinni á
síðunni listahatid.is. n
Listahátíð nálgast Svavar KnútUR Fór á WOMEX tón-
listarráðstefnuna með ÚTÓN í fyrra.
starri@frettabladid.is
Markmið Útflutningsskrifstofu
íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) er að
auka möguleika íslenskra fyrir-
tækja og einstaklinga í tónlistar-
útrás til að ná árangri í alþjóð-
legum viðskiptum.
Starfsfólk ÚTÓN tók meðal ann-
ars þátt í sjö tónlistarráðstefnum
eða „showcase hátíðum“ nú í vor.
Ólíkt hefðbundnum tónlistar-
hátíðum er stór hluti gesta aðilar
úr tónlistarbransanum, til dæmis
bókarar, umboðsmenn, fólk frá
útflutningsskrifstofum, plötu-
útgáfum og PR fyrirtækjum.
Þeim er gjarnan boðið á hátíð-
ina af skipuleggjendum eða koma
þangað á eigin vegum til að kynn-
ast öðrum fagaðilum í tónlist, en
tengsl eru einstaklega mikilvæg í
tónlistariðnaðinum. Þegar ÚTÓN
er með viðveru á hátíðum af þessu
tagi er markmiðið að kynna Ísland
og íslenska tónlist í víðtækum
skilningi, og svo er hver hátíð með
ákveðinn fókus.
Í ár er starfsfólk ÚTÓN sérstak-
lega að kynna lagalista Iceland
Music og Record in Iceland verk-
efnið. n
HEIMILD: UTON.IS.
Aðstoða við útrás íslenskrar tónlistar
Icelandic Tattoo Convention fer
fram 3.-5. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
oddurfreyr@frettabladid.is
Icelandic Tattoo Convention fer
fram helgina 3.-5. júní næstkom-
andi í Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a.
Þetta verður í fimmtánda sinn sem
ráðstefnan fer fram. Hún var fyrst
haldin árið 2006 en féll niður árin
2020 og 2021 vegna heimsfarald-
ursins.
Tilgangur ráðstefnunnar er
að fá fleiri húðflúrslistamenn til
landsins.
Miðar á ráðstefnuna verða seldir
við innganginn og þeir sem vilja
panta tíma hjá listamönnunum
sem koma í heimsókn verða að
hafa samband við listamennina
sjálfa, annað hvort með því að
senda þeim skilaboð á Instagram
eða mæta á ráðstefnuna og tala
beint við þá. Gestir eru beðnir um
að koma með reiðufé. n
Nánari upplýsingar um ráð-
stefnuna og þá listamenn sem
eru að koma í heimsókn má finna
á Facebook-síðunni The Icelandic
Tattoo Convention, undir við-
burðaheitinu Icelandic tattoo
convention 2022 á Facebook og á
Instagram undir notendanafninu
icelandictattooconvention.
Icelandic Tattoo
Convention í júní
Harpa bíður þín með fjölbreytt rými, fullkominn tæknibúnað
og þjónustulipurt fagfólk. Hvort sem þú ætlar að halda
ráðstefnu, málþing, menningarviðburð, árshátíð, fund
eða annars konar samkomu mun fara vel um þig og
viðburðinn hjá okkur.
Fjölbreytt aðstaða með margvíslegum möguleikum
og tækniþekking á heimsmælikvarða. Í Hörpu færðu
persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja
velheppnaðan viðburð.
Velkomin í Hörpu!
harpa.is
Stendur
eitthvað til?
12 kynningarblað 27. maí 2022 FÖSTUDAGURR ÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐASTJÓRNUN