Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.05.2022, Qupperneq 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is STÓR PIZZA PÖNNUTILBOÐ ALLA DAGA 1. 590 PEPPERONI • HAWAII • MARGARITA EF ÞÚ SÆKIR pizzahut.is - 515 1617 - Staðarbergi 2–4 Hafnarfirði 18 Lífið 27. maí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ toti@frettabladid.is Kvikmyndin The Bob's Burgers Movie, sem byggir á samnefndum teiknimyndaþáttum, er frumsýnd vestanhafs í dag en íslenskir aðdá- endur þáttanna eru margir hverjir með böggum hildar eftir að þeir komust að því að ekki stendur til að sýna hana í kvikmyndahúsum hérlendis. Markús Már Efraím vakti fyrst athygli á þessu í Facebook-hópnum Fullorðnir aðdáendur teiknimynda þegar hann spurði: „Á ég að trúa því að Bob's Burgers myndin verði ekki sýnd á Íslandi? Eru ekki nógu margir aðdáendur í þessum hóp til að skipuleggja sérsýningu?“ Hann hafði í framhaldinu sam- band við Samfilm þar sem hann var upplýstur um að almennar sýn- ingar hérna strönduðu á því að hjá Disney og 20th Century Films þyki ekki taka því að dreifa henni í öllum löndum Evrópu. „En Sambíóin eru að vinna í því að fá leyfi til að sýna hana á nokkr- um sýningum,“ skrifar Markús Már í stuttri skýrslu í hópnum. Íslenskir fastakúnnar Bob´s Burgers lifa því enn í voninni um að úr rætist og Markús Már gengur að því sem gefnu að þau sem bíði spennt eftir því með honum og sonum hans að sjá myndina, muni ekki setja það fyrir sig að hún verði væntanlega sýnd ótextuð, takist Sambíóunum að liðka fyrir sérsýningum. n Borgarafólk í bíóbobba Enn eru bundnar vonir við að hægt sé að koma Bob og félögum í bíó á Íslandi. Eyjanótt eftir tónlistarkon- una Klöru Elias er þjóðhátíð- arlagið í ár, en í því segist hún hafa reynt að fanga bæði for- tíðarþrá og eftirvæntinguna eftir því að fá loksins að koma aftur saman í Herjólfsdal. toti@frettabladid.is „Þau hjá Þjóðhátíðarnefnd höfðu bara samband fyrr á árinu og spurðu hvort ég vildi taka þetta verkefni að mér,“ segir tónlistarkonan Klara Ósk Elíasdóttir, Klara Elias, sem semur og syngur Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. „Og ég sagði náttúrulega að sjálf- sögðu bara já, takk.“ Þjóðhátíð í Eyjum á sér tæplega 90 ára sögu og Klara verður með Eyja- nótt aðeins önnur konan til þess að semja og syngja lag hátíðarinnar, en Ragga Gísla var sú fyrsta með Sjáumst þar, frá 2017. „Þetta mikill heiður og ég er þakk- lát fyrir að fá þetta tækifæri,“ segir Klara sem fékk, eins og svo oft áður, Ölmu Guðmundsdóttur, til liðs við sig. „Ég sem lagið með henni Ölmu en ég vinn náttúrulega bara langmest með henni. Við eigum ótrúlega merkilegt vinnusamband þannig að ég bara elska að semja með henni og mér fannst líka frábært að fá aðra konu með mér í þetta,“ segir Klara, um stöllu sína úr hinu fornfræga stúlknabandi Nylon. Söguleg endurkoma „Mér fannst bara ekki annað koma til greina en að gera lagið með sama fólki og ég gerði lagið Heim,“ segir Klara um lag þeirra Ölmu, sem hún gaf út í fyrrasumar og varð einhvers konar óformlegt Þjóðhátíðarlag. „Heim var ekki samið sem Þjóð- hátíðarlag en kom bara þannig frá okkur að það varð að Þjóðhátíðar- lagi. En Eyjanótt var samið með Þjóð- hátíð í huga og varð eiginlega bara til fljótlega eftir að ég var beðin um þetta og ég var náttúrlega bara með ákveðna hugmynd um hvernig ég vildi að það væri.“ Klara segist hafa viljað reyna að grípa nostalgíuna og stemninguna sem einkenna Þjóð- hátíð inn í lagið. „Og ná þeirri upp- lifunartilfinningu sem mér finnst vera einkennandi fyrir hátíðina í ár. Það hefur náttúrlega ekki verið Þjóðhátíð í tvö ár og þótt hún hafi verið söguleg í fyrra þar sem við vorum í Brekkusöngnum fyrir tómum dal þá verður þetta svo mikil endurkoma hjá hátíðinni í ár sem gerir hana ennþá stærri og merki- legri. Ég held að mér hafi tekist það að ná að setja þessa tilfinningu og þessa gleði í lagið. Þessa Þjóðhátíðar- stemningu.“ Eyjanótt kemur út 7. júní og myndband, sem Klara tekur upp úti í Eyjum í vikunni, fylgir í kjölfarið þremur dögum síðar. Síðasta nóttin Klara talar um „galið tímabil“ þegar hún lýsir ótrúlegum áhrifum heims- faraldursins á líf og líðan fólks. „Ég held að þetta hafi verið svolítið svona heimsenda móment sem hefur fengið mann til að endurskoða hlut- ina rosalega. Ég held að þessar tilfinningar, sem við erum búin að fara í gegnum öll saman síðustu tvö ár, kristallist svo- lítið í texta lagsins. Þar kemur fram að ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér. Þetta lýsir laginu svolítið og þessari eftirvæntingu eftir því að mega koma saman og vera saman á þessari sögulegu Þjóðhátíð.“ Klara mun að sjálfsögðu fylgja laginu alla leið og syngja það í Herj- ólfsdal, á hátíð sem verður ekki síst söguleg fyrir hana sjálfa. „Ég get sko ekki beðið eftir því að vera í Dalnum fullum af fólki,“ segir Klara, sem söng í fyrsta skipti á mannlausri Þjóðhátíð í fyrra. „Ég hafði aldrei komið fram á Þjóðhátíð. Ekki einu sinni þegar ég var að koma sem mest fram á Nylon tímanum. Þá vorum við bara svo bókaðar annars staðar um landið að við náðum aldrei til Eyja, þannig að þegar ég söng í fyrsta skipti í Eyjum var það fyrir tómum Dalnum þann- ig að nú hlakka ég til að syngja fyrir hann fullan.“ n Eyjanótt nostalgíu og gleði Klara Elias stökk á tækifærið sem hún fékk til að semja þjóð­ hátíðarlagið fyrir sögulega endurkomu­ hátíðina í ár, enda aðeins önnur konan á tæpum 90 árum sem fengin er til verksins. MYND/STEPHANIE MOSER Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér. Eyjanótt eftir Klöru Elias kemur út 7. júní.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.