Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 6
Trans maður gagnrýnir seina
gang í heilbrigðiskerfinu, en
hann er búinn að bíða í tvö og
hálft ár eftir kynleiðréttingar
aðgerð. Hann segir óboðlegt
að trans fólk, sem þegar sé svo
jaðarsettur hópur, komist ekki
í lífsnauðsynlegar aðgerðir.
emd@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Ég er búinn að
vera á biðlista síðan 2019 og er allt
af að halda að ég sé að fara í aðgerð
bráðum. Ég er alltaf að hugsa að það
hljóti að fara að koma að mér. Svo
þegar ég hringdi á Landspítalann
í síðustu viku var mér sagt að ég
væri á biðlista, en ekki væri hægt
að gefa mér svar um nákvæmlega
hvenær ég fengi að fara í aðgerð. Það
yrði þó ekki fyrir sumarið. Mér var
bara sagt að tékka aftur á stöðunni
í haust. Ég veit í raun ekkert hvar á
listanum ég er staddur eða hversu
lengi ég þarf að bíða. Það vantar svo
skýrar línur í þessu,“ segir Snævar
Óðinn Pálsson.
Meðalbiðtími eftir kynleiðrétt
ingaraðgerð hefur lengst mikið síð
ustu þrjú árin, eða um rúmlega 24
mánuði. Í svari Willums Þórs Þórs
sonar heilbrigðisráðherra í febrúar
síðastliðnum, við fyrirspurn Evu
Daggar Davíðsdóttur þingmanns
Vinstri grænna, um biðtíma vegna
kynleiðréttingaraðgerða, var bið
tíminn 6,6 mánuðir árið 2019. Árið
2020 hafði biðtíminn lengst í 14,6
mánuði og árið 2021 var biðtíminn
orðinn 31,1 mánuður.
Snævar segir slíka bið mjög erfiða
fyrir fólk í sinni stöðu, þá sérstak
lega þegar kemur að andlegri heilsu.
„Ég er í endurhæfingu eins og er
uppi á geðdeild út af kvíða. Ég hætti
að vinna í fyrra, af því ég fékk svo
mikinn kvíða og þunglyndi og bara
réði ekki við lífið. Og svo er þessi bið
að bætast ofan á það,“ segir Snævar,
og bætir við að þrátt fyrir að endur
hæfingin reynist honum mjög vel og
honum líði almennt betur sé staðan
samt sem áður erfið.
„Það er bara svo vont að fá engin
svör,“ segir Snævar.
Kynleiðréttingarferli Snævars
hófst árið 2015 og hefur hann farið
í fimm aðgerðir. Aðgerð sem hann
bíður eftir verður því sú sjötta.
„Þetta er svo mikilvægt fyrir mig
og mitt sálarlíf að ég klári þessa
síðustu aðgerð. Þetta verður loka
hnykkurinn í áttina að því að verða
heill en ekki hálfkláraður. Ég vissi
alveg þegar ég byrjaði í þessu að
þetta yrðu nokkur ár, en ég bjóst
ekki við að þurfa að bíða svona ofsa
lega lengi eftir einni aðgerð,“ segir
Snævar. Þetta sé þó staða margra í
hans stöðu.
„Við erum svo jaðarsettur hópur
að það þarf lítið til þess að við lend
um undir í samfélaginu. Það að við
komumst ekki í aðgerðir sem eru
lífsnauðsynlegar er náttúrulega bara
hræðileg staða,“ segir Snævar. n
Segir biðtíma eftir aðgerð óboðlegan
Snævar segir
það vont að
fá engin svör
varðandi stöðu
sína á biðlista
eftir kynleið-
réttingaraðgerð,
en hann hefur
verið á listanum
í tvö og hálft ár.
MYND/AÐSEND
Þetta verður loka-
hnykkurinn í áttina að
því að verða heill en
ekki hálfkláraður.
Snævar Óðinn Pálsson
The largest commercial
fishing exhibition in the North
Íslenska sjávarútvegssýningin nær til
allra þátta nútímalegs sjávarútvegs
& Awards
13th
IN PERSON l ONLINE
20
228
10
TO 2022
Smárinn
Kópavogur
Iceland
Official Logistics Company:
Organiser:
Official International Magazine:
WORLDFISHING
SINCE 1952& AQUACULTURE
Official Icelandic Publication:
#2022Icefish
Visit: Icefish.is
Tel: +44 1329 825335
Email: info@Icefish.is
Official Logistics Company:
_Icefish Visitor Information 2022_99x200.indd 1 19/05/2022 13:56
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR „Við höfum aldrei séð
svona tölu í krónum og aurum,“
segir Runólfur Ólafsson, fram
kvæmdastjóri FÍB.
Lítrinn af bensíni stóð í tæpri 321
krónu á þjónustustöð N1 í Reykja
vík við Hringbraut í gær. Dýrastur
var dropinn í Hrauneyjum, 325.80
krónur. Lægsta almenna verð var að
jafnaði 312314 krónur.
Heimsmarkaðsverð á jarðefna
eldsneyti hefur meira en tvöfaldast
á einu ári. Verðbólgan er að miklu
leyti rakin til innrásar Rússa í Úkra
ínu. Kostnaðarverð á eldsneytis
lítra er nú á Evrópumarkaði um
146 krónur. Fyrir ári kostaði lítrinn
undir 70 krónum.
Fyrir Íslendinga kemur þessi
þróun sér mjög illa, þar sem skattar
slaga upp í 50 prósent af verði hvers
lítra. Runólfur segir að ástandið
bitni mest á þeim sem búa í dreif
býli og eigi um lengstan veg að fara.
„Krafan er að fá tímabundna
niðurfellingu vörugjalds bensíns
og lækkun á olíugjaldi. Þetta upp
sprengda verð hefur ekki bara áhrif
á af komu fólks og vísitölu heldur
margfaldast þetta hressilega út í allt
vöruverð,“ segir Runólfur.
FÍB hefur skorað á stjórnvöld að
koma til móts við almenning með
skattalækkun. Í fjármálaáætlun
er áformuð breyting á sköttum
ökutækja, meðal annars vegna
orkuskipta. Að sögn Runólfs hefur
félagið óskað eftir aðkomu, án
árangurs. n
Hæsta bensínverð Íslandssögunnar
Hún var ekki frýnileg fyrir veskið, krónutalan sem við blasti hjá þeim sem
þurftu að taka bensín hjá N1 á Hringbraut í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Þátttakendur í átak
inu Hjólað í vinnuna fóru 371.268
kílómetra gangandi, hjólandi og
hlaupandi til og frá vinnu í ár, það
jafngildir rúmlega 277 hringjum í
kringum Ísland.
Átakið var haldið í tuttugasta
sinn og stóð yfir dagana 4. til 24.
maí. Íþrótta og Ólympíusam
bandið stendur fyrir átakinu til að
vekja athygli á heilsusamlegum
ferðamáta.
5.319 þátttakendur voru í Hjólað
í vinnuna í ár. Langf lestir þeirra
hjóluðu í vinnuna, eða 88 prósent. n
Hjóluðu á þriðja
hundrað hringja
kringum landið
Langflestir, eða 88 prósent allra
þátttakenda, hjóluðu í vinnuna.
kristinnhaukur@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Í könnun og grein
ingu gerðri af breska Póstinum
kemur í ljós að Ísland er dýrasti
ferðamannastaðurinn sem Bretar
fara almennt til. Annars vegar
voru 2.000 ferðamenn spurðir um
hvernig þeir upplifðu kostnað á 26
stöðum. Hins vegar var gerður verð
samanburður á varningi.
Norðurlöndin í heild höfnuðu
á botninum hjá ferðamönnum.
Aðeins 42 prósent voru sátt við það
sem þau fengu fyrir peninginn. Efst
á listanum var Spánn þar sem 92
prósent voru sátt við það sem þau
borguðu fyrir.
Þar á eftir kom Grikkland, Portú
gal, Tyrkland og Mexíkó en ferða
mennirnir töldu Frakkland og Ítalíu
of dýr, sem og furstadæmið Dúbaí.
Þegar gerður var verðsaman
burður á körfu sem inniheldur
meðal annars sólarvörn, flugnafælu,
kvöldmat, kaffibolla, bjórflösku og
kaffi kom í ljós að Reykjavík var
langdýrasti staðurinn. Þar kostuðu
vörurnar 186 pund eða tæpar 30
þúsund krónur. Besta verðið var
hins vegar að finna á Marmaris í
Tyrklandi, aðeins rúmar 30 evrur,
eða rúmlega 4 þúsund krónur. n
Ísland dýrasta ferðamannalandið
Bretar eru misánægðir með verðlagið á Íslandi. MYND/ÓTTAR
Þátttakendur fóru
samanlagt 371.268
kílómetra.
6 Fréttir 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ