Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 8
adalheidur@frettabladid.is
KOSNINGAR Áform um breytingar
á kosningalögum eru nú til kynn-
ingar í samráðsgátt stjórnvalda.
Kosningalöggjöfin er ný og nýaf-
staðnar sveitarstjórnarkosningar
voru fyrstu kosningarnar sem lög-
gjöfin gilti um. Meðal þess sem til
endurskoðunar er, eru ákvæði um
hæfi kjörstjórna og kjörstjóra, en
ákvæðið leiddi til þess að í mörgum,
einkum minni, sveitarfélögunum
voru kjörstjórnarmenn vanhæfir
og þurftu að víkja úr kjörstjórnum
og oft og tíðum gekk erfiðlega að
manna kjörstjórnir.
Þá er áformað að endurskoða
ýmis ákvæði varðandi utankjör-
f undaratk væðag reiðslu , bæði
varðandi upphafsdag hennar og
opnunartíma á kjördag. Einnig á að
skoða hvort breyta eigi ákvæðum
um fjölda atkvæðakassa hjá emb-
ættum sýslumanna og um flutning
þeirra til yfirkjörstjórna.
Ákvæði um sendiumslög utan-
kjörfundaratkvæða verða einnig
endurskoðuð en þau eru aðeins
merkt með kennitölu og kjördeild.
Mikillar óánægju gætti með þetta
hjá kjörstjórnum. Nauðsynlegt væri
að bæði kæmi fram nafn og heim-
ilisfang kjósanda, til að unnt væri að
forflokka utankjörfundaratkvæði
niður á kjördeildir og innan kjör-
deilda. Var það mat margra yfirkjör-
stjórna að þetta kallaði á mun meiri
vinnu og yki villuhættu.
Þá er talið nauðsynlegt að skoða
samspil kosningalaga við lög um
starfsemi stjórnmálasamtaka.
Tekið er fram í kynningarskjali að
upptalning þess sem taka þurfi til
skoðunar sé ekki tæmandi, heldur
sé um að ræða þau atriði sem upp
komu við undirbúning og fram-
kvæmd kosninganna í maí. Fara
þurfi yfir lögin í heild, styrkja laga-
heimildir og breyta ákvæðum ef til-
efni er til. n
Víkka hæfisreglur kjörstjórnarfólks
Jón Gunnarsson vill breyta kosningalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Lítið er nú um hinar þekktu
mýflugur í Mývatnssveit.
Hlauparar í Mývatnsmara-
þoni helgarinnar urðu þó
varir við mikið af stórum
býflugum. Líffræðingur segir
að lífríkið sé í sögulegri lægð.
benediktboas@frettabladid.is
LÍFRÍKI „Ég var nú bara að henda
einni út í þessum töluðu orðum,“
segir Árni Einarsson, líffræðingur
og forstöðumaður Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar við Mývatn
(RAMÝ), um stórar hunangsflugur
sem sjást víða í Mývatnssveitinni
þessa dagana.
Mývatnsmaraþonið var haldið
um helgina í blíðskaparveðri og
tóku hlauparar eftir því að afskap-
lega lítið var af hinni þekktu
mýflugu en býflugurnar voru víða
og mjög stórar.
Árni segir að býflugurnar komi
á vorin þegar víðirinn blómstri en
býflugurnar í ár séu margar og stór-
ar. „Það er mikið af þessum stóru
hunangsflugum eða humlum eins
og þær eru kallaðar þessa dagana.
Þær voru óvenju snemma að láta
á sér kræla í vor og þær eru óvenju
margar. Þær koma inn í húsin og
skoða sig um mörgum til ama. Við
erum að sjá þetta hér hjá okkur
hjá RAMÝ á Skútustöðum, þó það
séu ekki til neinar mælingar núna
um þetta því þær koma eftir á. Við
erum með f lugnagildrur þar sem
maður sér eftiráskýringuna,“ segir
Árni sem segir að ástæðan fyrir
þessu sé ekki þekkt.
Mývatn er, eins og nafnið gefur
til kynna, þekkt fyrir mýflugurnar
en Árni segir einfaldlega að það sé
ekkert af mýi í sveitinni þessa dag-
ana. „Það er ekkert mý í botninum
annað árið í röð. Það er reyndar
leiðangur úti á vatni núna en það
er mjög lítið. Þetta er ein af þessum
lægðum í lífríkinu,“ segir hann.
Þegar lífríkið í Mývatni er í lág-
marki hefur það áhrif á allt annað,
hvort sem það er fugl eða fiskur.
„Það hefur áhrif á allt. Silunga-
seiðin komast ekki upp og fuglinn
kemur ekki upp ungum. Botninn
var trúlega síðasta sumar en svo fer
þetta aftur upp hægt og bítandi ef
að líkum lætur,“ segir Árni.
Líf r ík ið sveif last og geng-
ur í takt segir Árni og gerist
það á sjö til níu ára fresti að líf-
ríkið dettur niður. Ekki er hægt að
kenna veðurfari um, því Árni og
hans teymi hafa ekki fundið nein
tengsl við hitastig eða sólarstundir
eða neitt slíkt. „Það eru kannski
einhver tengsl en ekki eitthvað
sem við festum hendur á. Þetta
gengur í takt á sjö til níu ára fresti
og við vitum ekki hvað það er sem
orsakar,“ segir Árni. n
Mývatn laust við mýfluguna
en mikið um stórar býflugur
Frá Mývatns-
maraþoninu um
helgina þar sem
hlauparar urðu
varir við stórar
býflugur en
ekkert mý – sem
telst til tíðinda
í Mývatnssveit.
FRÉTTABLAÐIÐ/
BENEDIKT BÓAS
Stórar býflugur
hafa yfirtekið
Mývatn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Árni Einarsson,
forstöðumaður
RAMÝ
Skeifunni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 533 4450 | everest.is | everest@everest.is
Hjóladagar
30% afsláttur af racerum
20% afsláttur af hybrid hjólum
*Gildir til 5.júní
Evrópuverð
HEAD X-Rubi Cross 28”
Verð áður: 97.995,-
Verð nú: 78.396,-
Vökva-diskabremsur
30 gírar
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Biðtíminn eftir
ADHD-greiningu er 2,8 ár, sam-
kvæmt svari Willums Þór Þórssonar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn
Ernu Bjarnadóttur, varaþingmanns
Miðflokksins. Í dag eru 1.187 ein-
staklingar í bið eftir fullu greining-
arferli hjá ADHD-geðheilsuteymi
fullorðinna, sem staðsett er hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Viðmiðunarmörk Landlæknis um
ásættanlegan biðtíma eru 30 dagar
eftir skoðun hjá sérfræðingi og 90
dagar eftir aðgerð eða meðferð.
Ástand ADHD-greininga er því afar
slæmt.
Samkvæmt svarinu getur teymið
lokið við fullt greiningarferli hjá
allt að 30 einstaklingum í mánuði
sem þýðir að hægt væri að vinna
upp núverandi biðlista á rúmum
þremur árum, að því gefnu að enginn
nýr myndi bætast á hann. Hafa ber
í huga að í september síðastliðnum
voru 650 manns á biðlista og hefur
hann því lengst um 82 prósent á
innan við einu ári.
Vandinn er ekki eingöngu bund-
inn við fullorðna. Í síðasta mánuði
greindi Vilhjálmur Hjálmarsson,
formaður ADHD samtakanna, frá
því að um 800 börn væru á biðlista
eftir ADHD-greiningu. Margfalda
þyrfti fjármögnun til málaflokksins
til að vinna á biðlistunum og koma
ástandinu í ásættanlegt horf. n
ADHD-biðlistinn lengist hratt
Samkvæmt svari Willums er bið-
tíminn núna 2,8 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Frá september til maí
hefur biðlistinn lengst
úr 650 í tæplega 1.200.
8 Fréttir 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ