Fréttablaðið - 31.05.2022, Side 36

Fréttablaðið - 31.05.2022, Side 36
Fyrir þá sem hafa sótt um að búa hérna vil ég segja að þetta er erfitt en virkilega þess virði. Ég tók þennan erfiða tíma og ákvað að búa til um hann brandara, til þess að hlæja að þessu öllu saman. Uppistandarinn Dan Nava flutti hingað frá Venesúela fyrir tæpum sex árum og hefur farið með gamanmál undanfarin tvö ár. Hann tekur nú sviðið með sýningu sinni Becoming Icelandic en helsti innblástur hans er aðlögun að landi og þjóð og Útlendingastofnun. ragnarjon@frettabladid.is Grafíski hönnuðurinn Dan Nava kemur frá Venesúela og hefur búið á Íslandi í tæp sex ár. Hingað kom hann þegar honum bauðst mark- aðsstjórastarf hjá góðgerðarsam- tökum en er byrjaður að hasla sér völl sem uppistandsgrínari. „Ég gat nýtt menntun mína þegar ég kom hingað fyrst en þurfti síðan að skipta um starf og er búinn að vinna á leikskóla frá 2018 vegna þess að ég hef lítið fengið að gera í sérgrein minni,“ segir Dan og bætir við að hann hafi nú lokið masters- gráðu og bíði eftir leyfisbréfi. Á meðan á öllu þessu stóð segist Dan hafa fundið þörf fyrir að gera eitthvað skapandi. „Ég er mjög skapandi manneskja og ég sá að það var hægt að skrá sig á uppstands- námskeið. Þar uppgötvaði ég að ég gæti gert þetta og að ég hefði mjög gaman af því að fara upp á svið og semja brandara og svona.“ Fann gríntaugina á Íslandi „Ég bara uppgötvaði þennan hæfi- leika þegar ég var á Íslandi og byrj- aði í uppistandinu af því að fremur erfitt var að finna starf sem grafísk- ur hönnuður á Íslandi,“ segir hann. Dan bendir á að hann hafi í fyrra tekið þátt í sýningunni Ident ity Crisis í samstarfi við aðra en sýning- in Becoming Icelandic sé sú fyrsta sem hann setur upp einn. „Identity Crisis verður sýnd einu sinni enn á þessu ári en einstaklingssýningin mín verður sýnd tvisvar.“ Útlendingastofnun er brandari Hver er innblásturinn að þessari sýningu og um hvað fjallar hún? „Sýningin er að miklu leyti um reynslu mína sem innf lytjanda á Íslandi. Það eru tvö ár síðan ég byrjaði að sækja um ríkisborgara- rétt á Íslandi og þess vegna heitir sýningin „Becoming Icelandic“. En hún fjallar líka um hvernig það var að aðlagast í nýrri menningu og Útlendingastofnun öflugur brandarabanki Dan Nava sækir innblástur í aðlögun sína að landi og þjóð en samskipti hans við Útlendinga- stofnun eru honum einnig yrkisefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR nýju tungumáli. Þetta fjallar líka um það hvernig það var að fást við Útlendingastofnun og hvernig ég upplifði stjórnmálin og umræðuna á Íslandi.“ Hvernig myndir þú seg ja að reynsla þín af ferlinu með Útlend- ingastofnun hefði verið ? „Það hefur alla vega gefið mér nóg af efni til þess að búa til brandara. Það ætti ekki að vera neitt leyndar- mál að þetta er mjög erfitt ferli. En ég tók þennan erfiða tíma og ákvað að búa til um hann brandara, til þess að hlæja að þessu öllu saman.“ Finnst þér Íslendingar gestrisnir? „Já, aðallega, en auðvitað hefur þetta verið upp og niður, en jú sér- staklega í nýju vinnunni minni hérna á leik skólanum. Þegar ég byrjaði talaði ég ekki mikla íslensku og mér fannst gott að fólkið á leikskólanum var ekki að skipta mikið yfir á ensku. Þau voru mjög þolinmóð og það hjálpaði mér mikið. Í raun myndi ég segja að ef ég væri ekki að vinna á leikskóla þá myndi ég ekki tala íslensku eins vel og ég tala hana núna.“ Myndir þú segja að íslenskur húmor væri svipaður þeim Venesú- elska? „Húmor í Venesúela er yf ir- leitt svolítið dökkur. Vegna þess að að aðstæður þar eru erfiðar. Til dæmis ef ég er að tala við ein- hvern í Venesúela þá getur til dæmis komið fram að þeim hafi verið rænt fyrr um daginn þegar þau voru að labba úti á götu. Þá segir maður: „Núú, en er ekki allt í lagi?“ „Jú, að minnsta kosti var ég ekki skotinn,“ og svo hlæja báðir: „Hahaha.“ Hefur þú einhverjar ráðleggingar til þeirra sem langar að f lytja til Íslands? „Don’t do it,“ segir hann og hlær. „Annars er mín reynsla fremur sérstök. Mikið af fólki sem er að komast inn til Íslands, til dæmis frá Venesúela, er að koma hingað sem f lóttamenn yfirleitt. En mín reynsla var þannig að ég gat komið hingað vegna atvinnu. Ég hugsa stundum að ég hafi sloppið vel í gegnum kerfið. En fyrir þá sem hafa sótt um að búa hérna vil ég segja að þetta er erfitt en er virki- lega þess virði.“ Dan Nava sýnir Becoming Ice- land ic í tvígang á Húrra eftir rúman mánuð, dagana 30. júní og 2. júlí. Sýningin fer fram á ensku. n Hvernig finnst þér Obi-Wan fara af stað? Hafsteinn Sæmundsson hlaðvarpsþátta- stjórnandi „Á Star Wars kannski bara heima í kvik- myndahúsum? Það var það fyrsta sem ég hugsaði eftir að ég horfði á fyrstu tvo þættina af Obi-Wan Kenobi-seríunni. Ég var hrikalega spenntur fyrir henni en því miður voru þessir tveir þættir ekki að hitta í mark hjá mér,“ segir Hafsteinn, sem reynir ekki að dylja vonbrigði sín með fyrstu tvo þættina í hinni langþráðu Star Wars-seríu sem Disney+ streymdi á föstudaginn. „Það er eitt atriði í fyrsta þættinum sem er mögulega asna- legasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpsþætti. Þrír fullorðnir menn eru að elta litla tíu ára stelpu og þeir þurfa nauðsyn- lega að grípa hana. Hún nær samt einhvern veginn að flýja undan þeim og úr verður eltingaleikur sem er svo illa settur saman og svo ótrúlegur að ég trúði varla mínum eigin augum. Þetta er allt eitthvað svo stirt, illa leikið og kjánalegt. Jafnvel barnalegt á köflum. Fyrir utan flottar tölvubrellur þá virkar þetta eins og einhver ódýr Sci-fi-sería. Vondu kallarnir eru ekki ógn- vekjandi. Þau eru bara öll frekar asnaleg. Það gerast líka hlutir í seríunni sem eru vægast sagt furðulegir. Án þess að fara út í spoilera, þá er mjög skrítið hvernig handritshöf- undarnir fá Obi-Wan til að taka þátt í þessari sögu. Vonandi tekur sagan góðan kipp þegar Darth Vader mætir á svæðið og vonandi nær hann að rífa upp gæðin.“ n Bíóblaðrari hundóánægður með Obi-Wan Kenobi n Lykilspurningin Ewan Mc Gregor snýr aftur sem Obi Wan Kenobi en nú í sjónvarpi. 24 Lífið 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.