Fréttablaðið - 22.06.2022, Blaðsíða 1
Við erum að leita að
skrifstofugörðum þar
sem saman geta komið
margir aðilar með
skylda starfsemi sem
eiga samleið.
Guðmundur Arason, fram-
kvæmdastjóri leiguþjónustu
FSRE
1 2 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . J Ú N Í 2 0 2 2
Dreymir um að
verða skáld
Guðrún Árný
verður í Eyjum
Menning ➤ 22 Lífið ➤ 26
NÚ ER TÍMI FYRIR
SUMMER SALE
Er ferðavagninn
þinn tryggður?
Hugsum í framtíð
Fjöldi ríkisstofnana er í úreltu
og ósveigjanlegu húsnæði og
er nú verið að bregðast við því
með markaðskönnun á allt
að tuttugu þúsund fermetra
leiguhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu.
ser@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Framkvæmdasýslan
og Ríkiseignir (FSRE) leita nú að
allt að tuttugu þúsundum fermetra
af skrifstofuhúsnæði til leigu fyrir
ýmsar stofnanir ríkisins og eru
kröfur uppi um að húsnæðið þurfi
að vera miðsvæðis á höfuðborgar-
svæðinu og liggja vel við helstu
samgönguæðum.
Nýja húsnæðið mun leysa af
eldra og óhentugra húsnæði sem
gjarnan hefur verið stúkað niður í
stórar og litlar skrifstofur sem eru
úr takti við þarfir og þróun á sveigj-
anlegu skrifstofurými nútímans
þar sem horft er til opinna vinnu-
svæða.
Þá er nýja húsnæðinu einnig
ætlað að hagræða í rekstri ríkisins
með því að koma nokkrum ríkis-
stofnunum saman í eitt og sama
húsnæðið, sem gefur færi á sam-
eiginlegri stoðþjónustu, svo sem
afgreiðslu og mötuneyti.
„Við erum að leita að skrif-
stofugörðum þar sem saman geta
komið margir aðilar með skylda
starfsemi sem eiga samleið,“ segir
Guðmundur Arason, framkvæmda-
stjóri leiguþjónustu FSRE, en hann
segir að með skilvirkum hætti sé
hægt að ná niður fjölda fermetra á
starfsmann um fimmtíu prósent,
en til þess þurfi nýtt og sveigjan-
legt húsnæði.
Gert er ráð fyrir að umræddar
ríkisstofnanir geti f lutt á nýjar
sameiginlegar skrifstofur og að
leigutími verði fimmtán til tuttugu
og fimm ár auk mögulegrar fram-
lengingar. n
Ríkið leitar að þúsundum fermetra
fyrir stofnanir á höfuðborgarsvæði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra nutu listarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Ekki var þó um að ræða eintóma menningarheimsókn, heldur
voru ráðherrarnir mættir til að undirrita viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Var þar glatt á hjalla er þrír ráðherrar og formenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lands-
sambands eldri borgara skrifuðu undir yfirlýsinguna. Óhætt er þó að segja að sígild málverk Jóhannesar Kjarval, sem prýddu salinn, hafi stolið senunni. SJÁ NÁNAR Á BLS. 4. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
NÁTTÚRA Jarðeigandi, sem átti lengi
eign vestan við Fjaðrárgljúfur, segist
telja að fleiri eigendur séu að jörð-
inni sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir en
landeigendurnir á Heiði. Heiði var
nýlega seld íslenskum viðskipta-
manni sem hyggst rukka bílastæða-
gjald sem aðgangseyri að náttúru-
perlunni.
Ef rétt reynist að gljúfrið sé í eigu
fleiri en einnar landeignar er óljóst
hvort samningur, sem nýr eigandi
gerði við stjórnvöld um friðlýsingu
gljúfursins, haldi.
Íslenska ríkið féll frá forkaupsrétti
sínum að jörðinni og með því varð
ljóst að hún yrði ekki gerð að ríkis-
jörð. SJÁ BLS. 4
Hyggst innheimta
gjald við bílastæði
að Fjaðrárgljúfri