Fréttablaðið - 22.06.2022, Qupperneq 14
Haldið áfram að heim-
sækja og hringja í vini
ykkar og fjölskyldu-
meðlimi, þó að þið
þurfið að segja þrisvar
að þið voruð í sumar-
bústað um síðustu
helgi, skiptir það ein-
hverju máli?
Ekki verð-
ur hægt
að leggja
neinar
línur á því
sviði nema
setja stöðl-
uð viðmið
og nota
staðlaðar
aðferðir og
mælingar
til að unnt
sé að segja
til um
orkunýtni
og flokka
húsnæði
eftir henni.
Kosningum til sveitarstjórna er
lokið og ljóst hvernig landið liggur
næstu fjögur árin í borgarstjórn
Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun
gera sitt besta til að koma mikilvæg-
um baráttumálum í þágu borgarbúa
í brennipunkt umræðunnar. Við
lifum áfram í þeirri von að dropinn
holi steininn.
Baráttumálin okkar lúta að því
að bæta þjónustu, aðstæður og
líf þeirra sem minna mega sín í
Reykjavík. Í borginni eru margir
viðkvæmir hópar sem hafa orðið
út undan, sem hafa ekki verið settir
ofarlega í forgangsröðun síðasta
meirihluta. Biðlistar hafa verið
tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá
kosningum hafa biðlistar barna
eftir fagfólki skóla lengst um 200
börn. Á listanum eru nú 2.011 börn
en þar voru um 400 börn árið 2018.
Ekki sjást enn nein alvöru merki
þess að taka eigi á þessu stóra og
vaxandi vandamáli. Aðeins 140
milljónir hafa verið veittar í mála-
f lokkinn á tveimur árum sem enn
eru ekki fullnýttar. Því er borið við
að erfitt sé að ráða sálfræðinga. Það
liggur í augum uppi að finna þarf
leiðir til að laða sálfræðinga til að
starfa hjá borginni. Svo mikið er
víst að allt er hægt sé viljinn fyrir
hendi.
Fátækt og vanlíðan
Fátækt hefur aukist og samhliða
versnandi stöðu hjá mörgum fjöl-
skyldum eykst vanlíðan og kvíði.
Flokkur fólksins vill að borgin
beiti sér sérstaklega í þágu hinna
verst settu til að auka megi jöfnuð.
Á fundi borgarstjórnar 21. júní
lagði Flokkur fólksins fram tillögu
um að veita lágtekjuheimilum sér-
tæka aðstoð vegna gjalda tengdum
börnum.
Endurskoða þarf reglur Reykja-
víkur um fjárhagsaðstoð með tilliti
til þess að tekjulágir foreldrar fái
styrk til að greiða fyrir daggæslu
barns í heimahúsum, leikskóla-
vistun og frístundaheimili, sumar-
dvöl og þátttöku barns í þroskandi
félags- og tómstundastarfi.
Flokkur fólksins mun leggja til
að skipaður verði starfshópur, skip-
aður sérfræðingum frá skóla- og
frístundasviði, og velferðarsviði
verði falið að kanna hvernig skuli
útfæra slíkt styrktarúrræði. Það
verður að ná til fátækustu barna-
fjölskyldnanna og sem f lestra
barnafjölskyldna sem eiga erfitt
með að standa straum af kostnaði
í tengslum við börn sín.
Jöfn tækifæri allra barna
Afar mikilvægt er að tryggja að öll
börn sitji við sama borð og hafi jöfn
tækifæri án tillits til efnahags for-
eldra. Það er samfélagsleg skylda
okkar að aðstoða foreldra sem eiga
erfitt með að greiða gjöld vegna
þjónustu við börn sín.
Eins og staðan er í dag erum við
aðeins að hjálpa litlum hluta af
þessum börnum í Reykjavík. Sam-
kvæmt tölum frá mars sl. fá sum
þessara barna gjaldfrjálsa mál-
tíð, eða 262 börn, en aðeins 166
fá ókeypis leikskóladvöl og 118
ókeypis í frístundir. Ekki er mikið
vitað um aðstæður þeirra tæplega
2.000 barna undir 18 ára sem búa
við fátækt eða eru í hættu á að líða
fyrir fátækt.
Ganga þarf lengra og gera betur.
Um er að ræða börn fátækustu for-
eldra borgarinnar, börn einstæðra
foreldra, börn foreldra sem eru
atvinnulausir, börn foreldra sem
eru öryrkjar eða glíma við veikindi.
Þessum foreldrum þarf að hjálpa
þannig að þeir þurfi ekki að hafa
áhyggjur af gjöldum sem tengjast
umönnun og menntun barna sinna
enda iðulega ekki mikið eftir af
tekjum þegar búið er að greiða hús-
næðiskostnað.
Sálfræðingar út í skólana
Flokkur fólksins hefur barist fyrir
því allt kjörtímabilið að sálfræðing-
ar hafi aðsetur í skólunum frekar en
í þjónustumiðstöðvum. Það fyrir-
komulag er bæði óhagkvæmt og
hvorki í þágu barnanna né kennara.
Kostnaður vegna ferða sálfræðinga
út í skóla er um 3 milljónir á ári.
Gera má því skóna að hafi sálfræð-
ingar aðsetur í skólum geti þeir leyst
verkefni sín með skilvirkari hætti og
tíma þeirra verði betur varið.
Það liggur í augum uppi að skóla-
sálfræðingar eiga að starfa þar sem
viðfang og verkefni þeirra eru, þar
sem þeir geta verið til taks og sinnt
ráðgjöf samhliða viðtölum og grein-
ingum. Því er ekkert að vanbúnaði
að taka strax þá ákvörðun að sál-
fræðingar flytji aðstöðu sína út í þá
skóla sem hafa aðstöðu fyrir skóla-
sálfræðinginn. Enginn kostnaður
hlýst þar af og gæti f lutningurinn
átt sér stað nú þegar. ■
Látum ekki deigan
síga í borginni
Kolbrún
Baldursdóttir
oddviti Flokks
fólksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur
Ríkisstjórnin setti sér nýverið for-
gangsraðaðan aðgerðalista tengdan
hagsmunagæslu Íslands vegna
aðildar að EES samningnum. Þar
segir að leiðarstef framkvæmda-
stjórnar ESB sé að styrkja stöðu
sambandsins á alþjóðavettvangi,
efla samkeppnishæfni Evrópu í iðn-
aði og viðskiptum og þar er lagður
grunnur að þverfaglegri nálgun og
samvinnu. Þar kemur ekki fram að
það verði gert að talsverðu leyti með
stöðlun en sú er þó raunin. Á for-
gangslistanum segir að þessi nálgun
kalli á að íslenska stjórnkerfið vinni
samhent að hagsmunagæslu í góðu
samráði við hagsmunaaðila.
Ef rif jað er upp hvað felst í
stöðlun er um að ræða sammælt
viðmið hagaðila, unnin eftir verk-
ferlum sem tryggja að raddir allra,
og besta mögulega þekking, verði
inntak þeirra. Staðlar eru alla jafna
valkvæðir en verða hluti af löggjöf
þegar löggjafinn ákveður að vísa til
þeirra. Með notkun staðla tryggjum
við nefnilega að besta fáanlega sér-
fræðiþekking rati inn í okkar litla
hagkerfi. Sú trygging er beinlínis
byggð inn í EES samninginn.
Kolefnishlutleysi 2040
Forgangslistinn inniheldur hags-
munagæslu á sviði loftslagsmála.
Þegar kemur að loftslags- og
umhverfismálum er nú þegar til
fjöldi alþjóðlegra staðla sem varða
leið að árangri í umhverfismálum.
Staðlaráð Íslands vinnur nú að
útgáfu tækniforskriftar sem segir
til um aðferð við að nýta alþjóðlega
ISO-staðla til að varða leiðina að
árangri Íslands við að ná kolefnis-
hlutleysi árið 2040.
Orkunýting bygginga
Forgangslistinn inniheldur hags-
munagæslu um orkunýtni, þ.m.t.
orkunýtni bygginga. Ekki verður
hægt að leggja neinar línur á því
sviði nema setja stöðluð viðmið og
nota staðlaðar aðferðir og mælingar
til að unnt sé að segja til um orku-
nýtni og flokka húsnæði eftir henni.
Á stöðluðum viðmiðum byggja líka
grænar fjárfestingar fjármálafyrir-
tækja. Ætlum við að verða alvöru og
raunverulegir þátttakendur á þessu
sviði, verður ekki hjá því komist að
vinna stöðlunarvinnu, sem segir til
um það hvaða mælingar við notum,
hver viðmiðin eru og hvernig við
skilgreinum ýmis hugtök sem enn
eru okkur ekki þjál og mismunandi
skilningur lagður í þau. Þá er gott að
vera hluti af stærra mengi og hafa
aðgang að borðinu þar sem ákvarð-
anir eru teknar.
Stafræn umbreyting ekki án
samhæfingar
Á forgangslista ríkisstjórnarinnar
er einnig minnst á mikilvægi þess
að stafræn umbreyting sé sam-
hæfð. Netöryggi, gervigreind, raf-
rænir markaðir og rafræn þjónusta,
byggir öll á samhæfðri stöðlun, enda
mikilvægt að allt virki vel og ólík
tækni virki saman, öryggi sé tryggt,
sem og neytendavernd og að þjón-
ustustig haldist hátt. Stór alþjóðleg
staðlasamtök starfrækja þann vett-
vang og Staðlaráð Íslands á aðild að
þeim. Við erum nefnilega eitt púsl í
stóru myndinni.
Forgangsmálið er stöðlun
Vettvangurinn til að eiga í góðu
samráði við hagaðila er Staðlaráð
Íslands, hlutlaus samráðsvettvang-
ur þeirra sem hag hafa af stöðlun.
Til þess að ná þeim árangri sem
stefnt er að í stórum mikilvægum
málaflokkum og til að halda áfram
að vera þjóð meðal þjóða, þarf að
tryggja starfsemi Staðlaráðs, tryggja
farvegi fyrir íslenska hagsmuni inn í
evrópska regluverkið og taka virkan
þátt í því lýðræðislega samstarfi sem
á sér stað á hinum fjölþjóðlega vett-
vangi sem staðlasamtök bjóða upp
á. Það er nefnilega mikilvægt að
hið opinbera skili fjármunum sem
atvinnulífið greiðir til staðlastarfs
og hætti að taka til sín talsverðan
hluta hennar, eftir að hafa einhliða
rift samkomulagi þar um. Á það
hafa 40 stjórnendur og sérfræð-
ingar opinberra stofnana, samtaka
og einkafyrirtækja nýverið bent á.
Það er ekki síður mikilvægt að full-
trúar hins opinbera taki fullan þátt
í stöðlunarstarfi, sem samkeppnis-
hæfni landsins hangir á sem og neyt-
endavernd, heilsa og öryggi Íslend-
inga, að ekki sé talað um samvirkni,
gæði og aukna landsframleiðslu.
Staðlar verða nefnilega oft hluti af
löggjöf þó alla jafna séu þeir val-
kvæðir. Þá er mikilvægt að íslenskir
hagsmunir eigi rödd við borðið þar
sem ákvarðanirnar eru teknar.
Þetta reddast nefnilega ... ekki
mikið lengur. ■
Þetta reddast ... ekki mikið lengur
Helga Sigrún
Harðardóttir
framkvæmdastjóri
Staðlaráðs Íslands
Ég starfa í dagþjálfun fyrir fólk með
heilabilun þar sem við leggjum
áherslu á að þjálfa félagslega, líkam-
lega og vitsmunalega færni ásamt
því að létta undir með aðstand-
endum.
Félagsleg þjálfun felst í því
að hitta annað fólk, það er ekki
f lóknara en það. Það er algengt að
fólk með heilabilunarsjúkdóma
einangrist, vinirnir hætta að koma
í heimsókn eða hringja, vita ekki
hvað þeir eiga að segja eða gera,
halda jafnvel að viðkomandi muni
ekki eftir heimsókninni. Þó að
atburður gleymist fljótt, þá gleym-
ist ekki tilfinningin sem hann vakti,
það er því ómetanlegt að vekja gleði
og vellíðan því þá verður dagurinn
áfram góður. Haldið áfram að heim-
sækja og hringja í vini ykkar og fjöl-
skyldumeðlimi, þó að þið þurfið að
segja þrisvar að þið voruð í sumar-
bústað um síðustu helgi, skiptir það
einhverju máli? Er ekki gott að eiga
gæðastund með góðum vini? Þeim
finnst það allavega.
Líkamleg þjálfun felst meðal ann-
ars í gönguferðum. Það er svo ein-
staklingsbundið hvort gangan er
löng, stutt eða bara á milli bekkja.
Það má horfa á fuglana, blómin eða
jafnvel telja rauða bíla. Hreyfingin
og samveran getur gert daginn
góðan. Hefur þú lausa stund til að
bjóða vini í göngutúr?
Vitsmunaleg þjálfun er afar fjöl-
breytt. Að gera eitthvað nýtt er best
af öllu. Krossgátur hætta að vera góð
heilaleikfimi þegar þú ert farin að
fylla þær inn á sjálfstýringu. Í Yatzy
og pílukasti þarftu að reikna út stig-
in, Olsen Olsen og vist láta þig hugsa
og gamli góði Matador lætur mann
aldeilis reyna á heilann. Tónlist
kveikir á huganum líka og með því
að spjalla um textana, höfundana
og söngvarana á milli laga ertu að
nota heilann vel. Endurminninga-
vinna er góð, rifja upp fermingar-
daginn, brúðkaupsdaginn, að vera
sendur í sveit, böllin á Röðli, það er
margt hægt að rifja upp. Ljóða- og
bókalestur, þar sem er spjallað um
það sem verið er að lesa, er góður.
Það eru til ótal spurningaspil, það
þarf ekki endilega að vera í þeim í
keppni, heldur samvinnu. Ég er viss
um að eitthvað af því sem hér er upp
talið væri góð afþreying fyrir þig og
vin.
Með því að halda virku sambandi
við vini þína og fjölskyldumeðlimi
sem fá heilabilun, getur þú verið
virkur þátttakandi í þjálfuninni
sem þeir þurfa á að halda til að
hægja á sjúkdómnum, viðhalda
færni sinni og eiga góða daga. Líð-
andi stund skiptir mestu máli og
við þurfum að muna að tilfinningin
gleymist ekki þó að atburðurinn
geri það. ■
Átt þú vin með heilabilun?
Ólína Kristín
Jónsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur og forstöðu-
maður dagþjálf-
unar í Maríuhúsi
14 Skoðun 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ