Fréttablaðið - 22.06.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 22.06.2022, Síða 34
Mig dreymir enn um að vera bara skáld og vona að ég vakni ekki af þeim draumi alveg strax. Örvar Smárason Örvar Smárason fékk Nýræktarstyrk á dögunum fyrir handritið að fyrsta smá- sagnasafni sínu, Svefngrím- unni, sem kemur út á vegum Angústúru næsta haust. tsh@frettabladid.is Rithöfundurinn og tónlistarmaður- inn Örvar Smárason er einn þriggja höfunda sem fengu Nýræktarstyrk 2022 frá Miðstöð íslenskra bók- mennta. Handrit hans, Svefngrím- an, er smásagnasafn sem dansar á mörkum hversdagslegra frásagna og furðusagna. „Þetta eru átta smásögur, margar af hverjum ég er búinn að vera að vinna og láta malla ansi lengi. Þetta eru allt sögur sem gerast í hvers- dagsleikanum, um fólk sem finnst það þurfa að taka ábyrgð á lífinu, en í hverri sögu er eitthvað utan- aðkomandi sem flækist fyrir. Oftar en ekki eitthvað nálægt því að vera hryllingur,“ segir höfundurinn. Örvar hefur á undanförnum áratugum getið sér gott orð sem tónlistarmaður, en hann er stofn- meðlimur hljómsveitanna múm og FM Belfast. Hann segir þó rit- listina alltaf hafa átt sérstakan stað í hjarta hans. „Ég hef alltaf skrifað mjög mikið. Síðan ég var unglingur þá var það svona upprunalega: „Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór“ pæl- ingin. Ég ætlaði alltaf að verða skáld eða rithöfundur en svo datt ég óvart inn í tónlistina sem hefur þvælst svolítið fyrir mér síðustu tuttugu árin.“ Margar pælingar í gangi Að sögn Örvars standa áðurnefnd tvö listform, tónlistin og ritlistin, jafn nálægt honum og rúmlega það. „Mig dreymir enn um að vera bara skáld og vona að ég vakni ekki af þeim draumi alveg strax. Ég þarf samt alltaf bara að helga mig því sem kallar á mig hverju sinni og get eiginlega ekki sloppið frá því. Akk- úrat núna er það bæði,“ segir hann. Örvar er maður margra hatta og þótt hann sé aðallega að vinna með smásagnaformið núna þykir honum ekki ólíklegt að hann muni fara út í eitthvað allt annað í skrifunum síðar meir. „Hugmyndir ásækja mig, þær hrúgast upp í hausnum á mér og því er fullkomið að koma frá mér átta á einu bretti í svona smásagnasafni. Það hefur alltaf verið eins með tón- listina, ég hef eiginlega alltaf verið með of mikið af pælingum í gangi, of mikið af hljómsveitum, of mikið af verkefnum.“ Var algjörlega á botninum Skiptir það miklu máli fyrir höf- unda sem eru að stíga sín fyrstu skref í ferlinum að fá Nýræktar- styrk? „Það skiptir mig allavega miklu máli. Eins og allir þeir sem hafa skrifað vita, þá stundum í ferlinu er maður bara algjörlega á botninum. Það er rosalega erfitt að finna sjálfs- traustið og orkuna stundum og þessi Nýræktarstyrkur kom á stað þar sem ég var á algjörum botni. Þegar styrkurinn kom þá var hann eins og vítamínsprauta. Eins og að skvetta vatni í andlitið.“ Örvar útskrifaðist nýlega úr meistaranámi í ritlist og starfar nú í hlutastarfi á bókasafni. Hann segir ýmislegt vera á döfinni hjá sér í bæði skrifunum og tónlistinni. „Ég er að leggja lokahönd á sóló- plötu sem ég er búinn að vera með í vinnslu í nokkur ár. Síðan er ýmis- legt að gerast í múm-heimum, við erum á leiðinni til Ítalíu í haust að taka upp nýja plötu. Svo er ég með þónokkuð af skáldskap í stílabók- inni sem ég er að þróa áfram.“ ■ Hugmyndir ásækja mig Örvar segir Nýræktarstyrkinn hafa verið kærkominn enda var hann þá á algjörum botni í skrifunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kolbrunb@frettabladid.is Sýning Julie Lænkholm, We The Mountain / Fjallið við, er í Ásmund- arsal og stendur til 10. júlí. Verk Lænkholm eru oft unnin með textíl. Hún notar efni og ull frá ættarbænum sínum Húsavík þar sem hún kynntist jurtalitun í fyrsta sinn og textílaðferðum sem hafa mótað iðkun hennar síðan. Lænk- holm telur ljóðstafi felast í öllu efni. Á einkasýningu sinni í Ásmundar- sal vinnur hún með ljóð Guðnýjar frá Klömbrum (1836), Saknaðar- ljóð, og skoðar hvernig sársauki og lækning birtist í ljóðinu samtímis. Á hverjum fimmtudegi í aðdrag- anda sýningarinnar bauð Lænk- holm gestum að taka þátt í opinni rannsóknarvinnu sem hét Wool Gathering á vinnustofu sinni í Gryfjunni, Ásmundarsal. Á hverri samkomu deildi gestakennari þekkingu sinni til að skapa sam- eiginlega lækningarleið, Morwenna Bugano (miðill og heilari) , Katrine Bregengaard (fræðimaður og hug- leiðslukennari) og Auður Hildur Hákonardóttir (listamaður). Julie býr og starfar í Kaupmanna- höfn. Hún er útskrifuð frá Parsons, The New School of Design í New York. Hún er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur með sérhæf- ingu í hjartaskurðlækningum. ■ Vinnur með ljóð Guðnýjar Julie Lænkholm sýnir í Ásmundarsal. MYND/AÐSEND A F S L ÁT T U R 20% STILL ANLEGIR DAGAR VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er pokagormadýna skipt upp í fimm mismunandi svæði. Gormakerfið er með þéttari stuðning við bak og mjaðmasvæði en mýkri við axlir. Þannig tryggir þú rétta svefnstellingu hver sem svefnstaða þín er og hjálpar þér að ná dýpri og betri svefni. Hægt er að sérsníða rúmið eftir þínum þörfum; velja um þrjá mismunandi stífleika sem og fjórar mismunandi toppdýnur. Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterkt, ofnæmisfrítt og andar vel. Serta Splendid stillanlegt heilsurúm með Ocean gafli og HR toppi. 2x90x200 cm. Fullt verð: 679.900 kr. Tilboð 543.920 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 LÝKUR UM HELGINA 22 Menning 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.