Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 10
Vegna stærðar sinnar
og orðspors er Ardian
allra síst sá evrópski
sjóður sem Ísland vill
að lendi í vondri
reynslu og hrakning-
um hér á landi.“
Það er á suman hátt
verið að refsa sak-
lausum heimilum og
fyrirtækjum fyrir
hækkandi hrávöru-
verð, erlenda peninga-
prentun og fjármála-
lega tilraunastarfsemi.
Valdimar
Ármann
forstöðumaður
eignastýringar
Arctica Finance
20%
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Sjóðheit ferðagrill
með 20% afmælisafslætti.
Frábær í útileguna!
Þetta snýst allt um verðbólguna.
Það þarf ekki að rifja upp hraða og
þráláta hækkun verðbólgunnar en
í síðustu viku mældist hún 8,8%
síðastliðið ár. Hins vegar má benda
á það hversu miklu aðalhlutverki
verðbólgan gegnir þessi misserin og
hversu mikil áhrif hún er að hafa á
hagkerfin og fjármálamarkaði. Um
leið og verðbólgan fer að lækka þá
er svigrúm til að lækka vexti aftur;
það hefur alltaf verið ljóst og Seðla
bankinn ítrekaði þetta á síðasta
vaxtaákvörðunarfundi þann 22.
júní. En hvernig náum við verðbólg
unni niður? Ein helsta vísbending
um viðsnúning verðbólgunnar er
þegar hægjast fer á hækkunartakti
íbúðaverðs og verð á hrávörum fer
að lækka. Nefndarmenn í peninga
stefnunefnd voru frekar harðorðir
á síðasta vaxtaákvörðunarfundi og
í viðtölum eftir hann og ítrekuðu að
mikilvægt væri að hækka vextina
hratt til að hamla annarrar umferð
ar áhrifum verðbólgunnar, sem
myndu annars lýsa sér í auknum
almennum verðhækkunum sam
hliða auknum launakröfum.
En því miður er þetta vaxtahækk
unarraus ekki lengur trúverðugt eitt
og sér, og markaðurinn er ekki að
gera ráð fyrir að verðbólgubaráttan
vinnist næstu árin, en verðbólgu
væntingar hækkuðu þó nokkuð
í aðdraganda vaxtaákvörðunar
og ágerðist verðbólguóttinn sér
staklega í ljósi þess að ekkert lát
er á hækkunum íbúðaverðs. Þó að
vaxtahækkunin í byrjun maí hafi
skilað sér í lækkandi verðbólguálagi
þá er ekki sömu sögu að segja nú og
veldur það þó nokkrum áhyggjum
hversu lítil kjölfesta verðbólguvænt
inga er orðin, sem gefur til kynna að
trúverðugleiki Seðlabankans sé tak
markaður.
Enda er erfitt fyrir Seðlabankann
að standa einn í þessari baráttu með
vaxtatækinu. Það er á suman hátt
verið að refsa saklausum heimilum
og fyrirtækjum fyrir hækkandi hrá
vöruverð, erlenda peningaprentun
og fjármálalega tilraunastarfsemi
ásamt framboðsskorti á húsnæði.
Hér á landi þarf markvisst að styðja
við framboð á húsnæði enda ljóst
að viðvarandi mannfjöldaaukning
hérlendis krefst þess að sífellt þarf
að byggja húsnæði til viðbótar við
skortinn sem er til staðar. Hvatar
fyrir banka til að lána til fram
kvæmda og beina lánveitingum í
þá átt er eitt tæki sem Seðlabankinn
gæti beitt á skilvirkari hátt.
Til viðbótar má síðan benda á
það enn og aftur, enda kallar Seðla
bankinn sterkt á það, að aðilar
vinnumarkaðarins og stjórnvöld
standi sína vakt samhliða Seðla
bankanum í því að kveða niður
verðbólgudrauginn. n
Þetta snýst allt um verðbólguna
Nefndarmenn í peningastefnunefnd voru frekar harðorðir á síðasta vaxta-
ákvörðunarfundi og í viðtölum eftir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Viðmælendur Markaðarins
segja að ákvörðun Sam
keppniseftirlitsins um að
heimila ekki kaup franska
sjóðastýringarfyrirtækisins
Ardian á Mílu að óbreyttu
séu neikvæðar fréttir fyrir
íslenskt hagkerfi. Einn kemst
svo að orði að með henni sé
verið að gera fjárfestinga
umhverfið fjandsamlegt fyrir
erlendar fjárfestingar, sem
fyrir sé þungt í vöfum.
magdalena@frettabladid.is
Samkeppniseftirlitið, SKE, til
kynnti í lok dags á þriðjudag að
kaup franska sjóðastýringarfyrir
tækisins Ardian á Mílu muni ekki
fara í gegn án skilyrða. Í frummati
eftirlitsins kemur fram að kaupin
muni hindra virka samkeppni, sem
kom mörgum á óvart því þarna er
verið að rjúfa eignatengsl í virðis
keðjunni. Innviðir og þjónusta
verði ekki lengur á sömu hendi, en
sameiginlegt eignarhald á báðum
þessum þáttum hefur Samkeppnis
eftirlitið sjálft gagnrýnt.
Viðbúið var að Samkeppniseftir
litið myndi koma með einhverjar
athugasemdir við kaupin, að sögn
viðmælenda Markaðarins. Sam
keppniseftirlitið leitist oft og tíðum
við að setja mark sitt á samkeppnis
markaði, að þeirra sögn.
Kaup Ardian á Mílu vöktu mikla
athygli á síðasta ári en um er að
ræða stærstu fjárfestingu síðari ára
hér á landi. Viðskiptin voru valin
viðskipti ársins að mati fjölskip
aðrar dómnefndar Markaðarins
og sagði Orri Hauksson, forstjóri
Símans, í viðtali í áramótablaðinu
að viðskiptin hefðu mikla þýðingu
fyrir Ísland. Virði viðskiptanna er 78
milljarðar króna og söluhagnaður
Símans er áætlaður 46 milljarðar.
Í ljósi þessa neikvæða frum
mats Samkeppniseftirlitsins sem
nú liggur fyrir, eru alla jafna tveir
kostir í boði fyrir samrunaaðila að
sögn lögfræðings sem Markaðurinn
ræddi við. Annars vegar geta samn
ingsaðilar mótmælt frummatinu
og freistað þess að snúa því við og
hins vegar, sá kostur sem talinn er
líklegri, geta þeir óskað eftir sátta
viðræðum við Samkeppniseftirlitið
um möguleg skilyrði sem hægt er að
setja samrunanum og séu til þess
fallin að eyða þeim samkeppnis
legu vandamálum sem SKE telur að
myndu leiða af samrunanum.
Skemmst er að minnast þess
að þegar N1 keypti Festi og Hagar
keyptu Olís var sáttaviðræðnaleiðin
farin. Þær sáttaviðræður enduðu
með því að N1 og Hagar urðu að
selja frá sér tilteknar bensínstöðvar
og matvöruverslanir.
Einn viðmælandi Markaðarins
sem hefur reynslu af fjarskipta
markaði segir ákvörðun SKE í máli
Mílu afar sérstaka og til þess fallna
að fæla erlenda fjárfesta frá landinu.
Þessi ákvörðun skjóti í raun
skökku við þar sem kaupunum sé
ætlað að brjóta upp lóðrétta sam
stæðu. Hann segir að hér sé dæmi
um opinbera stofnun sem virðist
vera að verja aðra opinbera starf
semi. Það beri ekki á öðru, að hans
mati, en að Samkeppniseftirlitið
óttist að Ljósleiðarinn, sem er opin
bert fyrirtæki, muni eiga í höggi
við erfiðari keppinaut en fyrr og að
samkeppni við það fyrirtæki verði
beinskeyttari hér eftir.
Viðmælendur sem Markaðurinn
ræddi við telja að það sé ámælis
vert að þessi ákvörðun ókjörinna
fulltrúa gangi í berhögg við yfir
lýsta stefnu stjórnvalda um að laða
erlenda fjárfestingu til landsins,
sem þegar er lítil í alþjóðlegum
samanburði.
Efast má um að þessir erlendu
fjárfestar hafi lent í jafn löngu og
erfiðu ferli í mun stærri löndum og
miklu stærri fjárfestingum. Yfirleitt
reyna fagfjárfestar eins og Ardian,
sem eru meðal stærstu sjóðastýr
ingarfyrirtækja Evrópu, allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að haga
viðskiptasamningum þannig að
þeir hljóti blessun yfirvalda í þeim
löndum þar sem þeir fjárfesta.
Ef svo fer að kaupin á Mílu gangi
ekki í gegn leiðir það til slæmra
afleiðinga fyrir land og þjóð, sam
kvæmt heimildum Markaðarins.
Ef kaupin ganga ekki í gegn
verður Síminn áfram eigandi Mílu
en Síminn er búinn að marka sér þá
stefnu að verða ekki lengur eigandi
Mílu, að lokinni stefnumótun árið
2021. Síminn gæti horfið frá þeirri
stefnu, eða haldið sig við hana og
hafið leit að nýjum kaupendum,
sem þá væru væntanlega íslenskir.
Berast þá böndin helst að lífeyris
sjóðum, sem þegar eru fyrirferðar
mestu fjárfestarnir á Íslandi.
„Afleiðingarnar yrðu hins vegar
afdrifaríkari fyrir landið í heild.
Þótt búast megi við að viðskipti
muni klárast að lokum, er kerfið
að gera erlendum fjárfestum erfitt
fyrir. Erlend fjárfesting á Íslandi
er lítil og íslenskt stofnanakerfi er
í raun að gera umhverfið erfiðara
fyrir þessa erlendu aðila, þvert ofan
í það sem lýðræðislega kjörnir full
trúar þjóðarinnar segjast ítrekað
stefna að,“ segir einn viðmælenda
Markaðarins.
Sett hafi verið lög vegna sölu Mílu,
félagið hafi gert sérstakan samning
við ríkið, Fjarskiptastofa hafi gert
miklar athugasemdir við kaupin og
nú sé Samkeppniseftirlitið að flækja
málið á síðustu metrunum.
„Vegna stærðar sinnar og orð
spors er Ardian allra síst sá evr
ópski sjóður sem Ísland vill að lendi
í vondri reynslu og hrakningum hér
á landi.“ n
Ákvörðun SKE muni fæla
erlenda fjárfesta frá landinu
Ef kaupin ganga ekki í gegn verður Síminn áfram eigandi Mílu en Síminn er búinn að marka sér þá stefnu að verða ekki
lengur eigandi Mílu, að lokinni stefnumótun árið 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
10 Fréttir 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR