Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 22
Þegar Kim Kardashian mætti nýlega á Met Gala í kjól af Marilyn Monroe vakti það mikla athygli og var nokkuð umdeilt, þar sem margir litu á kjólinn sem safngrip. En hver ætli hafi verið örlög annarra frægra kjóla úr sögu Holly- wood? oddurfreyr@frettabladid.is Fyrr í vikunni birti The Guardian ítarlega umfjöllun um hvað hefur orðið um nokkra af frægustu kjól­ unum úr sögu Hollywood. Lengi vel voru það bara safnarar, en ekki söfn, sem þóttu þeir sérlega merkilegir, svo það er mjög mis­ jafnt hve vel hefur verið passað upp á fræga búninga úr kvik­ myndasögunni. Deilt um notkun á kjól Monroe Kjólinn sem Kim Kardashian var í á Met Gala var sá sem hin goð­ sagnakennda Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng fyrir John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseta, í tilefni af afmæli hans árið 1962. Margir voru hrifnir af klæðnaði Karda­ shian en aðrir gagnrýndu þessa meðferð á f lík sem þeir töldu að ætti að vera safngripur. Kjólinn er skreyttur með yfir tvö þúsund kristöllum sem voru handsaumaðir inn í „souffle“ silkið sem hann var gerður úr, en þess má geta að þetta silki hefur verið bannað með lögum því það er svo eldfimt. Kardashian fékk kjólinn lánaðan frá Ripley’s Believe It Or Not! sem keypti kjólinn fyrir 4,8 milljónir dala árið 2016, en það gerir hann að dýrasta kjól heims. Að sögn var kjóllinn saumaður utan á Monroe og hún var bara í honum á meðan hún var á sviði, en Kardashian segist aðeins hafa verið í kjólnum í um fjórar mínútur og að teymi sérfræðinga með hanska hafi séð um að klæða hana varlega í kjólinn. Hún fór svo í eftirlíkingu sem hún klæddist það sem eftir lifði kvölds. En safnarinn Scott Fortner, sem segist eiga stærsta safn af munum sem tengjast Monroe í heimi, birti myndir á Instagram­reikningi sínum, The Marilyn Monroe Collection, sem hann sagði að sýndu skemmdir á kjólnum eftir að Kardashian fór í hann. Ripley’s og Kardashian segja hins vegar að kjóllinn hafi ekki orðið fyrir neinum skemmdum. Fortner kennir Ripley’s um þessar meintu skemmdir og segir að þetta sé ekki bara kjóll, heldur hluti af menn­ ingu Bandaríkjanna og vonar að þetta atvik verði til þess að svona verðmætir gripir verði passaðir betur í framtíðinni. Kjóll Garland í gömlum skókassa Annað dæmi um verðmætan kjól er kjóllinn sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni The Wizard of Oz. Um tíu stykki voru Örlög frægra kjóla frá Hollywood Notkun Kim Kardashian á kjól af Marilyn Monroe vakti mikla athygli og var umdeild. Hún vakti um leið umræðu um meðferð á gömlum fötum úr sögu Hollywood. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB SKOÐIÐ LAXDAL.IS 30-60% afsláttur SUMARútSAlA búin til fyrir gerð kvikmyndar­ innar og í maí síðastliðnum var einn þeirra settur á uppboð eftir að hafa uppgötvast í löngu gleymdum skókassa. Hann fór samt f ljótt úr sölu því gert var tilkall til hans. Það er engin furða að einhver hafi gert þetta tilkall, þar sem gert var ráð fyrir að hann myndi seljast fyrir á bilinu 800 þúsund til 1,2 milljónir dala. John Fricke, sem er sérfræð­ ingur þegar kemur að Garland og kvikmyndinni um galdrakarlinn í Oz, segir að þetta sé bara einn af mununum sem eru eftirsóttir úr myndinni. Gerð voru fimm pör af rauðu töfraskónum hennar Dorothy sem hafa lent í ýmsum ævintýrum og til dæmis er alríkis­ lögregla Bandaríkjanna með eitt parið, en það fannst eftir að því var stolið af sýningu árið 2005. Best farna parið átti að fara á upp­ boð árið 1970 en var geymt, ásamt einum af kjólunum, og var svo keypt af hópi þekktra listamanna frá Hollywood sem enduðu á því að gefa það til Academy­kvik­ myndasafnsins í Los Angeles. Kvenfyrirlitning mótaði verðmat Kvikmyndastjarnan Debbie Reynolds átti líka mikið safn af frægum búningum, þar á meðal svarthvítu fötin sem Audrey Hepburn klæddist í My Fair Lady og hvíta kjólinn sem fauk upp um Monroe í The Seven Year Itch. Hún bað bandarísku kvikmynda­ akademíuna oft um að hjálpa sér að geyma og sýna þessa muni, en fékk alltaf neitun. Hún endaði með því að selja lykilmuni til safnara árið 2011. Kjól Monroe fór á 4,6 milljónir dala og föt Hepburn á 3,7 millj­ ónir. Reynolds fékk svo ósk sína uppfyllta nokkrum árum eftir dauða sinn þegar akademían opnaði áðurnefnt safn árið 2021 og þá fór restin af safni hennar á sýningu. Deborah Nadoolman Landis, sem var búningahönnuður áður en hún gerðist fræðimaður, segir að það hafi verið horft fram hjá gildi þessa klæðnaðar vegna þess að það var litið svo á að hann vekti aðallega áhuga kvenna og væri því ekki sérlega mikilvægur. Hún segir að það sé sorglegt en að kvenfyrirlitning hafi verið skýr­ ingin. Hún er heldur ekki ánægð með meðferðina á kjól Monroe á Met Gala og líkir því við að taka mun af breska ríkissafninu til afnota. Flestir búningar í einkasöfnum Fricke segir að kvikmyndafyrir­ tæki hafi verið síðust til að átta sig á vinsældum gamalla búninga. „Hollywood vissi þetta ekki, en heimurinn vissi þetta,“ segir hann. Nú eru gamlir búningar, sér­ staklega þeir sem goðsagnir eins og Monroe, Garland og Hepburn notuðu, svo vinsælir að uppboðs­ hús eru mér sérstakar deildir tileinkaðar þeim. Landis segir að 90 prósent af gömlum búningum séu nú í einkasöfnum, að hluta til vegna þess hvað þeir eru verðmætir, en líka vegna þess að það er dýrt og tímafrekt fyrir söfn að passa upp á þá. Það þýðir um leið að meðferð þeirra er misjöfn. Það er samt almennt farið vel með þá, því þessir safnarar sjá verðmæti gripanna og líta svo á að þeir séu að passa þá fyrir komandi kyn­ slóðir. Svo vilja þeir auðvitað ekki að fjárfesting þeirra falli í verði. Kjóllinn sem Ripley’s keypti árið 2016 var til að mynda keyptur fyrir 1,2 milljónir 17 árum fyrr, svo verðmætið fjórfaldaðist á þessu tímabili. n Kjóllinn sem fauk upp um Monroe í kvikmyndinni The Seven Year Itch seldist á 4,6 milljónir dala. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kjólarnir sem voru gerðir fyrir Judy Garland fyrir gerð kvikmyndarinnar um galdrakarlinn í Oz eru orðnir verðmætir safngripir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Gerð voru fimm pör af rauðu töfraskón- um hennar Dorothy sem hafa lent í ýmsum ævin- týrum og til dæmis er alríkislögregla Banda- ríkjanna með eitt parið. 6 kynningarblað A L LT 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.