Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 20
Það eru ekki allir hrifnir af rifnu gallabuxunum sem verið hafa í tísku undan- farin ár. Samkvæmt Dolce & Gabbana verða þær þó enn heitar vor og sumar 2023. Svo virðist sem D&C gangi enn lengra í þessari tísku því það eru ekki bara gallabux- urnar sem eru rifnar heldur buxur úr öðrum efnum líka. elin@frettabladid.is Hollywoodstjarnan Sharon Stone sem er 64 ára er andlit tískurisans Dolce & Gabbana. Hún geislaði þegar herratíska fyrirtækisins var kynnt í Mílanó á dögunum. Þar var hún með ofurfyrirsætunum Adam Senn og Sam Webb. Þeir Adam og Sam hafa einmitt setið fyrir á mörg- um myndum með Sharon Stone fyrir Dolce & Gabbana undanfarnar vikur. Þar á meðal í Feneyjum. Sharon þykir aldrei hafa litið betur út en nú og var mikið um það skrifað í tískutímaritum þegar hún mætti á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí klædd glæsikjólum frá D&G. Horft til fortíðar Dolce & Gabbana sýndu fyrst herralínu árið 1990 en á þeim tíma var merkið í mikilli uppsveiflu þótt það væri aðeins fimm ára. Það var knúið áfram af skapandi frelsi og nýjungum. Sannarlega er fatalína þeirra fyrir sumarið 2023 fjölbreytt enda höfða þeir félagar mjög til yngra fólks þótt þeir velji konu á sjötugsaldri sem andlit D&G fyrir kvenfatnað sinn og töskur. Þegar Kourtney Kardashian gifti sig í Portofino á Ítalíu í vor bar ein- mitt mikið á lúxusfatnaði frá Dolce & Gabbana. Þeir klæddu ekki bara brúðhjónin, heldur líka alla Kar- dashian-Jenner fjölskylduna, jafn- vel brúðarmeyna og hringaberann. Þá fékk fjölskyldan einkasnekkju D&G til afnota. Vilja endurvinnslu Eins og aðrir tískurisar horfa þeir félagar til loftslagsbreytinga og leggja áherslu á endurvinnan- legan fatnað. Sérstaklega líta þeir til tíunda áratugarins í hönnun sinni og vilja endurvekja tísku þess tíma með nýjum tillögum sem eru hannaðar í anda sumarsins 2023. Rifnar gallabuxur voru áberandi og halda því velli samkvæmt Dolce & Gabbana, skreyttir tvíhnepptir jakkar með herðapúðum, blúndu- skyrtur og stuttermabolir, allt í anda þess horfna tíma. Beckham ryður brautina Dolce & Gabbana segjast sömu- leiðis hafa horft til klæðaburðar David Bekcham sem er þekktur fyrir glæsilegan fatastíl og að fara óhefðbundnar leiðir. Því miður var Beckham ekki á sýningunni. Beckham hefur verið óhræddur við glamúr í herrafatnaði og var brautryðjandi í því að skapa nýjan heim í herratísku, er haft eftir Stefano Gabbana. Á fremstu bekkjum sýningar- innar sátu nýjar ungar stjörnur íþróttaheimsins og fylgdust með þegar fyrirsæturnar sýndu það sem koma skal næsta sumar. Á sýningunni voru nokkrar flíkur sem merktar voru „Re- Edition“ sem annað hvort voru endurgerðar frá fatahönnun D&G á tíunda áratugnum eða raunveru- legur klæðnaður frá þeim tíma. Það má því segja að fortíðin hafi verið grafin upp hjá þessu ítalska lúxusmerki. n Rifnu gallabuxurnar halda velli Þótt Dolce & Gabbana segist horfa til tíunda áratugarins í hönnun verður ekki séð að rifnar gallabuxur fylgi þeirri stefnu. Þær hafa verið vinsælar á allra síðustu árum og verða enn næsta sumar samkvæmt D&G. Herðapúðarnir voru ýktari í kven- fatnaði fyrir veturinn 2023 frá Dolce & Gabbana. Þótt herðapúðar hafi verið vinsælir á tíunda áratugnum voru þeir sjaldnast svona miklir en jakkinn er fallegur. Sharon Stone og ofurfyrirsæturnar Adam Senn og Sam Webb mættu á herratískusýningu í Mílanó auk þess að heim- sækja verslun Dolce & Gabbana í Mílanó í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fallegur tvíhnepptur jakki við rifnar buxur. Það heitasta sumarið 2023. Rifnar og bættar gallabuxur verða enn við lýði sumarið 2023. Á fremstu bekkjum sýningarinnar sátu nýjar ungar stjörnur íþróttaheimsins og fylgdust með þegar fyrirsæturnar sýndu það sem koma skal næsta sumar. 4 kynningarblað A L LT 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.