Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 15
Það vakti athygli þegar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, sendi skipuleggj- endum EM 2022 tóninn og sagði það skammarlegt að koma leikjum mótsins fyrir á of litlum leikvöng- um. Það heyrði fortíðinni til að láta sterkustu landsliðin í kvennabolt- anum leika á æfingavöllum, kvað hún, þar sem það samræmdist ekki aðsókn á leiki seinustu ár. Vissulega var vallavalið metn- aðarlaust og ákvörðunin byggði á gömlum tuggum um aðsókn og áhuga almennings á kvennaknatt- spyrnu. Ekki bjuggust enskir skipu- leggjendur við því að lítil þjóð í Norður-Atlantshafi myndi taka með sér einn stærsta stuðningsmanna- hópinn og þúsundir bláklæddra Íslendinga væru á höttunum eftir miðum. Knattspyrnuiðkun kvenna á Íslandi í upphafi 20. aldar Íþróttabyltingin í byrjun tuttugustu aldar var að miklu leyti á forsendum karla, en þó ekki einvörðungu. Á Ísafirði stofnuðu árið 1914 nokkr- ar unglingsstúlkur Hvöt, fyrsta kvennaknattspyrnufélagið á Íslandi. Um svipað leyti eru heimildir um stúlknaæfingar á vegum Víkings í Reykjavík. Í hvorugu tilvikinu varð mikið framhald á æfingum, meðal annars vegna neikvæðra viðbragða í umhverfinu. Þessar fyrstu tilraunir til kvennaknattspyrnu á Íslandi voru tilviljanakenndar og í smáum stíl, og fennti fljótlega yfir þær. Strembin upphafsár – uppgangur kvennalandsliðsins Haustið 1981 var ákveðið að stofna kvennalandslið Íslands í knatt- spyrnu. Eftir óheppileg úrslit gegn Skotlandi í fyrsta leik varð nokkur bið eftir því að Ísland freistaði þess að taka þátt í forkeppni stórmóts. Himinn og haf var á milli umgjarðar kvenna- og karlalandsliðsins, sem og umfjöllunar og áhorfs. Frá 1987 til 1992 lék Ísland engan A-landsleik kvenna. Ísland tók á nýjan leik þátt í for- keppni EM 1993 og hefur ekki látið sig vanta síðan. Í fyrstu voru lík- urnar á að komast í úrslitakeppnina sáralitlar, enda var þar aðeins um að ræða fjögurra liða keppni. Upp úr aldamótum tóku úrslit lands- liðsins að batna jafnt og þétt. Upp var komin kröftug kynslóð knatt- spyrnukvenna sem fangaði athygli íþróttaáhugafólks. Auglýsingar hitta í mark Haustið 2001, fyrir upphafsleik- inn í forkeppni HM 2003, ákvað landsliðshópurinn að hrista ræki- lega upp í umræðunni. Liðið birti heilsíðuauglýsingu í dagblöðum undir yfirskriftinni „Stelpuslagur“, þar sem leikmenn stilltu sér upp í sundfötum. Óhætt er að segja að allt hafi farið á annan endann og hart var deilt um hvort um væri að ræða snjalla markaðssetningu eða óheppileg skilaboð. Fyrir næstu leiki hélt liðið áfram að bregða á leik, með því að sitja fyrir í klæðnaði sem kall- aðist á við þjóðerni næstu mótherja. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðsókn á leiki landsliðsins glæddist mjög og fjölmiðlaumfjöllun sömu- leiðis. Ekki er þó hægt að skrifa þá niðurstöðu alfarið á snjalla aug- lýsingahönnuði. Ísland skaut bæði Ítölum og Spánverjum aftur fyrir sig og komst í fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrslitakeppninni. Þar tapaði liðið naumlega fyrir Eng- lendingum og enn í dag hefur Íslandi ekki auðnast að komast í úrslita- keppni HM kvenna. Íslenska leiðin Það er mikið afrek að íslenska lands- liðið hafi nú komist í úrslitakeppni EM fjögur skipti í röð. Þetta gerist á sama tíma og kvennaboltinn er í gríðarlega hröðum vexti á alþjóða- vísu. Þá þróun má að hluta til rekja til þess að það varð metnaðarmál fyrir stóru félögin í Evrópu að geta einnig tef lt fram kvennaliðum í fremstu röð. Þær ákvarðanir byggj- ast minnst á félagslegri meðvitund stóru félaganna, heldur á köldu hagsmunamati þar sem þeim varð sífellt ljósara að umtalsverður hópur stuðningsmanna kallar eftir kvennaliðum. Á Íslandi er þátttökuhlutfall barna og unglinga í knattspyrnu – drengja jafnt sem stúlkna – hærra en annars staðar gerist. Skipulagning tómstunda og sumarfría utan um fótboltaiðkun ungviðisins er orðin sjálfsagður hluti af lífsstíl drjúgs hluta íslensku millistéttarinnar. Í foreldrahópinn sækir knattspyrnu- hreyfingin bakhjarla sína og sjálf- boðaliða, en þessi hópur lætur heldur ekki bjóða sér upp á að kvennaboltinn sé afskiptur og að stúlkur í íþróttinni hafi ekki fyrir- myndir til að horfa til. Þó fráleitt sé að tala um að kynja- jafnrétti ríki í íslenskum íþróttum, þá er staða kvennagreinanna sterk- ari hér en víðast annars staðar. Bestu knattspyrnukonurnar eru í hópi frægasta íþróttafólks landsins og sá fjöldi stuðningsmanna sem fylgir þeim á stórmótum er í frásögur fær- andi – eins og skipuleggjendur EM á Englandi hafa nú eftirminnilega rekið sig á. n Lengri útgáfu af greininni og annað efni tengt EM kvenna má finna á landsbankinn.is/aframisland Stelpurnar okkar Stefán Pálsson sagnfræðingur Á Íslandi er þátt- tökuhlutfall barna og unglinga í knatt- spyrnu – drengja jafnt sem stúlkna – hærra en annars staðar gerist. FIMMTUDAGUR 7. júlí 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.