Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 32
tsh@frettabladid.is Kvikmyndaskóli Íslands stefnir á að hefja kennslu á háskólastigi í haust en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, hefur lagt áherslu á að flýta úttektarferli skólans. Í frétt á vef Kvikmyndaskólans kemur fram að ráðherra hafi skipað þrjá sérfræðinga til að veita umsögn um skólann, sem munu hefja störf í júlímánuði og er vænst að þeir hafi lokið störfum 1. september. Friðrik Þór Friðriksson, rektor Kvikmyndaskólans, vonast þó til þess að úttektarferli skólans muni taka enn skemmri tíma. „Þetta er bara allt að gerast núna í þessum töluðu orðum og verður komið bara í ágúst vonandi. Við setjum skólann í ágúst og þetta verður vonandi komið fyrir skóla- setningu,“ segir hann. Spurður um hvort það taki ekki einhvern tíma að fá svona formlega viðurkenningu á náminu segir Friðrik Þór: „Nei, það tekur engan tíma því við erum meðlimir að 120 bestu kvikmyndaskólum í heimi og sumir þeirra eru háskólar. Það er ákveðinn prósess að komast í það og við erum búin að fara í gegnum hann. Það hefur tekið tvö ár að fá þessa sér- fræðinga til þess að taka okkur út þannig að við reiknum með að við smellum þar inn.“ Kvikmyndaskólinn nýtur stuðn- ings mennta- og barnamálaráðu- neytisins, en skólinn hefur starfað undir framhaldsskólaskrifstofu þess ráðuneytis frá árinu 2003. Þá liggur fyrir vilyrði um samstarf Kvikmyndaskólans við Kvikmynda- fræðideild Háskóla Íslands sem er tilbúin með 60 eininga aukagrein til að bæta við 120 eininga diplóma- nám Kvikmyndaskólans og leiða til BA-gráðu með kvikmyndagerð sem aðalgrein. „Við vildum alltaf bara samstarf við einhvern háskóla, þess vegna Listaháskólann, en það varð aldrei af því,“ segir Friðrik Þór. Nú er Listaháskóli Íslands einn- ig að hefja kennslu til BA-gráðu í kvikmyndagerð í haust, er þörf á tveimur kvikmyndagerðarbrautum á háskólastigi á Íslandi? „Nei, ég hefði nú haldið að þetta væri hrein peningaeyðsla þar. Af því það kostar milljónir og jafnvel hundruð milljóna að gera það. Þeir eru með tíu nemendur þarna núna og ég veit bara ekki hvað fólk er að hugsa.“ n ð Stefna á kennslu í kvikmyndagerð á háskólastigi í haust Andlit úr skýjum er sýning á Kjarvalsstöðum en þar eru til sýnis mannamyndir Jóhann- esar Kjarvals. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur. „Í fyrsta sinn er verið að sýna allar helstu myndir Kjarvals af fólki. Kjarval er um margt mjög óvenju- legur portrettlistamaður og það eru reyndar áhöld um hvort það eigi að kalla hann portrettlistamann því hann gengur á svig við ýmsar sið- venjur hefðbundinna portrettmál- ara sem stilla fólki upp og búa til raunsanna eftirmynd af því. Maður sér að Kjarval finnst það ekki voða- lega spennandi. Hann hefur mun minni áhuga á því að búa til myndir af fólki en að búa til myndir um fólk. Myndirnar verða eins konar spegill, sem hann allt að því sér sjálfan sig í,“ segir Aðalsteinn. „Annað óvenjulegt við hann er að hann notar mjög mikið líkingamál úr náttúrunni til að lýsa fólki. Þaðan er komið heiti sýningarinnar And- lit úr skýjum. Hann sér fólk jafnvel eins og náttúruna. Kristján Jóns- son, Kiddi i Kiddabúð, stoð hans og stytta sem hélt utan um fjármál hans, skipulagði sýningar hans og hýsti hann, er sýndur nánast eins og klettur. Hann er Kletturinn í lífi Kjarvals.“ Partur af hrauninu Aðalsteinn segir að greinilegt sé að Kjarval hafi haft meiri ánægju af að gera teikningar af alþýðufólki en portrettmálverk af broddborg- urum. „Alþýðufólkið er hans fólk. Þar eru vinnubrögðin öðruvísi. Í olíumyndunum líkir hann fólki við náttúruna en hann dregur náttúr- una inn í andlitsteikningarnar. Það eru sömu taktarnir, sömu vinnu- brögðin og sami ryþminn í andlits- teikningum hans og í myndum hans af klettum og gróðri. Manni finnst stundum að það lofsamlegasta sem Kjarval geti sagt um einhvern sem hann er að mála sé að hann sé eins og náttúran.“ Aðalsteinn nefnir sem dæmi um þetta mynd af fóstru Kjar- vals. „Hún er manneskjan sem hann unni kannski allra mest, en hún sést varla á myndinni því hún verður svo mikill partur af hrauninu.“ Gerði það sem honum sýndist Ákveðin þróun er í portrettmynd- um Kjarvals. „Hann byrjaði mjög vel sem portrettmálari. Bankastjóra- myndir hans eru mjög hefðbundnar og féllu í kramið en í framhaldinu runnu tvær grímur á fólk vegna þess að honum var orðið alveg nákvæm- lega sama hvernig fyrirmyndirnar voru útlits, hann gerði bara það sem honum sýndist. Á sýningunni er mynd af virðulegum bæjarfógeta úr Vestmannaeyjum, Sigfúsi Johnsen, sem stendur mjög reffilegur nema hann heldur á stóru blómi sem eng- inn bað um að væri þar. Að lokum fór sú mynd úr fjölskyldunni. Hann gerði portrett af Steingrími Jónssyni rafmagnsveitustjóra sem vakti ekki lukku og þá gerði hann tvö önnur og annað þeirra fór til fjölskyldunnar og hitt til Rafmagnsveitunnar. Fólk varð dálítið hrætt við að panta frá honum portrettmyndir því það vissi ekki hvað það myndi fá. Þannig eru formlega pöntuð portrett eftir hann færri en tuttugu, sem telst lítið á 60 ára starfsferli,“ segir Aðalsteinn. Spurður hvort erfitt hafi verið að safna saman myndum á sýninguna segir hann svo ekki hafa verið: „Markmiðið var að búa til fyrstu sýninguna af þessu tagi og þá veit maður hverjar lykilmyndirnar eru. Svo var smá leynilögregluvinna að finna nokkrar myndir en það leyst- ist farsællega.“ n Gekk á svig við ýmsar siðvenjur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Portrettmyndir sem sýna sterka karaktera. Mynd af Thor Vilhjálmssyni er í miðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Alþýðufólkið er hans fólk,“ segir Aðalsteinn um Kjarval. Fádæma vel gerð teikning af Birni Jóhannssyni bónda. Friðrik Þór, rektor Kvikmyndaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í olíumyndunum líkir hann fólki við nátt- úruna en hann dregur náttúruna inn í andlits- teikningarnar. 24 Menning 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.