Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 2
Mótmæla banni á trans konur Blásið var til kröfufundar fyrir utan höfuðstöðvar ÍSÍ vegna ákvörðunar Sundsambands Íslands um að styðja tillögu sem bannar trans konum að keppa í kvenna- flokki á heimsmeistaramótinu í sundi. Skipuleggjendur segja bannið ýta jaðarsettum hópi enn lenga út á jaðarinn og jafnvel aftur inn í skápinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tempóhlaup hjá konu á Suð- austurlandi breyttist snarlega í hröðustu heimferð sögunnar þegar ugla gerði árás. Fuglinn hefur væntanlega verið að vernda unga sína. bth@frettabladid.is HORNAFJÖRÐUR Þórgunnur Torfa- dóttir, sviðsstjóri á Hornafirði, lenti í þeirri lífsreynslu í fyrradag að brandugla réðst ítrekað að henni þegar Þórgunnur var úti að skokka. Fuglafræðingur segir svona tilvik ekki algeng. „Ég var úti að hlaupa og akkúrat að taka smá tempóhlaup, var að reyna á mig. Þá f lýgur fugl á móti mér og ég hugsa: Ansi er þetta lág- fleygur mávur,“ segir Þórgunnur. Nær og nær færðist fuglinn. „Svo fer hann að hvæsa og hvæsa, lætur mjög illa. Þá sé ég að þetta er ekki mávur heldur ugla. Og svo kemur hún niður að mér aftur og aftur og hvæsir með þvílíku óhljóð- unum.“ Þórgunnur sá að ekki varð unað við svo búið og svaraði uglunni í sömu mynt. Hún öskraði og hvæsti og sveif laði höndunum líkt og óð væri. Uglan hörfaði þá með semingi en þegar rimman stóð sem hæst var aðeins rúmur metri frá andliti Þórgunnar og uglunnar, sem hefur beittar klær. Þórgunnur sneri þá við og hljóp til baka, hélt hún væri sloppin. „En þá sé ég skugga koma aftan að mér og hugsa: Nei, ekki þú aftur! Hljóp eins hratt og ég gat og loks gat ég losnað við hana.“ Þótt atlaga uglunnar minni ögn á Hitchcock-hrylling, var Þórgunni þó ekki meira brugðið en svo að henni tókst að taka mynd í öllum lát- unum. Hún segir þekkt að skúmar, kríur, kjóar, mávar og jafnvel skóg- arþrestir goggi í fólk, en þetta hafi sannarlega komið henni á óvart. „Ég var með hárið í tagli og það eru uppi vangaveltur um hvort uglan hélt að taglið væri mús, skott á ref eða eitthvað,“ segir Þórgunnur létt í bragði. Hún telur þó líklegra að varptíminn sé skýringin. Björn Arnarson hjá Fuglaathug- unarstöð Suðausturlands staðfestir það. Hann segir svona hegðun hjá uglum hér á landi ekki algenga en komi þó fyrir einmitt á þessum árs- tíma. Uglan hafi verið að vernda unga sína í grennd. „Hún passar mjög vel upp upp á ungana sína en þessi hefur verið óvenjuárásargjörn,“ segir Björn. Þórgunnur mun ekki setja þessa lífsreynslu á topp tíu yfir ógnir mannsævinnar þótt hjartað hafi tekið nokkur aukaslög. „Skúmarnir eru verstir. Þeir steypa sér niður að manni eins og orrustuflugvélar en þeir eru ekki með svona hávaða eins og uglan. Svona ævintýri breyta því ekki að ég hef mjög gaman af fuglum,“ segir Þórgunnur, enda héraðið fugla- paradís. n Brandugla réðst á skokkara Þórgunnur tók þessa mynd af fjand- vini sínum áður en rimmunni lauk. Íslenska branduglan er fagur og dularfullur fugl. MYND/BJÖRN ARNARSSON En þá sé ég skugga koma aftan að mér og hugsa: Nei, ekki þú aftur! Þórgunnur Torfadóttir, íbúi á Hornafirði J A R Ð B Ö Ð I N VIÐ MÝVATN jardbodin.is thorgrimur@frettabladid.is AFGANISTAN Árni Þór Arnþórsson, aðstoðarrektor American Univer- sity of Afghanistan, AUAF, í Kabúl, vonast til þess að hetja frá Afgan- istan komist undan ofsóknum Talibana og til öruggs lands. Í grein í Fréttablaðinu í dag segir Árni sögu „Abduls“ en líf hans var í hættu á laugardaginn þegar eftir- litsmenn Talibana bönkuðu upp á heima hjá honum. Höfðu þá nýlega verið gerðar tvær skot- og sprengju- árásir í grenndinni. Árni lýsir Abdul sem tölvunörd. Frá því Kabúl féll í hendur Talibana hafi hann margoft lagt á sig hættu- ferðir til vegabréfaskrifstofunnar í Kabúl. Þar hjálpi hann nemendum AUAF að fá eða endurnýja vegabréf. „Þetta skapar alltaf hættu þar sem Talibanar handtaka alla sem reyna þetta.“ Til allrar hamingju þyrmdu Talib- anarnir lífi Abduls, í þetta sinn. Þeir fundu ekkert sem tengdi Abdul við árásirnar eða við bandaríska háskólann og höfðu sig því á brott um miðnætti en skildu eftir verði. „Ef [Abdul] kemst til Pakistan með fjölskylduna þá þarf ég að finna út hvernig við getum komið honum eitthvert annað, til lands sem hefur not fyrir mann eins og hann. Hann er hetja.“ n SJÁ SÍÐU 14 Afgönsk hetja komist til öruggs lands Árni segir að lífi Abduls stafi hætta af stjórn Talibana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY erlamaria@frettabladid.is BRETLAND Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, var til svara í breska þinginu rétt fyrir hádegi í gær, þar sem þingmenn þjörmuðu að ráðherranum vegna afsagna fjölda ráðherra og upplausnar innan ríkisstjórnarinnar. Á einum degi sögðu sautján ráð- herrar af sér. Þetta er í fyrsta skipti í sögu breskra stjórn mála sem jafn margir ráð herrar segja af sér á svo stuttum tíma. Fyrri metfjöldi af- sagna eru ellefu frá árinu 1932. Alls hafa fjörutíu og einn ráð herra og að stoðar ráð herra sagt af sér. Þegar Frétta blaðið fór í prentun var John son enn á fundi í Down- ingstræti 10 með tveimur hópum ráð herra bresku ríkis stjórnarinnar. Að sögn breskra fjöl miðla mættu ráð herrarnir til fundar við John son, án þess að boðað hefði verið til slíks fundar, til þess að setja þrýsting á hann til að segja af sér. n Hart var sótt í gær að Boris Johnson 2 Fréttir 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.