Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 16
Þetta er harmleikur og maður verður þess var að þetta hefur áhrif á þjóðina. 16 Íþróttir 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR Tveir af tíu elstu leik- mönnum EM byrjuðu í bakvarðastöðum Íslands gegn Póllandi. Það er mikil eftirvænting fyrir Evr­ ópumóti kvenna en mótið fór af stað í gær en fyrir okkur Íslendinga hefst mótið formlega á sunnudag þegar Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik. Mikil eftirvænting er á meðal þjóðarinnar fyrir frumraun Íslands á mótinu en fimm ár eru liðin frá síðasta stórmóti liðsins. Mótið í Hollandi olli miklum vonbrigðum en nú ríkir gríðarleg bjartsýni í kringum liðið. Þorsteinn Halldórsson tók við góðu búi af Jóni Þór Haukssyni sem kom liðinu inn á Evrópumótið. Liðið er með marga unga leik­ menn sem hafa mikla hlaupagetu, í nútíma fótbolta er hlaupageta og snerpa í bland við gæði leikmanna lykill að árangri. Íslenska liðið lék einn æfingaleik fyrir mót, íslenska þjóðin gat ekki horft á leikinn gegn Póllandi þar sem útsending RÚV klikkaði. Undir­ ritaður gat hins vegar með króka­ leiðum náð sér í ólöglegt streymi og horft á þennan eina undirbúnings­ leik. Spilamennska liðsins að stærst­ um hluta var ekki góð og betur má ef duga skal, Þorsteinn tók þá ákvörðun fyrir leik að setja Söru Björk Gunnarsdóttur í liðið en hún hafði ekki byrjað landsleik í 14 mán­ uði. Eins og eðlilegt er eftir barns­ burð er Sara enn langt frá sínu besta, það voru vonbrigði hversu lítið hún fékk að spila hjá Lyon eftir endur­ komu sína og leikæfing hennar er því lítil. Með því að setja Söru inn í liðið var ákveðið að færa Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á kantinn en hennar var saknað á miðsvæðinu. Karólína hefur snerpu og góða hlaupagetu ásamt því að vera frá­ bær í fótbolta, sóknarmenn Íslands hafða notið góðs af því að hafa hana fyrir aftan sig. Okkar fróðasta fólk um kvenna­ bolta telur það ekki líklegt til árang­ urs í jöfnum leikjum að byrja með Söru Björk og Gunnhildi Yrsu Jóns­ dóttur saman á miðjunni og setja Karólínu á vænginn. Um þetta er þó aðeins rætt á kaffistofum landsins til þess að rugga ekki bátnum. Annað vandamál sem blasti við í æfingaleik liðsins gegn Póllandi eru bakverðir íslenska liðsins, Sif Atladóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir hafa reynst landsliðinu frábærlega en Sif fagnar 37 ára afmæli sínu á mótinu og Hallbera er 35 ára. Þær hafa mikla reynslu sem gæti reynst dýrmæt en Sif var í vandræðum gegn Póllandi sem bak­ vörður enda er hennar staða í hjarta varnarinnar. Snöggir kantmenn gætu orðið til vandræða fyrir Ísland. Eftir að hafa blásið út neikvæð­ um punktum er rétt að minnast á það að íslenska liðið er frábærlega mannað og ef allt heppnast vel ætti liðið að geta náð langt á mótinu, krafan er alla veganna sú að liðið fari upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. ■ Áhyggjuefni í aðdraganda Evrópumótsins ■ Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur@ frettabladid.is Kvennalands- liðið er á leiðinni á sitt fyrsta stór- mót undir stjórn Þor- steins Hall- dórssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, undirbýr sig undir nýja og spennandi áskorun á ferli sínum. Liðið hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni um aðra helgi. hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lyngby stýrði Freyr Alexandersson danska liðinu upp úr næstefstu deild. Liðið spilaði vel undir stjórn Freys og tókst að komast upp í deild þeirra bestu. Svo mikil ánægja er með störf Freys hjá Lyngby að félagið gerði við hann nýjan og betri samning eftir tæpt ár í starfi. Stutt sumarfrí er í Dan­ mörku og eftir mikinn fögnuð hefst úrvalsdeildin á næstu dögum. „Þetta er nýtt fyrir mig að það séu svona stutt skil á milli þess sem var og er að hefjast. Ég hef fundið fyrir því, það var mikil gleði og gaman þegar við fórum upp. Það var allt undir síðustu vikurnar á mótinu og mikil spenna, skemmtileg spenna. Það var svo örstutt sumarfrí og svo höfum við þrjár vikur til að undirbúa okkur fyrir efstu deild,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið, en hann sat þá í mestu makindum heima hjá sér að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Draumur á fyrsta ári Freyr segir stökkið upp í úrvalsdeild stórt og viðbúið að hann muni ekki fagna eins mörgum sigrum og í næst­ efstu deild. „Það er mjög stórt stökk á milli deilda, svo er enn meira stökk á milli efstu liðanna í úrvalsdeildinni og liðanna þar á eftir. Það eru mikil skil á milli liðanna í deildinni, það sést best á rekstri félaganna. Við erum á þeim stað að við erum ekk­ ert að versla mikið á markaðnum. Það er mitt starf sem þjálfari að gera leikmennina betri og sækja svo leik­ menn úr góðu unglingastarfi félags­ ins. Við höfum bætt við tveimur leikmönnum og spurning hvort þeir verði 1­2 í viðbót. Það þarf að vera á réttum forsendum og helst einhver með reynslu.“ Freyr tók við starfinu hjá Lyngby fyrir rúmu ári og nýtur sín í starf­ inu. „Þetta fyrsta tímabil var algjör draumur, í byrjun var ekki nein pressa á það að fara upp en þegar það gekk vel þá kom pressan og ég naut hennar. Ég þurfti að byggja upp nýtt lið og það gekk hraðar en við áttum von á. Það skemmtilegasta í starfi þjálfarans er að sjá leikmenn bæta sig og liðið verða betra, svo skemmir ekki að sigrar fylgi með í kjölfarið. Þetta hafa verið drauma­ mánuðir fyrir mig persónulega. Ég er klárlega búinn að bæta mig sem þjálfari, ég er umkringdur góðu fólki. Það var gott starfsfólk hér fyrir sem er frábært að vinna með. Fyrst og fremst er ég samt búinn að bæta mig sem leiðtogi, ég er miklu yfir­ vegaðri en áður. Það er bara reynsla sem maður hefur tekið frá Heimi Hall grímssyni, Lagerbäck, Erik Ham rén og fleirum,“ segir Freyr sem var lengi í starfi hjá KSÍ en stoppaði stutt í Katar áður en hann hélt til Danmerkur. Fjölskyldan nýtur lífsins Með því að skrifa undir nýjan samning við Lyngby er ljóst að Freyr og fjölskylda hans njóta lífs­ ins í úthverfi Kaupmannahafnar. „Okkur líður vel, þetta er spenn­ andi klúbbur að vinna fyrir. Þetta er frábær staður, við erum rétt fyrir utan miðbæ Kaupmannahafnar. Danskur fótboltakúltúr er frábær og þegar maður er kominn inn í hann reynir maður að sjúga allt í sig, það finnst mér spennandi. Ég vil ekki fara frá Danmörku nema að það komi eitthvað stórkostlegt. Klúbburinn vildi ró og ég vildi ró, það var því ekkert annað í stöðunni en að skrifa undir nýjan samning.“ Íbúar Danmerkur eru harmi slegnir eftir skotárás í verslunarmið­ stöð í Kaupmannahöfn á sunnudag þar sem þrír létu lífið. „Það eru allir klárlega slegnir og maður finnur það, fólk talar mikið þetta. Þetta er hræðilegur atburður, allir þekkja einhvern sem var nálægt þessum stað á þessum tíma. Þetta er harm­ leikur og maður verður þess var að þetta hefur áhrif á þjóðina.“ Fannst hann skulda Alfreð Alfreð Finnbogason er án félags eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út og æfir hann nú hjá Lyngby undir stjórn Freys. Ólík­ legt er að Lyngby hafi þó efni á að semja við Alfreð. „Ég hef ekkert rætt samning við Alfreð og hvort það sé einhver möguleiki. Ég held að það væri galið af mér að segja að ég hefði ekki áhuga á því að fá hann til liðs við okkur. Það er frábært að fá Alfreð á æfingasvæðið, hann er með geggj­ aða reynslu og er frábær manneskja. Alfreð gefur mikið af sér til aðila hérna, svo eru snertingar hans, leik­ skilningur og hvernig hann klárar færin allt í efsta klassa. Ég vildi hjálpa honum, mér fannst ég skulda honum. Hann hefur að hluta til fórnað líkama sínum fyrir íslenska landsliðið. Hann spilaði meiddur og hægði á öllu bataferli sínu fyrir Ísland. Núna er hann á góðum stað og er að halda sér í topp­ standi, það er gott að gefa karlinum eitthvað til baka. Við skoðum það að fá hann ef sú staða kemur upp.“. Freyr seldi markvörð til Vals á dögunum en Frederik Schram sem var í HM­hópi Íslands árið 2018 er mættur í Bestu deildina. „Valur er að fá toppmarkvörð, það eina sem Frederik vantar er að fá traust og spiltíma. Hann átti að fá það hjá mér en handarbrotnaði og sá sem kom inn stóð sig frábærlega. Það var samkomulag um að hann gæti farið fyrir sanngjarna upphæð. Ég var hissa að sjá hann ekki byrja gegn KA en ég ræð því ekki. Frederik er frábær markvörður og eðal drengur sem Valur fær í sitt félag,“ segir Freyr að lokum. ■ Hefur orðið að betri leiðtoga í Danmörku Velgengni liðsins undir stjórn Freys varð til þess að honum var fljótlega boðin framlenging á samningi sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.