Fréttablaðið - 22.07.2022, Page 2

Fréttablaðið - 22.07.2022, Page 2
Fuglarnir hér eru svo spakir og óttalausir. Í Frakklandi eru veiði- menn á hverju strái. Jean-Luc Delavelle Íþróttin fagra Fótboltamótið ReyCup stendur fram til sunnudags í Laugardalnum en á mótinu koma saman unglingar á aldrinum 13-16 ára víðs vegar að úr heiminum til að spila íþróttina fögru. Flest íslensk fótboltafélög taka þátt, auk margra erlendra liða, þar á meðal Fulham og Stoke City frá Englandi . FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frönsku hjónin Sigride og Jean-Luc Delavelle luku fimmtán daga ferð sinni um Ísland í Laugardalnum í gær. Náttúran og fuglalífið snart þau djúpt. gar@frettabladid.is FERÐAMENN „Þetta hefur verið dásamlegt,“ segir Sigride Delavelle frá Frakklandi einlæglega um dvöl sína og eiginmannsins Jean-Luc hér á Íslandi. Jean-Luc og Sigride búa í Lille í Frakklandi en komu til Íslands fyrir hálfum mánuði og hafa verið á far- aldsfæti síðan. Þau vildu glöð deila ferðasögu sinni með útsendurum Fréttablaðsins sem rákust á hjónin á tjaldstæðinu í Laugardal í gær. Þau afsökuðu litla enskukunnáttu. Sigr- ide dró fram Íslandskort og breiddi úr því á litlu borði. „Við fórum fyrst hingað,“ segir Sigride og setur fingurinn á þjóð- garðinn á Þingvöllum áður en hún dregur hann að Gullfossi. „Svo fórum við hingað,“ bætir hún við og fingurinn er kominn út í Vest- mannaeyjar. Augljóst er á þeim hjónum að það var áhrifarík heim- sókn. För þeirra lá síðan til Víkur í Mýr- dal. „Við stoppuðum nú bara eina nótt þar,“ svarar Jean-Luc spurður hvernig þeim hafi litist á sig í Vík. „Það rigndi svo svakalega mikið,“ bætir hann við og hjónin brosa afsakandi. Frakkarnir héldu áfram ferð sinni um Suðurland. Þau gistu nokkrar nætur í þjóðgarðinum í Skaftafelli og gengu þar um náttúruna og óku síðar á ferðabíl sínum austur að Jök- ulsárlóni sem einmitt var á sérstakri mynd á landakortinu. Sigride er kennari í heimabæ sínum og Jean-Luc er fuglafræð- ingur og kveðst starfa mikið með ungu fólki og fræða það um fugla úti í náttúrunni. Og nú dregur Jean-Luc fram bók og tekur að benda á ýmsar tegundir sem hann hefur ekki séð í heimalandi sínu nema kannski í mýf lugumynd er þeir stoppa í nokkra klukkutíma á leið sinni sunnan að og norður að Íslands- ströndum. „Fuglarnir hér eru svo spakir og óttalausir. Í Frakklandi eru veiði- menn á hverju strái,“ útskýrir Jean- Luc og hermir eftir manni að skjóta úr byssu. Hann bendir síðan á mynd af hrossagauki sem hann segist hafa séð og ekki síst heyrt í hér á Íslandi. „Það er magnaður fugl,“ segir hann og gefur frá sér hið einkennandi hljóð sem hrossagaukar mynda með stélfjöðrum sínum á steypiflugi. Sigride og Jean-Luc sneru aftur frá Jökulsárlóni og óku þá rakleitt á Snæfellsnes þar sem þau vörðu nokkrum dögum og segja þá standa upp úr á ferðalaginu. „Þar var ótrú- lega fallegt,“ eru þau hjónin sam- mála um. Þessari Íslandsferð hjónanna frá Lille, sem var sú fyrsta, lauk í gær- kvöldi. En kannski snúa þau aftur síðar. „Það ætla ég rétt að vona,“ svarar Sigride að minnsta kosti er þau hjónin stilla sér upp fyrir myndatöku. n Delavelle-hjónin heilluð af óttalausum fuglum á Íslandi Jean-Luc og Sigride Delavelle ljómuðu af ánægju á tjaldstæðinu í Laugardal við lok fyrstu ferðar sinnar um Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is ser@frettabladid.is VEÐUR Þrálát hæð suður í höfum hefur þröngvað hverri lægðinni af annarri yfir Ísland það sem af er júlímánuði, en Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur segir að hæðin sú arna muni gefa eftir í ágúst, sem séu góðar fréttir fyrir Íslendinga. Háþrýstisvæði á hafsvæðinu vest- ur af Bretlandseyjum séu algeng, en hafi verið óvenjulega þaulsætin þar um slóðir á síðustu vikum, með þeim afleiðingum að tíðin hafi verið rysjótt á Íslandi. En breytingar séu í kortunum í ágúst með stöðugra sumarveðri á Íslandi en verið hefur í júlí. n Lægðalestin yfir landinu fer að hiksta Reykvíkingar geta vonandi sólað sig oftar á Austurvelli í ágústmánuði. ser@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Engir dýralæknar fást á bakvakt nú um hásumarið á suðaustanverðu landinu, allt frá Djúpavogi og suður að sveitarfélag- inu Hornafirði sem teygir jarðir sínar vestur í Öræfi. Að því er fram kemur á vef Mat- vælastofnunar ber héraðsdýra- læknum að manna bak vaktir dýralækna á sínum svæðum til að tryggja velferð dýra og almenna þjónustu við dýraeigendur, en slíkur er nú skorturinn á fagfólki í greininni að ekki tekst að uppfylla vaktskyldu á umræddu svæði á næstu dögum. n Dýralæknar fást ekki á bakvaktir Bændur gætu átt erfitt með að ná í dýralækni nú yfir hásumarið. Skylt er að manna bak- vaktir dýralækna til að að tryggja velferð dýra. 2 Fréttir 22. júlí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.