Fréttablaðið - 22.07.2022, Síða 1
Samsetningin í átt að
efnameiri ferðamönn-
um er augljós.
Birgir Ómar Haraldsson,
framkvæmdastjóri þyrlu
þjónustunnar Norðurflugs
1 4 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 2 . J Ú L Í 2 0 2 2
Netflix í öldudal Ultraflex sinnir
heimilisverkum
Lífið ➤ 20 Lífið ➤ 22
Ríkir ferðamenn eru fleiri
hér á landi þetta sumarið
en áður. Flestir frá Ameríku.
Verðlagið á landinu er enda
tæpast fyrir millistéttarfólk.
Dýrtíðin er áhyggjuefni fyrir
ferðaþjónustuna.
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Fleiri sterkefn-
aðir ferðamenn sækja Ísland heim
á þessu sumri en áður hefur þekkst.
Þetta er samdóma álit fjölda stjórn-
enda í ferðaþjónustunni, svo og
fararstjóra og viðburðastjóra sem
Fréttablaðið hefur rætt við síðustu
daga.
„Glöggt dæmi um þetta er að
kortavelta erlendra ferðamanna er
nú meiri en þegar þeir voru f lestir
fyrir faraldurinn,“ segir einn úr
þessum hópi – og annar bætir því
við að „það er ekki bara uppsöfnuð
ferðaþörf hjá þessum hópi heldur
og uppsöfnuð eyðsluþörf.“
Ferðaskipuleggjendur hér innan-
lands segja efnaða Ameríkana
áberandi í þessum hópi. „Fjöldi
þeirra hefur verið að ferðast um
Evrópu í mánuð eða svo í sumar, en
bætir svo einni viku við á Íslandi á
heimleiðinni,“ segir einn reyndasti
skipuleggjandinn í ferðum og upp-
lifun ríkra útlendinga hér á landi,
en hann skipuleggur allan tíma
þeirra hér á landi, „frá því einka-
þotudyrnar opnast og þar til þær
lokast.“
Hann segir norðvestanverða Evr-
ópu einkar vinsæla meðal þessara
ferðalanga, ekki síst Norðurlöndin,
þar sem þeir sæki í fámenni, öryggi
og sterka innviði, „umfram áhættu-
meiri svæði.“
Annar viðmælandi bætir því við
að afar algengt sé að þessi hópur
ferðafólks sé nú tveimur til þremur
dögum lengur á landinu en áður
hafi þekkst – og eyði eftir því. „Það
lætur meira eftir sér, langþreytt
eftir pestartímann,“ útskýrir hann.
Birgir Ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri þyrluþjónustunnar
Norðurflugs, segir ágætt dæmi um
þetta að hann hafi verið að bæta
við sig fjórðu þyrlunni, svo mikið
sé að gera. „Samsetningin í átt að
efnameiri ferðamönnum er aug-
ljós,“ segir hann.
En það sé líka orðin áskorun
fyrir íslenska ferðaþjónustu að
halda í hefðbundið millitekjufólk
sem þrái að ferðast. Verðlagning
á Íslandi sé aðeins að verða á færi
efnafólks. „Hér borgar fólk 400
dali fyrir næturgistingu á venju-
legu meðalhóteli. Það jafngildir
lúxusgistingu í Bandaríkjunum,“
segir Birgir Ómar og óttast áhrifin
af dýrtíðinni á ferðaþjónustu til
frambúðar. n
Áberandi fjölgun sterkefnaðra ferðamanna
lyaver.is
Netapótek
Lyavers
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is
Eclipse Cross PHEV 4x4
Förum saman út í bláinn!
Eclipse Cross PHEV getur dregið 1.5 tonn, er með lyklalausu
aðgengi, hraðastilli, hita í stýri, bakkmyndavél, þreytuviðvörun,
akreinavara o.fl. Verð frá 6.390.000 kr.
Bæði dýr og menn nýta tækifærið um leið og ský dregur frá sólu til að njóta útivistar. Landsmenn hafa hins vegar fáa blíðviðrisdaga fengið í sumar. Að sögn veðurfræðings eru þó breytingar í kort
unum í ágúst með stöðugra sumarveðri á Íslandi en verið hefur í júlí. SJÁ SÍÐU 2 FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR