Fréttablaðið - 22.07.2022, Síða 6
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
Þín útivist - þín ánægja
HVÍTANES Merínó hálsklútur
Kr. 4.990.-
HVÍTANES Merínó ennisband
Kr. 2.990.-
BRIMNES
meðalþykkir
göngusokkar
Kr. 2.150.-
HVÍTANES Merino peysa
Kr. 13.990.-
HVÍTANES merino buxur
Kr. 11.990.-
GRÍMSEY hanskar
Kr. 2.990.-
DÖGG regnjakki
Kr. 11.990.-
JÖKULL hettupeysa
Kr. 9.990.-
HENGILL
Ullareinangraðar buxur
Kr. 22.990
LANGJÖKULL ullarjakki
28.990 Kr.
Sögulegt forsetakjör
gar@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Ný nefnd á vegum
Reykjavíkur á að kanna starf-
semi vöggustofu að Hlíðarenda og
Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.
Gerð hefur verið sú breyting á áður
áformuðu verksviði nefndarinnar
að auk þess að kanna starfsemina
sjálfa er nú tekið fram að lýsa eigi
afdrifum vöggustofubarnanna eftir
að dvöl þeirra lauk. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg.
Kjartan Björgvinsson héraðs-
dómari verður formaður nefndar-
innar og aðrir nefndarmenn eru
Urður Njarðvík, prófessor í barna-
sálfræði, og Ellý Alda Þorsteins-
dóttir félagsráðgjafi. n
Lýsa eigi afdrifum
vöggustofubarna
Bretar fara langverst allra
þjóða út úr röskunum á flug-
völlum vegna útgöngu úr
Evrópusambandinu, að sögn
hóteleiganda. Ferð felld niður
til Íslands og viðbúið að frek-
ari raskanir muni hafa áhrif á
innlenda ferðaþjónustu.
bth@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Fjöldi hótela og
annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu
hér á landi varð af viðskiptum þegar
stór hópur frá Ísrael sem hafði pant-
að þjónustu með löngum fyrirvara
skilaði sér ekki til landsins í vik-
unni. Hópurinn flaug frá Ísrael til
London þar sem átti að millilenda á
leið til Íslands en vélinni var snúið
til baka fyrir lendingu aftur til Ísrael
og öll ferðin til Íslands felld niður.
Þráinn Lárusson, eigandi Hótels
Hallormsstaðar, segir að hótelið
hafi átt von á 20 manns úr þessum
hópi, tólf herbergi hafi verið frá-
tekin fyrir ísraelsku ferðamennina.
„Þetta ástand er Brexit að kenna.
Bretar eru að fara langverst út úr
þessu ástandi sem skapast hefur.
Það hefur verið af lýst 1.500 f lug-
um bara hjá British Airways. Nú
gjöldum við fyrir þetta líka,“ segir
Þráinn.
Ófremdarástand hefur skap-
ast á f lugvöllum víða um heim
síðustu vikur. Álag sem tengist
undirmönnun er víða en alverst er
ástandið sagt í London. Ferðamenn
til Íslands hafa þó skilað sér að sögn
Þráins þrátt fyrir seinkanir, það er
nýtt að ferð sé aflýst. Þráinn segist
smeykur um að fleiri afbókanir geti
fylgt síðar í sumar.
„Hér er allt gistirými upppantað
núna,“ segir Þráinn. „Það hefur verið
haft á orði að Austurland sé uppselt
þannig að fæstir láta sig dreyma
um að hægt sé að bóka herbergi á
þessum árstíma án fyrirvara,“ segir
hann um möguleikana á því að nýta
herbergin.
Þráinn segist þó að hluta tryggður
fyrir tjóninu. Þegar ferð sé af lýst
með svo stuttum fyrirvara gildi
alþjóðlegir bókunarskilmálar.
„Ég hef óttast lengi að þessar
raskanir í f lugi myndu bitna á
okkur. Áhrifin hafa það sem af
er verið minni en ég átti von á en
það er hreyfing á hlutunum,“ segir
Þráinn og bendir á dómínóáhrif í
vandræðagangi sem geti skapast ef
koma ferðalangs tefst um einn dag
á háannatíma. n
Brexit kom í veg fyrir komu
Ísraelsmanna til Egilsstaða
Þráinn Lárusson eigandi Hótels Hallormstaðar, átti von á tuttugu ferða-
mönnum frá Ísrael og hafði tekið frá tólf herbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN
Ég hef óttast það lengi
að þessar raskanir í
flugi myndu bitna á
okkur.
Þráinn Lárusson, eigandi
Hótels Hallormsstaðar
bth@frettabladid.is
HÚSAVÍK Aðalsteinn Baldursson,
formaður stéttarfélagsins Fram-
sýnar, segir að ítök stóru sjávar-
útvegsfyrirtækjanna og samband
þeirra við ráðandi öfl í stjórnmála-
lífinu fylli hann vonleysi. Hann sjái
ekki betur en að kerfið hafi sigrað
fólkið í landinu.
Uppkaup Síldarvinnslunnar á
Vísi í Grindavík hafa valdið mikl-
um kurr. Óttast Suðurnesjamenn
nú að störf í héraði tengd veiðum
og vinnslu hverfi burt. Aðalsteinn
minnir á að fyrir tuttugu árum
hafi Vísir keypt 45 prósenta hlut
í sjávarútvegsgeiranum á Húsa-
vík. Öllu fögru hafi verið lofað um
að störfum á Húsavík yrði fjölgað
fremur en hitt. Á annað hundrað
manns hafi þá starfað við land-
vinnslu.
Tíu árum síðar hafi fiskvinnslu-
fólki á Húsavík verið tilkynnt
að það gæti annað hvort tekið
pokann sinn eða f lust nauðungar-
f lutningum með strætó suður með
sjó. Sjávarútvegur á Húsavík hafi
ekki borið sitt barr eftir yfirráð
Vísis, enda hafi almenningur sífellt
minna og minna um það að segja
hvernig störfum í sjávarútvegi sé
háttað.
„Kerfið er ónýtt. Maður fyllist
eiginlega vonleysi,“ segir Aðal-
steinn.
Þá gagnrýnir Aðalsteinn að
sami stjórnmálamaður og áður
hafi gagnrýnt tilfærslu á af laheim-
ildum frá Suðurnesjum selji nú
sjálfur sinn hlut í Vísi og hagnist
um marga milljarða. Á hann þar
við Pál Jóhann Pálsson, fyrrverandi
þingmann Framsóknarf lokksins
og bæjarfulltrúa. Páll og eiginkona
hans, Guðmunda Kristjánsdóttir, fá
á fjórða milljarð króna í eigin vasa
fyrir söluna til Síldarvinnslunnar
sem er að hluta í eigu Samherja.
Rætt var við Aðalstein á Húsa-
vík á sjónvarpsstöðinni Hring-
braut í gærkvöldi. Fréttablaðið og
Hringbraut eru á ferð um Ísland og
munu miðla efni frá ýmsum lands-
hornum næstu daga. n
Aðalsteinn segir
kerfið hafa sigrað
fólkið í landinu
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fagnar verðandi forseta landsins, Draupadi Murmu, í Nýju-Delí eftir að hún hafði unnið sigur gegn Yashwant Sinha í
forsetakjöri í gær. Hin 64 ára gamla Murmu, er fyrst meðlima Schedule ættbálksins til að verða forseti og æðsti stjórnandi herafla Indlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Aðalsteinn
Baldursson,
formaður
Framsýnar
6 Fréttir 22. júlí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ