Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2022, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 22.07.2022, Qupperneq 11
Ég sá þennan Steina þjálfara fyrst í fréttunum þar sem hann strauk leka úr rauðu nefi í skítaveðri. Kvennalandsliðið í fótbolta hafði unnið Þjóðverja, minnir mig, en Steini sagði bara: „Ágætt, en áfram gakk.“ Brussurnar Fyrst er hér nú játning. Þegar ég ritstýrði vikublaði fyrir einhverjum árum skömmuðu mig femínistalessubrussur fyrir að láta ekki skrifa um kvennafótbolta. Ég fann mig knúinn til svara, því að sumar þessara kjéddlínga voru vinkonur mínar. Svarið var stutt. Það væri til- gangslaust að fjalla um slíka leiki. Þeir færu allir 12–2 eða 16–1, og allir vissu það fyrirfram. Við gætum eins fyllt síðurnar af úrslitum í 5. flokki. Það væri ekki í boði. Jújú, við vissum að Vanda var flott, Katrín Jóns og – og…? Svo breyttist eitthvað. Nei – allt breyttist. Aðrir vita betur en ég hvað gerðist. Væntingar Á Evrópumótinu á Englandi töpuðu stelpurnar tveimur leikjum og unnu einn. Hefðu vitaskuld getað unnið þá alla. Hvað á ég við? Of margt í lífinu snýst um væntingar og þær eru snúin tilfinn- ing. Við áttum að vinna Belga og Ítali, af því að við vorum betri. Þess vegna var jafntefli ígildi taps í þeim leikjum. Að sama skapi var jafntefli gegn Frökkum eiginlega sigur. Þær voru betri. Við höfum fordæmin: Gull- aldarlið strákanna á EM 2016 vann Portúgal 1–1 (svo afgerandi að Ronaldo móðgaðist stórlega), en tapaði svo 1–1 gegn Ungverjalandi. Við þekkjum þessa sálfræði vel úr pólitík. Framboð tapar fylgi, en fær samt meira en skoðanakannanir höfðu spáð. Það kallast varnarsigur í klisjubankanum. Þú vinnur þótt þú tapir Bjarni Benediktsson stóð upp á kosningakvöldi eftir þriðja tapið í röð og sagði „Við erum að vinna þetta!“ af því að flokkurinn hans var stærri en hinir, og uppskar klapp og mikið vúhú í salnum. Svipuð stemning var í Valhöll í vor. Tap, en samt frábær árangur. Í pólitík er viðtekin venja sumra að ljúga, af því að söfnuðurinn þarf að trúa. Um fótboltann gegnir öðru máli. Þar er engu hægt að ljúga, allt blasir við okkur, þótt stundum blundi of miklar vonir í brjóstum. Félögin Ég átti þess kost fyrir skömmu – árum saman – að fylgjast með unglingsstelpum spila fótbolta, á mótum, í deildarleikjum og úti um allt. Hvílíkt úrval af hæfileikum. En stundum auðvitað ekki, eins og gengur. Sérstaka athygli mína vakti starfið hjá Val og Breiðabliki (ég er Framari). Líka í Þrótti og hinum eilífa Selfossi, sem virðist alltaf dæla út afburðafólki á öllum víg- stöðvum. Þegar nær dró eldri flokkum þurftu frábærar stelpur – lands- Þetta er enginn firmabolti Karl Th. Birgisson n Í dag liðskonur og markaskorarar – að „flýja“ frá Val í önnur lið til að fá að spila. Samkeppnin var svona hörð og hæfileikarnir miklir. Það var ekki pláss fyrir þá alla í einu liði. Enn fleiri hættu og fóru á hverf- isvöllinn, af því að þær vildu bara spila fótbolta, fremur en að díla við það miskunnarleysi markaðarins, sem fótboltinn er orðinn. Ég veit ekki hvað gerðist, en einhverjir tóku skynsamlegar ákvarðanir fyrir sín félög og þetta var greinilega ekki tilviljun. Já, brussurnar Á hliðarlínunni er félagslíf foreldra svo sérstakur kapítuli. Eitt foreldrið kom mér á óvart með yfirlýsingu sem var nokkurn veginn svona: „Manstu, Kalli, þegar við vorum að alast upp? Þá var næstum enginn kvennafótbolti, en þær sem sóttu í þetta voru ekki eins og okkar stelpur. Þær voru f lestar stórar og miklar um sig, eiginlega óttalegar brussur. Nú eru þetta nettar og flottar fegurðardísir,“ sagði foreldrið og benti á dætur okkar. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu. Tók bara annan bita af nestinu – flatbrauði með kæfu og kalt kaffi með. Kaffið kólnar yfir- leitt hratt þarna á kantinum. Sennilega er rétt að taka fram að þetta foreldri var kona. Þessi ummæli féllu allnokkru eftir að ég horfði á viðtal við Hólm- fríði Magnúsdóttur, einhvern mesta hæfileikajaxl sem landsliðið hefur átt. Þá höfðu stelpurnar unnið eitt- hvert Eystrasaltsríkjanna sirka 12–0 og Hólmfríður var spurð: „Voruð þið ekki farnar að vor- kenna þeim í stöðunni 10–0?“ Svarið kom ískalt og strax: „Vorkenna þeim? Þetta er enginn firmabolti.“ Ef einhvern tímann þurfti staðfestingu á því að kvenna- boltinn væri orðinn fullorðins, þá birtist hún þarna holdi klædd, alveg grjóthörð á svipinn. Við fengum aðra staðfestingu á Englandi á dögunum. Þar var allt bara tussufínt, eins og skáldið sagði af öðru tilefni. n Eldað með Hönnu Þóru eru örþættir á frettabladid.is. Þættirnir eru sýndir þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Hanna Þóra sýnir hvernig á að útbúa ketó veislur fyrir alla fjölskylduna á einfaldan og fljótlegan máta. Uppskriftirnar úr þáttunum birtast samdægurs á frettabladid.is. FÖSTUDAGUR 22. júlí 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.