Fréttablaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 12
Sú hugmynd hefur
komið fram að sá hluti
gjaldeyrisvarasjóðs
Rússlands sem frystur
var af Vesturlöndum,
um 300 milljarðar
Bandaríkjadala, verði
notaður til uppbygg-
ingar í Úkraínu.
Ljóst er af gögnum
málsins og mynd-
bandsupptökum að
oddviti og fleiri með-
limir yfirkjörstjórnar
Norðvesturkjördæmis
voru einir í rýminu þar
sem atkvæðin voru
geymd óinnsigluð.
Einhvern tíma lýkur stríðinu í
Úkraínu. Það er sennilega hægt að
útiloka tvo möguleika. Annar er sá
að Rússar nái allri Úkraínu. Hinn að
Úkraína nái að hrekja Rússa alfarið
burt úr Úkraínu. Þetta endar með
málamiðlun og því meira svæði sem
Rússar ná undir sig í stríðinu því
veikari verður samningsstaða Úkra-
ínu og því sterkari verður samnings-
staða Rússa. Margt bendir til þess
að ásamt austurhluta Úkraínu,
Donbas, reyni Rússar nú að ná allri
suðurstrandlengju Svartahafsins að
Odessa, fari jafnvel alveg að landa-
mærum Moldóvu og Rúmeníu. Þar
með væri Úkraína orðin landlukt
land, búin að missa aðgang að líf-
æðar sinni til útflutnings, sem eru
siglingaleiðir um Svartahafið.
Ólíklegt verður að teljast að
Rússar láti þau landsvæði af hendi
sem þeir hafa þegar náð til lands
sem er umsóknarríki (e. candidate
country) hjá ESB og hugsanlega
á leið í NATO til lengri tíma litið.
Úkraína, með stuðningi Vestur-
landa, mun heldur ekki vilja gefa
eftir og mun krefjast þess að endur-
heimta allt það land sem hún hefur
misst, ekki bara í stríðinu sem hófst
í febrúar 2022, heldur síðan febrúar
2014 þegar Krímskaginn var inn-
limaður. Samningar verða því erf-
iðir fyrir báða aðila.
Að stríði loknu vakna spurn-
ingar um uppbyggingu Úkraínu.
Fær Úkraína styrki eða lán? Hvaða
stofnanir geta komið að uppbygg-
ingunni? Hvenær á að hefjast
handa?
Opinber skuldastaða Úkraínu
mæld sem hlutfall opinberra skulda
af vergri landsframleiðslu var ekki
afleit fyrir stríðið sem hófst í upp-
hafi árs 2022. Samkvæmt Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum voru opinberar
skuldir Úkraínu í lok árs 2021 um
50% af vergri landsframleiðslu,
sem var undir því hámarki sem ESB
setur, sem er 60%. Eftir COVID-19
stóðu mörg ESB-ríki verr á þessum
mælikvarða t.d. stærstu ESB-ríkin.
Á Ítalíu árið 2021 voru opinberar
skuldir sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu 150%, í Frakklandi
112% og í Þýskalandi 70%. Stærstu
ríki ESB standa því alls ekki vel um
þessar mundir sé litið til opinberra
skulda. Staðan í Úkraínu er miklu
verri nú árið 2022, en hún var í lok
árs 2021, eftir mikla eyðileggingu
og algert hrun vergrar landsfram-
leiðslu. Alþjóðabankinn spáði
nýlega að verg landsframleiðsla
Úkraínu myndi dragast saman
um 45% á þessu ári. Efnahagsstaða
vestrænna ríkja er ekki góð um
þessar mundir, en miðað við stöðu
Úkraínu nú þyrfti aðstoð Vestur-
landa samt aðallega að vera í formi
styrkja, ekki lána. Uppbygging tæki
líka langan tíma.
Þær stofnanir sem kæmu að upp-
byggingu Úkraínu væru Evrópu-
sambandið, sem væntanlega myndi
beita Fjárfestingabanka Evrópu (e.
European Investment Bank). Einn-
ig Bretton Woods-stofnanirnar
Alþjóðabankinn (e. World Bank
Group) og Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn (e. International Monetary
Fund). Endurreisnar- og þróunar-
banki Evrópu (e. European Bank
for Reconstruction and Develop-
ment) sem var stofnaður eftir fall
Sovétríkjanna gæti líka komið að
uppbyggingunni.
Gallinn við Alþjóðabankann og
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er meðal
annars sá að þar er Rússland aðildar-
ríki og Rússar sitja þar í stjórn. Sama
á við um Endurreisnar - og þróunar-
banka Evrópu. Að þessu leyti gæti
verið skynsamlegt að setja á fót
sjálfstæða stofnun fyrir Úkraínu
sem myndi hraða aðstoð við landið
þegar þar að kemur og taka tillit til
þess neyðarástands sem ríkir í Úkra-
ínu. Auk þess eru þróunarbank-
arnir sem nefndir eru hér að framan
mest í að sinna lánveitingum, ekki
afgreiðslu styrkja eins og t.d. ESB
veitir umsóknar- og aðildarríkjum.
Einnig mætti hugsa sér að Efna-
hags- og framfarastofnunin, OECD
(e. Organisation for Economic Co-
operation and Development) komi
að málinu. Kosturinn við OECD er
meðal annars sá að þar eru aðildar-
ríki eins og Bandaríkin og Japan sem
eru ekki aðilar að ESB.
Auk aðstoðar frá alþjóðlegum
stofnunum verður líka tvíhliða
aðstoð þar sem einstök ríki munu
vilja aðstoða Úkraínu með framlög-
um. Það mælir enn frekar með því
að setja á fót sjálfstæða stofnun til
að aðstoða Úkraínu, vegna þess að
slík stofnun gæti samhæft aðgerðir
alþjóðastofnana og tvíhliða aðstoð
einstakra ríkja.
Einkageirinn mun gegna hlut-
verki í Úkraínu en þátttaka hans í
uppbyggingu innviða getur orðið
erfið. Samstarfsverkefni opinberra
aðila og einkaaðila (e. public pri-
vate partnerships) um uppbygg-
ingu innviða (e. infrastructure)
hafa verið reynd í mörgum löndum
en eru sérstaklega erfið í löndum
sem hafa veikan laga- og reglu-
gerðaramma auk veikra stofnana
eins og í Úkraínu, þar sem að auki
hefur verið mikil spilling. Alþjóða-
bankinn, Endurreisnar- og þróunar-
banki Evrópu og Fjárfestingabanki
Evrópu geta þó gengið í ábyrgð fyrir
slíkar framkvæmdir vegna erfið-
leika sem kallast non-commercial
risk t.d. vegna gjaldeyrishafta, þjóð-
nýtingar, stríðs og innanlandsátaka,
samningssvika, o.s.frv.
Sú hugmynd hefur komið fram
að sá hluti gjaldeyrisvarasjóðs Rúss-
lands sem frystur var af Vesturlönd-
um, um 300 milljarðar Bandaríkja-
dala, verði notaður til uppbyggingar
í Úkraínu. Við þá ráðstöfun vakna
ýmsar lagalegar spurningar en víst
má telja að slík ráðstöfun muni ekki
auðvelda samningagerð við Rússa.
Að lokum vaknar spurningin
hvenær á að hefjast handa. Margir
myndu telja að rétt væri að bíða
stríðsloka, en þó væri ekki útilokað
að hefja framkvæmdir í vesturhluta
Úkraínu, á meðan sá hluti austur-
og suðurhluti Úkraínu sem Rússar
ráða nú yfir, verði útilokaðir. Öllum
framkvæmdum myndi þó fylgja
áhætta og fátt bendir til þess að
stríðinu ljúki á næstunni. En í stríðs-
lok verður samt sem áður þörf fyrir
einhvers konar Marshalláætlun
fyrir Úkraínu.
Höfundur starfaði um 12 ára skeið
hjá Alþjóðabankanum í Washing-
ton, Ríga og Hanoí. n
Uppbygging Úkraínu?
Ný Marshalláætlun?
Friðsamleg og lýðræðisleg skipti
valdhafa er grundvöllur okkar sam-
félags og í raun allra vestrænna og
margra annarra samfélaga. Þetta
framsal fer fram í kjölfar kosninga
þar sem öllum með kosningarétt
býðst að greiða atkvæði um niður-
stöðuna.
Það þarf að vera hafið yfir allan
vafa að rétt hafi verið að málum
staðið. Það er alveg ljóst að svo var
ekki haustið 2021 í Norðvestur-
kjördæmi. Nokkrir aðilar hafa kært
ólöglega framkvæmd þingkosning-
anna til kjörbréfanefndar Alþingis
og auk þess kærði Karl Gauti Hjalta-
son framkvæmdina til lögreglu.
Fjöldi illa, eða ólöglega, fram-
kvæmdra þátta var hins vegar
ekki kærður til lögreglu. Í ljósi þess
að lögregla tók þá ekki til rann-
sóknar að eigin frumkvæði tók ég
þá ákvörðun að kæra. Kæran var
lögð fram hjá Lögreglustjóranum á
Vesturlandi sem vísaði henni áfram
til Héraðssaksóknara. Þann 20. júní
barst mér svo tilkynning um að Hér-
aðssaksóknari teldi ekki grundvöll
til að hefja rannsókn.
Hvað skal bóka í gerðabók?
Héraðssaksóknari taldi ekki skýrt í
lögunum hvað skyldi bóka í gerða-
bók fyrir utan að bóka skuli:
n Viðtöku framboða, afgreiðslu
þeirra til landskjörstjórnar og
viðtöku á ný.
n Útsendingu og viðtöku kjör-
seðla og bréfa.
n Hvers konar úrskurði, talningu
atkvæða, úrslit kosninga og
annað þess háttar.
n Hversu margir kjörseðlar eru
ógildir og ástæður þess.
Á þessu grundvallast sú ákvörðun
að rannsaka ekki mögulegar rang-
færslur.
Þó segir í lögunum að allar kjör-
stjórnir skuli halda gerðabækur og
bóka gerðir sínar. Það þykir mér
nokkuð skýrt þýða að listinn sem
talinn er upp í kosningalögum sé
ekki tæmandi og því skuli bóka
um framkvæmd kosninganna svo
hægt sé, út frá gerðabókinni, að
rekja hvernig staðið var að kosning-
unum, sem getur verið mismunandi
eftir aðstæðum hverju sinni og á
hverjum stað.
Mögulegar breytingar
atkvæðaseðla ekki rannsakaðar
Ljóst er af gögnum málsins og
myndbandsupptökum að oddviti
og fleiri meðlimir yfirkjörstjórnar
Norðvesturkjördæmis voru einir
í rýminu þar sem atkvæðin voru
geymd óinnsigluð. Það hvort átt hafi
verið við atkvæðin er eitthvað sem
hefði átt að rannsaka. Þá rannsókn
verður stjórnvald með rannsóknar-
heimildir að framkvæma. Sú stað-
reynd að atkvæðatölur allra fram-
boða, fjöldi ógildra atkvæða, auðra
atkvæða og jafnvel fjöldi greiddra
atkvæða breyttist, hefði átt að kalla
á rannsókn.
Endurtalning
án heimildar eða óskar
Einnig er þekkt að 26. september
2021 hóf yfirkjörstjórn Norðvestur-
kjördæmis endurtalningu án þess
að nokkur hefði óskað eftir því, án
nokkurrar heimildar í lögum, án
þess að hún hefði verið auglýst, án
þess að gefa kjósendum tækifæri
til að vera viðstaddir talninguna,
án þess að umboðsmönnum fram-
boðslista hefði verið gefinn kostur
á að vera viðstaddir talninguna, án
þess að reynt hefði verið að kalla
til staðgengla umboðsmanna og
þrátt fyrir mótmæli umboðsmanna
Pírata. Hvert og eitt þessara atriða
gengur gegn þágildandi kosninga-
lögum og því er erfitt að átta sig
á því hvernig hefði mátt ráðast í
endurtalninguna.
Ekki grundvöllur fyrir
rannsókn á endurtalningunni
Til að hafna því að hefja rannsókn
vísar Héraðssaksóknari til þess að
þetta falli ekki undir sértæk refsi-
ákvæði laganna en horfir algjör-
lega fram hjá því að í lögunum eru
jafnframt almenn refsiákvæði um
að það varði sektum ef sveitar-
stjórn, kjörstjórn, utankjörfundar-
kjörstjóri eða embættismaður
hagar fyrirskipaðri framkvæmd
laga þessara, vísvitandi á ólöglegan
hátt eða vanrækir hana. Ákvörðun
Héraðssaksóknara um að hafna því
að hefja rannsókn á þessum hluta
framkvæmdarinnar er því óskiljan-
leg.
Framkvæmd alþingiskosninga
2021 ekki einsdæmi
Það kom fram í máli oddvita Yfir-
kjörstjórnar Norðvesturkjördæmis
að svona hefði framkvæmdin
verið í síðustu skipti, væntanlega
að ólöglegu endurtalningunni
undanskilinni. Í því ljósi blasir við
að innra gæðaeftirlit kosningafram-
kvæmdarinnar var lítið sem ekkert.
Þegar koma fram brot á lögum við
framkvæmd kosninga hefði maður
búist við að lögregla, að eigin frum-
kvæði, myndi hefja rannsókn og
taka alvarlega kærur sem henni
bárust. Af þessu má ráða að hlutverk
umboðsmanna framboðslista og
almennings er mikið og nauðsyn-
legt til að tryggja heilindi kosninga.
Enginn skortur á mistökum í
sveitarstjórnarkosningum 2021
Við framkvæmd síðustu sveitar-
stjórnarkosninga þurfti ég sem
umboðsmaður lista að gera ítrek-
aðar athugasemdir við framkvæmd
utankjörfundar vegna áróðurs á
kjörstað, skorts á nauðsynlegum
upplýsingum fyrir kjósendur um
frambjóðendur og lista, laga sem
var skyndilega breytt þannig að
möguleikar námsmanna erlendis
til að kjósa voru skertir, og vegna
brota á persónuverndarlögum og
lögum um áróður á kjörstað vegna
skilríkja umboðsmanna. Þessi listi
er langt í frá tæmandi og því virðast
mistökin í Norðvesturkjördæmi
ekki hafa haft tilfinnanleg áhrif á
metnað við framkvæmd kosninga
hér á landi. Það gekk afar illa að fá
lögreglu, landskjörstjórn og aðra
til að bregðast við athugasemdum
umboðsmanna. Ég sendi þó jafn-
framt kærur til lögreglu og Persónu-
verndar sem bíða afgreiðslu.
Hlutverk fjölmiðla
Ef frá eru talin Vísir og Frétta-
blaðið sýndu fjölmiðlar ítrekuðum
ábendingum um brot á lögum
og reglugerðum við framkvæmd
sveitarstjórnarkosninganna engan
áhuga. Afar fáir fjölmiðlar virtust
sjá nokkra ástæðu til að fjalla um
vandkvæði við framkvæmd kosn-
inga. Slíkt vekur óneitanlega von-
brigði.
Kært til Ríkissaksóknara
Í ljósi allra ofangreindra hluta tók ég
þá ákvörðun að vísa ákvörðun Hér-
aðssaksóknara til Ríkissaksóknara.
En vitanlega ætti það ekki að þurfa,
lögreglan gæti vel tekið málin upp
og Héraðssaksóknari hefði átt að
horfa til almennra refsiákvæða en
ekki sértækra. Spurningunni hvort
brjóta megi kosningalög er ósvarað
en miðað við fyrstu viðbrögð er svar-
ið já. Þangað til stjórnvöld taka brot
á kosningalögum alvarlega verða
aðrir að gera sitt til að tryggja fram-
kvæmdina og þangað til munum við
Píratar standa vaktina. n
Má brjóta kosningalög?
Hilmar Þór
Hilmarsson
prófessor við Há-
skólann á Akureyri
Indriði
Stefánsson
varaþingmaður
Pírata í Suð-
vesturkjördæmi og
varabæjarfulltrúi
Pírata í Kópavogi
12 Skoðun 22. júlí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ