Fréttablaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 16
Eru ávext
irnir ykkar
vegan?
Eigi olíu til þess að
drepa gullfisk?
Eigi til niðurdrep
andi krem?
Eigiði smokka fyrir
byrjendur?
Áttu krakk?
Hvað gerist þegar
maður er búinn að
klárast?
Seljiði ís
hér?
Er net
samband
þarna?
Er eitthvað
að gera
þarna?
Hvort er
umhverfis
vænna að
borða
innlent
kjöt eða
innflutt
grænmeti?
Hvort er
meiri
losun frá
eldgosum
eða
manna
völdum?
Nína Richter
ninarichter
@frettabladid.is
Ingunn Lára
Kristjánsdóttir
ingunnlara
@frettabladid.is
Hvað er um að vera í næstu viku?
Einstaklingar og fulltrúar
fyrirtækja deila með fylgjendum
sínum á samfélagsmiðlum undar
legum spurningum sem þeir hafa
fengið frá kúnnum og öðru fólki.
Tískufyrirbærið gengur út á
það að dansa við vinsælt popplag
frá árinu 2010 sem heitir Happi
ness og er eftir Alexis Jordan og
taka mismunandi dansspor eða
stellingar við hverja spurningu.
Útkoman er frekar kómísk þar
sem spurningarnar geta verið
óþægilegar og lagið er einstaklega
dáleiðandi og peppað.
Hér má sjá nokkur dæmi. n
Dansað við skrítnar spurningar
n Netfyrirbærið
Ísbúð Huppu
Íbúi í Grímsey
Leikskólakennar
Starfsfólk
Umhverfisstofnunar
Lyfja
Flugvélar stórar og smáar, þyrlur,
fornbílar og snjóruðningstæki eru
meðal tækja sem verða til sýnis á
Flugi & fákum á Egilsstaðaflugvelli
um helgina.
Þura Garðarsdóttir flugmaður
er skipuleggjandi. „Það verður
sannarlega dótadagur á Egils
staðaflugvelli,“ segir hún. Tæki úr
héraðinu verða til sýnis á jörðu
niðri og vélar munu leika listir
sínar í háloftunum. Þura segist
vera spenntust fyrir listfluginu.
„Ég er líka áhugasöm um radíó
stöðvar og sérstaklega veik fyrir
stjörnumótorum.“
Hún segir Egilsstaðaflugvöll vera
falda perlu, f lugvöll með alla burði
til að sinna farþegaflugi, og að nú
sé tilvalið að kynna völlinn fyrir
fólki.
„Vanalega þarf að ganga á milli
keilna og reipa og beint upp í vél en
nú opnum við allan völlinn.“
Umdæmisstjórinn pantaði gott
veður í fyrra þegar flugvöllurinn
var malbikaður í fyrsta sinn í 20
ár. Hann hefur greinilega einhvers
konar náðargáfu því ekki féll einn
dropi meðan framkvæmdirnar
stóðu yfir. „Ég treysti á að um
dæmis stjórinn leggist aftur á bæn.“
Þura vonar að með hátíðinni nái
hún að kveikja neista og áhuga í
hjörtum barna en sjálf fékk hún
flugbakteríuna snemma.
„Að sjá flugvél fljúga er töfrum
líkast. Mörg eðlisfræðilögmál og
góðar hugmyndir þurfa að ganga
upp til að þetta sé hægt,“ segir hún,
full af eldmóði. Hún segir lyktina
á flugvellinum vekja upp góðar
minningar um samverustundir
með fjölskyldunni, f lugvallaferðir
með pabba og þegar hún fékk í
fyrsta sinn að taka í stýrið.
„Þegar ég var lítil fannst mér
skemmtilegustu útilegurnar þegar
við fórum á flughátíðir. Ákveðinn
draumur er að rætast hjá mér. Litla
stúlkan á flughátíðinni fær loksins
að skipuleggja sína eigin hátíð og
vonandi kveikja neista í hjörtum
annarra.“ n
Sannarlega dótadagur á Egilsstaðaflugvelli
Tæki úr héraði verða til sýnis á jörðu niðri og vélar í háloftunum. MYND/AÐSEND
Hraunborgir
Grímsnesi
Hvað?
Í Hraunborgum í Grímsnesi á
Suðurlandi má nálgast sann
kallaða paradís með alls konar
afþreyingu fyrir stóra sem
smáa. Þar má fara í golf á 9 holu
golfvelli eða taka léttan leik
í mínígolfi, skella sér í sund,
njóta aðstöðunnar á einu barn
vænasta tjaldstæði landsins og
grilla í góðra vina hópi. Þá segja
staðarhaldarar að sérstaklega
lítið sé um lúsmý á svæðinu.
Fyrir hvern?
Þessi skjólsæla sumarleyfis
paradís er í aðeins klukku
stundarfjarlægð frá borginni
og er vinsæll áfangastaður fyrir
fjölskyldur af öllum stærðum
og gerðum. Á leiksvæðinu má
finna róluvöll, trampólín og
aparólu og því ættu krakkarnir
að hafa nóg fyrir stafni, auk þess
sem boðið er upp á innileik
svæði fyrir börn. Þá er matsölu
staður og bar á svæðinu með
aðstöðu til að horfa á íþróttir
í beinni. Veitingastaðurinn er
með skjólgóðum palli þar sem
má njóta veðurblíðunnar yfir
pitsusneið og góðum drykk.
Berjadagar
Ólafsfirði
Hvað?
Berjadagar eru tónlistarhátíð
sem fram fer um verslunar
mannahelgina í Ólafsfirði þegar
aðalbláberin fara að taka á
sig svartan lit og höfugan ilm.
Hátíðin var stofnuð 1999 og
hefur fest sig í sessi sem fastur
liður í menningarflórunni á
Norðurlandi.
Fyrir hvern?
Á tónlistarhátíðinni koma fram
ólíkir hljóðfæraleikarar til að
flytja list sína í rýmum sem
gera upplifun af tónleikum
einstaka. Á nýrri heimasíðu,
berjadagar. is, má nálgast miða á
glæsilega tónleika hátíðarinnar
í ár sem og upplýsingar um
listamenn og aðra viðburði.
Listrænn stjórnandi Berjadaga
er Ólöf Sigursveinsdóttir selló
leikari. Frítt er á hátíðina fyrir
18 ára og yngri. n
25. júlí
Mánudagur
n Sátt – ljósmyndasýning
Gæruhúsinu Þingeyri – allan
sólarhringinn
Ljósmyndasýning Sólnýjar
Pálsdóttur sem er hluti af Nr.
4 Umhverfingu, listviðburði
sem teygir sig um Vestfirði alla,
Strandir og Dali.
26. júlí
Þriðjudagur
n Hreindýradraugur #3
Minjasafn Austurlands – 10.00
François Lelong sýnir skúlptúra
og teikningar sem eru innblásin
af hreindýrum og náttúru
Austurlands.
27. júlí
Miðvikudagur
n Bjarni Már Ingólfsson
Björtuloftum Hörpu
– 20.00
Gítaristinn og
tónskáldið Bjarni Már
Ingólfsson kemur
fram ásamt kvartetti
sínum. Frumsamin
tónlist og ýmsar djassperlur.
n Ferð til fortíðar
Skálinn Víkingasetur Þingeyri
– 17.00
Þátttakendur kynnast sögu
forfeðranna, þar sem hægt er
að hlusta, upplifa og prófa.
28. júlí
Fimmtudagur
n Rokkhátíð
Lemmy – 18.00
Fyrsta rokkhátíð Lemmy hefst
á fimmtudeginum en yfir 15
hljómsveitir koma fram yfir
fjóra daga.
n Katey Brooks
Tehúsið Hostel Egilsstöðum –
21.00
Katey Brooks er uppreisnargjarn
listamaður sem blandar saman
þjóðlaga-, sálar- og blústónlist.
n ISSAMWERA
Gaukurinn – 20.00
Íslensk-afró tónlist
frá ISSAMWERA.
Allt frá jaðri
Afro-beats til
heimstónlistar,
djass, fusion,
sára og fönks. n
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þura
Garðarsdóttir,
flugmaður
22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR